Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. maí 1964
Somband ungra Sjálf-
stæðismanna efnir til
% w r
LANDBI á H JNAG ellu n IARRA .k. sun DSl nud ri la El 19 FNll I-
Ingólfur Bjarni
Á SUNNUDAGINN kemur
efna Samband ungra Sjálf-
stæðismanna og Fjölnir FUS
í Rangárvallasýslu til hclgar
ráðstefnu um landbúnaðarmál
á Hellu. Ráðstefnan verður i
Ilellubíói og hefst kl. 15:00. —
Ráðstefna þessi er opin öllum
sjálfstæðismönnum í Suður-
landskjördæmi, yngri sem
eldri.
Framsögumenn verða: Ing-
ólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra; dr. Bjarni Ilelga-
son og dr. Sturla Friðriksson.
Að framsöguerindum loknum
verður þátttakendum skipt í
umræðuhópa en síðan fara
fram almennar umræður. Sjálf
stæðisfólki í Suðurlandskjör-
dæmi er bent á að allar upplýs
ingar um ráðstefnuna gefa
Óli Guðbjartsson, Selfossi og
Jón Þorgilsson, Hellu, svo og
skrifstofa SUS i Reykjavík,
sími 17-100.
Sjálfstæðisfólk í Suður-
landskjördæmi er eindregið
hvatt til þess að fjölmenna a
ráðstefnuna og gera hana þar
með sem glæsilegasta og gagn
legasta.
buuia Árni
Sjálfstæðismenn í Suðurlandskjördæmi
FJÖLMENNID
Stjórn Þórs FtlS á Akranesi. Fremri röð frá vinstri: Hörður Sumarliðason, Hörður Pálsson,
formaður, Hróðmar Hjartarson. Efri röð frá vinstri: Ólafur Jónsson, Jósef Þorgeirsson og Eiin-
ar Ólafsson. Á myndina vantar Björn Pétursson.
ölbreytt starf Þórs
FUS á AKRANESI
STJÓRN ÞÓRS, félags ungra
sjálfstæðlsmanna á Akranesi hef
ur nú í undirbúningi mjög aukna
félagsstarfsemi.
Nú á næstunni mun ÞÓR FUS
efna til kvikmyndasýningar fyr
ir almenning i Bióhöllinni á Akra
nesi og í undirbúningi er á veg
um Þórs, almennur fundur fyrir
sjálfstæðisfólk á Akranesi, þar
sem flutt verður ræða um Fram'-
Aukinn ferðamannastraumur
Betri þjónusta og aðbúnaður
ÓHÆTT er að fullyrða að nú hin siðari ár, hafi átt sér
stað bylting á sviði ferðamála hér á landi. Rekja má rætur
þeirrar byltingar til aukins frjálsræðis og skilnings á mik-
ilvægi betra skipulags og aðbúnaðar.
Gistihúsaskortur, sem fyrir nokkrum árum var mikill og
tilfinnanlegur virðist nú að mestu;vera úr sögunni. Að sama
skapi hefur önnur þjónusta breytzt mjög til batnaðar, ekki
sízt með tilkomu hinna mörgu og ágætu ferðaskrifstofa að
ógleymdu framtaki íslenzku flugfélagann-
Fullvíst er að ekki þarf að bera kvíðboga fyrir stöðnun
á þessu sviði í framtíðinni, það sýna hinir mörgu og dug-
miklu einstaklingar, sem láta sig þessi mál skipta. í bigerð
eru 2—3 ný gistihús í Reykjavík og stöðugt fréttist af nýj-
um og skemmtilega frumlegum hugmyndum til aðlöðunar
og aukins og fjölbreyttari aðbúnaðar handa ferðamönnum,
innlendum sem erlendum.
Nægir í því sambandi að minna á hina ágætu hugmynd
um fljótandi gistihús í formi víkingaskips, sem staðsett
verður á Hlíðavatni í sumar. *
Frézt hefur af fleiri fyrirtækjum, sem í athugun eru
og má búast við að sjái dagsins ljós innan skamms. Fram-
taki dugmikilla einstaklinga á þessu sviði ber vissulega að
fagna.
Þrátt fyrir miklar og ágætar breytingar er þó víða pottur
brotinn og þá kannski þar sem sízt skyldi. Aðbúnaður til
móttöku ferðamanna við Geysi og Gullfoss, þeim stöðum,
sem einna mest eru sóttir af ferðamönnum hér sunnanlands
er svo bágborinn að ekki verður lengur við unað. 1 því sam-
bandi þýðir ekkert hálfkák. Byggja verður ný og skemmti-
leg húsakynni með aðstöðu fyrir greiðasölu, gistingu, minja
gripasölu og annað það, sem tilheyrir slíkri starfsemi.
Ef þessar aðkallandi breytingar eru ekki á færi einstakl-
inga ber því opinbera að taka málið til einarðlegrar af-
greiðslu og tryggja að aðbúnaður og þjónusta verði með
þeirri reisn, sem þessum stöðum er samboðið.
Tiltækum ráðum verður að beita.
Enn á ný hefur ólmum unglingum tekizt að halda Hvíta-
sunnuna „hátíðlega" á miður þokkalegan hátt. Þjórsár-
dalur í fyrra — Hreðavatn í ár — og mjög líklega ríða þess-
ir sömu unglingar þökum að Laugarvatni eða jafnvel í
sjálfum þjóðgarðinum að ári.
Hér á þessum vettvangi skal eigi leitast við að kryfja
vandamálið til mergjar, svo margslungið er það og ill-
leysanlegt, enda kjarni vandamálsins jafngamall mann-
kyninu. Hinsvegar skal undirstrikað að frá leikmanns-
sjórnarmiði virðist sem þurft hefði að fimm-falda það lög-
gæzlulið, sem til staðar var á Hreðarvatni og láta ALLA
þá unglinga, sem þar komust upp með að brjóta lög og
reglur, sæta fullri ábyrgð gerða sinna. •
Með því að fjölga í löggæzluliðinu og ganga hreint og
ákveðið til verks, t.d. með því að flytja ALLA þá unglinga,
sem brotlegir gerast, jafnóðum til sinna heima má vafa-
laust afstýra miklum hluta þeirra vandræða, sem ella eiga
sér stað og nú er sem mest kveinkað yfir.
Gera verður unglingum það fyllilega Ijóst, að skrílslæti á
borð við þau, sem höfð voru í frammi í Þjórsárdal og að
Hreðavatni eru í fullri öþökk þjóðfélagsins, og að það sé
staðráðið í að beita öllum tiltækum ráðum, til að slíkt end-
urtaki sig ekki.
Það, að ósóminn fái að vaða uppi í fullum herklæðum er
óþolandi I því þjóðfélagi, sem telur sig siðað. Ósómanum
á þessu sviði sem og öðrum verður að útrýma, og ef ekki
með góðu þá með þeirri hörku, sem honum ber.
— R. Kj.
tíðarverkefni í íslenzkum stjórn
málnm.
Fundur með fulltrúum SUS
Sl. þriðjudag átti stjórn Þórs
FUS fund með fulltrúum Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna,
þeim Bjarna Beinteinssyni ritara
SUS og Styrmi Gunnarssym,
framkvæmdastjóra SUS.
Á þeim fundi var rætt um efl
ingu á starfsemi Þórs FUS og
mun stjórn félagsins hafa í und-
irbúningi umfangsmikla starf-
semi sem hefst í haust. Er gert
ráð fyrir reglulegum fundarhöld-
um, stjórnmálanámskeiði, kvik-
myndakvöldum, bridgekeppni,
skákmóti, föndri, skemmtunum
og öðru slíku.
400 manns
í Keflavík
SÍÐASTLIÐINN laugardag efndi
Heimir FUS í Keflavík til kvik
myndasýningar fyrir almenning
í Nýja Bíói, Keflavík.
Sýndar voru nokkrar kvik-
myndir um John F. Kennedy,
hinn látna forseta Bandaríkj-
anna. Rúmlega 400 manns sóttu
kvikmyndasýningu þess og kom
ust færri að en vildu.