Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 7. júní 1964 Grétar Vésteinsson (tv.> og Hersteinn Magnússon. — Á sjó og landi Framh. af bls. 13 nemendur aðeins verið tekn- ir inn í skólann annag hvert ár, þannig að ekki starfar nema einn bekkur í einu, fyrsti eða annar. 1957 voru 24 nemendur teknir inn í Loft skeytaskólann og hefur sami fjöldi gengið inn í hann á tveggja ára fresti síðan. Nú stendur svo á, að nemendur á fyrra ári voru við nám í skólanum í vetur, svo að eng- inn brautskráðist í vor. Sigurður saigði 24 nemendur heldur of lága tölu, einkum vegna þess að alltaf skorti loftskeytamenn til sjós. Marg- ir þeirra. sem útskrifuðust úr skólanum, tsekju ýmist til við störf á landi eða héldu utan til áfram haldandi tæknináms. Annars hafi yfirleitt verið reynt að miða nemendafjöida við þarfir skipaflotans, til dæmis voru 90-100 nemendur teknir inn í skólann árið 1947, þegar séð var fram á mikla aukningu skipastólsins og 35 árið 1954. Loítskeytaskólinn er rekinn af póst- og símamálastjórn- inni. Skilyrði fyrir inntöku er miðskólapróf, en auk þess þreyta umsækjendur um Skólavist innttökupróf í stærð fræði og ensku. 24 (eða eins og ákveðið er hverju sinni) hinir hæstu á því prófi fá sið an inngöngu i skólann. Tveir nemendur Loftskeyta skólans, Grétar Vésteinsson, 21 árs og Hersteinn Magnús- son, 18 ára, ætla að vinna við Raufarhafnar-radíó i sumar. Hittum við þá að máli fyrir helgina, en á morgun fara þeir norður á bóginn. „Hvenær lauk skólanum?" „15. maí, og síðan höfum við verið í Stuttbylgjustöðinni í Gufunesi. Þeir hafa verið að þjálfa okkur þar, svo að við stondum ekki alveg á gati, þegar norður kemur." „Hvaðan ert þú, Grétar?" „Ég er af Skaganum, og vann í Sementsverksmiðjunni eftir að ég lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóianum á Akranesi fyrir 4 árum þar til um áramótin 1962-63. Fyrst vann ég í nokkra mánuðl úti- vinnu við verksmiðjuna, en svo var ég á rannsóknarstof- unni.“ „Hvað gerðir þú, eftir að þú hættir í Sementsverksmiðj unni?“ „Þá fór ég til Englands að læra ensku. Ég var í 6 mán- uði i Devon á skóla. Þetta var frostaveturinn mikla í Eng- landi. Frostið var að vísu sjaldan meira en 6 stig, en kyndimgin hjá þeim er ekki upp á marga fiska. Svo fraus í vatnsleiðslunum og allt var í mesta ólestri." „Hefur þú komið á sjó?“ „Ég get nú varla sagt það, en 'þó fór ég einu sinni í fjög- urra vikna ferð með Heklunni og gegndi miklu virðingar- starfi, — ég var smyrjari.“ „Ætlar þú að fara á sjóinn, þegar þú ert orðinn loftskeyta maður?“ „Mig langar hálft í hvoru til þess, en er samt heldur á því að leggja í framhalds- nám. Ef maður vinnur hér hjá Landssímanum í 2 ár, get- ur maður fengið símvirkja- réttindi og eftir það má fara til útlanda, stunda nám í 3 vetur og koma heim tækni- fræðingur. Margir okkar hafa huig á slí'ku námi, ekki vegna þess að við höfum neitt á móti loft skeytamannsstarfinu, heldur vegna þess að við óttumst, að tæknin leysi okkur af hólmi á sjónum og sá tími komi, að óþarft verði með öllu að hafa loftskeytamann um þorð. Þá er gott að hafa einhvem bak- hjarl.“ „Ert þú lika Skagamaður, Hersteinn?“ „Nei, ég er Reykvíkingur i húð og hár.“ „í hvaða skóla varst þú, áður en þú fórst í Loftskeyta- skólann?“ „Ég tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar í fyrravor.“ „Hefur þú komið á sjó?“ „Já, ég var messagutt á Gullfossi fyrir 3 árum, og svo fór ég einn túr með togaran- um Agli Skallagrímssyni í jólafríinu ,þegar ég var í 4. bekk. Þá var farið í sölu- ferð til Þýzkalands.“ „Hvernig líkaði þér á sjón- um?“ „Alveg sérstaklega vel. Ég ætla að fara á sjóinn, þegar ég lýk loftskeytamannsprófi, hvað sem síðar verður." „Hvernig lízt ykkur á að fara til Raufarhafnar?" „Ágætlega, þótt vig getum varla talizt nákunnugir pláss inu,“ svaraði Grétar. „Ég kom þar einu sinni í myrkri, með- an ég var smyrjari á Heklunni. Við lágum þar í hálftima." „Ég veit ekkert um stað- inn,“ sagði Hersteinn. „Verða margir starfandi við Raufarhafnar-radíó í sumar?" „Stöðvarstjórinn plús fjög- ur. Tvær stelpur með loft- skeytapróf og við án loft- skeytaprófs.“ Níu nýir húsmæðrohennarar Ráðstefna um hagræð- ingu ■ ísl. atvinnulífi Húsmæðrakennararskóla íslands var sagt upp 1. júni s.l. og braut skráðir 9 húsmæðrakennarar að þessu sinni. Fröken Vigdís Jóns- dóttir, skólastjóri, ávarpaði hina nýju húsmæðrakennara og af- henti þeim skírteirii. Hæstu eink unn hlaut Aðalbjörg Ingvarsdótt ir frá Syðra-Lóni við Þórshöfn, 8,81, og hún hlaut einnig verð- laun fyrir beztan námsárangur úr sjóði frú Elínar Briem. Auik þess voru fjórum námsmeyjum veitt bókarverðlaun fyrir grasa söfnun. Þá skýrði skólastjórinn frá sjóðstofnun, sem nemenda- samband skólans hefur geng- izt fyrir til minningar um fr. Helgu Sigurðardóttur, fýrrver- andi skólastjóra, og er tilgangur sjóðsins að veita námsstyrki í skólanum. Tuttugu ára húsmæðrakennar- ar gáfu skólanum tvo fagra silf- urkertastjaka, og hafði Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri, orð fyrir gefendum. Tíu ára hús- mæðrakennarar gáfu, skólanum stóran og vandaðan blómavasa, og hafði Guðrún Hröon Hilmars dóttir orð fyrir þeim. Frú Anna Gísladóttir fyrrverandi kennari við skólann, ávarpaði einnig 20 ára' húifnæðrakennara. A myndinni eru: Fremri röð, talið frá vinstri: Aðalbjörg Ing- varsdóttir, Syðralóni, Þórshöfn, frk. Bryndis Steinþórsdóttir, kennairi við H.K.Í., frk. Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri H.Kj., frk. Benný Sigurðardóttir, kenn ari við H.K.Í. og Sigríður Hall- dórsdóttir, Keflavík. Aftari röð frá vistri: Halldís Gunnarsdóttir, Reykjavík, Aðal- Akureyri, 4/6 SUNNUDAGINN 31. maí var haldið fermingarbárnamót Eyja- fjarðarprófastsdæmis á Dalvík. Þátttakendur voru um 240, frá Grímsey, Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og af vesturströnd Eyja- fjarðar, þar með talin Akureyri. Séra Birgir Snæbjörnsson setti mótið í samkomuhúsinu kl. 10, en síðan var flutt kveðja frá biskupi íslands. Séra Kristján Búason stýrði Biblíulestri. Eftir hádegi var hlýtt á guðsþjónustu í Dalvíkurkirkju. Þar prédikaði sr. Bolli Gústavsson, en sr. Stefán Snævarr þjónaði fyrir altari. Eftir messu hófust útileikir og íþróttir með miklu fjöri. Þeim stjórnaði Hermann Sigtryggsson, æskulýðsfulltrúi, og lauk með heiður Auðunsdóttir, Dalatanga S.M., Emelía Kofoed Hansen, Reykjavík, Guðríðuir Eiríksdótt- ir, Kristsnesi, Eyjafirði, Guðný Sigurjónsdóttir, Traðarkoti Vatns leysuströnd og Guðrún S. Guð- mundsdóttir, Hafnarfirði. Þór- hildi Sigurðardóttor frá Haill- ormsstað vantar á myndina. keppni milli fermingarbarna og presta í boðhlaupum og reiptogi. Um kvöidið var kvöldvaka í samkomuhúsinu, sem sr. Pétur Sigurgeirsson stjórnaði. Ferming arbörn frá Akureyri fluttu minn- ingu sr. Hallgríms Péturssonar, og sýndur var leikþáttur. Þá var samleikur stúlkna frá Siglufirði á fiðlu og píanó. Séra Ragnar Fjalar Lárusson las upp og Júlíus Júlíusson frá Siglufirði skemmti með gamanþætti. Sýndar voru skuggamyndir og farið í leiki. — Kvöldvökunni lauk með hugleið- ingu sr. Stefáns Snævarr og sameiginlegri bæn. Mótið tókst ágætlega og varð öllum þátttakendum til mikillar ánægju- Sv. P. Stjórnunarfélag íslands hefur ákveðið að efna til ráðstefnu að Bifröst í Borgarfirði dagana 7.— 9. júni n.k., þar seni tekið yrði fyrír viðfangsefnið: „Hagræðing í íslenzku atvinnulífi". Markmið ráðstefnunnar er að kanna hvar íslendingar eru á vegi staddir í hagræðingarmálum almennt, í samanburði við grann þjóðirnar (einkum Norðmenn), — og gera ályktanir um, hvernig íslendingar geti á árangursríkast an hátt og á' sem stytztum tíma stofnað til varanlegrar alhliða starfsemi á sviði hagræðingar í þágu atvinnulífsins. Að tilhlutan Alþýðusamibands íslands kemur Egil Ahlsen, for- stöðumaður hagræðingardeildar Landsorganisationen í Noregi — Og að tilhlutan Vinnuveitenda- sambands íslands kemur John Andresen frá Norsk Arbeidsgiver forening, og flytja þeir báðir er- indi á ráðstefnunni, auk íslenzkra aðila. Hagfræðingadeildir beggja norsku sambandanna starfa með svipuðum hætti, og er með þeim ágæt samvinna. Bfnt verður tiíl sýningar bóka og tímarita um hagræðingarmál. Að kvöldi annars dags ráðstefn- unnar verða sýndar fræðslukvik- myndir um hagræðingaxmál. Ólögmæt prests- kosnin^ í Odda, en lögle^ í Hrísey PRESTSKOSNING fór fram í Oddaprestakalli, Rangárvalla- prófastsdæmi s. 1. sunnudag 31. fyrra mánaðar. Umsækjendur voru tveir, séra Óskar Finnboga- son og séra Stefán Lárusson. At- kvæði voru talin á skrifstofu biskups í gær. Á kjörskrá í presta kallinu voru 414, atkvæði greiddu 134. Séra Stefán Lárusson hlaut 64 atkvæði; séra Óskar Finnboga sin 56, auðir seðlar voru 13 og ógildur 1. Kosningin var ólög- mæt. Einnig var talið í Hríseyjar- prestakalli. Umsækjandi var einn séra Bolli Gústafsson. Hann var kosinn lögmætri kosningu. Á kjörskrá voru 320, og 220 kusu. Hlaut séra Bolli 210 atkvæði. Auk fyrirspuma og umræðna á almennum fundum verður, eins og á fyrri ráðstefnum félagsins efnt til hópumræðna, þar sem þáttakendur skiptast í hópa til umræðha. Sumarnámskeið í Hlíðardal EINS og undanfarin ár, verður haldið sumarnámskeið á vegum Guðspekifélags íslands í Hlíð- ardal í Ölfusi í þessum mánuði, dagana 18.-25. Aðalfræðari og fyrirlesari á mámskeiði þessu verður enskur maður, Edward. Gall (framb. Goll) að naifni. Hann er þekkur ritihöfundur og hefur ferðast víðsvegar um Eng- land og flutt fyrirlestra um and leg efni. Þykir hann snjall fyrir lesari og er talinn vitor maður og víðsýnn. Leggja mun hann meiri áherzlu á það, sem kalla mætti hina innri hlið guðspeki- legra fræða en hina fræðilegu og f ormbundnu og mun þvi hafa eitthvað að getfa einmitt þeim mönnum, sem þrá andamn frem- ur en bókstafinn, dýptina frem- ur en breiddina. Hann mun tala tvisvar á dag. í Hlíðardal er landslag fjöl- breytilegt og ber mjög íslenzk- an svip. Er staður þessi mjög kyrrlátur. Húsakynni eru hlýleg og allur viðurgjömingur góðmv Þama er sem sagt mjög gott að vera og verður sumarfríi varla betur varið með öðru en því að dveljast í kyrrð og næði í skauti náttúrunnar en hafa jafnframt frjósama snertingu við andleg fræði, sem boðuð em á aðgengi legan hátt og án allrar kemnimg- arkergju. Fyrirlestrar Edwards Gall verða að sjáifsögðu túlkaðir og föguir tónlist mun gleðja þá, sera hljómvísir eru. Framkvæmda- stjóri sumarskóla þessa er frú Anna Guðmundsdóttir, Haga- mel 27 (sfcni 15569) og lætur hún í té aliair frekari upplýsing- ar. Það er sanmfæring mín, að á sumarnámskeiði þessu muni menn geta geita átt margar góð- ar stumdir og jafnvel sótt þang- að likamleiga og andlega heiisu- bót Grétax Fclls. Fjölmennt fermingar- barnamöt á Dalvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.