Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 22
22
MORCU NBLAÐIÐ
Föstudagur 29. maí 1964
; ....................................................IMtji
Urvalsliö brezkra knatt-
spyrnumanna leikur hér
IHideilesex Wanderers
■*»
leika 3 leiki ■ næstu viku
KNATTSPYRNUFELAGIÐ Þrótt
ur verður gestgjafi hins fræga
enska knattspyrnuklúbbs Middle
sex Wanderers í naestu viku.
Þetta fræga enska lið kemur
hingað á þriðjudag og leikur hér
þrjá leiki, fyrst við Þrótt á mið-
vikudagskvöld, síðan við KR á
Albert,
Donni og
Ríkharð-
ur saman
í UNDIRBÚNINGI er nú
nýstárlegur kappleikur í
knattspyrnu í Hafnarfirði í
tilefni af 35 ára afmæli
FH. Þar munu Albert Guð-
mundsson, Halldór (Donni)
Sigurbjörnsson og Ríkharð-
ur Jónsson verða styrktar-
menn í liði FH gegn ungl-
ingalandsliðinu. Verður án
efa gaman að sjá þessa
gömlu garpa í leik.
föstudag og loks við úrvalslið
landsliðsnefndar mánudaginn 8.
júní. Allir leikirnir verða á
Laugardalsvelli og hefjast allir
kl. 8.30. Sala aðgöngumiða hefst
við Útvegsbankann eftir helgina.
★ Ferðalið
Án efa er mikill fengur að
komu þessa félags. Liðið er ekki
félag sem slíkt heldur er safnað
saman mönnum úr mörgum fé-
lögum og farið í ferðalög. Þannig
eru liðsmennirnir sem hingað
koma úr 9 félögum — en ailt
eru það áhugamannafélög og
knattspyrnumennirnir eru skóla
stjórar, iðnaðarmenn, háskóla-
borgarar o. s. frv. M. a. eru þrír
frá skozka liðinu Queens Park
sem er eigandi eins frægasta
knattspyrnuvallar Bretlands,
Hampden Park í Glasgow.
Landsliðsmenn
Margir liðsmannanna eiga
marga landsleiki að baki seni
áhugamenn í enska liðnu.
Einn þeirra Michael Candey
h. innherji eða útherji lék
með enska liðinu hér í fyrra
og móti íslendingum úti í sam
bandi við undankeppni Olym-
píuleikanna er Englendingar
unnu isl. liðð með 6—0 og
4—0. Annar, markvörðurinn
Clark Brown hefur leikið 5
landsleiki fyrir Skotland
(áhugamenn) og alla leiki
Skotlands í heimsmeistara-
keppni unglinga. Þriðji, bak-
vörðurinn Sleap Roy keppti
i landsliði Englands á OL í
Róm og hefur 11 sinnum ver-
ið í landsliði Englands (áhuga
menn) Sá fjórði James Read
framvörður á 6 landsleiki að
baki fyrir Wales eða landslið
ið. Margir aðrir hafa komið
vel við sögu en við munum
nánar koma að frægð þeirra
og ferli siðar.
Middlesex Wanderers Associa-
tion Football Club var stofnaður
af nokkrum knattspyrnumönn-
um, sem höfðu að staðaldri ferð
azt um meginlandið með Rich-
mound Old Boys F. C. og Rich-
mound Association F. C. á ár-
unum 1839—1904. Tveir af þess-
um leikmönnum, Bob og Horace
Alanay, kölluðu saman til fund-
ar til að skipuleggja knattspyrnu
ferð í Frakklandi um næstu
páska, og það var ákveðið á þess
um fundi, að eins konar „ferða-
knattspyrnufélag" (touring ciub)
skyldi stofnað. Fyrsti aðalfund-
urinn var haldinn í september
1905.
Fyrsta knattspyrnuferðin var
síðan farin á páskum 1906 tii
Frakklands og leikið í Calais,
Amicus og París. Félagið hélt
mound á annan dag jóla og á
þessu sérstæða móti var safnað
þúsundum punda til ýmiss konar
mannúðarstarfsemi. Voru þessi
mót haldin um árabil. Þessir
tveir miklu íþróttamenn öfluöu
MUlesex Wanderers mikjllar
virðingar og vináttuböndin, sem
þeir tengdu voru óteljandi.
Á árunum 1939 til 1949 liggja
keppnisferðir niðri, en 1949 er
fyrsta ferðin eftir heimsstyrjöld
ina farin til Hollands.
1959 er Millesex w. fyrstir
brezkra liða til að heimsækja
AustUr-Afríku. Þessi ferð varð
enn til að auka svið þeirra og
1960 fara þeir í keppnisferð til
Trinidad, Martinique, Jamaica
og Bermunda. Voru þá í liðinu
fjölmargir líklegir leikmenn i
brezka Olympíuliðið og ferðað*
ist Olympíuþjálfarinn með þeim,
Framhald á bls. 2
Cadey, útherji — Var með í báð-
um Landsleikjum Breta við ís-
land s.l. sumar.
aftur til Frakklands í desember
1906 til að leika við Racing Club
de France. í nóvember 1906 var
fyrsta árshátíðin haldin í
„Skeifuhótelinu' við Tottenham
Court Road í London, og hefur
þessi hátíð verið haldin á hverju
ári síðan.
Bræðurnir tveir Bob og
Horace Alanay helguðu líf sitt
tveimur áhugamálum aðallega
— íþróttum og mannúðarstörf-
um. Þeir stóðu að baki því, að
árið 1908 héldu Middlesex Wand
erers kappsiglingamót í Rich-
m
Akurnesíngar hlutu bœði
stig í jöfnum leik við Fram
Hermann (yst t,v.) skorar sáðara mark Vals.
Þróttur vann Val 4:2
VALSMENN fengu að kenna á
því í fyrrakvöld að Þróttur get-
ur bitið frá sér og ekki þýðir að
koma sigurviss til leiks. Þróttur
vann sem sagt leikinn 4—2 og
tvö dýrmæt stig og skildi Val
eftir á botni deildarinnar.
Leikbyrjunin var engin boðun
um það sem koma skyldi Vals-
mgnn tóku leikinn í sínar hend-
ur í byrjun og réðu lögum og lof-
um. Það var frekast Guttormur
markvörður sem kom í veg fyrir
að Valsmenn tryggðu sigur sinn
strax í upphafi.
Valsmenn skoruðu fyrsta mark
ið eftír 10 mín. leik og var góð
samvinna Bergsteins og Reynis,
sem það skapaði. Reynir renndi
framhjó markverði Þróttar lag-
legri sendingu frá Bergsteini.
Þróttur jafnaði leikinn um
miðjan hálfleikinn og var þar
Jens Karlsson að verki með koll-
spyrnu eftir hornspyrnu.
Fallegasta markið skoraði svo
hinn efnilegi Valsmaður Her-
mann Gunnarsson með fallegu
viðstöðulausu skoti upp á við í
hornið (sjá mynd). Valsmenn
verðskulduðu forystu í hálfleik
2—1.
En í síðari hálfleik snerist allt
við. Þróttur tók völdin en Vals-
liðið lippaðist niður, þreyta og
’ (Ljósm. Sv.Þ.)
deyfð færðist yfir liðið og það
fékk ekki rönd við reist, þó leik-
ur Þróttar yrði þó aldrei nein
stórkostleg knattspyrna.
Á 7. mín jafna Þróttarar og
var Haukur þar að verki af stuttu
færi. Mín. síðar nær Haukur Þor-
valdsson forystu fyrir Þrótt með
skoti af 25—30 m. færi sem Björg
vin hafði hendur á en réði ekki
við vegna snúnings. Sigur sinn
staðfestu svo Þróttarar rækilega
með marki á 30 mín. Haukur og
Ólafur Brynjólfsson unnu að því
og skoraði Ólafur.
Leikurinn var lélegur knatt-
spyrnulega séð en beztir Haukur,
Ómar og Guttormur hjá Þrótti og
Hermann hjá Val en Valsliðið
var raunalega dauft og sundur-
laust, hlaupandi til einskis og án
alls skipulags.
FRAM og Akranes leiddu saman
hesta sína í 1. deildarkeppninni
í gærkvöldi. Eftir nokkuð jafna
en stundum þófkennda baráttu
tryggðu Akurnesingar sér sigur
með 3 mörkum gegn 2. Eftir þenn
an siigur eru Akurnesingar í for-
ystu með tvo leiki unna og 4
stig. KR og Keflavík koma næst
með 2 stig eftir einn leik hvort.
Á botninum eru Fram og Valur
með tvö töp.
• FRAM TÓK FORYSTU
Fram átti betri byrjun í gær-
kvöldi og eftir örfáar mínútur lá
knötturinn í marki Skagamanna.
Baldur Scheving brunaði upp
hægri 'kantinn og komst létt geign
um vörnina. Hann sendi vel fyrir
og Hallgrímur v. úth. Skoraði
með snöggu skoti af stuttu færi.
Lengi vel áttu Framarar svo
meir í leiknum en Akurnesingar
fundu ekiki rythma í sinn leik.
Eftir miðjan hálfleik fór þetta að
breytast Skagamenn fengu tvö
upplögð tækifæri, annað eftir
mjöig fallegt upphlaup og stóð
Þórður Jónsson óvaldaður í góðu
færi en spyrnti framhjá. Litlu
síðar komst hinn kornungi Ey-
leifur gegn um vörn Fram og
spyrnti fram'hjá Geir markverði
og knötturinn stefndi í mann-
laust markið. En Jóhannes Atla-
son ^bakvörður, náði á síðustu
stund til knattarins og bjargaði.
Á 33. mín. jafna Skagamenn.
Mikil þvaga varð í vítateig Fram
og skot kom að marki. Knöttur-
inn stefndi í markhorn en þar
var babvörður til varnar. Eylei’f-
ur fékk -breytt stefnunni og milli
tveggja bafcvarða Fram rann
knötturinn j netið.
• JOFN BARATTA
Þrem mín. síðar ná A'kurnes-
ingar forystu. Skúli fram-
'kvæmdi aukaspyrnu á vítateig
og Ríkharður hljóp að og skall-
aði í markið — 2-1.
Eftir þetta áttu Skagamenn á-
'kveðnari leik en dró af Frömur-
um. Oft var 'þó þröngt spilið og
nok'kuð skorti á nákvæmar send
ingar.
Um miðjan síðari hálfleik tekst
Fram að jafna leikinn. Grétar
miðherji komst innfyrir Helga
mahkvörð og skaut að mar'kinu
'þar sem bakverðir Skaigamanna
komu að en af þeim fór knöttur
inn í netið.
Mátti nú vart spá um hvar
stigin höfnuðu. En 10 mín. fyrir
leiksloik tókst Skagamönnum að
tryggja sér þau bæði. Ríkharður
fékk góða sendingu út til hægri
(umdeilt hvort hann var í rang-
stöðu) óð upp að endamörkum
og sendi fyrir. Þar tókst Donna
miðherja að s'kora með lausu
skoti enda aðþrengdur.
Máttarstólpar Fram voru fram
verðirnir Guðjón og Birgir og út
herjarnir ásamt Jóhannesi bak-
verði. Hjá Akurnesinigum var Ey
leifur enn sá er mesta athygli
vakti, en góðan leik áttu Skúli
Hákonarson útherji og ekki vant
aði dugnaðinn hjá Jóni Leós.
Keppni 2. deild-
nr hefsl í kvöld
í kvöld hefst keppni U. deildar i
knattspyrnu meff leik milli FJL
og Víkings sem fram fer i Hafnar
firffi. í liffi F.H. eru m.a. fjórir
landsliðsmenn — í handknattleik