Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORG U N BLAÐID Sunnudagur ?. júní 1964 i Ný veiðarfæratækni i fyrir togara ÍSLENZK togaraútgerð hefir um nokkur ár átt við tals- verða fjárhagsörðugleika að stríða. Til þess liggja að sjálf- sögðu margar ástæður, en í meginatriðum mætti segja að lágt fiskverð samfara afla- tregðu vegna útfærslu land- helginnar hafi verið megin- ástæða fyrir þeim erfiðleik- um. Morgunblaðið hefir í tilefni Sjómannadagsins notað tæki- færið til þess að ræða þessi mál lítilsháttar við einn af starfandi togaraskipstjórum okkar, Auðunn Auðunnsson skipstjóra á b/v Sigurði, eink um með tiliiti til þess að við 1 höfðum fregnað, að hann væri i með ákveðnar tillögur til lausnar á þessu vandamáli eins og viðhorfin eru nú. Við höfum haft óljósar fregnir af því, Auðunn, að þú i sért með nýjar hugmyndir um veiðarfæratækni á togurum, hvað geturðu, sagt okkur um i það mál? Og hvað segir þú um framtíð togaraútgerðar- innar hér á landi eins og mál- in horfa nú við? Ja, ef við snúum okkur fyrst að síðari spurningunni, myndi ég vilja svara því til í stuttu máli, að ástand það sem nú ríkir geti ekki staðið öllu lengur og tel það gjör- samlega ábyrgðarlaust, ef lengur er látið fljóta að feigð arósi um þennan mikilvæga atvinnuþátt þjóðarinnar, án þess að tilraun sé gerð til þess á einhvern veg að spyrna við fótum. Það er útaf fyrir sig ekki , óeðlilegt að selja gömul at- vinnutæki, ef tekjur eru fyrir hendi tiJ kaupa á tækni- lega séð hagkvæmari skipum, en ég sé enga lausn á því að rýra togaraflota okkar án end urnýjunar. jafnvel þó svo eigi að heita, að bátar komi 1 stað- inn að einhverju leyti. Allir sem tii þekkja vita, að bátar og togarar hafa sitt hvoru hlutverki að gegna sem veiði- tæki, þótt báðii; þættirnir séu mikilvægir hvor á sínu sviði. Ég álít að okkar stóru og ágætu togarar geti enn um langt skeið gegnt mikilvægu hlutverki í aflabrögðunum. En til þess þurfi hreytta veiði- tækni. Bæði togaraflotinn og báta- flotinn hafa orðið fyrir afla- bresti á vissum tímabilum, en þess í milli hvor fyrir sig fært þjóðinni óhemjumikil aflaverðmréti að landi. I>ess er skemnist að minn- ast er bátaflotinn átti við mikla aflatregðu að stríða á vertíðunum fyrir og um 1960 og síldaraflinn fyrir Norður- landi hafði brugðizt ár eftir ár, svo að tii algjörra vand- ræða horfði. Á hinn bóginn má benda á hið mikla afla- magn togaranna á þorski og karfa á árunum 1952 til 1958, er meðalafli á hvern togara- sjómann var árlega um 200 tonn. Hin nýju og sífellt fullkomn ari fiskileitartæki, ásamt nýrri veiðarfæratækni hefir orðið til þess, að bátaflotinn hefir nú síðastliðin tvö ár þrefaldað afiamagn sitt á síld veiðum Norðanlands og sunn- an við sömu yfirborðsaðstæð- ur á sjónum, sem áður þýddu algjöran aflabrest. Og þá getum við komið að- eins að fyrri spurningunni. Það er alveg rétt, ég hefi að undanförnu leitað álits ým- Auðunn Auðunsson. issa aðila um nýtt veiðitæki fyrir togara. sem ég hefi gert frumdrög að og hefi staðfasta trú á, að geti valdið veruleg- um straumhvörfum í afla- brögðum togaranna. í stuttu biaðaviðtali er ekki hægt að gefa ýtarlega lýsingu á þessu veiðarfæri, en í aðal- atriðum mætti segja að það væri millistig botnvörpu og þorsk- eða síldarnótar. Stærð þess yrði 40 faðmar á dýpt og 200 faðmar á lengd, hægt væri að hafa það allt að 300 faðma frá skipi og draga það láust frá botni á hvaða dýpi sem er, þar sem karfa- og þorskafla væri von. Tilraunir í veiðarfæratækni eru engin nýjung útaf fyrir sig. Hér á landi er skemmst að minnast á flotvörputilraun- ir þær er gerðar hafa verið og þess mikla árangurs er náðist í aflabrögðum togaranna á Selvogsbanka á árunum ’51 til ’58 með Breiðfjörðsvörpunni, sem reyndist þó ekki vel nema á hrygnandi fiski. Ýms- ar aðrar fiskveiðiþjóðir eins og t.d. Norðmenn, Danir, Sví- ar og Þjóðverja gera stöðugt viðtækari tilraunir með flot- vörpur af ýmsum gerðum og verja árlega miklú fjármagni til ýmiskonar veiðarfæratil- rauna. Útfærsla landhelginnar va.r einn stærsti sigur þjóðarinnar til verndar hinum dýrmætu fiskimiðum okkar fyrir rán- yrkju útlendra veiðiskipa, en á sama tíma var fórnað afla- möguleikum okkar eigin tog- ara hér við land á drýgstu togfiskimiðunum. Það er ekki útlit fyrir að íslenzku togurun um verði bættur upp rýrari afli og aukinn kostnaður við sókn á fjarlæg mið með hækk uðu fiskverði sem því svarar, það er því eindregin skoðun m.ín, að eina lausnin gegn þeim erfiðíeikum sem nú steðja að þessum atvinnuvegi sé að reyna nýja veiðarfæra- tækni til þess að auka afla- magnið. Á vissum árstímum er næg- ur fiskur fyrir hendi á djúp- miðum sern við vitum af ög sjáum með hinum fullkomnu fiskileitartækjum, en náum ekki til með þeim veiðarfær- um sem við notum nú ein- göngu. Veiðarfæri því sem ég hefi minnst á hér að framan er ætlað að ná fiskinum eftir að hann lyftir sér frá botni, sem alm.ennt gerist þegar veð urblíða er mikil í sjó eða þrauttogað hefir verið á sama svæði um lsngan tíma. Einnig má benda á þá stað- reynd með karfann, sem að mestu leyti er uppsjávarfisk- ur, að aðal göngutími hans hér við land er í júní og júlí, en að han.a nýtist að mjög takmörkuðu leyti til veiða, þar sem ekki næst til hans nema með botnvörpu. Allt þetta þekkja nágrannaþjóðir okkar sem fiskveiðar stunda og rannsóknir í þágu þeirra og leggja því mikið kapp á að finna veiðarfæri til að not- færa sér slíka aðstöðu til að auka fiskveiðar sínar. Hefir þú sjálfur möguleika á að koma þessari hugmynd þinni í framkvæmd Auðunn eða gera tilraunir með slíkt veiðarfæri? Öll nýbreytni á yfirleitt erf- itt uppdráttar og nýjar veið- arfæratilraunir í svo stóru formi sem hér um ræðir kosta mikið fjármagn, sem einstak- lingar geta ekki lagt fram. Alþingi hefir öðru hvoru und anfarin ár lagt fé til á fjár- lögum nokkra fjárupphæð til fiskimiðaleita o.fl. í því sam- bandi og fulivisst má telja, að þær hafi ávalt skilað marg- földum hagnaði í þjóðarbúið m.eð meiri aflabrögðum, en verið hefði án þeirra. Á síð- ustu fjárlögum eru áætlaðar 6 millj. króna á þessu sviði. Ég tel að íslenzkir togaraskip stjórar þekki nú orðið flesta möguleika á tiltækum fiski- miðum, að því undanskyldu sem vísindalegar fiskirann- sóknir leiða í Ijós og mun því gera tilraun til þess að leita stuðnings þeirra aðilja er þessu fjármagni ráða til stuðn ings tilrauna með þetta veið- arfæri, því að ég tel að togara flotanum sé eins og nú er á- statt meginþörf á því, að öll- um kröftum og fjármagni sem fyrir hendi er, sé beitt að til- raunum með ný veiðarfæri, heppnist slíkar tilraunir borga þær margfallt það sem til þeirra er kostað og spara jafnvel ný skipakaup. Þannig lauk hinn reyndi togaraskipstjóri orðum sínum í þessu stutta viðtali, en það er ástæða ti’ að veita orðum hans alvarlega athygli. Það hefir ekki enn tekist að ráða á fjárhagslegan máta fram úr þeim erfiðleikum, sem skap- ast hafa hjá togaraútgerðinni vegna rýrari afla en áður var. Hinni tæknilegu hlið máls- ins sem hann bendir á hefir ekki verið sinnt sem skyldi. í því sambandi er rétt að minna á þau miklu þáttaskil er urðu í aflabrögðum bátaflotans, þegar tekist hafði eftir marg- ítrekaðar tilraunir, að not- færa sér tæknimöguleika kraftblakkarinnar á síldveið- um í sambandi við fiskileitar og fisksjártækja þeirra sem nú eru í notkun í smáum og stórum fiskiskipum. H. 1 i ! Sigurjón Einarsson forstjóri Hrafnistu — Nýja álman Framh. af bls. 1 Gamalt fólk er auðvitað ákaf- lega misjafnt. Sumt fólk er aldrei ánægt, hvað sem fyrir það er gert. Hér hefur það nóg að bíta og brenna og gott og fallegt heim- ili. En eitt er víst, að með þess- ari álmu skapast skilyrði fyrir aukinni starfrækslu, og þeim ber þakkir, sem að þessu hafa unnið, sagði Sigurjón íoistjói'i aö þnum. Listahátíðin hefst í dag Setningarathöfn í Háskólabíó Krúsjefi vill ekki blaðamanna fundi d Norðurlöndum í DAG hefst Listahátíðin, seim haldin er í tilefni af 20 ára af- mæli íslenzka lýðveldisins og mun standa fram til 19. júní. Listahátíðin verður sett kl. 1.30 í Háskólabíói að viðstöddum forsela íslands Ásgeiri Ásgeirs- syni og forsetafrú Dóru Þór- hallsdóttur. Jón Þórarinsson, formaður Bandalags íslenzkra listamanna, setur hátíðina, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og Geir Halligrímsson, borgarstjóri, flytja ávörp og Halldór Laxness, rit- höfundur, heldur ræðu. Þá leik- ur Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Igors Buketoffs. „Minni íslands“, forleik eftir Jón Leifs, ljóð eftir Einar Bene- diktsson og Jónas Hallgrímsson. — Söngsveitin Fílharmónía og blandaður kór Fóstbræðra syngja. Síðan lesa rithöfundarn- ir Guðmundur Böðvarsson, Guð- mundur G. Hagalín og Þórberg- ur Þórðarson úr verkum símum og að lokum er lofsöngur fyrir hljómsveit og kór eftir dr. Pál ísólfsson, ljóð eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Að setningarathöfninni lokinni eða kl. 4 e.h. verða opnaðar tvær sýningar í Þjóðminjasafnshúsinu myndlistarsýning í Listasafninu og bókasýning í Bogasalnum. — Ragnar Jónsson opnar báðar sýn- ingarnar með ræðu, að viðstödd- um forsetahjónunum. Fyrsta dag inn verður myndlistarsýningin | aðeins opin myndlistarmönnum 4 og gestum þeirra, en fyrir aðra / 1 gesti er hún opin kl. 2-10 e.h. i frá mámuideigii 30 listamenn taka þátt í sýnimgunni og sýna mál- verk, högmyndir og vefnað. Öll listaverkin eru gerð s.l. fimm ár. Það er Rithöfundafélag ís- lands, sem sett hefur saman bóka sýninguna í Boigasalnum, en hún skiptist í sjö flokka. Er sýning- unni ætlað að vera nokkurt yf- irlti íslenzkra bókmennta þau 20 ár, sem liðin eru frá lýðveldis- stofnunni. í kvöld verður hátíðasýning á óperettunni Sardasfurstinnunni í Þjóðleikhúsinu. Kaupmannahöfn, Osló (NTB- AP) Skýrt hefur verið frá því í Kaupmannahöfn og Osló, að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, óski ekki eft- ir að halda fund með frétta- mönnum, er hann heimsækir borgimar síðar í þessum mán uði. Ráðgert hafði verið að Krúsjeff ræddi viðfréttamenn á Norðurlöndunum þremur, sem hann heimsækir, Dan- 1 mörku, Noregi og Svíþjóð. 31aðamanmafundur Krúsjeftfs í Kaupmannahöfn átti að verða 19. júní. Höfðu margir erlendir blaðamenn boðað komu sína til fundarins. Talið er, að ástæðan til þess að Krúsjeff aflýsir fund- unum sé sú, að hann vilji frem- ur líta á Norðurlandaheimsókn- ina, sem skemmtiferð, en tæki- færi til þess að gefa stjórnmála- yfirlýsingar. ^VIðraimbUbfiút* fylgir blaðiuu í dag og er efnl hennar sem hér segir: Bls.: 1. Kveðjur til Gunnlaugs Sche* vings sextugs: Kýrin, barnid og fugl sumarsins, eftir MalU hías Johannessen. 2. Svipmynd: Igor Stravinsky. 3. Frakki trúvillingsins, smá< saga eftir Bert Brecht. — í gcgnum svefninn, ljóð eftir Siglaug Brynleifsson. 4. Stórveldiu þrjú og Scheving, eftir R.J. 5. Bréf til Gunnlaugs frá Valtý Péturssyni. — Rabb, eftir SAM. 6. Þó að kxli heitur hver, eftir Sveinbj.irn Beinteinsson. 7. Lesbók Æskunnar: Æska og vín eiga ekki saman. — Bítilæðið heldur velli. 8. Powers o^ Abel mætast á brúnni, síðari hluti frásagn- arinnar um hrossakaupin á brúnni, eftir Donovan. 9. Gísli J. Astþórsson: Eins og mér sýnist. 10. Fjaðrafok. 11. — — 14. Úr annálum miðalda. 16. Krossgata — Bridge, ENA /5 hnútor ¥ Snjókomo f V SV 50 hnútwi' \ 9 ÚSi \z Skúrír Þruertur ///// Roqn- Kutíaski/ H HmÍ j í GÆRMORGUN var lægð ars hæg a-átt, þurrt veður, en fyrir sunnan ísland á mjög fremur svalt. Norðanlands hægri hreyfmgu norður eft- var aðeins 4-5 staga hiti, en við Suðurströndina, en ann- nokkru hlýra sunnanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.