Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. júní 1964 Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson. Þjdðsöngiirinn VEGNA drilna þeirra sem orðið hafa hér í blaðinu um þjóðsönginn, er tii gamans og glöggvunar birtur hér á eftir formála Steingríms J. Þor- steinssonar próf. fyrir útgáfu forsætisráðuneytisins á „Ó, guð vors lands“ (1957). Þjóðsöngur fslendinga, lof- söngurinn Ó, guð vors lands, er upphaflega sálmur, ortur við sér- stakt tækifseri, og mun hvorki höfundi ljóðs né lags hafa hug- kvæmzt, að úr yrði þjóðsöngur, enda leið meira en mannsaldur, áður en svo varð. Árið 1874 voru talin 1000 ár liðin frá því, er Norðmaðurinn Ingólfur Arnarson nam fyrstur manna land á íslandi. Voru það sumar hátíðahöld um gjörvallt land af þessu tilefni, en aðal- þjóðhátíðin fór fram á Þingvöll- um og í Reykjavík. Fyrir þessa hátíð var þjóðsöngurinn ortur, sbr. orðin ' „Islands þúsund ár“, sem fyrir koma í öllum þremur erindum, og heitið á frumútgáfu kvæðis og lags (Rvík 1874) er l,ofsöngur í minningu fslands þúsund ára. Skv. konungsúrskurði frá 8. sept. 1873 skyldi haldin opinber guðsþjónusta í öllum íslenzkum kirkjum til að minnast þúsund ára byggðar íslands sumarið 1874, og átti biskupinn yfir ís- landi að kveða nánar á um messudag og ræðutexta. Sama haust lét biskupinn, dr. Pétur Pétursson, boð út ganga þess efnis, að messudagurinn yrði 2. ágúst og ræðutextinn 90. sálmur Davíðs, 1.—4. og 12.—17. vers. Þessi ákvörðim um hátíðarmessu olli því, að þjóðsöngurinn ís- lenzki varð til, og textavalið Téð kveikju hans. Um sama leyti og biskupsbréf- ið var birt, hélt í þriðju utanför sína (af ellefu alls) séraMatthías Jochumsson (1835—1920). Hann var sonur fátækra, barnmargra bóndahjóna og hafði því farið gamall í skóla, kostaður af fólki, sem hrifizt hafið af gáfum hans. Hann hafði lokið guðfræðiprófi í Reykjavík og gerzt klerkur í rýru brauði þar í grennd (í Mó- um á Kjalarnesi 1867), en sagt af sér prestskap þetta haust, 1873, er hann átti enn í hugar- stríði eftir að hafa misst nýlega aðra konu sína, auk þess sem hann háði þá sem oft endranær framan af ævi innri trúbarbar- áttu. Á næstu árum gerðist hann ritstjóri Þjóðólfs (1874—80), tók siðan aftur við prestþjónustu í mikils háttar prestaköllum (í Odda á Rangárvöllum til 1887, síðan á Akureyri) og gegndi þeim til aldamóta, er hann hlaut fyrst- ur íslendinga skáldalaun frá Al- þingi, sem hann naut tvo síðustu áratugi ævinnar. Matthías Jochumsson er eitt- hvert víðfeðmasta, andríkasta, mælskasta — afkastamesta og mistækasta stórskáld íslendinga frá öllum tímum. Kunnastur er hann og langlífastur verður hann fyrir beztu frumort ljóð sín, snilldarlegar þýðingar á ýmsum öndvegisverkum heimsbókmennt- anna og margt konar fjörmiklar ritgerðir og bréf. Hann hefur öllum öðrum fremur hlotið tign- arheitið „þjóðskáld íslendinga". Hann er um fram allt lífsins og trúarinnar skáld, sem kemur m.a. fram í þjóðsöngnum — þótt ósanngjarnt væri í skáldsins garð að telja hann meðal allra fremstu ljóða hans. Kvæðið er ort í Bretlandi vet- urinn 1873—74, fyrsta erindið í Edinborg, en tvö síðari erindin í Lundúnum, og fannst Matthíasi sjálfum aldrei mikið til þeirra koma. Á þeim tíma var aðeins áratugur liðinn frá því, er hann hafði vakið athygli þjóðarinnar á skáldskap sínum, og enn leið áratugur, þar til út kom sérstök ljóðabók eftir hann. Höfundur lagsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847—1926), átti ólík örlög Matthíasi, var sonur eins af æðstu embættismönnum þjóðarinnar, Þórðar Sveinbjöms- sonar dómstjóra við landsyfir- réttinn, og ól mestan aldur sinn erlendis. Hann var guðfræðing- ur, en gerði síðan fyrstur íslend- inga tónlistariðkan að ævistarfi sínu. Hann hafði lokið 5 ára tón- listarnámi í Kaupmannahöfn, Edinborg og Leipzig og var rétt setztur að sem hljómlistarkenn- ari og píanóleikari í Edinborg, þegar Matthías kom þangað haustið 1873 og bjó þar hjá hon- um, því að þeir voru skólabræð- ur, þótt aldursmunur væri 12 ár. Þegar Matthías hafði ort þarna upphafserindi lofsöngsins, sýndi hann það Sveinbirni og segir svo frá þessu í Söguköflum af sjálf- um sér: „Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér að búa til lag við; fór svo, að ég um vetur- inn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lag- ið um vorið og náði nauðlega heim fyrir þjóðhátíðina." — Sveinbjörn var síðan búsettur í Edinborg, nema hvað hann átti heima 8 síðustu æviárin í Winni- peg, Reykjavík og Kaupmanna- höfn, þar sem hann lézt, sitjandi við píanó sitt. En allt frá því, er hann samdi lagið við Ó, guð vors lands, 27 ára gamall, hélt hann áfram margs háttar tónsmíðum alla ævi, og eru þeirra á meðal ýmis ágæt lög við íslenzk Ijóð, þótt lengstum væri hann í litl- um tengslum við þjóð sína og yrði öllu fyrr kunnur sem tón- skáld í dvalarlandi sínu en föð- urlandi. Samt eru tónverk hans fremur samin í norrænum anda en engilsaxneskum. Og í fá- mennum flokki íslenzkra tón- skálda er hann bæði meðal braut- ryðjenda og meðál þeirra, sem hæst ber. Lofsöngurinn virðist þó ekki hafa vakið sérstaka athygli, hvorki ljóð né lag, er hann var fluttur í fyrsta sinn af blönduð- um kór við þrjár hátíðaguðs- þjónustur í dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874. Þann dag voru og sungin í Reykjavík 7 minni sem Matt- hías hafði ort að beiðni hátíðar- nefndar, flest á einum degi — svo hraðkvæður gat hann verið. En lofsöngurinn er meðal þess fáa, sem hann orti fyrir þjóð- hátíðina af eigin hvötum. Til hátíðarinnar hafði drifið fólk hvaðanæva af fslandi og tignarmenn komið frá ýmsum löndum Norðurálfu og frá Vest- urheimi. Meðal þeirra var Kristján IX, og var það í fyrsta sinn, að konungur íslands sótti það heim. Hann færði þjóðinni þá nýja stjórnarskrá sem i voru fólgnar verulegar réttarbætur (löggjafarvald og fjárforræði að nokkru). Var þetta einn af áföngunum í endurheimt sjálf- stæðisins (sem glataðist 1262— 64), þar sem hinir næstu voru: heimastjórn (íslenzkur íslands- ráðherra, búsettur í Reykjavík) 1904, fsland fullvalda ríki í per- sónusambandi við Danmörku (konungur Danmerkur einnig konungur íslands) 1. des. 1918 — og loks lýðveldi (með íslenzk- um forseta) 17. júní 1944. Meðan fullveldi átti enn langt í land, var ekki um að ræða neinn þjóðsöng í venjulegum skilningi. En þegar íslendingar sungu fyrir minni ættjarðarinnar, skipaði- þar öndvegis-sessinn á 19. öld og fram yfir aldamót Eldgamla ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786—1841; ort í Kaupmannahöfn, sennilega 1808 —09). En tvennt olli því, að það gat ekki orðið þjóðsöngur, þrátt fyrir almennar vinsældir. Ann- að þar, að heimþrá fær þar út- rás í snuprum í garð dvalar- landsins, nema í fyrsta og síð- asta erindi, sem voru og oftast sungin. En einkum var hitt, að það var sungið undir lagi enska þjóðsöngsins (þótt upphaflega muni það samið við lag eftir Du Puy). Á síðasta fjórðungi 19. aldar var Ó, guð vors lands oft sungið opinberlega af söngfélögum. En það var ekki fyrr en á tímabil- inu frá heimastjórn til fullveldis, milli 1904 og 1918, sem það ávann sér hefð sem þjóðsöngur. Við fullveldistökuna var það leikið sem þjóðsöngur íslendinga og hefur verið það ætíð síðan. — íslenzka ríkið var eigandi höf- undarréttar að laginu — sem áð- ur hafði verið í eigu dansks út- gáfufyrirtækis — árið 1948 og að ljóðinu 1949. Óneitanlega er samt annmarka á þessu að finna sem þjóðsöng. fslendingar setja það að vísu lítt fyrir sig, að kvæðið er frem- ur sálmur en ættjarðarljóð. En lagið nær yfir svo vítt tónsvið, að ekki er á færi alls þorra manna að syngja það. Almenn- ingur grípur því oft til annarra ættjarðarljóða til að minnast lands síns, og er þar á síðustu áratugum einkum að nefna fs- landsvísur (Ég vil elska mitt land) eftir Jón Trausta (skáld- heiti Guðmundar Magnússonar, 1873—1918) undir lagi eftir séra Bjarna Þorsteinsson (1861—. 1938) og ísland ögrum skorið, er- indi úr kvæði eftir Eggert Ólafs- son (1726—68), lagið eftir Sig- valda Kaldalóns (1881—1946). En hvorki hafa þessi lög né önn- ur þokað Ó, guð vors lands úr þjóðsöngs-sessi. Það hefur jafnvel hlotið þeim mun meiri helgi sem því hefur síður verið slitið út hversdags- lega. Menn bera lotningu fyrir háleitum skáldskap kvæðisins — einkum fyrsta erindis, sem oftast er sungið eitt saman — og hið hátíðlega og hrífandi lag er ís- lendingum hjartfólgið. Sumarhótel í Stykkishólmi Slykkishólmi, 6. júní. SUMARH ÓTELIÐ í Stykkis- hólmi tók til starfa 1 gær, föstu- daginn 5. júní og mun það starfa i sumar. Er það sem áður í húsa- kynnum heimavistar barna- og miðskólans og mun áfram verða þar rausn og myndarskapur. Er þetta í þriðja sinni sem hótelið er rekið og stendur Stykkishólma hreppur að rekstrinum, en hótel stjóri verður Lúðvíg Halldórsson kennari. 18 ágæt herbergi eru á boðstólum auk þess sem hótelið hefir tryggt sér húsnæði út í bæ, ef til þarf að taka. Þá mun hótel ið annast fyrirgreiðslu á útveg- un báta til að skoða Breiðafjarð- areyjar. [g ÞEIR FULLORÐNU ÁVÍTAÐIR Tveir ungir piltar, annar tíu en hinn yngri komu að máli við Velvakanda núna fyrir helgina. Þeir voru þungir á brúnina og báru sig illa undan fullorðna fólkinu. — Við berum blaðið út, sögðu þeir og höfum gaman af því. Mamma sagði okkur, þegar við byrjuðum, að hún leyfði okkur ekki að annast útburð blaðsins nema stundum á sunnudögum, því þá förum við venjulega af á fætur og vera búnir að bera út í öll húsin fyrir klukkan hálf níu. Þetta hefur okkur tekizt nema stundmu á sunnudögum, fþví þá förum við venjulega af stað hálftíma seinna en hina dagana, en blaðið er alltaf kom ið til allra kaupenda fyrir kl. 9. Við fáum mjög sjaldan kvartanir, og í flestum tilfell- um er það þá vegna þess að blaðið hefur verið tekið af hún- inum áður en sá, sem átti að fá það, fer á fætur, eða hefur fokið af honum. — En hvers vegna hafa ekki allir bréfarifu á hurðinni heima hjá sér? — En það er nú ekki það versta, heldur rukkunin. Lang- flestir borga þó strax og eru mjög elskulegir, sérstaklega konurnar. Það eru meira að segja margir, sem hæla okkur fyrir, hve snemma við komum með blaðið. En á fimm, sex stöðum er viðkvæðið alltaf það sama: Komdu á morgun, komdu eftir helgi. Æ, geturðu ekki komið seinna. Og svo, * þegar við erum búnir að koma 5—10 sinnum er loks borgað. Við vit- um það að fólk hefur kannski ekki alltaf peninga heima, en okkur finnst, að þegar það seg- ir okkur að koma í kvöld eða á morgun þá eigi það að hafa peningana til þá. — Mamma segir okkur að sé ljótt að skrökva og gera öðr- um erfitt fyrir. Það getur verið að fullorðna fólkinu finnist ekkert ljótt að skrökva í krakka eða þvæla þeim fram og. aftur að óþörfu — en okkur finnst það ekkert fallegt. Viltu ekki segja fullorðna fólkinu að við krakkarnir séum menn eins og það, og það á einmitt að kenna okkur, hvernig við eigum að verða, þegar við erum orðnir stórir. Þetta voru orð piltanna tveggja, ef einhver vildi hug- leiða þau. gj ALMENNINGS- SALERNI Hér er úr bréfi frá konu: „Eitt finnst mér mjög ábóta- vant í okkar góða bæjarfélagi. Ég fór út í Nauthólsvík einn daginn með börnin mín. Við fórum fyrir hádegi og höfðum matinn með okkur. Veðrið var yndislegt. Mjög margt fólk kom þarna, þegar á daginn leið. Svo kom að því að ég þurfti að fara með börnin á salerni, en þá var allt harðlæst og enginn umsjón- armaður. Það var verið að grafa þarna fyrir skolpleiðslum og verkamennirnir sögðu Nauthóls víkina lokaða, en ég hef hvergi séð það auglýst. Mér finnst þetta salernisleysi í bænum til skammar fyrir okkur, sem hér búum og mjög bagalegt..... Bærinn hefur stækkað svo mik- ið, að heimamenn eða gestir geta ekki alltaf hlaupið heim (eða á hótel) ..“ gj MARGT ER VEL GERT Siðan bætir bréfritari við: „Ég ætti kannski heldur að skrifa um eitthvað, sem mér líkar vel, eins og til dæmis alla grænu blettina og blómin, sem sett hafa verið hér og þar við götur borgarinnar. Þetta gerir borgina hlýlegri og fegurri og eins listaverkin, sem eru til prýðis. Hvenær ætli Viðey verði tekin sem skemmtigarður? Þar á að vera baðströnd, hótel, tenn isvöllur, brú eða ferja í land. Það yrði dásamlegt. Svo mætti hafa skóla þar að vetrinura, heimavist." gj í VITLAUSAN PÓSTKASSA Svo hef ég verið beðinn fyrir fyrirspurn „til hinna 72, sem ætla sér að bjarga menn- ingu íslands 17. júní: Hvernig er það, lenti ekki bréfið ykk- ar i vitlausan póstkassa? Var ekki ætlun ykkar að skora á is- lenzka sjónvarpseigendur að loka fyrir tækin sín 17. júní? Stóð það ekki nær. — Eða —- þið verðið að fyrirgefa? — var bréfið aðeins hugsað sem áróð- ursplagg?“ Sjálfvirka þvottavéliii LAVAMAT „nova 64“ komin á markaðinn. Fullkomn ari en nokkru sinni. óbreytt verð. AEG-umboðið Bræðurnir ORMSSON Vestúrgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.