Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. júnT 1964 MORGUNBLAÐIÐ iniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin HÆSTU einkunn á stúdents- prófi hlaut að þessu sinni Jak- ob , Yngvason í stærðfræði- deiíd, 9.62. Við heimsóttum hann í gær á heimili foreldra hans, Yngva Pálssonar, full- trúa, og frú Katrínar Smára. Kíkti að vonum mikil gleði í því húsi. „Ég tel, að hver' maður eigi að stunda nám sitt af iðrli og kostgæfni, þannig að hann nái eins miklum árangri og auðið er,“ sagði Jakob. „Ég held að ég hafi lært það í Menntaskói- anum.“ fe Kristinn Ármannsson, rektor, afhendir Jakobi Yngvasyni ein hinna 8 verðlauna, sem hann hlaut. Arangur fjögurra ára strits Sigurffur Pétursson ásamt foreldrum sínum. þú að leggja inn í Menntaskólanum sé á- gætur og ég gæti lesið málið án erfiðleika, þá get ég varla stunið upp nokkru orði á þýzku. Ég ætla sem sé að leggja út á lífsins ólgusjó. Skútan er lítil ennþá og seglin smá. Bárurnar eru líka litlar ennþá og fáir brotsjóir í sjón- máli. Vonandi verður skipið tekið að vaxa áður en öld- urnar fara að rísa.“ Sigurður Pétursson varð hæstur í máladeild með eink- unnina 8.90. Hann er sonur Péturs Sigurðssonar, forstjóra • Landhelgisgæzlunnar?. „Ég hef mestan hug á að leggja stund á fornleifafræði," sagði Sigurður. „Fyrst var ég að hugsa um sögu, en ég held að fornleifafræðin verði þyngri á metaskálunum.“ „Hvar ætlar þú að nema f ornleif af ræðina ? “ „Ég er ekki farinn að sækja um skólavist, en bezt væri fyr ir mig að vera við Kaup- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinn g mannahafnarháskóla, þar sem j§ ég á ættingja og er kunnug- s ur.“ S „Hvað fer þú að. starfa í j§ surnar?" = „Ég veit það ekki gerla. j§ Undanfarin ár hef ég unnið að s kortagerð hjá Sjómælingum. j§ Svo fer ég eitthvað til út- |j landa.“ „Hvemig líðtrr. þér á þess- = um merkisdegi í lífi þinu?“ j§ „Alvfeg prýðilega, ég held § að það gildi um okkur flest. || Það er aðeins eitt, sem mig = langar til að geta um. Einkunn j§ in, sem ég fékk í dag er árang § urinn af fjögurra ára striti. § Hún er ekki bara afrakstur = eins upplestrarfrís." Þá náðum við tali af Krist- | ínu Waage, dóttur Indriða heit = ins Waage og konu hans, frú § Elísabetar. „Við erum öll svíf | andi af hamingju,“ sagði | Kristín. „Ég sit hérna með e heilan hóp aðdáenda í kring- i um mig og allir keppast um að | gefa manni rósir eða kampa- § vín. Það er talsverður munur § eftir sjö vikna lestur. Við vor- § um í heimsókn hjá vinkonu § okkar áðan, sem eignaðist 1 barn tveim klukkustundum g eftir síðasta prófið. Það var 1 latína.“ „Hvernig gekk þér að lesa í = fríinu?“ „Ég las með vinkonu minni. = Við reyndum að halda okkur = við efnið með því að fara í = gönguferð kl. 7 á morgnana \ og vakna þannig. Við klifruð- = um meðal annars upp í reyk- | háfinn á fiskimjölsverksmiðj- | unni. Hann er 70 metra hár § og við vorum lafhræddar, en | létum okkur samt h?.fa það. = Svo príluðum við upp á þakið \ á nýju íþróttahöllinni. Þetta | var snemma á morgnana og = fáir sáu til okkar. Þegar líða I tók á daginn reyndum við að I vera dálítið kvenlegri." „Hvað ætlar þú að taka fyr- j ir í haust?“ . „Ég er ekkert farin að hugsa I um það. Ég fer bara að vinna I á mánudaginn. Ég verð einka | ritari hjá Loftleiðum.“ „Hvað ætlar fyrir þig?“ „Ég er ekki emnþá farinn að sækja um skólavist neins staðar, en hef mestan áhuga á að komast til Göttingen í Þýzkalandi og nema þar eðlis- fræði og stærðfræði. Það er ekki gott að sjá fyrir, hvern- ig atvinnumöguleikar eru fyr- ir menn með slíka menntun á íslandi, en ég ætla að læra, það sem ég hef mestan áhuga á. Annars finnst mér ég alls ekki vera fullorðinn, þótt ég eigi að vera að leggja af stað út í lífið. Ætli maður vakni ekki bara einn góðan veður- dag og átti sig á því allt í einu.“ „Eru stærðfræði og eðlis- fræði helztu áhugamál þín, einnig utan skólans?“ „Já, það má segja sem svo. Hins vegar eru þau engan veg inn einu áhugamál mín. Jafn- vel á þessari öld tækninnar er rétt að gera sér grein fyrir því að fleira er einhvers virði en vísindaleg viðfangsefni og afrek. Ég hef til dæmis mikið yndi af tónlist og sit langtím- um saman og hlusta á hana. Fyrir nokkrum árum fékk ég líka ferðabakteríuna. Mér er sagt, að við hana sé erfitt að losna og harma ég það alls ekki. Enginn getur þekkt ís- land nema hafa ferðazt um þessar undursamlegu óbyggð- ir okkar. Ég hef mjög gaman af að ferðast erlendis líka, þótt ég hafi minna af því gert.“ „Hvað ætlar þú að starfa í sumar?“ „Það er nú ekki fullráðið. Eiginlega hef ég ekki velt því neitt fyrir mér. Síðastliðin 7 ár hef ég unnið á skrifstofu Eimskipafélagsins. Svo fer ég sennilega utan með haustinu og reyni að standa á eigin fót- um í framandi landi og hálf- mállaus, þótt þýzkulærdómur- STAKSTIINAR Vinnufriður á íslandi f forystugrein í blaffinu Suð- landi nýlega, þar sem rætt er um vinnufrið, er m.a. komizt að orði á þessa leiff: „Það sem nýstárlegast og gæfu samlegast var við þá miklu samn ingsgerð, sem nú hefur átt sér staff, er sáttfýsin og þjóffhollust- an, sem virðist hafa mótaff af- stöðu allra samningsaðila, gagn- stætt því sem viff eigum að venj- ast í vinnu og kjaradeilum und- anfarinna ára. Þetta hefur svo leitt til þess, sem fáheyrt er i okkar óbilgjarna sundurþykka þjóðfélagi, að allir aðilar hafa unnið sigur: ríkisstjórnin, verka- lýðssamtökin og atvinnurekend- ur. Fram til þessa hefur sá orðið endirinn á flestöllum kjaradeil- um að allir hafa tapað. Það hef- ur verið samið um áframhaldandi stríð, sjálfseyðileggingu — þang- að til núna. Rétt fyrir tvítugsaf- mæli lýðveldisins verffa skyndi- lega hin mikilvægustu veðra- brigði: ábyrgðartilfinning, rétt- sýn þjóðhollusta er látin vísa veginn út úr vítahringnum, sem margir höfðu verið farnir að ótt- ast að ekki yrði unnt að rjúfa. Á þessum tímamótum hefur ríkisstjórnin gegnt því höfuð- hlutverki sínu að styra velferðar málum þjóðairnnar inn á farsæl- ar brautir, þegar illa horfði, svo að nú er þess að vænta að al- kunnur dugnaður og sóknarvilji íslendinga leiði raunverulega til aukinnar hagsældar allra lands- manna og þjóðarinnar í heil«L“ Listamannalaun Tíminn hefur undanfarið hald- ið því fram af veikum burðum og litlum rökum, að listamanna- laun hafi verið mjög vel nögl skorin hin síðari ár og kennir Viðreisnarstjórninni um. Hér hef- ur farið eins og fyrri daginn að Tíminn hefur gersamlega snúið staðreyndum við. Meðan Fram- sóknarflokkurinn átti sæti í rík- isstjóm stóðu fjárveitingar til listamannalauna á fjárlögum mjög í stað. Síðustu árin hefur Viðreisnarstjórnin hins vegar stórhækkað fjárveitingar í þessu skyni. Sést það bezt af eftirfar- andi töflu um fjárevitingar til listamannalauna: Kristín Waage ásamt móður sinni, Elísabeti Waage og Hákon bróður sínum. — Ljósnx Mbl.: ÓL K.M. 5! luiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiilr ÓP eran A LISTAHÁTÍÐ þeirri, sem nú stendur yfir, hafa ungu tónskáld ejn látið mjög að sér kveða. Og varla mun nokkurs verks hafa verið beðið með jafn mikilli eft irvæntingu og „Tónsmíð í þrem ur atriðum", óperunnar eftir Þor kel Sigurbjörnsson. Bæði er það, að hér leggur hönd að verki eitt af okkar athyglisverðustu ungu tónskáldum, svo og hitt, að þetta mun vera fyrsta óperan eftir inn lendan höfund sem ílutt er opin- berlega. Um efni hennar má segja, að hún fjallar um hina hé gómlegu hluti tilverunnar. Þess ber að geta að höfundurinn samdi textann sjálfur. Stíll óper unnar er mjög frjálslegur, hreinn og sveigður að listrænum kröfum verksins. Hún er sam- in fyrir 'fjóra einsöngvara, kór og hljóðfæraskipan, þar sem slagverk. mynda einskonar kjarna. Einnig er notað segul- bandstæki á ákveðnum stöðum. Þótt óperan hefði óneitanlega þurft rýmri tíma til undirbún- ings en raun varð á, verður ekki annað sagt en að sýningin í gær kvöldi hafi tekizt mjög vel, svið setning látlaus og leikstjórn Helga Skúlasonar með ágætum. Það er mjög athyglisvert hversu vel einsöngvararnir, Eygló Vikt- orsdóttir, Guðmundur Guðjóns- son, Kristinn Hallsson og HjáJm ar Kjartansson skiluðu hlutverk um sínum, þegar þess er gætt, að þau eru óvön að glíma við hliðstæð viðfangsefni hvað stíl snertir og eiga þau sannarlega heiður skilið, svo og aðrir sem að sýningunni stóðu. Þorkell stjórnaði óperunni sjálfur og fórst það vel úr hendi. Þetta er mikill sigur fyrir hann og hefur hann hér með stigið fæti á ósnortið land í íslenzkri tónlistarsögu. Fjölnir Stefánsson. Akranes SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Akra- ness heldur fund mánudaginn 22. júní í Félagsheimili templ ara, og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 9N’ 1) Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, atþingismaður, flytur ræðu um ný viðhorf í húsnæðis málum. 2) Forseti bæjarstjórnar, Jón Árnason, alþingismaöur, ræðir um bæjarmáL Árið 1950 kr. 519,000,00 — 1951 — 519,000,00 — 1952 — 630,000,00 — 1953 — 630,000,00 — 1954 — 630,000,00 — 1955 — 800,000,00 — 1956 — 992,608,00 — 1957 — 1,200,000,00 — 1958 — 1,200,000;00 ‘ — 1959 — 1,260,000,00 — 1960 — 1,260,000,00 — 1961 — 1,260,000,00 — 1962 — 1,550,000,00 — 1963 — 2,134.000,00 — 1964 — 3,000,000,00 Stórfelld hækkun Af þessari töflu sést það gretnl lega að engin ríkisstjórn hefor hækkaff listamannalaun eins stór lega og Viðreisnarstjórnin. Fram sóknarmenn höfðu hins vegar engan áhuag á því að hækka listamannalaun þegar þeir vorn í ríkisstjórn. Þetta er sannleikurinn í mál- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.