Morgunblaðið - 16.06.1964, Síða 28

Morgunblaðið - 16.06.1964, Síða 28
28 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 16. júnl 1964 [ JOSEPHINE EDGARl GAR: 1 r 27 ' — Eg sé, að hún er búin að segja þér það, sagði hún íbygg- in og hristi höfuðið. Vesalingur in hún mamma þín hefði grátið úr sér augun af skömm, en það þýð ir ekki að spyrna á móti brodd unum, segi ég nú alltaf. Hún Soffía hefur meira vit í litla- fingrinum en veslingurinn hún mamma þín hafði í öllum kroppn um. Kf lífið hennar mömmu þinnar í Hackney var heiðar- legt og þetta er til skammar, má ég heldur biðja um skömmina! Hún lagði frá sér hníf og gaff al og sagði: — En þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, Rósa litla. Hún hefur miklar og gamal dags fyrirætlanir með þig. Þú verður bara siðsöm stúlka, og ferð eftir því sem hún segir og þá kemur hún þér í aðalinn og þú færð aðalskórónu á höfuðið. Eg gat ekki annað en hlegið. Tárin höfðu dregið úr mestu spennunni, og loksins fann ég, að ég var alls ekki neitt svöng. Eftir kvöldverð fór ég upp til mín og skrifaði tvö bréf, annað þéirra til skólasystur minnar, hennar Marjorie. Eg sagði henni ekki upp alla söguna, en ég gaf henni heimilisfangið mitt nýja og sagði, að ég ætti að byrja í Frivolity næstkomandi mánu- dag. Eg bað hana að hafa sam- band við mig í leikhúsinu og mæltist til þess, að við gætum hitzt. Mig langaði til þess að vera fullviss, að hún og Flóra frænka hennar væru enn vinir mínir, og að ég gæti átt eitthvert athvarf ef í harðbakka slægi. Eg gerði mér nú enga grein fyrir því, hvernig það bæti orðið, en fann nauðsynina á því að standa í sam bandi við einu vinina, . sem ég átti. Ég skrifaði líka Brendan til Vestry. Eg hafði sagt, að ég skyldi ekki hitta hann oftar, án leyfis Soffíu, en ég hafði engu lofað um að skrifa honum ekki. Eg fór ekki fram á neitt stefnu mót né heldur bað ég hann að heimsækja mig, eða neitt þess háttar. Eg var ekki einu sinni viss um, hvort hann langaði neitt áð hitta mig, eða hve mikla merkingu hann hefði lagt í þenn an koss. En ég sagði, að ég von- aði, að hann þyrfti ekki að missa atvinnu sína mín vegna, né held ur færi hann til Ástralíu án þess að láta mig vita af því. Eg sagði að mér þætti leitt þetta með Dan og Soffíu, en að ég væri hinsveg ar hrædd um, að orðið væri um seinan að kippa því í lag. Eg endaði bréfið með: „Þín exnlæga Rósa“. Þetta var nú eins klaufalegt bréf og nokkur átján ára stelpa hefði getað skrifað. Mxg langaði til að segja honum, að ég elskaði hann, og þráði ekki annað meira en fá að vita, hvort hann væri sama sinnis. Að ég væri hrædd um að hann elskaði systur mína, enda þótt hann hataði hana, bróð ur síns vegna, og að mér fyndist það óbærilegt ef hann færi að flýja land og hverfa mér sjónum fyrir fullt og allt. En þetta gat ég ekki sagt. Eg var næstum búin að rífa bréfið. Loksins flýtti ég mér að slá utan um það og fór niður. Mér til undrunar hitti ég bæði Smith- ers, þjónustustúlkuna, og Minnu frænku í forstofunni; Smithers var sjálfandi af hræðslu og Minna með skörung í hendi. — Hvað í ósköpunum er á seiði? — Æ, ungfrú! vældi Smithers. — Það er maður á ferli hérna fyrir utan. Ég var að fægja silfr ið og svo leit ég út um eldhús- gluggann og þar stóð hann og gægðist inn og var svo hræði- legur útlits. — Sást þú hann, Minna frænka? — Nei, en allar dyr eru læstar og ég vona, að ég geti snúizt við honum ef hann reynir að gera eitthvað af sér. Lífið í East End hafði gert Minnu gömlu ó-upp- næma fyrir flestu, en Smithers var sveitastúlka. Ég setti bréfin í handtöskuna rnína og fór inn í setustofuna. Ég dró rauða flauels-gluggatjaldið frá og leit út. Úti fyrir sá ég mann, sem stóð í gulu kringlunni frá götu- ljósinu. — Sérðu hann? spurði Minna frænka kvíðin. — Það er Dan Brady, sagði ég. Ég stóð þarna í fínu setustof- unni í húsinu, sem Woodbourne lávarður hafði sett undir Soffíu og horfði á eiginmanninn henn- ar, sem beið fyrir utan, kyrr en ógnvekjandi|í skuggunum í garð- inum. Eftir að hafa tvístigið stundar- korn, lét ég tjaldið falla fyrir aftur og gekk til útidyranna. Smithers æpti upp yfir sig og bað mig eins og guð sér til hjálp ar að opna ekki, því að þá yrð- um við allar myrtar! — Farðu varlega, Rósa mín, sagði Minna frænka. — Hann er ekki með réttu ráði, skilurðu. Hann hefur aldrei verið það síð- an hún Soffía fór frá honum. En ég var ekkert hrædd við Dan Brady. Ég opnaði hurðina og gekk út á tröppurnar og hann kom á móti mér með skamm- byssu í hendi og morð í augna- ráði. Ég snarstanzaði og kallaði — Það er ergilegt, að menn skuli einmitt þurfa að stytta sér leið gegnum svefnherbergið okkar, þegar þeir ætla að ná í stræt- isvagninn. til hans: — Dan! Þekkirðu mig ekki, Dan? Það er hún Rósa. Hann lét höndina síga, sneri sér undan og huldi andlitið með handleggnum, og ég sá, að herð- arnar á honum skulfu. Ég gekk til hans, frá mér numin af með- aukun. — Dan! Góði Dan. Vertu ekki svona. . . Hann sneri að mér laglega náföla andlitinu. Hann snerti hárið á mér með sjálfandi fingr- um, og sagði: — Ég hefði getað myrt þig, Rósa mín. Hárið á þér er eins litt og á henni. Ég var að bíða eftir þeim, henni og þessum djöfli, sem tók hana frá mér. Til hvers var hann að því? Hann er ríkur, og hafði efni á hvaða BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Hinn 9. apríl var hópurinn loksins ferðbúinn. Hann safnað- ist saman í Bern og fór síðan í einu lagi til Zúrich, þar sem hann borðaði hádegisverð í Hotel Záringer Hof. Síðan var farið á járnbrautarstöðina og upp í lestina, sem lagði af stað réttstundis kl. 3.15. Mikil ólæti urðu á pallinum, áður en lagt var af stað því að nú var orðið uppvist um ferðalagið, og stór hópur og sundurþykkur hafði safnazt þarna saman. Þegar bolsjevíkarnir veifuðu rauðum fánum og sungu Internationale, var þeim svarað með ópum eins og: „Njósnarar — þýzkir njósn- arar!“, og hvimleiðar athuga- semdir heyrðust, þess efnis, að þeir ferðuðust á kostnað Þýzka- landskeisara. Platten, sem ætlaði með hópnum, komst í rifrildi, sem var næstum orðið að áflog um var Lenin, Krupskaya, Zino hverju tuski. Við hádegisverð- inn hafði hópurinn samþykkt með atkvæðagreiðslu að taka ekki með sér Oscar nokkurn Blum, sem grunur lék á, að væri Okhrananjósnari. En Blum hafði tekizt að komast upp í lestina, og það var Lenin sjálf- ur, sem náði í hann á síðustu stundu og fleygði honum út. Jæja, þá voru þeir komnir af stað, alls 32 manns, þar af 19 bolsjevíkar, sex félagar Gyð- ingasambandsins, þrír alþjóð- legir mensjevíkar og fjórir enn — einn þeirra fjögurra ára drengur. Merkasta fólkið í hópn um var Lenin, Krupskaya, Zino- viev, Inessa Armand og Sokolni- kov. Radek, sem var austurrísk- ur þegn, slóst í hópinn á landa- mærum Þýzkalands. Sagt var, að einnig hefði verið brezkur leyni þjónustumaður þarna á lestinni, en honum hafði verið þar fyrir komið í Þýzkalandi, en um það atvik þegja þýzk skjöl algj-ör- lega. Platten segir í ferðasögu sinni, að fólkið hafi haft með sér nesti — tíu daga forða, en mest af því, einkum sykur og súkku- laði hafi Svisslendingar gert upp tækt, áður en farið var inn í Þýzkaland. Einnig er frá því sagt, að Lenin hafi ekki þolað tóbaksreyk og heimtað, að reyk- ingamenn hefðust við í salern- inu, og að því hefðu verið gefnir út sérstakir aðgöngumiðar. Hvað snerti peninga, virðist hóp urinn hafa verið vel birgur: Platten hafði fengið lánaða 3.000 svissneska franka handa honum, og vér- vitum (úr bréf- um Lenins), að hann hafði 1.000 sjálfur. Það er einnig vitað, að hann skildi eftir pen- inga í Sviss, ef svo illa færi, að hann yrði að hrekjast þangað aftur. Leiðin, sem hópurinn átti fara yfir Þýzkaland var um Mann- heim, Frankfurt og Berlín, og komið skyldi til hafnarbæjarins Sassnitz við Eystrasalt, 11. apríl. En ennþá urðu tafir, og fyrir þeim hefúr aldrei almennileg grein verið gerð. Lestin varð af sambandi í Frankfurt, og í Berlín var henni ekið um stund- arsakir inn á hliðarspor (þfir sem svo vildi til að þýzkir sósíal istar ætluðu að hylla farþegann, en náðu ekki viðtali við aðra en litla drenginn). Loksins eftir tvo daga í Þýzkalandi, komu þeir til Sassnitz, 12. apríl síðla dags. Síðan fór hópurinn á skipi til Malmö og þaðan var farið tafar laust til Stokkhólms, þar sem fjöldi sósíalista-fokksbræðra beið til að hitta hópinn. í Sví- þjóð söfnuðu flokksbræðurnir fé til að koma þeim síðasta spöl ferðarinnar. Svíar voru allhissa, er þeir voru beðnir um 1000 krón KALLI KÚREKI Teiknari; FRED HARMAN ur í viðbót, til persónulegra þarfá Lenins, en reiddu þær samt af hendi og eftir eins dags töf eða rúmlega það, hélt hóp- urinn áfram ferð sinni. Sænsk lest flutti hann að landamærum Finnlands við botn Helsingja- botns, og farið var yfir landa- mærin á sleðum. Þar sneri Platt en við, en hópurinn hélt áfram suður eftir Finnlandi til landa- mæra Rússlands. Nokkrum míl- um áður en komið var til Petro- grad komu á lestina systir Len- ins og hópur stuðningsmanna úr miðstjórn bolsjevíkaflokksins. Lenins spurði vandlega um, hvers konar viðtökum þeir gætu átt von á í Petrograd. — Trotski segir hann hafa eins vel búizt við að verða færður beint í fang- elsi — en þegar hann var hug- hreystur, hvað það snerti, sneri hann sér snöggt að Kamenev, sín um gamla vini, sem hafði kom- ið til að heilsa upp á hann, og sagði: „HVað er þetta, sem þú ert að skrifa í Pravda? Við sáum nokkur blöð, og létum þig hafa það svikalaust". Þetta voru fyrstu drunurnar af sprenging- unni, sem fram undan var. Síðdegis 16. apríl rann lestin inn á Finnlandsstöðina í Petro- grad. Tíu ár voru liðin síðan Lenin hafði stigið fæti á rúss- neska grund. P£RFESS£ZBOG&S PZACTtCB EVERY PAY WltH Bið-RIFLE.' ME SET-UM UP FCZmf T'MOR-ROW YOU COME WATCH-UM' f — Prófessor Boggs æfir sig á hverj t»m degi með stónim riffli. Ég set skotmörkin upp fyrir hann. Á morg- un skaltu koma og sjá sjálfur. — Ég skal sýna þér af einhverjum stað sem hann sér þig ekki á — ann- ars myndi hann kannske sprengja þig í loft upp í staðinn fyrir skotmark ið. — f>að verð ég að sjá. Þessi gamla geit, ég er viss um að hann veit ekki hvort er aftur og hvort fram á riffl- inum. — Ég hræddur um að Gamli hafi rétt fyrir sér. Hvemig í ósköpunum á Boggs að hitta í mark á morgun? — f>ú átt bara að sjá um að koma Gamla út í kjarrið handan við bæinn og fela hann þar — svo sé ég um hitt. Heimkomu Lenins hafði verið vænzt með vafasamri hrifningu, ekki einasta hjá bráðabirgða- stjórninni heldur og hjá fram- kvæmdanefnd sjálfs sovétsins. Tseretelli, foringi mensjevika hafði verið kosinn af Ex-Com til að taká móti honum íyrir þess hönd, en þverneitaði að fara, og Chkheidze, forseti Ex- Com, og tveir aðrir höfðu farið í hans stað, nauðugir þó. Trot- sky tjáir oss, að einnig hafi gætt nokkurs kvíða í bolsjevíka- flokknum sjálfum. Fundur hafði verið haldinn, kvöldinu áður en Lenin kom, og Kamenev, Stalin og fleiri gerðu sér vel ljóst, að stefna sú, er þeir höfðu tekið — vopnahlé við mensjevíkana og stuðningur x bili við bráða- birgðastjórnina — mundi varla vera í samræmi við skoðanir þær, er Lenin hafði nýlega látið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.