Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. júní 1964 [ JOSEPHINE EDGAR~ GÁR: 1 r 21 nm SYSTIR 1 Minna írænka' var þögul sem snöggvast og hrukkóttu augn- lokin sigu niður, svo ég hélt, að hún væri sofnuð. En svo opnaði hún augun snögglega aftur og sagði: — En hún hefði ekki átt að fara svona með hann Dan. Hann var alltaf góður og örlátur við hana. Og hann er næstum frá sér af ást til hennar og af- brýðissemi. Það var nú helm- ingurinn af vandræðunum í Drovneystræti. Væri ég í hennar sporum, skyldi ég hugsa mig um tvisvar. það er hægt að ganga of nærri hverjum manni og ég býst við, að Dan hafi fengið fullmik- ið af því góða. Og hún er heimsk að haga sér svona. Hún kann að vera orðin leið á honum, en hann hefur aldrei gert henni neitt illt Og hún ætti að gæta sín. Ég fann, að ég skalf, þrátt fyrir sumarhitann. Allir fallegu regnbogalitirnir frá í morgun virtust horfnir. Ég var farin að sjá Soffíu og hennar heim frá annarri hlið, og mér varð ekkert um það, sem ég sá. Það var allt dimrnt, óhreint og kvíðvænlegt, en þetta var nú samt minn heimur, sem ég slyppi ekki úr, því að það var orðið eini heimurinn, sem ég þekkti. Loks rann upp veðhlaupadag- urinn. Ég fór eldsnemma á fætur þennan morgun, löngu áður en nokkur annar í öllum skólanum fór að hreyfa sig. Ég fór í ein- faldan, gráan kjól og setti upp stráhatt, tók handtöskuna mína og læddist út um bakdyrnar. Ég skildi eftir orðsendingu þess efn- is, að ég yrði að heiman um dag- inn, en mundi koma aftur um kvöldið. Þar sem ég var að fara úr skólanum næstkomandi föstu dag, hvort sem var, þurfti ég ekki að óttast neina alvarlega refsingu. Lestin til Epsom var þegar troðfull af fókli, sem var að fara á veðreiðarnar, Mér sýndist allir vera svo kátir og fjörugir, og ég fór að halda, að Soffía og Mandeville-ungfrúrnar hefðu gert óþarflega mikið úr þeim hættum, sem ungum stúlkum væru búnar ef þær ferðuðust ein ar síns liðs. Ég gekk þessar þrjár mílur frá stöðinni til hesthúsa Vestrys. Klukkan var ekki orðin nema níu þegar ég kom þangað. Frú Vestry opnaði sjálf dyrnar, þeg- ar ég barði, og var sýnilega hissa, svo að ég flýtti mér að segja: — Hann Brendan lofaði að fara með mig á veðhlaupin ef ég kæmi nógu snemma. Hún hló og fór með mig inn í bjarta eldhúsið, þar sem þau sátu við morgunverð. Þegar Brendan leit á mig, sá ég strax, að hann vissi, að Soffía væri búin að yfirgefa bróður hans, en ég ætlaði ekki að láta það spilla fyrir mér deginum. — Þú sagðist skyldi fara með mig ef ég kæmi nógu snemma, sagði ég. — Kem ég þá nógu snemma? Það létti eitthvað yfir svipnum á honum og hann kink- aði kolli til mín, brosandi, svo að ég vissi, að ég mundi skemmta mér vel um daginn. Ég segi stundum enn, að þetta hafi verið gleðilegasti dagur á ævi minni — nema hvað tartar- ann snerti — og hef ég þó átt marga dásamlega indæla daga síðan. En það er ekkert eins minnisstætt og fyrsta ofsaiega gleðin yfir því að vita, að mað- ur er ástfanginn og fá svo að vera með sínum elskaða á fögrum júní degi. Úti á sandhólunum með Brendan, fannst mér eins og sjálft loftið, sem ég andaði að mér, væri eins og kampavíri! Hr. Vestry sagði, að meðan Brendan væri í hestagirðing- unni, klukkustund áður en hlaup in hæfust, til þess að teyma hestana til hlaupanna, gætum við átt morguninn sjálf. Gráni, folinn sem Vestry var að temja fyrir Woodbourne lávarð, hafði þegar verið stendur á brautina kvöldinu áður. Hann þótti efni- legur, en mér skildist hann samt ekki eiga mikla vinningsvdn. Frú Vestry, sem var í nýjum, þröngum kjól var æst af eftir- væntingu. Hún sagðist skyldu fara með mig þangað sem við gætum séð konungsfjölskylduna. Hún sýndi mér hattinn sinn nýja, sem var eins og lampa- skermur í laginu og úr bláu flaueli, og hún fór að stríða mér með því, að ég væri eins og svo lítil nunna í gráa kjólnum mín- um. En ég sá andlitið á mér í speglinum í svefnherberginu hennar og ég var rjóð og bros- andi og 'alls ekkert nunnuleg á svipinn. Brendan var hár og glæsileg- ur í reiðbuxunum sínum og gaberdinejakkanum, og þegar við lögðum af stað var ég eins spennt og krakki, sem er að losna úr skólanum. Þarna voru sandhólarnir í sumarsólinni, al- þaktir fólki, og það kom streym- andi úr öllum áttum. Þarna voru tjöld og sölupallar, hringekjur, veðmangarar, fimleikamenn og tatarar. Þarna voru seldar kökur og samlokur, og jafnvel voru þarna sölupallar með ostrum og PIB cgpiNHAtta — Bíðið I guðanna bænum! Þið hafið gleymt flugmanninum. kampavíni. Ég heyrði klið eins og frá risa vöxnum býflugnasveimi. Allir vegir til allra átta voru svartir af fólki og allir ætluðu sýnilega að skemmta sér vel. Við gengum um allt svæðið og ég hélt í höndina á Brendán, alsæl í þessu indæla veðri. Við sáum skeggjuðu konuna, minnsta manninn og feitasta kvenmann- inn í heimi. Við köstuðum kringi um, spiluðu klínk, og Brendan reyndi sig á kraftamælinum og hló að hreykni minni, þegar bjallan hringdi við fyrstu til- BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD En gagnvart Nikulási og fjöl- skyldu hans var afstaðan óbreytt. Fjandskapurinn hélzt, en það var afskiptalaus fjand- skapur, og ef til vill hefur hann verið blandinn nokkrum geig, þar eð menn óttuðust, að hann mundi risa upp aftur og refsa þjóðinni. Því voru menn þess einráðnir að undiroka hann, og finna einmitt þannig réttlætingu á tiltæki sínu. Hann kom til Tsarskoe Selo, 22. marz, sem opinber fangi — lífverðir voru nauðsynlegir öryggi hans — og hitti þar fjölskyldu sína aftur. Hún hafðist við í einu horni hall arinnar og hafði ekki aðgang að nema litlum bletti af görðunum. Verðir voru settir til að hafa gát á hverri hreyfingu hennar, og stundum var þeim skipað hitt og þetta, rétt eins og þau væru óbreyttir glæpamenn. Nikulás þoldi þetta vel, og tók því af kurteisi. Hann hjó við í eldinn, mokaði snjó af stígunum úti fyrir, en börnin unnu í matjurta garðinum. Stundum þaut drottn- ingin upp með ofsalegum mót- mælum, en henni tókst samt að halda vitinu, með því að minna sjálfa sig á, að þetta gæti ekki verið annað en friðþæging að vilja guðs. Anna Anna Vyrubova var sett I Péturs- og Páls kastal- ann en aðrir per^ónulegir þjón- ar keisarafjölskyldunnar voru látnir vera kyrrir í höllinni. Em bættis-vistarverur hirðþjóna hurfu brátt af sjálfu sér. Síðar í marzmánuði tilkynnti Buchanan, brezki sendiherrann, bráðabirgðastjórninni, að Georg V Bretakonungur mundi bjóða frænda sínum hæli í Englandi. Nikulás hefði heldur vilja flytja á góss sitt í Livadíu á Krím, en honum var bent á, að þar yrði hann í lífshættu, og því hafinn undirbúningur að því að senda fjölskylduna á járnbrautarlest til Murmansk, þar sem hún átti að stíga á brezkt herskip. Keren- sky átti, sem dómsmálaráðherra, að fylgja henni á braut. Þessar ráðagerðir voru ekki langt komn ar, þegar Ex-Com komst að þeim og þar varð samstundis upp nám. Hefndarþorstinn var alls ekki slökktur enn, og „Romanov borgari", skyldi ekki sleppa svona auðveldlega — því var haldið fram, að hreint ekki væri óhugsandi, að í Englandi gæti hann safnað liði og hafið gagn- byltingu. Ex-Com sendi því ú,t skipun til allra járnbrautarverka manna að stöðva hverja keisara- lest, sem nálgaðist og taka far- þega hennar fasta. Þá lét bráða- birgðastjórnin fljótt undan og Nikulási var tilkynnt, að hann og fjölskylda hans skyldu vera kyrr í Tsarskoe Selo. Sendinefnd verkamanna kom þangað frá Petrograd og Nikulási var skip- að að sýna sig, til að fullvissa þá um, að hann hefði ekki slopp- ið burt. Það gerðist einnig um þessar mundir, að hópur hermanna tók kistu Rasputins úr kapellunni í Tsarskoe Selo. Þeir stungu lík- ið upp úr kistunni með stöngum, helltu yfir það benzíni og brenndu það á viðarbáli. Fjöldi mújika safnaðist þarna saman og horfðu með hrifningu alla nóttina, á bálið í snjónum. Að minnsta kosti hafði sovétið ekk- ert lengur að óttast af hendi staretsins — því að biskuparnir, sem hann hafði skipað, voru löngu flúnir til fjarlægra klaustra, og allir fylgjarar hans í Petrograd, eins og Sturmer og Protopopov voru ýmist í felum, eða í fangelsi. f annarri viku aprílmánaðar, þegar byltingin hafði staðið í mánuð, voru bæði Ex-Com og bráðabirgðastjórnin komin að grundvallaratriðum málsins, og hvorugur aðilinn var eins opin- skár eða þægur meðferðar og fyrst hafði virzt. Það sem hindr- aði báða var skortur á viðtekn- um stjórnarformum. Til dæmis, hvað snerti prentfrelsið, þá varð um það mikið rifrildi. Fyrir bylt inguna hafði mörgum fundizt — sósíalistum jafnt sem frjálslynd- um — að það væri sjálfsagður hlutur og einskonar einkunnar- orð byltingarinnar. En nú tóku hægrisinnaðir flokkar, sem studdu einveldið í kyrrþei, að heimta rétt til að gefa út sín eigin blöð. Var hægt að ieyfa KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN WU KMOWTH’OL'-TIMERIS HOT-HEADEC?? ) HASM’T AWY0W6TOLP YOU Hé'S A PEAP SHOTf , OK.THAT HE WAS TH’ TOU&HESTTOWM MAESHALJ ■---- THATEVER. BUCKLED OMA &LIM?í f —Þér gangið með þá grillu að öll mál megi leiða til lykta fyrir rétti. Það kann svo að vera þar sem þér eig ið heima, em héma vestra er þessu á annan veg farið. Þér hafið ekki ver- ið hér nógu lengi. — Ef þér reitið kúreka af gamla skólaninn til reiði eru allar líkur til þess að málið komi ekki fyrir rétt fyrr en eftir andlát yðar. — Þér vitið að Gamli er skapbráð- ur. Hefur enginn sagt yður af skot- fimi hans eða því að hanm var harð- skeyttasti fógeti sem nokkru sinni hefur mundað byssu hér vestra? þeim að fordæma byltinguna, á þessum örlagatímum? Var hægt að leyfa þeim að byggja upp flokk, sem gæti ef til vill velt nýju stjórninni? í Ex-Cora glímdu menntamennirnir við þetta vandamál langa stund, og að lokum komust þeir að ná- kvæmlega sömu niðurstöðu og allir keisararnir höfðu komzt að, endur fyrir löngu: ritskoðun var óumflýjanleg. Chkheidze stökk upp úr sæti sínu og öskraði ofsa lega: „Nei, við leyfum þau ekki! Þegar ófriður er, fáum við ekki óvinunum vopn í hendur!“. Hinu fyrirhugaða hægrablaði var synj að um útkomuleyfi. En 23. marz var öllum hömlum á blöðunum aflétt. Átta stunda vinnudagurinn var næstum ennþá meira vanda- mál. Síðan á tíma séra Capons og jafnvel lengur, hafði þetta verið grundvallarkrafa verka- Súðavík FYRIR nokkru tók Kristján Sveinbjörnsson að sér um- boðsmennsku fyrir Morgun- blaðið í Súðavík. — Geta þeir Súkvíkingar er óska að fá Morgunblaðið, því snúið sér til Kristjáns. Ólafsfjörður Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Ólafsfirði er Har- aldur Þórðarson, kaupmaður í Verzl. Lín. Aðkomumönn- um í bænum skal á það bent að Morgunblaðið er selt i lausasölu í verzlun hans. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt i benzínsölunni við Aðalgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.