Morgunblaðið - 16.06.1964, Side 8

Morgunblaðið - 16.06.1964, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þríðjudagur 16. júní 1964 Gríma — ListahátíÖin: AMALÍA Eí ir Odd Björnsson Leikstjóri: Erlingur Gíslason TILRAUNALEIKHÚSIÐ Gríma frumsýndi á sunnudagskvöld ein þáttunginn „Amalíu" eftir Odd Björnsson, sem hann nefnir tragedíu (harmleik) í bók sem ísafoldarprentsmiðja gaf út í fyrra með fjórum leikþáttum eft- ir hann. Sýningin var liður í Listahátíðinni, og lásu fimm rit- höfundar úr verkum sínum áður en hún hófst. Salurinn var þunn- skipaður og verður það að telj- ast heldur leiðinlegur vitnis- burður um Reykvíkinga, því hér var vissulega um leiklistarvið- burð að ræða, þó ekki væri hann mikill að vöxtum. „Amalía“ er svipmynd úr lífi einstæðingskonu á efri árum, sem hefur verið rúin flestu nema draumum sínum og þrjózkum minningum; og svo á hún sem betur fer snyrtiborð með þrem- ur stórum speglum, sem hún sit- ur við og snýr baki í áhorfend- ur, í speglunum líkamnast þrjár myndir hennar, eða réttara sagt þrjár hug-myndir hennar — hug- arfóstur, draumsýnir, veruleiki, hver veit? Draumurinn og veru- leikinn leika skollaleik í speglun- um og rugla hana í ríminu. En vitanlega sigrar veruleikinn um síðir — draumurinn tælir hana frá honum og knýr hana siðan til að horfast í augu við hann með ennþá grimmilegri hætti en fyrr — og leiknum lýkur á angistar- ópi. Hugmyndin í leiknum er bæði bráðsnjöll og skemmtilega út- færð. Hér er leikhúsverk af fyrstu gráðu, magnað þeim and- stæðum og þversögnum sem ein- att eru áhrifamesti þáttur leik- sviðsins. Hvert atriði leiksins kemur á óvart og vekur eftir- væntingu — og þó finnst manni rás leiksins eftir á fullkomlega eðlileg! Spegillinn hefur oft verið not- aður sem handhægur miðill til að kafa í sálardjúp manneskjunnar, ekki sízt í ljóðlist og kvikmynd- um, enda gefur hann skemmti- lega möguleika til að stefna sam-r an blekkingu og veruleika, ásýnd og innra eðli. Oddur Björnsson hefur beitt þessari tækni með nýstárlegum hætti í „Amalíu", þar sem hann sýnir okkur fjórar (og jafnvel fimm) myndir sömu manneskju í einni andrá. Hver þeirra er sönn? Konan sem sit- ur við snyrtiborðið eða spegil- myndirnar þrjár sem í sál henn- ar drottna? (Ein þeirra er karl- maður, sennilega vegna þess að Amalía hefur piprað alla ævi!) Við fáum í rauninni engin svör við því, fylgjumst einungis með innra stríði þessarar vansælu konu og þykjumst skilja angist- aróp hennar í lokin. (Sams konar óp barst frá „Partíi“ höfundar á leiksviðinu í fyrra). i Það er allt og sumt! Ja, er það allt og sumt? Er kannski eitthvað í okkur sjálfum sem hrærist meðan við hlýðum á Amalíu eða eftir að við höfum kynnzt henni? Er hjákátlegur og broslegur lífsharmur hennar bara leikhúsgrín, skemmtilegt uppá- tæki frumlegs höfundar — eða býr þessi kynlega svipmynd yfir mannlegum sannleik sem snertir okkur óþægilega, bregður upp fyrir okkur spegli sem við erum ekki sérlega áfjáð að horfa í? Það skyldi þó aldrei vera? Því svarar vitaskuld hver fyrir sig, en sá hlutur er vís, að „Amalía" náði tökum á áhorf- endum og hélt athygli þeirra ó- skértri þá stuttu stund sem hún átti við þá erindi. Leikstjóri og leikendur áttu sinn stóra þátt í að gera þessa sýningu minnisverða. Leikstjóri var Erlingur Gíslason, en honum og höfundi til aðstoðar voru þau Gísli Alfreðsson og Kristbjörg Kjeld. Þau eiga þakklæti skilið fyrir vel unnið vandaverk. Það eina sem mér virtist á vanta var eilítið meiri nákvæmni og sam- stilling framan af í látbragði og handahreyfingum, meðan spegil- myndirnar spegluðu látæði Amalíu, og stafaði það sennilega af ónógum æfingum. Erlingur Gíslason fór með hlutverk Amalíu og tókst furðu- vel, þó hann væri mikils til of stórvaxinn og herðibreiður fyrir hlutverkið. Hann gerði það sem þann gat til að skreppa saman og gervi hans var í flestu tilliti gott, þó ég hefði kosið að skoplegu hliðinni á útgangi konunnar væri meir í hóf stillt. Bríet Héðinsdóttir lék rosknu konuna í einum speglinum og fór sérlega vel með það hlutverk, leikurinn hófsamur og í alla staði myndugur. Kristín Magnús lék hégómlegu konuna í miðspeglinum og sýndi líka afbragðsleik, hæfilega gróf_- an og ýkta'n — drottnaði yfir' sviðinu með seiðkrafti blekking- ar og töfrandi ágengni. Karl Sigurðsson lék roskna manninn í speglinum og dró sömuleiðis upp skýra og ísmeygi- lega mynd. Spegilmyndirnar voru yfirleitt ágæta vel gerðar. Stefanía Sveinbjörnsdóttir lék unga stúlku, sem birtist snöggv- ast í líki Amalíu á æskuskeiði, steig nokkur dansspor og mælti fram örfáar setningar — þekki- leg mynd og látlaus. Um ljósabreytingar sá Jón Ólafsson öruggri hendi, en Þor- grímur Einarsson gerði stíl- hrein og smekkleg leiktjöld. Sigurður A. Magnússon: Sjónvarpsmálið og kommúnistar ENN EINU sinni hafa þau tíð- indi gerzt í íslenzkri blaða- mennsku, að reynt hefur verið að ko>ma kommúnistastimpli á fjölmennan hó'p íslenzkxa rithöf- unda, listamanna og annarra ein- staklinga, sem sent hafa banda- rísba sendiherranum og yfir- manni vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli tilmæli u«n, að banda ríska sjónvarpið í herstöðinni felli niður sendingar sínar á þjóð hátíðardegi íslendinga, 17. júní. Að vísu urðu þau mistök í frétt Morgunblaðsins, að hópurinn var allur settur undir einn hatt og nefndur „kommúnistar“, en í fréttinni átti að standa „72 ein- staklingar, sem flestir eru komm únistar", samanber leiðara og leiðréttingu Morgunblaðsins í dag. Þessi mistök voru vissulega leiðinleg, en þau breyta ekki miklu um þá staðreynd, að reynt hefur verið að koma flokkspóli- tískum stimpli á mál, sem er í eðli sínu hafið yfir öll flokks- pólitísk sjónarmið. Það kom þeg- ar fram i áskorun 60-menning- anna til Alþingis, að þetta mál er víðs fjarri því að vera einka- mál kommúnista eða fylgifiska þeirra. Við, sem að þeirri áskor- un stóðum, töldum heppilegt að hafa aðstandendur hennar „ein- Amalía og spegilmyndir henna', Frá vinstri: Bnet Héðins- dóttir, Kristín Magnús, Erling ur Gíslason og Karl Sigurðssoa lita" — þ.e.a.s. andkommúníska — til að eyða í eitt skipti fyrir öll þeirri firru, að andstaðan við bandaríska sjónvarpið á Kefla- víkurflugvelli væri runnin und- an rifjum kommúnista, einkan- lega þar sem það hefur lengi verið siður á landi hér að af- greiða ýmis má!, sem varða þjóð- emisbaráttu íslendinga, sem „kommúnisma", og má það í rauninni furðu sæta, að reynt skuli vera að veita kommúnist- um þennan „einkarétt" í meðvit- und þjóðarinnar. Sannleikurinn er sá, að menn af öllum pólitísik- um flokkum og sannfæringum bera kvíðboga fyrir þjóðernis- legri framtíð íslendinga, og er því bæði billegt og fjarstætt að beita hinum gamla og máða kommúnistastimpli hvenær sem þessi mál ber á góma. Nú hafa 72 menn tekið sig saman um að senda bandaríska sendiherranum og yfirmanni vamarliðsins áðurnefnd tilmæli. Ég undirritaði þá áskorun vegna þess að mér er þetta hjartans mál, og ég taldi enga ástæðu til að rannsaka hjörtu og nýru þeirra sem að áskorunni stóðu með mér, enda þarf ég væntan- lega ekki að standa öðrum en samvizkunni reikningsskap gerða minna og sannfæringa. Sú skoðun, að, lýðræðissinnar geti undir engum kringumstæðum átt samstöðu .við kommúnista eða fylgifiska þeirra um þjóð- þrifamál, er að vísu enn við lýði, þó McCarthy sé kominn undir græna torfu, en hún kem- ur fremur fram í orði en á borði. Við þurfum ekki annað en líta til Alþingis íslendinga til að ganga úr skugga um, að þessi skoðun á sér litla stoð í vem- leikanum. f 3andaríkjunum eru enn til aðilar eins og Joíhn Birch Society og jafnvel Barry Gold- water, sem telja aðild Kennedys heitins forseta að Moskvu-sátt- málanum svik við vestrænar lýðræðishugsjónir, en ég geri ráð fyrir að íslendingar yfirleitt brosi góðlátlega að slíkum við- horfum. Hvað sannar það í raun inni um eðli máls hvort að því standa einhverjir kommún- istar eða eintómir hægrimenn? Og hvaða heimild hafa blöð til Xristin Magnús (hégómtega konan) og Erlingur Gíslasoa (Amalia). „Amalía" var fjórða verkefni Grímú eftir íslenzkan höfund, og hefur þetta tilraunaleikhús löngu fært sönnur á merkilegt hlutverh sitt í reykvísku leiklistarlífi. Sigurður A. Magnússon. að stimpla meirihluta 72 manna, sem maigir hafa lítið sem ekk- ert skipt sér af pólitík, komm- únista? Ég spyr, vegna -þess að ég mundi persónulega ekki treysta mér til að draga þennan hóp í pólitiska dilka með hreinni samvizku. Ég þykist sjálfur ekki hafa farið í launkofa með afstöðu mína til Atlantshafsbandalagsins og varnarliðsins. Ég hef um sex ára skeið verið ritari „Samtaka um vestræna samvinnu“ og í því sambandi m.a. átt þátt í að þýða og koma á framfæri af- mælisriti um Atlantshafsbanda- lagið á 10 ára afmæli þess. Þeim, sem kynnu að vilja kynna sér nánar persónuleg viðíhorf mín til bandalagsins, skal vinsamlega bent á greinina „ísland og At- lantshafsbandalagið“ í fyrsta hefti tímaritsins „Við!horf“, sem gefið var út í tilefni af 15 ára afmæli bandalagsins í apríl s.l. Það hefur verið og er sannfær ing mín, að aðild okkar að At- lantshafsbandalaginu sé ill nauð syn vegna ástands í alþjóðamál- um, en ég legg ríka áherzlu á það, að ég tel Bandaríkjamenn hafa brugðizt því hlutverki að vernda okkur gegn erlendri á- sæini, ef þeir halda áfram að virða að vettugi íslenzka menn- ingarhelgi með þeim hætti sem þeir hafa gert á undanförnum árum. Við viljum vissulega kom- ast hjá auknum áhrifum og í- hlutun úr austurvegi, en við vilj- um líka sleppa við að verða menningarleg hjálenda Banda- ríkjanna á borð við Hawaii og Puerto Rico. Eins og ég sagði, hefur mér aldrei til hugar komið að rann- saka andleg innyfli þeirra manna, sem með mér standa að áskoruninni út af Keflavíkur- sjónvarpinu 17. júní. Mig skipt- ir ósköp litlu máli, hvaða skoð- anir og sannfæringar þeir kunna að hafa á öðrum málum. í þessu tiltekna máli eigum við sam- stöðu, og það er mér nóg. En til fróðleiks og að gefnu tilefni langar mig að tilfæra hér nokk- ur orð, sem annar maður meðal undirskrifenda lét falla fyrir nokkrum árum um kommún- ismann, ef það mætti verða til áréttingar því, að annarleg póli- tísk sjónarmið koma sjónvarps- málinu ekki minnstu vitund við. f samtali við Matthías Johannes- sen, sem birtist í tímaritinu „Helgafelli" árið 1959, sagði Gunnlaugur Scheving m.a. þetta: „Mér hefur alltaf verið þvert um geð að hugsa um trúar- bi ögð. Það er kannski þess vegina sem ég læt kommúnismann sigla sinn sjó. Það þarf ekki litla æf- ingu í blindingsleik nútímastjórn mála til að geta séð sól frelsis- ins birtast í manndrápum og blóði Ungverjanna og Tíbetanna eða í þjóðartukthúsum umhverf- is járntjaldið. Þeir, sem hafa hlotið æfinguna í þessari mið- aldamennsku, ættu að fá sér kassa." í frétt Morgunblaðsins (eins og hún átti að hljóða), þar sem talað er um, að flestir undir- skrifenda séu kommúnistar, án þess nánar sé tiltekið hverjir þeirra séu það ekki, er þeim grun lætt að lesendum 'blaðsins, að ýmsir andkommúnistar með- al undirskrifenda kunni að fylla flokk rauðliða. Slík blaða- mennska er ekki til þess fallin að vekja traust á fréttaflutningi blaðsins. Af þeim sökum hef ég fundið mig knúinn til að mót- mæla fréttinni og fara þess á leit, að almennum fréttum og pólitískum hugleiðingum eða at- hugasemdum verði framvegij haldið skýrt aðgreindum. Sjómamiada«;ur- inn í Stykkisliólmi Stykkishólmi, 9. júní — Sj ómanadagurin var hátíðlegur haldinn 1 Stykkishólmi. Fánar voru dregnir að húni víða 1 kirkjunni og predikaði sóknar- kirkjunni og prédíkaði sóknar- presturinn sr. Sigurður Ó Lárua son. Klukkan tvö hófu.k svo ýms atriði hátíðahaldanna svo sem kappbeiting tunnuboðhlaup reipdráttur, stakkasund kapp- róður ,og fleiri atriði. Lúðra- sveit Stykkishólms lék undir stjórn Víkings Jóhannsonar. Konur önnuðust kaffisölu I ssmkomuhúsinu og rann allur ágóði til Björgunarskútusjóði Breiðafjarðar. Um kvöldið var samkoma f samkomu'húsinu og voru á henni veitt verðlaun fyrir iþróttir dagsins og tveir e’ t i breið- firskir sjómenn þeir Bæring Níelsson og Jón Clafsson heiðr- aðir. Skemmtiatriði önnuðust Árni Jónsson óperusöngvari úr Reykja vík og Hjálmar Gíslason gaman- vísnasöngvari úr Reykjavík með undirleik Páls Kr. Pálssonar. ★ Tveir bátar frá Stykkishólmi eru nú farnir til síldveiða og eru það m.b. Otur en það er nýr bátur sem kom hingað i vor og svo mb. Þórsnes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.