Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 16. júní 1964
Akranes hefur vaxið úr
litlu fiskiþorpi
Samtal við Guðmund Guðjónsson, skipstjóra
G-UÐMUNDUR Guðjónsson, skip
síjóri er fæddur í Kirkjubæ á
Akranesi árið 1905. Er frétta-
máður hitti hann að máli fór-
ust honum orð á þessa leið:
— Þegar ég var unglingur leit
öðruvisi út á Akranesi en það
gerir nú. Leikvöllurinn okkar
krakkanna var þá túnin, þar sem
sjúkrahús Akraness stendur nú.
Þar iékum við okkur í boltaleikj
um á sumrin en á skautum á
veturna. Akraness var þá aðeins
lítið fiskiþorp með örfá hundr-
uð íbúa.
Þegar ég man fyrst eftir voru
sjóróðrar stundaðir á opnum bát
um, en þó komnir nokkrir litlir
vélbátar. Faðir minn til að
mynda, Guðjón Þórðarson, átti
6 manna far og reri aðallega
baust og vor. Einnig voru þeir
Eyleifur ísaksson og Jóhannes
Sigurðsson svo og Jón heitinn
Gunnlaugsson á Bræðraparti á-
samt fleiri mönnum, sem stund-
uðu sjóróðra.
Vélbátarnir, sem þá voru
komnir höfðu viðlegur rétt fyrir
sunnan Vogastapa og settu þar
afla á land. Upp úr því er bát-
arnir fóru að stækka, fóru þeir
að hafa viðlegur á vetrarvertíð
í Sandgerði en á vorin hérna
heima. Þessir stóru bátar, sem
voru kaliaðir voru mest um 30
lestir og komu hingað fyrst til
Akraness um 1916—17. Stærstu
bátarnir, sem lágu við Sandgerði
söltuðu fiskinn og verkuðu um
borð og komu svo hingað til
Akraness og losuðu þegar þeir
voru fullhlaðnir. Smærri bát-
arnir söltuðu í landi í Sandgerði
og íiuttu síðan fiskinn heim á
vorin og hann verkaður hér
heima.
Það var lítið um atvinnu á
þessum árum, og þá fór fjöldi
af sjómönn'um héðan á skútur.
Voru þeir þá eftirsóttir og þóttu
góðir sjómenn. Skúturnar hófu
veiðar í febrúarlok og í byrjun
marz og voru að veiðum fram í
september og þá á fjarlægum mið
um. Sjómennirnir komu heim á
vertíðaskiptum 11. maí og svo
Jónsmessu 24. júní annars var
þetta alger útilega.
Helztu miðin hjá skútunum
voru Selvogsbanki á vetrarver-
tíðinni og Breiðafjörður og út
af Vesturlandi á vorin, og svo
fyrir norðan land á sumrin eftir
Jónsmessu. Síldveiði var þá ei-
lítið byrjuð á stærstu bátunum
og fóru þeir þá norður í einn og
hálfan til tvo mánuði, og taldist
gott að hafa þá 2000 uppsaltað
ar tunnur yfir síldarvertíðina.
Eins og ég sagði áðan var lítið
af fólki heima yfir veturinn en
Akurnesingar stunduðu alltaf
töiuverðan búskap, bæði með kýr
og sauðfé. Og eins var kartöflu-
rækt geysimikil þá. Óhætt er að
segja að Akraneskartöflurnar
voru frægar fyrir gæði, og held
ég að í Reykjavík hafi þær ver
ið seldar á hærra verði en nokkr
ar aðrar kartöflur.
Á haustin voru iitlir bátar í
förum með vörur til Reykjavík
ur með kartöflurnar, og var sagt
i þá daga að Akurnesingar þekkt
ust í Reykjavík á því, að annað
hvort væru þeir með kartöflu-
vagn í eftirdragi eða tóma kart-
öfiupoka undir handleggnum.
Flestir Akurnesingar, sem seldu
kartöflur í Reykjavík höfðu
•ömu viðskiptavinina árum sam-
•n. Einnig voru fiutningar stund
aðir á þessum litlu bátum yfir
•umartímann. Þeir fluttu hey
hingað og þangað að úr Borgar-
fjarðarhéraði til Reykjavíkur og
svo á haustin kjöt og sláturafurð
ir úr sláturhúsinu í Borgarnesi.
Ekki var mikið í aðra hönd fyrir
þessa flutninga, en það var fá-
títt í þá daga að menn hefðu
eitthvað upp úr sér að ráði. Það
má segja það að þróunin hafi
verið ákaflega hæg á þeim árum,
því að atvinnu þurfti mikið að
sækja í burtu, þó fjölgaði bát-
um alltaf lítið eitt og fólkinu
iíka. Þetta gekk svona til þar til
Akurnesingar fluttu útgerð sína
heim frá Sandgerði og hófu róðra
héðan að heiman 1926.
Þá gerbreyttist þetta allt sam-
an. Karlmenn þurftu þá ekki að
sækja atvinnu langt að, því að
atvinna jókst þá svo mikið heima
fyrir. Bátunum fjölgar ört og afla
brögð voru þá mjög góð hér á
heimamiðum, bæti stutt sótt og
mikill afli. Margir fluttust hing-
að úr öðrum byggðarlögum lands
ins, aðailega fólk af Vestfjörð-
um og einnig eitthvað af Hún-
vetningum. Meira að segja fluttu
menn hingað útgerð sína, t.d.
Sigurður heitinn Hallbjarnar-
son. Vestfirðingarnir voru ágætis
fólk og voru góðir sjómenn í þá
daga eins og nú. Aðalútgerðar-
mennirnir voru þá Haraldur
Böðvarsson, sem tók útgerð sína
hingað heim frá Sandgerði og
Þórður heitinn Ásmundsson á-
samt Bjarna Ólafssyni & Co.
Fyrsta stóra fiskiskipið, sem
kom hingað var línuveiðarinn Ó1
afur Bjarnason, 150 rúmlestir að
stærð, sem Bjarni heitinn Ólafs
son hinn þjóðkunni skipstjón
keypti hingað árið 1926. Á þess
um árum eða upp úr 1927 fara
nokkrir einstaklingar að koma
sér upp útgerð, en mest voru
þetta bátar frá 22—30 tonn að
stærð. Oft lágu bátarnir aðgerð
arlausir allt sumarið, því að að-
alútgerðartíminn var vetur, vor
og haust. Reknetaveiðar stund-
uðu þá nokkrir bátar og hófst
hún 20. júní og var fram eftir
hausti. Þessi útgerð átti við mikla
erfiðleika að stríða á árunum
1930—40, og verðið á aflanum
komst svo lágt að það yrði vart
tekið trúanlegt í dag. T.d. fyrsta
veturinn, sem ég var formaður
hér þá var verðið á fullstöðnum
saltfiski 16 aurar á kíló fyrri
hluta vertíðar og 13 aurar á kíló
síðari hlutann. Verðfall var svo
mikið frá árinu áður, því að það
hafði fallið svo mikið verð á
mörkuðum erlendis. Tekjur
manna voru mjög rýrar á þess
um árum eins og gefur að skilja
þegar fiskverðið var svona lágt.
En þá fóru fjölmargir íbúar Akra
ness að auka búskap til búhag-
ræðis. Þá fjölgaði mjög kindum
og kúm. Á þessum árum hefur
fjáreign Akurnesinga verið kom
in upp í 16—17 hundruð kindur
og kýr 120—130. Ytri-Akranes-
hreppur hafði einhverntíma á ár
unum 1920—30 keypt kirkju-
jörðina Garða af ríkinu, en
Garðalandið er geysimikið. Er
það eitthvert mesta heillaspor,
sem stigið hefur verið í sögu
Akraness, og nýtur kaupstaður-
inn þess enn í dag, því að hann á
sennilega mesta jarðeign allra
kaupstaða landsins. Þessi kaup
voru ákaflega umdeild og voru
mikið hitamál um tíma. En það
er nú löngu gróið um heilt.
Upp úr 1940 fer búfé aftur á
móti mjög fækkandi og í dag
má heita að enginn búskapur sé
stundaður á Akranesi. Útgerðin
gekk svona svipað til. Öðru
hverju bættist við einn og einn
bátur við flotann, og þeir fara
sifellt stækkandi allt til þessa
dags. Og nú er svo komið að
100 rúmlesta skip þykir algert
lágmark. Stærsti og nýjasti bát-
urinn Höfrungur III., sem er 270
rúmlesta skip eign HB&CO er
eina fiskiskipið í heiminum, sem
er búið 3 skrúfum, þ.e.a.s. bæði
að aftan og framan til að geta
betur hagrætt skipinu til. Breyt
ingin á útgerðinni er sú, að nú
má heita að hætt sé að veiða á
línu. Nú eru veiðarnar aðallega
stundaðar með þorskanetum og
hringnót, sem veitt í í hvort-
tveggja síld og þorskur.
Á Akranesi eru nú um 20 bát-
ar frá 60—270 lesta og á Harald-
ur Böðvarsson & Co flesta, 7
báta, þar af 4 yfir 150 rúmlestir.
Eftir stríðið kom Akranesbær sér
upp togaraútgerð og átti á tíma
bili 2 togara, en eins og víða ann
Guöm. Guðjónsson
ars staðar gafst bærinn upp á
þeirri útgerð fyrir nokkrum ár-
um. Nú eiga Akurnesingar einn
togara, það er bv. Víkingur, sem
Síldar- og fiskimjölsverksmiðja
Akraness gerir út, og er það mik
ið og glæsilegt aflaskip, byggt í
Þýzkalandi fyrir örfáum árum.
Hér hefur alla tíð verið tals-
vert af opnum bátum, svo köll-
uðum trillum. Afli var góður á
þær fyrstu árin eftir að land-
heigislínan var færð út en hefur
brugðizt síðari árin.
Þegar ég man fyrst eftir var
hér aðeins ein lítil bryggja í
Steinsvör. En að henni gátu ekki
lagzt stærri bátar en 25 rúmlesta.
Það næsta sem skeði í þeim mál-
um var að Bjarni heitinn Ólafs
son skipstjóri lét gera litla stein
bryggju í Lambhúsasundi og
einnig lætur hann byggja þar
fiskverkunarhús. Hann átti þá
vélbátinn Hrafn Sveinbjarnar-
son, sem var 21 rúmlest og var
hann sjálfur skipstjóri á bátn-
u-m. Síðar var þessi bryggja
stækkuð af Ytri-Akraneshreppi.
Og síðan á Lambhúsasundi var
byggð önnur bryggja úr tré sem
bráðabirgðaúrlausn, en Akurnes-
ingum var þá þegar ljóst að með
vaxandi útgerð voru þessi hafn
arskilyrði ófullnægjandi, og ár
ið 1931 var hafin hafnargerð við
Krossvík að sunnanverðu á
Akranesi.
Á vertíðinni 1932 var kominn
þarna bryggjustúfur, sem ekki
var lengri en það að aðeins einn
bátur gat haft þar viðlegu í einu.
Þetta þokast síðan áfram smátt
og smátt. Og á stríðsárunum er
hafnargarðurinn, sem er nú kall
aður svo, orðinn það langur að
hægt var að afgreiða þar fisk-
flutningskip, sem voru hér að
staðaldri öll stríðsárin en þá
var mjög mikið af ísuðum fiski
flutt út héðan frá Akranesi.
Árið 1943 er svo byggð báta-
bryggja innan við sjálfan hafnar
garðinn. Eftir stríðið voru keypt
4 stór innrásarker frá Englandi
og eru það þau, sem höfn okkar
byggist á í dag. Er vandséð
hvernig hafnargerð væri háttað
hér nú ef þessi ker hefðu ekki
verið keypt. Hugmyndina að þess
um kaupum>Ati hinn kunni at-
hafnamaður Harailduír 3öðvars-
sbn, en hann átti sæti í fyrstu
bæjarstjórn Akraneskaupstaðar
er Akranes fékk kaupstaðarétt-
indi árið 1942. Ég minnist þess
sérstaklega því að ég átti þá líka
sæti í bæjarstjórn á þeim tíma
þegar hann stóð upp á fundi og
skýrði frá því að hann hefði séð
í erlendu tímariti mynd af stór
um steinsteyptum kerjum, sem
notuð hefðu verið til bráðabirgða
hafnargerðar við innrás banda-
manna í Normandí. Hann lét
þess getið að þessi ker myndu
henta okkur vel til hafnargerðar.
Þeasi bæjarstjórnarfundur var
um það leyti, sem stríðinu lauk,
en næst skeði það í málinu að
Arnljótur heitinn Guðmundsson
sem þá var bæjarstjóri var send
ur til að athuga málið. Fyrst við
ríkisstjórnina og vitamálastjórn-
ina. Og að fengnu samþykki
þeirra fór hann til Englands og
festi þar kaup á þessum 4 kerj-
um. Og að auki tveimur inn-
rásarprömmum um 350 smá-
lesta hvor. Þessir innrásarpramm
ar voru síðan notaðir við hafnar
framkvæmdirna hér. Nú er ann-
ar þeirra gerónýtur en hinn er í
daglegum ferðum með sement
frá Akranesi til Reykjavíkur
undir nafninu Ferja II. Ég vildi
láta þetta koma fram hér, þvi
að margir hafa viljað eigna sér
heiðurinn af þessari hugmynd,
en þeim sem heiðurinn ber, og
með allri virðingu fyrir okkur
hinum í bæjarstjórninni veit ég
að okkur hefði aldrei dottið
þetta í hug fyrstum manna.
Skömmu eftir að kerin voru kom
in hingað heim og mönnum var
farið að litast vel á þessa hug-
mynd annars staðar á landinu
voru þau öll uppseld. Aftur á
móti komu síðar nokkur smærri
ker hingað til lands, en þau
keypti Óskar heitinn Halldórs-
son og flutti inn. Eitt slíkt ker
keypti Akraneskaupstaður af
honum og er það ker nú í Sem
entsverksmiðjubryggjunni, sem
byggð var síðar.
Fyrir árið 1920 eu komin hér 2
frystihús, annað í eign Haralds
Böðvarssonar en hitt í eigu
Þórðar heitins Ásmundssonar.
Þessi frystihús voru aðallega til
frystingar á beitu og geymslu
hennar. Smátt og smátt hafa
svo þessi frystihús þróazt í það
sem þau eru í dag eða í það að
vera með stærstu og fullkomn-
ustu frystihúsum landsins.
Seinna komu önnur tvö frysti-
hús og eru þau í eign Fiskivers
h.f. og Sigurðar HaHbjarnarson-
ar h.f. Hér á Akranesi eru nú
frystar allar tegundir sjávaraf-
urða, allt frá humar upp í stór-
hveli.
— /jbró///r
Framhald af bls. 30.
línan stöð og leikur liðsins aldrei
heilsteyptur.
Á 31. mín. staðfestu Keflvík-
ingar sigur sinn með 4. mark-
inu eftir harða hrið að marki
Vals. Höfðu báðir bakverðir
Vals bjargað á marklínu í þeirri
sóknarhríð ÍBK en síðast fékk
Jón Jóhannsson miðherji knött-
inn og sendi í netið framhjá
varnarmönnum Vals sem höfðu
raðað sér í markið.
ic Liðin
Keflvíkingar verðskulduðu
þennan sigur fyrir ákveðni sína
og sigurvilja. Liðið sýndi nokk-
ur falleg upphlaup sem voru
kröftug og góð og miðuðu hratt
og ákveðið að marki mótherj-
anna og tókust sum fullkomlega
en önnur ógnuðu alvarlega og
vörn Vals fékk nóg að starfa.
Vörn ÍBK virðist hins vegar ekki
ýkja sterk þó lánið væri yfir
marki liðsins allan þennan leik.
Heildarsvipur leiks Keflvíkinga
er því ekki öruggur um of og
þarna er enn ekki neitt yfir-
burðalið sem á öruggu sigra í
vændum. En festan og ákveðnin
er góð og liðinu ómetanleg, sam-
fara viljanum til að berjast og
vinna.
Valsliðið var sundurlaust og
Síldar- og fiskimjölsverksmiðja
Akraness h.f. var stofnuð upp
úr 1930. Hafði það verið mikið
framfaramál í augum Akurnes-
inga, en stærsti hluthafinn var
Ytri-Akraneshreppur. Einnig
voru hluthafar útgerðarfyrirtæk
in í bænum, olíufélögin og síð
ast en ekki sízt margir einstakl-
ingar.
Samhliða vélbátaútgerðinni
risu hér upp vélaviðgerðarverk
stæði, að vísu smá fyrst í stað,
en frumkvöðull á því sviði var
Ólafur heitinn Ólafsson í Deild-
En á vertíðinni þegar bátarnir
lögðu upp í Sandgerði fór hann
með verkstæðið með sér þangað
og sá þar um viðgerðir fyrir
Akranesbáta. Hjá Ólafi heitn-
um lærðu Þorgeir Jósefsson og
Ellert heitinn bróðir hans og
byrjuðu þeir siðan rekstur vél-
smiðju. Eftir lát Ellert heitins
hélt Þorgeir áfram rekstri vél-
smiðjunnar ásamt Jóhanni Páis-
syni. Vélsmiðjan er rekin enn 1
dag undir nafninu Vélsmiðja
Þorgeirs og Ellerts og vinna þar
nú um 60 manns.
Fljótlega eftir að bátarnir
stækkuðu kom hér lítil dráttar-
braut og var hún fyrst rekin af
útgerðarmönnum í sameiningu.
Síðar keypti Þorgeir Jósefsson
dráttarbrautina og hefur hann
stækkað hana mikið og endur-
bætt og fyrir dyrum stendur nú
mikil stækkun á henni.
Upp úr árinu 1930 reisti Einar
B. Vestmanna og synir hans véla
verkstæði og ráku það þar til
fyrir nokkrum árum að Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjan keypti
vélarnar og setti á stofn fyrirtæk
ið Vélsmiðjuna h.f. Jafnhliða
þessum iðnaði hefur þróazt alla
konar smærri iðnaður, svo sem
netagerð, segla- og reiðagerð, tré
smíðar, bifvélaviðgerðir og margt
fleira.
Núna á síðasta áratug var svo
reist Sementsverksmiðja ríkisins
sem er risafyrirtæki eins og flest
,um er kunnugt.
Og nú rétt fýrir síðustu ára-
mót tók til starfa nælonsokka-
verksmiðjan-Eva. Það má segja
að Akranes hafi þróazt hægt og
bítandi, en ekki með neinum
risaskrefum eins og sumir kaup-
staðir landsins. Fólksfjölgun nú
síðustu árin hefir verið rúmlega
100 manns á ári.
Ég vil að lokum bæta því við,
að samfara útgerðinni og iðnað-
inum hefur yfirleitt verið blóm-
leg verzlun. Verzlunin hefur þró
azt með öðrum greinum atvinnu-
lífsins, og í dag eru um 40 stórar
og smáar verzlanir á Akranesi,
En hér eru nú um 4100 íbúar. ,
bugaðist við sjálfsmarkið og víta-
spyrnuna og margéndurtekinn
klaufaskap eftir góð upphlaup.
Einu menn liðsins sem stóðu
sig miðað við fyrri getu voru
Þorsteinn bakvörður og Björn
miðvörður. Gylfi og Reynir áttu
og sæmilegan leik, en í heild var
leikur Vals slappur og misheppn-
aður.
A. St.
17. júní mótið
FYRRI hluti 17. júní mótsins I
frjálsum íþróttum fer fram í
kvöld á Meiavellinum og befst
kl. 20:00.
Keppt verður 1 þessum grein-
um: 400 m. gr. hl. — 200 m.
hlaupi, 800 m hlaupi^ 5000 m,
hlaupi, langstökki, þristökki,
spjókasti, sleggjukasti, kringlu-
kasti, 80 m. gr. hlaupi kvenna,
kringlukast kvenna og 4x100 m.
boðhlaupi.
Þátttakendu* eru margir 1
nokkrum greinum, 8 þátttakend-
ur í 400 m. grindahlaupi, 6 i 200
hlaupi, 4 í 800 m hlaupi' og 4
í 80 m. grindahlaupi kvenna. í
sleggjukasti eru 6 keppendur og
í kringlukasti 7, og tilkynntar
eru 4 sveitir i 4x100 m. boð-
hlaup.
Síðari hlutl keppninnar fer
fram 17. júní á Laugardalsvellin-
inum og hefst kL w-1*®