Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 23
Föstudagur 29. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 niuiiiiimiiuiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimmimiiiiiimiiiiimuimimiimumiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiniiimiiiiiniiir „Þessi maður fær ekki ai koma til Portúgal" f GÆR, þegar ég kom akandi að portúgölsku landamæra- stöðinni við Badajóz á þjóð- veginum frá Madrid til Lissa bon, var mér tiikynnt að ég fengi ekki að koma til Portú- gaL Eins og venjan er við allar portúgalskar eftirlitsstöðvar á spönsku landamærunum, urðu allir ferðamennirnir, hvort sem þeir voru útlendir eða innlendir, að bíða góða stund meðan vegabréf þeirra voru könnuð. Það er meir að segja svo að Portúgalar sjálf- ir komast ekki úr landi án sér stakrar heimildar PIDE — Öryggislögreglu Salazars. Hvað mér viðvíkur, þá hafði ég rétt fengið heimild tollgæzlunnar til að fara yfir landamærin þegar PIDE- foringi birtist skyndilega í anddyrinu. „Þessi maður“, fyrirskipaði hann, „fær ekki að koma til Portúgal." Heimild tollgæzlunnar var þá afturkölluð, og mér sagt stuttarlega að hafa mig á brott. Ég fór þá fram á að fá að hringja til Lissabon, en þeirri ósk minni afdráttar- laust neitað. Þar sem engin ástæða var gefin upp fyrir því að mér var neitað um vegabréfsárit- un, hringdi ég í sendiráð eins Norðurlandanna f Lissabon, en utanríkisráðuneyti viðkom andi lands hafði tilkynnt sendiráði þessu um komu mína til Portúgal. Nú hefur mér verið skýrt frá því að ástæðan, sem portú gölsk yfirvöld gefa upp fyrir neituninni um vegabréfsárit- un, er sú að skrif mín um Portúgal hafa ekki verið sann leikanum samkvæm. Því miður hafa yfirvöldin í Lissabon hingað til ekki gert neina tilraun til að hrekja sannleiksgildi staðreynda þeirra, sem fram hafa komið í greinum mínum og birzt í mörgum löndum á síðasta árL Þótt þessar greinargerðir minar um ástandið á sviði efnahags-, þjóðfélags- og stjórnmála hafi verið byggðar á skjalfestum rökum, vísaði upplýsingaráðuneytið þeim einfaldlega frá sem „hrein- um tilbúningi". í fjölda ára hefur Salazar- stjórnin hreykt sér af því að öllum útlendingum væri frjálst að koma til Portúgal til að sannfærast um að þar ríkti sannarlega lýðræði eins og bezt gerist í anda kristn- innar. Fyrir nokkru var hinsvegar fréttaritara bandaríska út- varpskerfisins NBC vísað úr Iandi. Fjöldamörg vestræn tímarit (þeirra á meðal banda riska vikuritið TEME eru bönnuð í Portúgal. Svo virðist nú sem hið si- versnandi ástand í Portúgal krefjist aukinna þvingunar- ráðstafana gagnvart þeim er- lendum fréttamönnum, sem ekki eru á bandi stjórnarinn- ar. Eftir er að sjá hvort þessar aðgerðir verða stefnu dr. Salazars til góðs, og hvort þær stykja umdeilda afstöðu landsins innan bandalags vest rænna lýðræðisríkja. Blöðin í Madrid skrifa í gær um það hve æskilegt HALLDÓR . Sigurðsson hefur, eins og lesendum er kunnugt, skrifað nokkrar greinar í Morg- unblaðið um erlend mál efni á undanförnum mánuðum. Hann er fæddur á Seyðisfirði, en fluttist 21 árs til Dan- merkur 1946. Um fimm ára skeið bjó hann í Brasilíu, en hefur á und cuiförnum árum ferðazt víða og skrifað greinar fyrir blöð vísvegar um heim. Sjö blöð auk Morg blaðsins birta greinar hans að staðaldri, en hin blöðin eru: Politiken í Kaupmannahöfn, Dag- ens Nyheter í Stokk- hólmi, Dagbladet í Osló, Uusi Suomi í Helsing- fors, Daily Herald í Lon don, Panoramas í Mexíkóborg og O Eesta do í Sao Paulo. Hér segir Hálldór frá því er hann ætlaði fyrir skömmu til Portúgaþ en var neitað um vega- bréfsáritun þangað. Halldór Sigurðsson: AÐ DTAIM væri fyrir Salazar stjórnina að finna leiðir til meira frjálsræðis í stjórnmálum, þjóðfélags- og efnahagsmál- um í Portúgal. Segja blöðin afdráttarlaust að þetta aukna frjálsræði verði að koma fljótt Því miður er það svo að jafnvel Spánverjar geta með réttu hvatt nágranna sína á Íberíuskaga til að draga úr þvingununum. Hingað til hafa hinsvegar endurteknar tilraunir Francos til að fá bandamann sinn, dr. Salazar, til að opna augun fyrir tutt- ugustu öldinni verðir árang- urslausar. Leiðarstajarna dr. Salazars er — eins og hann þreytist sjálfur aldrei á að upplýsa — upprunnin á öld landafunda og nýlendustefnu. uiiiiiiiiimiuiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiii!iiii lUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiiiiiuiiiiiiHiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiuiitiiiiiiiinitiiimfiiiiitiiiiiiiiiHHimtiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiit ■ Prófkosnirrgar Framh. af bls. 1 ekkert skylt við öldungadieild arþingmanninn frá Arizona, en gæti hins vegar átt við ílesta þá menn aðra, sem fal- ast eftir framiboði. Að vísu segist Eisenhower ekki vilja beita áhrifum sín- um neinum í vil, það sé ekki í aínum verkahring að segja flokknum til um hver skuli vera forsetaefni hans. Úr því eigi landsiþingið í júlí að skera. En hann leggur r&t á við flokk sinn að velja forsetaefni sem framfylgi af einurð og festu þeirri framsýnu stefnu- skrá, sem Goldwater hefur gagnrýnt svo dyggilega. Eisen hower vill að fylgt verði stefnu stjórnar hans á árun- um 1955—’Sl og hrundið í framkvæmd fjölda áforma, sem Goldwater er nær undan tekningarlaust á móti við at- kvæðagreiðslur í þinginu. Eisenhower veit vel hvað hann er að fara. Hann gengur þess ekki dulinn og það gra flokksmenn hans ekki heldur, að af þeim 25 málum, sem voru á stefnuskrá repulblikana flokksins á landslþinginu árið Nehru minnzt víða um heim London, 28. maí (NTB—AP). í DAG minntust blöð víða um heim hins látna forsætisráð- herra IndLands, Jawaharlals Nehrus. Hér á eftir fara um- mæli nokkurra blaða og stjórn málamanna um forsætisráð- herrann. • BANDARÍKIN. Blöð um öll Bandaríkin hylltu í dag hinn látna forsætisráð- herra Indlands, „New York Times“ segir m. a., að ást Ind verja á Nehru hafi veitt hon- um mesta valdið, sem þjóðar- leiðtoga geti hlotnazt, valdið til þess að stjórna hjörtum þegna sinna. „The New York Herald Tribune“ segir m. a., að Nehru hafi sjálfur búið yfir mörgum ólíkum skapgerð arþáttum, þeim sömu og komu frá þjóð hans og ef til vill sé það þetta, sem fyrst og fremst hafi gert hann að leiðtoga og sameiningartákni hinnar sundurleitu þjóðar. Öldungadeild Bandaríkja- þings hyllti Nehru í dag, sem vin, er beitti starfskröftum sínum í þágu friðar í heimin- um. ^ BRETLAND. Brezku biöð in eru sammála, um að mesta afrek Nehrus hafi verið að varðveita einingu Indverja, þjóðar, sem talar margar ólík ar tungur. „Daily Telegraph" segir m. a. „Jawaharlal Nehru var ekki aðeins leiðtogi þjóð ar, hann var þjóðin sjáif.“ The Times: „Hann (Nehru) vann sér virðingu heimsins bæði sem leiðtogi sjálfstæðis- baráttu þjóðar srnnar og forsætisráðherra hennar að fengnu frelsi.“ • SOVÉTRÍKIN. Blöð í So- vétríkjunum birtu í dag nákvæmar fregnir af láti Nehrus, ummæli stjórnmála- manna um hann og æviágrip. Pravda segir m. a.: „Sagan mun minnast Jawaharlals Nehrus sem leiðtoga esjálf- stæðisbaráttu Indverja og hann er maðurinn, sem á heið urinn af mótun hlutleysis- stefnu þjóðar sinnar, stefnu, sem öll friðaröfl í heiminum virða.“ Pravda sagði, að lát Nehrus hefði vakið mikla sorg í Sovétríkjunum. • KÍNVERSKA ALÞÝBU- LÝÐVELDIÐ. Forsætis- ráðherra Alþýðulýðveldisins, Chou En-lai og Chen Yi, utan ríkisráðherra, heimsóttu ind- -.verska sendiráðið í Peking í dag til þess að votta samúð sína. f samúðarskeyti, sem Pekingstjórnin sendi Radha- krishnan, forseta Indlands, eru engin lofsyrði um Nehru sem stjórnmálamann, en látin í IjóS ósk um bætta samúð Indlands og Kínverska Al- þýðulýðveldisins. • FORTÚGAL. Blöð í Portú gal eru þau einu, sem fara fjandsamlegum orðum um hinn látna forsætisráð- herra, en þau fordæma hann og kalla hann ræningja Góa. Sem kunnugt er innlimuðu Indverjar Góa og aðra ný- lendu Portúgala á Indlands- skaga 1961. • CEYLON. Allar stjórnar- skrifstofur, verzlanir og skól- ar voru lokaðir í dag og blöð landsins lofuðu hinn látna leiðtoga Indlands í ritstjórnar greinum. Eitt þeirra sagði m. a., að lát Nehrus væri tjón fyrir alla Ceylonbúa. • INDÓNESÍA. Súkarnó Indónesíuforseti sagði, að heimurinn myndi sakna bar- áttu Nehrus fyrir bættu ástandi og friði, en Indónesíu- búar væru þess fullvissir, að Indverjar myndu starfa áfram í anda hins látna leið- toga. • FILIPPSEYJAR. Dios- dado Macapagal, forseti Fiiippseyja, sagði í samúðar- kveðju sinni til Indverja, að Nehrus yrði munað meðan þjóðirnar dreymdi um frið og þær tryðu á sigur skynsem- innar yfir ofbeldi og valdbeit ingu. • MALAYSÍA. Fánar blöktu í hálfa stöng í dag um allt sambandsrikið og Abdul Rahman forsætisráðherra sagði í ræðu, að fordæmi Nehrus væri öllum heiminum innblástur. 1960, er Goldwater öldunga- deildapþingmaður andtvígur öllum 26. Það fer heldur ekki fram hjá neinum, að lýsing Eisenhowers á þeim manni er hann kveðst vona að lands- þingið í San Francisoo velji, kemur engan veginn heim við þann mann, er auidæfði stefnu republikana þau átta ár sem republikanskur forseti sat í Hvíta húsinu. Eini andstæðingur Goldwat- ers í kosningunum í Kali- forníu er Nelson A. Rockefell er, ríkisstjóri í New York, sem margir spá ekki góðu þar sem hann eigi tii engrar fræoidsemi eða vináttutengsla að telja þar syðra. Rockefeller ríkisstjóri hefur sagt að vinni hann kosningarn ar í Kalifórniu eigi hann vís aun.k. 400 atkvæði á lands- þinginu. Goldwater hefur nó- kvæmari tölu á sínum hópi og segir að sig vanti ekki nema 20—50 atkvæði til þess að hafa þau 665 sem þarf til þess að hlijóta kjör, ef hann færi með sigur af hólmi. Hin 86 atkvæði kjörmanna Kaliforníu falla öll í hlut þess framibjóðandans sem prófkosn ingarnar vinnur við fyrstu at kvæðagreiðslu á landsþinginu. Við aðra atkvæðagreiðslu hafa kjörmenn óbundnar hendur. Talið er að Goldwater njóti meira persónufylgis í Kaliforn íu en Rockefeller, en stefnu- skrá hins síðarnefnda eigi aft ur á móti meiri hljómgrunn með kjósendum en stefna Goidwaters. Þá er og það, að meira en helmingur kjósenda er talinn aðhyllast aðra en þá sem eru í framboði og er gert ráð fyrir því að Rockefeller hljóti mun fleiri atkvæði þess arra kjósenda en Goldwater. — Nehru Framh. af bls. I lesin orð hinnar helgu bókar Hindúa. En stundum yfirgnæfðu grátur og kveinstafir hinna syrgj andi milljóna. Margir erlendir stjórnmála- menn fylgdu Nehru. Gengu þeir næst fallbyssuvagninum ásamt fjölskyldu hins látna og indversk um stjórnmálamönnum. Meðal viðstaddra voru Sir Alec Douglas-Home, forsætisráð- herra Breta, Kosygin, aðstoðar- forsætisráðherra Sovétríkjanna og Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fulltrúi Bretadrottningar við útförina var Mountbatten lávarður, síðafiti varakonungur Indl. Dean Rusk kom til Delhi í dag ásamt Y. B. Chavan, varnarmálaráðherra Indlands í dag ásamt Y. B. Chav an, varnarmálaráðherra Ind- lands, sem var í heimsókn í Bandaríkjunum. Þeir komu ekki til Delhi fyrr en klukkustund eftir að líkfylgdin lagði af stað frá heimili Nehrus. Fyrst var reynt að aka þeim í bifreið að fallbyssuvagninum, en það tókst ekki vegna hins mikla mann- fjölda. Þá var gripið til þess ráðs að flytja ráðherrana í þyrlu. Mikill hiti var í Nýju Delhi í dag og leið yfir fjölda manna í þrönginni. Nokkrir særðust og tveir létu lífið, er þeir hnigu nið ur og voru troðnir undir. Þegar líkfylgdin kom að bál- kestinum við hið heilaga fljót, skammt frá staðnum þar sem bálköstur Gandhis var hlaðinn fyrir 16 árum, beið þar prestur í gulri skikkju. Lagði hann fyrstu sandelviðargreinarnar á líkama Nehrus. Síðan var lík hins látna forsætisráðherra lagt á bálköstinn og mannfjöldinn huldi líkamann blómum og sandelviði. Sanijay Gandhi, dótt- ursonur Nehrus, stóð við hlið móður sinnar Indiru, þar til „Ljónið frá Kasmír“ hafði varp- að síðasta blóminu á bálköstinn. Þá gekk Sanjay fram með kyndil í hendi og logarnir stigu til him- ins. Samkvæmt hinum forna sið Hindúa, er það elzti sonur, sem tendra á bálköst föður síns, en Nehru átti engan son. Mannfjöldinn horði á bálið brenna, en dreifðist þegar log- arnir voru hjaðnaðir. Aska Nehrus verður flutt til Allaba- had, fæðingarborgar hans á morg un, sólarhring eftir að bálföin fór fram. í nótt standa hermenn vörð við bálköst leiðtoga Ind- verja um 17 ára skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.