Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐID i Fðstudagur 29. mal 1964 Sauðburði aó Ijúka i Mývatnssveit Mývatnssveit, 28. maí. HÉR var frekar kalt allan apríl- mánuð og fram í miðjan maí, gróðri fór því mjög hægt fram. Síðan um hvítasunnu hefur verið hið blíðasta og bezta veðurfar og hiti oft komizt í 14—16 stig á daginn. Er því orðið frekar sumarlegt nú og sums staðar komið gras á tún og ágætur sauðgróður í út haga. Sauðburði er að verða lokið, hefur hann gengið ágæt- lega vel, þó var með færra móti tvílembt. Margir eru búnir að sleppa lamibfé. Fuglinn er farinn að setjast í eyjar og hóimia. Enn er óséð lrversu mikinn usla minkurinn gerir í varplöndum manna. Ferðamannastraumur er byrjað- ur. Er aðallega um að ræða hópa skóilafólks. Mikið er þegar búið að panta á hótelunum hér fyrir sumarið. Vaðlaheiði er nú sem stendur lokuð fyrir öðrum bdlum en jepp um. í sumar verður hér byrjað á brú á Helluvaðsá. Bætir það vissulega úr brýnni þörf, því gamla brúin var mjög úr sér gengin, auk þess er við hana slæm beygja fyrir stærstu bdla. Sém kunnugt er var lagt hing- að rafmagn í hluta sveitarinnar frá Laxárvirkjun 1962. Nú verð- ur þessari framkvæmd fram hald ið á þessu ári. Á næstunni verð- ur byrjað að setja niður staura. Eru það vissulega góð tíðindi. — K. Þ. Fellibylur í Hong kong þúsundír misstu heimili Judy Garland i sjúkrahúsi i borginni Hong kong 28. maí (NTB) Fellibylur, sem veðurfræðingar nefna Violu, skall í dag yfir brezku nýlenduna Hong kong. Mörg þúsund manna misstu heim iti sín og 41 særðist. Franska fréttastofan AFP, skýrði frá því aS hin fræga bandaríska söng- kona Judy Garland, hefði verið meðal þeirra, sem lagðir voru i sjúkrahús eftir fellibylinn. Hún hafi fengið fyrir hjartað og verið gefið súrefni i sjúkrahúsmu. Fréttastofan segir, að söngkonan sé ekki úr allri hættu. Viola fór yfir Hong kong með 112 km hraða á klukkustund og svo kröftug var hún, að skip, sem lágu við akkeri í höfninni, rak á land upp. í borginni lagðist allt atvinnuiíf niður meðal byl- urinn gekk yfir og örvænting ríkti meðal íbúanna en þeir höfðu gert ráð fyrir enn meiri hamförum. Vantar vitni að árekstrum Á 9UNNUDAGSKV ÖLDIÐ um kl. 20,30 varð harður árekstur á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegar milli vörubáls og jeppa. Þar sem ökumönnum ber illa saman um aðdraganda og or sakir árekstursins eru það ein- dregin tilmæli umferðadeildar rannsóknarlögreglunnar, að þeir sem kunna að hafa séð er árekst- urinn varð að gefa sig fram hið fyrsta við umferðadeildina. Þá vantar enn fremur vitni vegna þess að ekið var utan í mannlausan bíl Y-1145 í portinu við Breiðfirðingabúð, rétt fyrir kl. 11,30 þetta sama sunnudags- kvöld. Grunur leikur á, að gul- leitur sendiferðaibíll hafi ekið utan í Y-1145. En fellibylurinn var þótt undar legt megi virðast, að vissu marki kærkominn gestur í Hong kong. Vegna hinnar miklu rigningar hækkaði yfirborð vatnsgeyma borgarinnar til muna og þegar í stað var dregið úr vatnsskömmt- un. Að undanförnu hefur ekki verið vatn að fá nema fjórar klukkustundir á dag fjórða hvern dag, en nú er opnað fyrir vatnið annan hvorn dag. — íbróttir Frarruhald af síðu 22. en þá voru Olympíuleikarnir í Róm í undirbúningi. í október 1980 var Middlesex Wanderers farið 67 ferðir og leikið í 26 löndum. Oftast eru knattspyrnusam- bönd viðkomandi landa gestgjaf ar, en einnig einstök félög eins og er liðið heimsækir ísland nú öðru sinni. Hingað komu þeir fyrst 1952. í>ess má geta, að Björgvin Schram, formaður K.S.Í., er einn af varaforsetum Middlesex Wanderers A.F.C. og hefur haft milligöngu um þessa heimsókn. Hér sést ein af auglýsingamyn dum þeim, sem birt var í banda- rískum ritum af Guðrúnu Bjarnadóttur fegurðardrottningu þar sem hún sýnir nýjar tegundir tilbúinna fiskrétta frá verksmiðju Coldwater, en fyrirtækið hefir verið með ýmsar nýjungar, sem vakið hafa athygli á bandariskamarkaðnum og aukið sölu íslenz kra sjávarafurða. — N-Katanga Framh. af bls. 1. samband við Albertville rofnað. Albertville er á bökkum Tang- anyika-vatns um 1.100 km. fyrir norðan Elísabethville. Yfirmaður Kongóhers í Elísaebthville, Louia Bobozo, hugðist í dag halda flug- leiðis til Albertville ásamt þrem- ur nánustu samstarfsmönnum, en óvist var að flugvél þeirra gæti lent í borginni, því að benzín- afgreiðslunni á flugvellinum hafði verið lokað og flugturninn yfirgefinn. Óstaðfestar fregnir herma, að hersveitir stjórnarinnar í Albert- ville hafi dregið sig í hlé, er þær fregnuðu um sókn uppreisn- armanna í átt til borgarinnar og þeir hafi tekið hana baráttu- laust. í dag var flogið könnunar- flug yfir Albertville og virtist flugmönnum, sem allir óbreyttir borgarar hefðu yfirgefið borgina, aðeins hermenn sáust á ferli á götunum. Fegurðardrottniicg auglýsir ásL fiskafurðir í bandarásku sjónvarpi AÐALFUNDUR Sölumiðstöð- var hraðfrystihúsanna hélt á- fram í gær og voru þá tekin fyr- ir og rædd, markaðs- og sölumál. Bjöm Halldórsson, framhvæmda stjóri sölumála, gaf í upphafi glöggt yfirlit yfir þróun markað- anna, en útfiutningur S.H. jókst mikið á sl. ári. Þorsteinn Gíslason, framikv.- stj. „Coldwater Seafood Corp”, dótturfyrirtækis S.H. í Banda- ríkjunum, skýrði frá rekstri og sölustarfsemi þess. Coldwater rekur umfangsmikla starfsemi í Bandaríkjunum, meðal annars, verksmiðju í Nanticoke í Mary- land, sem framleiðir tilreidda fiskrétti, en þeir eru afar vin- sælir í Bandaríkjunum. Nær sölustarfsemi fyrirtækisins um öll Bandaríkin og tryggir hún árvissar sölur á miklu magni sjáv arafurða. Á sl. ári varði Coldwater sem fyrr miklu fé tii auglýsingastarf- semi. Einn þáttur starfseminnar var að Guðrún Bjarnadóttir, feg urðardrottning, kynnti íslenzkar sjávarafurðir í sjónvarpsiþáttum, sem hlutu góðar undirtektir. Auk þess voru birtar myndir af henni í auglýsingum í víð- lesnum blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum. Árni Finnbjörnsson sölustjóri gerði grein fyrir mörkuðum í Austur-Evrópu og ræddi ítarlega um freðsíldarmarkaðina. Kom meðal annars fram í ræðu hans, að freðsíidarútfiutningur íslend- inga hefur rúmlega fimmfaldaist á síðustu fjórum árum, eða úr rúmum 7.000 tonnum í 37.000 tonn. Þá undirstrikaði hann þýð ingu Austur-Evrópumarkaða fyr- ir íslenzkan sjávarútveg og fisk- iðnað. Othar Hanson, sölustjóri S.H. í London skýrði frá sölu- og markaðsmálum Bretlandi. Sagði hann m a. að þar væru fáir en stórir kaupendur og að inn- byrðis samkeppni íslenzkra aðila á brezka markaðnum væri stór- skaðleg. íslendingar eiga í harðn andi samkeppni í sölu sjávar- afurða við Þjóðverja, Dani og Norðmenn auk Breta sjálfra. Þá flutti Einar G. Kvaran, frkv. stj. ræðu um framleiðslu- mál og ræddi sérstaklega um þýðingu blokkaframleiðislu fyrir hraðfrystihúsin. Fundinum verður haldið á- fram í dag, í húsi Slysavarnar- félagsins á Grandagarði, Iþrótfir og leikir tyrir börn í dag í DAG hefjast á fjórum íþrótta- i Á hverjum stað verður náms- svæðum í Reykjavík námskeið í skeiðunum tvískipt, fyrir hádegi íþróttum og leikjum á vegum Æskulýðsráðs, Leikvallanefndar, íþróttabandalagsins og íþrótta- vallanna. Verða námsskeið þessi fyrir börn og unglinga á aldrin- um 5—10 ára. Almenningi boðið að skoða nýju flugvél Loft leiða á laugardaginn f DAG er hin nýja Rolls Royce 400 flugvél Loftleiða væntanleg til Keflavíkur með um 100 manns, allt gesti Loftleiða. Meðal þeirra er margt stórmenna, svo sem ýmsir ræðismenn íslands erlend- is, svo og blaðamenn og ritstjór- ar og fulltrúar ferðamála. Flug- vélin verður til sýnis almenningi á Keflavíkurflugvelli á laugar- daginn frá kl, 4—6 30. maí. Það hefir verið ákveðið að þessi flugvélargerð beri nafnið Rolls Royce 400 og heitir hún eftir hreyflunum og 400 merkir að hún fari með 400 mílna hraða á klukkustund. Þetta er raunar fyrsta flugvélin sem byggð er hjá Canadair-verksmiðjunum af gerð inni CL 44 og eingöngu er ætluð til farþegaflugs. Þess vegna er hið nýja nafn. kl. 9.30—11.30 verður tekið við börnum 5—9 ára en eftir hádegi við eldri börnum, 9—13 ára, og þá kl. 14—16. Á hverjum stað verða 2 íþróttakennarar, karl og kona, sem leiðbeina börnunum. Á morgun verður byrjað á þess um stöðum: Ármannssvæði, Vals svæði, Víkingssvæði og KR- svæði. Á þessum stöðum verður kennt á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum verður kennt á þessum stöðum: Laugalækjarblettur, Skipa- sundsblettur, Golfvöllurinn 6g Álfheimablettur. Innheimt verður vægt þátt- tökugjald fyrir tímabilið, sem verður 4 vikur. Gjaldið er kr. 25.00. Allar upplýsingar eru veitt ar í símum 15937 (Æskulýðsráð) kl. 2 4 og 10655 (ÍBR), kl. 4—6 daglega. - Bílaleigubílar í tryggingu þeir séu framseldir ur niður hafi bílaleigan leigt bíl- inn án þess að trygging-rskiyrð um sé fullnægt, t.d. því að leigu taki hafi náð 21 árs aldri o.g hafi. ökuréttindi. Þá má geta þess, að við venju lega kaskótryggingu eru bílar tryggðir gegn þjófnaði og eldi. MORGUNBLAÐIÐ hefur aflað sér upplýsinga um það hjá trygg ingarfélögunum, vegna ýmissa á- rekstra bálaleiguibíla að undan- förnu, að þeir eru í tryggingu þótt ökumenn þeirri hafi ekki ökuréttindi, ef leigutaki hefur framselt bílinn. Hið sama gildir um ölvun eða þjófnað. Tryggingarfélögin eiiga hins v-jar endurkröfurétt á ökumann í slíkum tilfellum. Trygging fell — SIA-menn Framhald af síðu 24 ár síðan skýrslur þessar fyrst voru birtar, hafa þeir þó mann- að sig upp í miálshöfðun, og jafn- framt segja þeir munu kæra mál- ið til sakadómara ríkisins, þar sem telja megi að bréfin hafi ver ið „numin brott úr hirzlum eins stefnandans og fengin Morgun- blaðinu til birtingar”! Morgunblaðið mun síðar skýra nánar frá gangi þessa sérstæða máils og bendir mönnum á að aifla sér Rauðu bókarinnar og kynna sér efni hennar. Arnesingar í skógræktarferð ÁRNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja vík fer næstkomandi laugardag í skógræktarferð að Áshildar- mýri og Þingvöllum. Hefur fé- lagið efnt til slíkra ferða mörg undanfarin ár og á góða gróður- reiti á báðuro. stöðum. Lagt verður af stað frá Bún- aðarfélagshúsinu við Lækjargötu kl. 14 og væntir stjórn félags- ins þess að félagsmenn fjölmenni í þessa ferð og láti vita fyrir föstudagskvöld í síma 24737 eða 15354. Ferðin verður jafnframt kynningar og skemmtiferð um átthagana. Ófremdarástand í sam- göngumálum Eskfirðinga Eskifirði, 28. maí SAMCÖN'GUMÁL hér við Eski- fjörð eru nú í hinum mesta ó- lestri síðan Geir Björgvinsson hætti áætlunarferðum til Norð- fjarðar. Póstur kemur nú aðeins 3svar í viku þótt daglegar flug- ferðir séu til Egilsstaðo. í gær þurftu 13 manns að komast héð- an og varð hver »3 bjai'ga sér með bílferð eins og bezt gekk og kaupa aér dýrt far. Þetta ófretnd arástand er mjög Skaðlegt fyrir staðinn og vilja Eskfirðingar nú spyrja bæði póststjórnina og Flugfélag íslands, sem að sjálf- sögðu nýtur farþega héðan, sem þurfa að fara suður og norður mn land, hvað þessir aðilar hyggj ast fyrir. Borið hefir á því að Norðfirðingar hefðu áhuga á að beina farþegum sem fljúga iþurfa 'héðan að austan tíf flug- vélar þeirrar, sem heldur uppi smagöngum þangað. G.W.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.