Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 31
Sunnudagur 7. Júni 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 I>remenning:arnir, Robert Craig, Robert Mayhew og Ted Sills. Á seglbáti til íslands UM kl. 4 í gærmorgun kom 4% tonna „Virtue“ seglbátur inn um mynnið í Reykjavík Innanborðs voru 3 Englending ar og er einn þeirra, Ted Sills, bóndi frá Suffolk, eig- andi bátsins. í>eir félagar komu siglandi frá Harwieh á austurströnd Englands. Frá Fraserburgh í Skotlandi héldu þeir á föstudag í síðustu viku svo að siglingin til íslands þaðan hefur tekið rúmlega 7 daga. Englendingarnir kváð- ust hafa séð land á Orkneyj- um, Sheltlandseyjum og Fær eyjum, en veðrið hefði verið svo gott, að engin ástæða hefði verið til að hafa þar viðdvöl. Eiginlega hefði veðr- ið verið helzt til gott, og byr af skomum skammti. Kváðust þeir því hafa orðið að láta vélina, sem er aðeins 8 hest- öfl, ganga tvo daga samfleytt, til þess að tomma áfram. Sills hefur um langt árabil fengizt við siglingar, einkum er hann var bóndi í Kenya. Þar segist hann hafa búið í 30 ár, 3 mánuði og 3 daga. Hásetar hans tveir eru báðir um tvtíugt, annar er bóndi og hinn háskólastúden.t. Báturinn nefnist „Fialar“, en Sills kunni engin skil á Fjalari, enda hafði hann keypt hann fyrir 6 mánuðum. Þremenningarnir ætla að halda vestur og norður uim Island á mánudaig. Er þeir hafa lokið hringferðinni um landið, hyggja þeir til heim- ferðar söm-u leið og þeir komu. Vitni vantar að atviki við „Búðina44 AÐFARANÓTT föstudagsins 29. maí var ungur piltur að fara af tíansleik í Breiðfirðingabúð. Úti í portinu hitti hann annan pilt, og fóru þeir að munnhöggvast. Endaði deildan með pústrum á báða bóga, en þegar í stað var igéngið á milli þeirra. Ætlaði pilturinn síðan að ganga í burtu, en ekki hafði hann stigið nema eitt til tvö skref, þegar þrifið var í 'hann aftanfrá, gripið um axlir hans, bragð sett fyrir fót hans og honum skellt aftur yfir sig. Þegar hann hugðist stiga á fætur, gat hann ekki stigið í annan fótinn. Við rannsókn kom í Ijós, að hann var illa öklabrot- inn. Liiggur hann enn í sjúkra- húsi. Rannsóknarlögreglan vant- ar upplýsingar um atvik þetta, og eru allir, sem eitt'hvað kynnu um málið að vita, vinsamlega beðnir að setja sig í samband við hana hið fyrsta. Ný ojí greinileg leiðabék Strætisvap;n- anna Komin er út ný Leiðabók um ferði-r Strætisvagna Reykjavíkur í þessari bók er að finna kort a-f svæðum þeim, sem viðkom- andi vagn ekur uim. Allar nær- liggjandi götur eru merkt- ar og akstursleiðir stræt- isvagna og viðkomustaðir aukenndir með rauðum lit. Auk þess hefur bók in inni að halda ýmsar upplýs- in-gar um sérstakan akstur, svo og reglur og ábendingar til far- þega. Virðist þessi leiðabók mjög handhæg fyrir þá sem nota strætisvagna til að komast um Reykjavíkurborg og ágætlega Ijós. Leiðabókin kostar 10. kr. og er fáanleg í söluturn-unum á Lækj- artorgi og Kalkofnsvegi, í bið- skýlinu við Laugarásveg og verð ur bráðlega til sölu í öllum vögnum. Bænadagur Fíladelfíu Sed yfir þingsalinn viö setningar atnotnma. Þing Sambands barnakennara Þing Samibands íslenzkra barna kennara var sett í Melaskólan- um í gærmorgun kl. 10, að við- stöddum menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni og Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra. For- — Kýpur Framh. af bls. 1. aldrinum 18-20 ára til vopna. Þegar Makarios skýrði frá þessu sagði hann, að tyrkneskum Kýp- urbúum á sama aldri væri einn- ig heimilt að láta skrá sig í her- inn, en þeir væru ekki skyldugir ti’. þess. Þegar tyrkneska stjórnin tfregnaði ákvörðun Makaríosar lýsti hún því yfir þegar í stað, að slíkt herútboð væri brot á stjórnarskrá Kýpur og gæti stjórnin ekki horft aðgerðarlaus á, að því yrði framfylgt. Bandariski sendiherrann í Ank era, afhenti Inönu í dag boð- skap frá Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna, þar sem skorað er á Tyrki að sýna still- ingu og reyna að koma í veg fyrir átök. Varað er við, að inn rás Tyrkja á Kýpur geti leitt til styrjaldar. Johnson hefur boð- ið Inönu til viðræðna í Washing ton og skorað á hann að þyggja boðið hið fyrsta^ maður sambandsins, Skúli Þor- steinsson, setti þingið, en síðan tók menntamálaráðherra til máls og veik meðal annars máli sínu að kjarabótum kennara á árinu, samkvæmt kjaradómi. Kvað ráð herra kennarastétina löngum hafa verið vanmetna, hvað laun snertir, en nú hafi þetta verið leiðrétt, enda nauðsynlegt að gera sér grein fýrir gildi kfenn- arastéttarinnar og þeim áhrifum, sem hún hefur á allt uppeldi í þjóðifélaginu. Þá hélt fræðslumálastjóri, Helgi Elíasson, ræðu og rakti sögu og uppruna fyrstu kennara samtaka hér á landi. Síðan flutti formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kristján Thorla- cius, ávarp. Að síðustu ávarpaði Rfkharður ekki með MIKILL áhugi er fyrir leik ung lingaúrvalsins ög F.K., sem fram fer í Hafnarfirði í kvöld kl. 8,30 Nokkur breyting hefur orðið á liðunum, og í gær tjáði knatt- spyrnunefnd F.H. blaðinu að Ríkharður Jónsson treysti sér ekki tii að vera með vegna veik- inda. Fíladelfíusöfnuðurinn heldur bænadag í dag. Brauðið verður brotið kl. 10.30 f. hád. Almenn samkoma verður kl. 8.30 Sam- uel Hamilton talar, einsöngur og fórn tekin á samkomunni vegna kirkjubyggingar safnaðarins. Richard Beck, prófessor, sem dvelur á íslandi í sumar, þingið. Þingfulltrúar snæddu að þessu loknu hádegisverð í boði mennta málaráðherra. 80 fulltrúar auk nokkurra stjórnarmanna eiga sæti á þing- inu. Eru þeir frá 10 kjörsvæð- um. Þingið hélt áfram að starfa í allan gærdag og var áformað að ljúka því í kvöld. HLSAVÍK — Hér sendi ég ykkur mynd af þrastar- hreiðri, sem sjálfsagt er ekk- ert merkilegt nenvx þá fyrir staðinn, sem þrösturinn valdi sér. Hann leitaði sér skjóls í L-inu í ljósaskylti útibús Landsbankans á Husavik, og hefur verpt 5 eggjum, og liggur nú fast á, þrátt fyrir að hann sé við aðalumferðargötu Húsavíkur. Hann treystir bankanum bezt tii ávöxtunar! síns dýrasta fjár. — Silli — Álftirnar Framhald af bls. 32 Þegar fréttamaður Mbl. átti leið framhjá Tjörninni hafði áiftasteggurinn einmitt lagt í einelti eina önd, sem flaug und- an varginum um alla Tjörnina og var mesta furða hvað henni tókst að forða sér undan þessu hvíta, stóra flyikki með mikla vænghafið, sem alltaf var á hælunum á henni. Virðist þó meira dregið af álftinni eftir tvo hringi kringum stóru Tjörnina en öndinni. Hvernig leiknum lauk vitum við ekki. Virðist full ástæða til ein- hverra aðgerða til að forða önd- unum með litlu ungana núna, þá líklega helzt að fjarlægja álftar- stegginn. Vængstýfa hann eða skjóta ef ekki eru önnur úrræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.