Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 21
í Þriðjudagur 16. juní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 Dansarar í ballettinum. 17. júní hátiðahöldin hefð- bundin með nýju ívafi Frager og Askenazy leika á Arnarhóli HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní verða á margan hátt með hinu hefð- bundna sniði, fara fram við Aust urvöll, í Laugardalnum og á Arn erhóli. Þó er dagskráin ekki stór viðburðlaus eða nýjungalaus. Heimsfrægir píanósnillingar, Bandaríkjamaðurinn Frager og Bússinn Askenazy, leika á Arn- arhóli um kvöldið. Þar verða einnig fluttar myndir úr Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar, sem unnið var fyrir listahátíð- ina. Sú breyting verður á dag- skránni, að söngur Jcarlakóranna flytzt frá kvöldskemmtun, en þeir halda sérstaka tónleika á Austurvelli kl. 16:30, þar sem m.a. verður flutt tónverk sem ’Árni Björnsson samdi sérstak- lega fyrir lýðveldishátíðina 1344. Þá hefur Magnús Jónsson, óperusöngvari kemið heim í til- efni lýðveldishátíðarinnar og syngur einsöng við messu í Dóm kirkjunnL 1 Þj óðhátíðarnefnd skýrði blaða mönnum frá dagskrá hátíðahald anna í Reykjavík á 20 ára af- mæli lýðveldisins. Hátíðin hefst með samhljóm kirkjuklukknanna í Reykjavík kl. 10:00. Stundar- fjórðungi síðar leggur forseti borgarstjórnar blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sig- urðssonar. Fóstbræður syngja. Klukkan 10:30 munu lúðrasveit- ir barna og unglinga leika við Elliheimilið Grund og Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Það hefur einu sinni áður verið gert og verið mjög vinsælt hjá bæði gamla fólkinu og börnum. 1 Skrúðgöngur verða frá þrem- ur stöðum, Melaskóla, Skóla- vörðutorgi og Hlemmi, safnast eaman þar kl. 3:15 og gengið við undirleik lúðrasveita niður á Austurvöll. Undanfarin ár hefur þátttaka í skrúðgöngunum frá upphafsstöðum farið minnkandi ©g er það miður, svo mikinn svip eem þær setja á hátíðina. Ættu eem flestir foreldrar að fara með börn sín í göngurnar. Hátíðahöldin við Austurvöll * Við Austurvöll verður hátíðin Bétt af formanni Þjóðhátíðar- nefndar Ólafi Jónssyni kl. 13:40. Síðan verður gengið í kirkju, þar eem sr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup predikar, í forföllum bisk ups. í kirkjunni syngur Magnús Jónsson, óperusöngvarL einsöng ©g dr. Páll ísólfsson, tónskáld leikur á orgel. Dómkirkjukórinn eyngur. ' Kl. 14:15 leggur forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, blóm- eveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Þá flytur forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, ræðu af evölum Alþingishússins. Og á eft ir verður ávarp fjallkonunnar. Gerður Hjörleifsdóttir leikkona les ljóð eftir Tómas Guðmunds- son, sem sérstaklega er samið fyrir þetta tækifæri. Á milli leika lúðrasveitirnar. Barnaskemmtun, hljómleikar og íþróttir. Barnaskemmtunin á Arnarhóli hefst kl. 15:00, Klemenz Jónsson leikari stjörnar og kynnir. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, tvöfaldur kvartett úr Þjóðleik- húskórnum'kemur 5 sinnum fram í ýmsum gerfum, sem hæfa söngn um, sem trúðarr dýr, sjómenn og síldarstúlkur, börn og bítlar. Flutt verða atriði úr Mjallhvít Jan Morávek verður „tónlista- trúður“, skátar syngja, Þorgrím- ur Einarsson sýnir brúðudans, Bessi Bjarnason og Árni Tryggva son- hafa leikþátt, hljómsyeit leikur og sleppt verður loftbelgj um, ef veður leyfir. Klukkan 16:30 hefjast hljóm- leikar á Austurvelli, sem er nýj- ung á dagskránni. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar og Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræður syngja sameiginlega og sitt á hvað undir stjórn Jóns S. Jónssonar og Ragnars Björnsson ar. Flytja Fóstbræður m.a. Frels isljóð sem Árni Björnsson samdi í tilefni af lýðveldishátíðinni 1944, en Erlingur Vigfússon syngur einsöng 1 verkinu. Á dagskránni er eitthvað fyrir alla. Um leið og tónleikarnir hefj ast á Austurvelli eða kl. 16:30 byrjar Lúðrasveitin Svanur leik sinn á Laugardalsvellinum undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar og kl. 17:00 ávarpar Baldur Möller, formaður ÍBR, þá sem þangað eru komnir. Þar með hefjast há- tíðahöldin á Laugardalavellin- um. Þar verða íþróttasýningar og íþróttakeppnir og tekur fólk úr öllum íþróttafélögunum þátt í því. Eru þar glímusýning, leik fimissýningar og frjáls íþrótta- keppni. Nýjung er það að háð ur verður knattspyrnuleikur milli 4. flokks úr Vesturbænum og Austurbænum. Stúlkur og drengir frá íþróttanámskeiðum Reykjavíkurborgar keppa í boð- hlaupi. Kvöldvakan á Arnarhóli Klukkan 20:00 hefst kvöldvak an á Arnarhóli, sem Valgarð Briem, ritari þjóðhátíðarnefndar setur. Þar mun Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, flytja ræðu, Richard Beck flytur kveðju frá Vestur-íslendingum, sýndar verða myndir úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson, sem búnar voru út fyrir listahátíð og Ómar Ragnarsson flytur nýj- an gamanþátt, Vladimir Asken- azy og Malmcolm Frager leika einleik og tvíleik 4 píanó, Eygló Victorsdóttir og Erlingur Vig- fússon syngja dúetta úr Sardas- furstinnunni og fleira, tvöfaldur kvartett ú,r Fóstbræðrum syng- ur létt lög með aðstoð Svavars Gests og hljómsveitar hans og Lúðrasveitin Svanur leikur und- ir stjórn Jón G. Þórarinssonar, en Karl O. Runólfsson stjórnar Reykjavíkurmarsti sínum. Að kvöldvökunni lokinni verf ur dansað til kl. 2 eftir miðnætti á þremur stöðum, á Lækjartorgi, í Lækjargötu og Aðalstræti. Fjói ar hljómsveitir leika fyrir dans inum, hljómsveit Svavars, Lúdó- sextettinn, hljómsveit Magnúsai Randrup og J. J, kvintettinn, er kynnir á Lækjartorgi verðui Svavar Gests. Kl. 2 verður há- tíðahöldunum slitið frá Lækjar- torgL Barnagæzla í strætisvagna- stöðinni Ólafur Jónsson, formaður Þjóf •Jytte G. Moestrup, Halldór Helgason og Ingibjörg Björnsdóttir sveitinni, en Helgi Skúlason setti óperuaa á svið. Með aðal sönghlutverk fóru Eygló Vikt orsdóttir, Guðmundur Guð- jónsson, Kristinn Hallsson og Hjálmar Kjartansson. Þá var ballettinn ,.Les Sylphides“ dansaður við und irleik Sinfóníuhljómsveitarinn ar undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Sólódansarar voru Ingi björg Björnsdóttir, Jytte Moes trup og Haildór Helgason. — Elisabeth Hodgshon setti ball ettinn á svið. Eftir hlé fiutti Sinfóniu- hljómsveit íslands undir stjórn Igors Buketoffg forleik eftir Karl Ó. Runólfsson' og verkið „Sinfonietta seriosa“ eftir Jón Nordal. Ánægjulegt Listomanna- kvöld í Þjóð- leikhusinu „LISTAMANNAKVÖLD“ var haldið í Þjóðleikhúsinu i gær- kvöldi. Var húsið þétLskipað ' áhorfendiun, sem tóku dag- skráratriðum framúrskarandi veL Fyrst .á dagskránni var „Tónsmíð í þremur atriðum" eftir Þorkel Sigurbjömsson, og stjórnaði höfundur hljóm- hátíðarnefndar bað blaðamenn að lokum að hvetja fólk til að hafa ekki vín um hönd á þjóð- hátíðardaginn, og setja sem feg urstan svip á þetta afmæli lýð- veldisins með reglusemi. Loks má geta þess í sambandi við hátíðahöldin að barnagæzla verður að venju í stöðvum Stræt isvagnanna við Útvegsbankann, Þjóðhátíðarnefnd hefur útbú- ið hátíðahöldin. Hana skipa: Ó1 afur Jónsson, formaður; Bragi Kristjánsson, Böðvar Pétursson, Einar Sæmundsson, Guðmundur Ástráðsson, Jens Guðbjörnsson. Jóhann Möller, Reynir Sigurðs- son og Valgarð Briem. I I UNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.