Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 16. júní 1964 MORGU N BLAÐIÐ 1? Tannskemmdir í tveggja til / sjö ára börnum á Islandi eftir Pálma Möller, prráfessor við háskólann í Alabama Það er almennt viðurkennt, að tannskemmdir (eða tannáta> er mjö; algensur sjúkdómur meðal barna. Hin slæmu áhrif þessa sjúkdóms á heilsufar barnanna. ýtir undir nauðsyn þess að safna, sem ýtarlegstum upplýsingunt varðandi útbreiðslu tann- skemmda í hverju landi, til þess að geta gert samanburð á tiðni þessa sjúkdóms, leiða likur *ð orsökum hans og vinna að út- rýmingu hans Flestar rannsóknir á útJbreiðslu inunnsjúkdóma í yngri kynslóð- inni, hafa farið fram á börnum á skólaskyldualdri, sökum þess að euðvelt er að ná til stórra hópa þessa aldursflokks í skólum og öðrum stofnunum. Börn, sem ekki hafa náð skólaskyldualdri, hafa að miklu leyti orðið út und- «n í þessum rannsóknum. I>ó má ekki gleymast, að barnatennur byrja að korna fram í fimm til sex mánaða gömlum börnum, og flest börn hafa fengið allar barna tennur (20 að tölu> tveggja ára *ð aldri. Fyrstu fullorðinstenn- urnar koma fram á aldrinum fimm til sex ára, og síðustu barna tennurnar faila ekki fyrr en barn ið er orðið 12 til 14 ára. Mikil- vægi barnatanna hefur ekki verið haldið nóg á lofti. Hve margir foreldrar hafa ekki sagt eitthvað á þessa leið: „Æ, það gerir minna til með skemrr.dir í barnatönn- tira, krakkinn fær fullorðinstenn ur, áður en varir.” En, er öllum ljóst, að heilbrigði barnatannanna er jafn mikilvæg og heilbrigði fuilorðinstannana? Gleymist ekki oft, að barnatennurnar hafa þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna í líkamsstarfseminni, á helzta vaxtar- og þroskatímabili barns- ins? Gera margir foreldrar sér grein fyrir þeirri staðreynd, að skemmd í barnatönn getur or- ®akað ígerð í kjálka, og þar af leiðandi valdið meinsemd á full orðinstönnum’ Veit, hvert for- eldri, sem lætur draga barnatönn úr barni sínu, án þess að gera frekari ráðstafanir, að missir barnatannar getur orsakað var- anlega tannskekkju í barninu Ekkert foreldri má gleyma eða lítilsvirða þá staðreynd, að skemmdir í barnatönnum valda ekki aðeins barninu sálar og lík- •mskvölum heldur geta skemmd- |r í þessum tönnum valdið var- • nlegum göllum á fullorðinstönn- •mum. Fyrir ódrepandi áhuga Dr. J. F. Volker, yfirmanns Medical Center Alabama Háskólans, fékkst »ll-ríf!egur fjárstyrkur frá Bandaríkjastjórn til rannsókn •r á munnsjúkdómum á íslandi. Bauðst mér þáttaka í þessari rannsókn, og valdi ég mér að • thugunarefni útbreiðslu munn- ejúkdóma í tveggja til sjö ára börnum á íslandi. í»essi liður rannsóknarinnar fór frarn sum- •rið 1961, og naut ég ágætrar •amvinnu Dr. Sigurðar Sigurðs- •onar, landlæknis; Dr. Jóns Sig- urðssonar, borgarlæknis; yfir- tnanna lækna- og tannlækna- deildar Háskóia íslands og hér- •ðslækna um allt land. Aðstaða til rannsókna á ís- landi @r mörgu leyti sérstök. Til þes» liggja, meðal annars, eftirfarandi ástæður: 1> Vegn« canæðar landsins og >, ágæta vegakerfis er tiltölu- . legra auðvelt að ná til fólks , í öllum iiéruðum landsins á / skömmum tíma. M íslendingar eiu áreiðanlega einhver hreinræktaðasta þjóð hims siðmenntaða heims. Síð- an íandnámstímabilinu lauk, hefur verið lítið um fólks- flutninga til landsins, og munu flestir íslendingar geta rakið ættir sínar til einhvers land- námsmannsins. Þessi stað- reynd er mjög mikilvæg, þeg- ar til athugunar er útbreiðsla sjúkdóms, sem sýnt hefur þjóðernislegar sveiflur. 3) Manntalsskýrslur Islands eru, án efa, einhverjar þær full- komnustu í heimi. þar er auð- velt að fxnna nafn, aldur, heimilisfang og atvinnu hvers einasta Islendings. Ómetan- legt gagn var að þessum skýrslum í sambandi við Ieit að börnum, sem rannsaka átti. Einkum komu manntalsskýrsl urnar sér vel, þegar leitin barst upp tii sveita. 4) Skýrslur um innfluttar mat- vörur og munaðarvörur, svo sem hveiti, sykur og hráefni til sælgætis-framleiðslu, eru mjög aðgengilegar og ná tölu vert aftur í tímann. Þessar skýrslur leyfa tiltölulega ná- kvæmar áætlanir um árlega neyalu fsiendinga af þessum vörutegUndum. 5) Hið háa menningar- og þroska stig íslendmga auðveldar all- ar rannsóknir hér, og eykur gildi þeirra upplýsinga, sem nauðsyniegt er að safna, til þess að ná saman sem áreiðan legustum niðurstöðum í heii brigðisskýrlum. Fyrirkomulag íslenzku rannsóknarinnnr. Alls tóku 609 börn, á aldrinum tveggja til sjö ára, þátt í rann- sókninni. Hvert barn var vand- lega skoðað, og nákvæmar skrár gerðar um tannskemmdir, góma- sjúkdóma, tannskekkju og ýmsa meðfædda galla á tönnum, vör- um eða kjálkum. í þessari grein verður eingöngu fjallað um tíðni tannskemmda, þar sem þær eru al varlegas ti mu nns j úkdómurinn í þessum aldursflokki. Til þess að raunverulegur samanburður á niðurstöðum hinna ýmsu rannsókna geti átt sér stað, verða rannsóknirnar að fara fram samkvæmt viðurkennd um aðferðum. Hver tönn í barn- inu er skoðuð, vel og vandlega, og skemmdir og viðgerðir merkt ar á til þess gerð kort. Allar tennur, sem dregnar hafa verið úr barninu, eru einnig merktar á kortið. Ekki má gleyma því, að viðgerðar tennur og tennur, sem dregnar hafa verið úr barninu sökum tannskemmda, eru ekki síður hluti af heilbrigðisástandi tannana, heldur en tennur, sem bera raunveruleg merki tannátu, þegar barnið er skoðað. Kerfi það, sem rnest er notað, til þess að tjá ástand tannana í ejnstaklingum, eða vissum ald- ursflokkum eða heilum þjóðum, er hið svokaliaða „DMF” kerfi. Þetta kerfi er byggt upp á eftir- farandi hátt: D (deoayed': skemmd tönn M (missing); tonn, sem hefur verið fjarlægð, sökum tann- skemmda. F (filled): viðgerð tönn DMF tölur má finna fyrir hvern einstakiing, og frá þessum tölum má svo finna meðal DMF tölur hvers aldursflokks, eða hverrar þjóðar, sem er til athug- unar. Meðfylgjandi teikning sýnir rannsóknarstaðina og fjölda barna, sem skoðuð voru á hverj- u*u. stað. Samkvæmt manntals- skýrslum voru alls 26,466 börn, á aldrinum tveggja til sjö ára, á öllu íslándi, svo rúmlega tvö af hundraði af þessum börnum voru skoðuð. >að mætti segja, að þessi hundraðstala sé í lægsta lagi, til þess að byggja á ályktanir, en flestar niðurstciður viðurkenndra munnsjúkdóma-rannsókna með- al annara þjóða eru grundvallað- ar á töluvert lægri hundraðstöl- um, svo samanburður á niður- stöðum þessa rannsókna og þeirr- ar íslenzku, virðist réttlætanleg ur. ur skýrt frá fjölda tveggja til sjö ára barna, sem hafa orðið fyrir tannskemmdum, og til frekari skilgreiningar verður einnig gerð grein fyrir meðal- fjölda skemmdra tarxna (Þ.e.a.s. meðaltölu skemmdra, viðgerðra og úrdreginna tanna) í þessum börnum. Linurit nr. 1 sýnir hundraðs- tölu barna, sem höfðu eina eða fleiri skemmdar tennur, þegar sksðunin fór fram. >ár má sjá, að 55,2 a£ hundaði tveggja ára barna hafa þegar orðið fyrir tannskemmdum, þessi hundraðs- tala eykst snögglega upp í 83,0 f línuriti no 2 er sýndur meðal fjöldi skemmdra, viðgerða og úr- dreginna barnatanna í íslenzkum börnunum. Tveggja ára böra höfðu að meðaltali 2,3 tenmxr, sem orðið höfðu fyrir tann- skemmdum. >essi tala eykst snöggt í 5.20 í þriggja ára börn- um, sem táknar það, að fjórð- ungur allra barnatannann* í þriggja ára börnum hafa orðóð fyrir skemmdum. >essi tala smó eykst með aldrinum, þar til nærri átta tennur, að meðtali, í sex ára gömium börnum, sýna afleiðingar tannskemmda. Lítill munur er á meðaltölu skemmdra barnatanna í sveinbörnum og meybörnum, þó virðast svein- börn verða heidur verr úti í flesc- um aldursflokkunum. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun, að niu af hverjum tíu íslenzkum börnum hafa orðið fyrir tannskemmdum, þegar þau ná fjógra ára aldri, og þriðja hver tonn í þessum börn- um ber inerki tannskemmda. Skemmdir i fiillorðinstönnum. ALmennt er álitið, að fullorð- instennurnar komi ekki fram í börnum, fyrr en þau ná sex ára aldri, þó er ekki óalgengt, að þessar tennuc byrji að koma Preifínj b^manna^sem voru skoÍJuí lsafíörtó.56 Akureyri82. ^Reykjavik310 • 5elfoss29 Húsavik32n SYeiÍ3heimili29 Meskðupstaiui” Ve st m a n n a ey ja r 4 9 Náð v»r til flestra barna á dval arheimilum Sumargjafar. í þeim héruðum, þar sem engin slík heimili voru starfrækt, voru hér- aðslæknar mjög hjálplegir við að ná saman böt num til skoðunar Foreldrar barnanna voru úr öll um stéttarflokkum landsins og voru undantekningarlaust mjög fúsir til samstarfs. Hver tönn 1 hverju barni var vandlega skoðuð og skrá færð fyrir hvert barn. Sum fimrn ára, og flest sex og sjc ára börn, hafa tekið eina eða fleiri fullorðins- tennur, svo barnatennur og fulil- orðinstennur eru taldar sérstak- lega, og grein verður gerð á á- standi þessara tanna í íslenzkum börnum, sér í lagi, Skemmdir í barnatönnum Niðurstöður íslenzku rann- sóknarinnar á ástandi barna- tanna eru settar hér fram í tvennu lagi. Fyrst og fremst verð I Huncfrd&stála íslenzkra . barna meV eina eli ílriri Skemmáðr barnatennur. % í þriggja ára börnum. Sjö ára börnin, sem skoðuð voru, höfðu öll orðið fyrir árás tannskemmda Tannskemmdir virðast aLgengari í sveinbörnum en meybörnum í tveggja ára aidursflokknum, en úr því (þriggja til sjö ára) virð- ist lftill munar vera á kynjunum. Auðvitað segir hundraðstítla „sýktra“ barna ekki nema hálfa sögu, því í þessari tölu eru með- talin öll börn, sem hafa orðið fyrir tannskemmdum, hvort sem um eina tönn eða tuttugu er að iæða. Meðalfjöldi skem>mdra tanna í hverjum aidursflokki gef ur gleggri mynd af ásandi tann- anna í íslenzku börnunum. 2/^eáai-tðla skemmdra , bamatanna'l 'islenzkwm bbrnum. fram í fimm ára börnum. Al- menningi er, ef til vill, ekki Ijóst, að fyrstu fullorðins-jaxlarnir koma fram aftan við barnajaxl- ana þ.e.a.s. fyrstu fullorðins-jaxl ax'nir koma fram án þess, að barnið felli barnatennur fyrir þá. í íslenzku börnunum voru hér- umbil 40 af hundraði búin að taka nokkrar fuliorðinstennur fimm ára að aldri. >essi tala eykst í 90 af hundraði í aex ára börnum, og sjö ára börnin, Sem skoðuð voru, höfðu öll tek- ið nokkrar fullorðinstennur. Franih. á bls. 25 ^ Tíáni skeirmmúið | fullorclinít'íinnuni 'i 5,6, o<}73ra bbmum %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.