Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 2
2 M0RGUN8LAÐ1Ð ÞriSjudagur 16. júní 1964 Kumlið mun hafa verið konugröf FYRIR nokkru fundust manna bein og ýmsir munir i kumli, sem er í hóli einum, sem nafn Lst Reiðholt, i landi VatnsdaLs við Patreksfjörð. Kumlið kom í Ijós, er jarð ýta vann að því að slétta úr hólnum. 'Tók ýtustjórinn þá allt í einu eftir því, að bein voru í slóð ýtunnar. Var þegr- ar gert viðvart til Þjóðminja- safnsins. Þór Magmússon safnvörður, fór vestur. Við athugranir hans kom í ljós, að bátur hafði þarna verið heygður, um 6 metra lanjur, og fundust bein úr 5 manns, tveir hárkamb- ar, tveir hringir úr bronzi, — Þórshamar úr silfri og hálsfesti, sem gerð hefur verið úr glerperlum. Þá fundust tvær perlur úr rafi og hundshein m.a. kjálkabein. Markar fyrir kjöl og súð bátsins og fannst talsvert af járnsaumi. Er talið að rótað hafi verið áður í kumlinu, þar sem beinin lágu ekki þannig að hei beinagrind myndaðist. Þykir allt benda til, að kuml þetta sé úr heiðni, ca. 1000 ára gamalt, og áð þar sé um konugröf að raeðá, enda fund ust engin vopn. Tvær grjóthrúgur eru skammt frá kumlinu og stend ur tii að Þór Magnússon fari vestur fljótlega tii að athuga þær nánar og þá mun svæði þetta verða kortlagt. Beinin og munirnir úr kumlinu hafa verið flutt suður á Þjóðminja safnið til rannsóknar. Himiimiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiimii iiNiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiijimiiiiimiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiimiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiu Paul Bauer prófessor veitir Islendingi styrk til jarðefnafræðilegra rannsókna Maður rændur að- faranótt sunnudags SÍÐASTLIÐIÐ haust og aftur í vetur kom hingað til lands frá Bandaríkjunum prófessor Paul Bauer, sem starfar við American University i Washington, og er jafnframt tæknilegur ráðunaut- ur nefndar þeirrar í ameríska þinginu, sem fjallar um siglingar og fiskveiðar. Heimsókn próferss or Bauers stóð í sambandi við eldgosið í Surtsey, en hann hefur síðan reynzt sérlega áhugasam- ur um eflingu íslenzkra vísinda og er það einkum fyrir hans til- stilli, að bandarískir vísindamenn hafa fengið áhuga á að stofnað U.þ.b. 500 km fyrir austan land er 985 mb djúp lægð, sem grynnist heldur og þok- ast austur á bóginn. Hún veldur allhvassri norðanátt með rigningu og 5-7 sf. hita á Austfjörðum og NA-landi. í Möðrudal var 3ja st. hiti verði til alþjóðlegrar samvinnu um rannsóknir á Surtsey og skyldum verkefrjum hér haima. Prófessor Bauer hefur stofnað vísindasjóð af eigin fé Bauer Scientific Trust. Úr sjóði þessum hefur hann nú. veitt dr. Guð- mundi Sigvaldasyni á Iðnaðar- deild Atvinnudeildar háskólans 2000,00 dollara til jarðefnafræði legra rannsókna á íslandi. Mun fé þessu varið til ,þess að fram- kvæma athuganir á efnasamsetn- ingu lofttegunda og útfel’inga í Surtsey, svo og til sambærilegra rannsókna á gufuhverasvæðum. og snjókoma. Um sunnan- og vestanvert landið var sólskin og 10-14 st. hiti víða. Lægðin er á hreyfingu aust ur, svo að veður fer lygnandi. Má btiast við stilltu veðri og sólskini um allt land á þjóð- hátðardaginn. KL. 5 á sunnudagsmorgun var hringt til lögreglunnar og henni tjáð, ag ma'ður hefði verið bar- inn, bundinn og rændur á heim- ili sínu þá< um nóttina. Þrír ungir menn voru hér að verki, og náði lögreglan þeim þegar og setti í gæzluvarðhald. Skýrsl- ui voru teknar af þeim' í gær, og var þeim síðan sleppt. Saga málsins er í stuttu máli þessi samkvæmt frásögn rann- sóknarlögreglunnar: Maður sá, sem um ræðir, er rúmlega þrí- tugur að aldri. Hafði hann verið að skemmta sér á Röðli á .laugar- dagskvöldið, en gengið síðan ofan í bæ. í Austurstræti hitti hann pilt, sem hann bauð heim tii sín í drykkju. Ekki munu þeir hafa þekkzt, en segjast hins veg- ar hvor um sig hafa kannazt við hinn í sjón. Pilturinn var í slagtogi með tveimur öðrum piltum, sem stóðu álengdar, og sagði hann öðrum þeirrn, að maðurinn vildi sig einan heim rneð sér, en alla fýsti þá í áfengi. Pilturinn fór síðan heim með manninum, en hinir fylgdu á eftir. Þegar heim til mannsins kom, hófu þeir tveir drykkju, en hinir tveir komust inn í húsið og biðu í ganginum. Munu þeir hafa vonazt til, að þeim yrði boðig inn og færður drykkur. Eftir nokkra samdrykkju tók gestinn að syfja, enda kvaðst hann hafa verið þreyttur. Lagð- ist hann fyrir í öllum fötum og sofnaði brátt. Gestgjafinn kveðst ekki hafa viljað, að pilturinn svæfi þarna, og því hafa reynt að vekja hann. Skipti það þá engum togum, að pilturinn reis i'pp og barði manninn „eins og hund“. Segist pilturinn hafa gert það vegna þess, að maður- inn hafi þreifað á sér og þuiklað sig. Telur pilturinn, að um ótvíræða kynvillutilburði hafi verið að ræða. Maðurinn var þá í engu nema nærbuxum. Skýrði hann það þannig, að hann hafi ætlað að fara að sofa, en þar sem hann sé mjög heitfengur, sofi hann ekki í náttfötum og gangi aldrei í nærbol. Harðneitar hann kynvilluáburðinum. Piltarnir tveir, sem hímdu frammi á gangi, segjast hafa heyrt einhver læti. Þar eð þeir segjast hafa heyrt, að maður- inn væri „vafasamur" í kyn- ferðismálum, börðu þeir fast að áyrum. Maðurinn opnaði þá fyr- ir þeim sjálfur. Annar þeirra, sem þá kom inn, viðurkennir að hafa greitt honum eitt högg. Lögðu þeir manninn síðan allir þrír á gólfið, héldu laki fyrir munni honum, bundu hendur hans með beltisól, fætur hans með slifsi og báru hann inn í baðherbergi. Síðan hurfu þeir á braut, en tóku með sér 175 kr. í peningum, rafmagnsrakvél, átekna whiskyflösku og 2—3 litlar minjagripaflöskur með álengi. Maðurinn segist hafa vankazt við árás piltsins, er hann reyndi að vekja hann, og ekki vita nema óljóst um seinni atburði. Þó man hann, að skyndilega voru fleiri komnir til sögunnar. Þegar piltarnir voru farnir, skreið hann fram í gang og barði að dyrum hjá nábúa sinum, sem ekki hafði heyrt neitt. Hringdi sá á lögregluna, Lögreglan kannast við pilt- ana frá fyrri tið og tókst fljót- lega að hafa upp á þeim. Þeim var sleppt í gær, eftir að hafa viðurkennt árásina og þjófnað- inn, en bera fyrrgreinda meinta kynvillutilburði manns- ins fyrir sig, sér til afsökunar. Maðurinn er lítið meiddur; hlaut þó glóðarauga og einhverjg fleiri áverka. Ólafur E. Sij^- urðsson, útg.m. Akranesi, látinn Akranesi, 15. júní Ólafur E. Sigurðsson, útgerð- armaður á Akranesi, er látinn. Hann lézt á sjúkrahúsi Akra- ness s.l. la uga rdagsk völ cf, 1. júní eiftir stutta sjúkdómslegu aðeins 38 ára að aldri. Ólafur var fæddur að Suð- ureyri, Súgandafirði, 12. jan. 1926, sonur hins kunna athafna manns Sigurðar heitins Hall- bjarnarsonar og konu hans Ólaf ar Guðmundsdóttur. Ólafur var kvæntpr eftirlifandi koniu sinni Astríði Sveinsdóttur, og áttu þau hjónin 3 dætur. — G.S. (Frá Rannsóknaráði ríkisins).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.