Morgunblaðið - 30.06.1964, Qupperneq 14
14
MQRGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 30. júní 1964
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónssoa.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22430.
Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FILIPPUS BRETAPRINS
HEIMSÆKIR ÍSLAND
egar Filippus prins, eigin-
maður Elízabetar II
Bretadrottningar, heim-
sækir ísland í dag í boði for-
seta íslands, munu íslending-
ar fagna honum af heilum
hug. Filippus prins er glæsi-
legur fulltrúi hinnnar brezku
vinaþjóðar. Þegar forseti ís-
lands heimsótti Bretland í
fyrra var það greinileg sönn-
un þess, að íslendingar og
Bretar höfðu sett niður þann
ágreining, sem ríkti um skeið
á milli þeirra vegna ráðstaf-
ana íslendinga til verndun-
ar fiskimíðum sínum. Heim-
sókn Filippusar prins til ís-
lands nú undirstrikar enn þá
staðreynd, að íslendingar og
Bretar eru vinaþjóðir, sem
vilja eiga sem nánasta og
drengilegasta samvinnu.
Milli þessara tveggja ey-
þjóða hafa um aldir legið ná-
in tengsl. Þrátt fyrir stund-
arágreining um viðkvæm
hagsmunamál beggja er það
þó staðreynd, sem ekki verður
sniðgengin, að veldi Breta á
Norður-Atlantshafi hefur um
<•. langan aldur veriþ íslending-
um skjól og hlíf gegn ásælni
Utanaðkomandi afla á um-
brotatímum. Þótt íslending-
ar mótmæltu hernámi Breta
vorið 1940 má segja, að ís-
lenzka þjóðin hafi liær ein-
róma fylkt sér um málstað
þeirra í baráttunni gegn of-
beldis- og yfirgangsstefnu
nazista. Hvorki íslendingar
né aðrar smáþjóðir geta
gleymt hinni hetjulegu bar-
áttu brezku þjóðarinnar gegn
herskörum Hitlers, er höfðu
sigrað meginland Evrópu og
aðeins Bretland stóð í vegi
fyrir úrslitasigri ofbeldisstefn
unnar.
í Bretlandi stendur vest-
rænt lýðræði traustum fót-
um. Brezkt þingræði og erfða
venjur eru öllum hinum
frjálsa heimi til fyrirmyndar.
Filippus prins hefuf staðið
við hlið eiginkonu sinnar,
Bretadrottningar, af mann-
dóm og með glæsibrag.
Mun það ekki ofmælt, að
brezka konungsfjölskyldan
sé í dag, glæsilegur fánaberi
í fylkingu hinnar nýju kyn-
_^lóðar, sem vaxið héfur til
þroska í Bretlandi að lokinni
síðari heimsstyrjöldinni. Hin
ungu og glæsilegu konungs-
hjón og börn þeirra eru ímynd
þeirrar hraustu og þrekmiklu
kynslóðar, sem vaxið hefur
upp í Bretlandi að loknum hin
um hrikalega hildarleik. Síð-
ari heimsstyrjöldin var mesta
eldraun sem brezka þjóðin
hefur gengið í gegnum. En
hún kom út úr henni þroskuð
og sterk, þrátt fyrir mikla
blóðtöku.
Það er íslendingum gleði-
efni að fulltrúi þessarar miklu
þjóðar heimsækir okkar fagra
land og fámennu þjóð. Heim-
sókn Filippusar prins mun
styrkja hin gömlu vináttu-
bönd milli þessara tveggja ey
þjóða, Breta, sem um aldir
hafa verið forystuþjóð og
stórveldi, og íslendinga, sem
eru fámennasta þjóð heims-
ins.
SÍLDARSKÝRSLAN
C*ú ráðabreytni að hætta að
^ birta skýrslu um afla
síldveiðiskipa á sumarvertíð-
inni vikulega hefur almennt
mælzt mjög illa fyrir. Þúsund
ir manna um land allt hafa
undanfarin ár fylgzt með afla
skipanna af miklum áhuga.
Sætir það vissulega engri
furðu, þar sem sumarsíld-
veiðarnar fyrir Norðurlandi
eru stundaðar af skipum frá
svo að segja hverju útvegs-
byggðarlagi landsins.
Nú hefur nefnd sem rann-
sakar orsakir sjóslysa talið
æskilegt að birtingu síldveiði
skýrslunnar í heild verði
hætt. Telur nefndin að sú
keppni, sem af birtingu henn-
ar leiðir kunni að geta leitt
til sjóslysa.
Ekki skal fullyrt um það
hér, hvort þessi getgáta hafi
við rök að styðjast. En mjög
virðist það ólíklegt.
í því felst mikið vantraust
á skipstjórnarmönnum síld-
veiðiflotans að væna þá um
það, að þeir láti keppnisáhuga
hafa sig til þess að ofhlaða
skip sín og leiða þannig lífs-
hættu yfir sjómenn sína. Það
er ekki ný saga, að síldveiði-
skip séu mjög hlaðin. En hver
hætti að hlaða skip sín til hins
ítrasta, þótt vikuleg síldveiði-
skýrsla sé ekki birt?
Fyrir nokkrum árum var
bannað að nefna dans í aug-
lýsingum útvarpsins. Um til-
gang þeirrar ráðstöfunar var
að vísu margt á huldu. En
hafi tilgangurinn með henni
verið sá að draga úr dansá-
huga fólksins, þá hefur því
takmarki sannarlega ekki ver-
ið náð.
Á sama hátt er sennilega
óhætt að segja, að hafi síld-
veiðiskip verið hlaðin hættu-
lega á undanförnum árum, þá
sé ólíklegt að bann við birt-
g
Grívas |
á Kýpur |
George Grivas hershöfðingl, |
fyrrum leiðtogi EOKA-hreyf- |
ingarinnar, kom á laun tii ||
Kýpur í siðustu viku. — Þar H
flutti hann útvarpsræðu, J»ar 3
sem hann hvatti til þjóðarat- 3
kvæðagreiðsiu. Ekki skýrði 3
hershöfðinginn nákvæmlega, |
hvað hann vildi láta greiða |
atkvæði um, eu hann hefur |
um langt skeið talið hugsan- 3
legt, að Kýpur sameinist 3
Grikklandi.
Grivas hefur ekki komið til |
Kýpur í fimm ár.
Efri myndin sýnir Grivas, |
er hann flytur útvarpsræðu |
sína, sl. miðvikudag. Neðri |
myndin sýnir, er hershöfðing- |
inn heilsar Makarios, erki- |
biskup og forseta, í forseta- 3
höllinni á Kýpur, sl. fimmtu- |
dag.
Reykjavíkurkynning
„lceland
TÍMARITIÐ „ICELAND REV
IEW“, sem hóf göngu sína á
síðasta ári, hefur vakið mikla
athygli vegna vandaðs frágangs
"og glæsilegra mynda. Bkki sízt
síðasta heftið, sem birti m.a.
mjög fallegar myndir af Surts-
ey. Nú er komið nýtt hefti af
ICELAND REVIEW, annað hefti
ingu síldveiðiskýrslunnar
komi í veg fyrir það í sum-
ar og. framvegis.
Kjarni málsins er, að al-
menningur í landinu á rétt á
því að fá birtar fréttir af síld-
veiðunum eins og öðrum veiði
«kap fiskiskipaflotans. Þess
vegna bendir allt til þess að
bannið við birtingu síldveiði-
skýrslunnar valdi aðeins ó-
hagræði og leiðindum en leysi
ekki neinn vanda eða dragi
úr slysahættu.
Review"
þessa árgamgs, og er það að
miklum hluta helgað höfuð-
borginni, bæði í máli og mynd-
um. Margir af okkar þekkt-
ustu ljósmyndurum hafa þar
lagt sitt af mörkum og eru mynd
irmar bæði svart-hvítar og í lit-
um. Heftið er 68 blaðsður allt
pieintað á myndapappír.
Fremst eru ávarpsorð borgar-
stjórans, Geirs Hallgrímssonar,
en síðan koma myndir og grein-
ar um landmámið í Reykjavík,
hitaveituna, skipui'agsrmál borg-
arimnar, skrúðgarðana, vöxt og
uppbyggingu höfuðstaðarins,
svipmyndir frá götum Reykja-
vikur, trúarbrögðin og kirkjurn
ar. ‘Grein er og myndir af Ás-
mundí Sveinssyni og nokkrum
verka hans, um Eilliðaármar, úti
lít' og íþróttir.
Þessi kynnimg gefur heillega
og skemmtilega mynd af höfuð-
borginni og nálgast að sumu
leyti að verr myndabók.
Síðari hluti heftisins fjatlar
m.a. um sjávarútveg, viðskiptt
og ferðamál. Stutt grein er eifU
ir Emil Jónsson, sjávarútvegs.
málaráðherra, eins konar inn-
gangur að ýtarlegri greín um
tækni íslendinga í sldveiðum,
eftir Jakom Jakobsson, fiski-
fræðing. Þá er grein um verzl-
unarviðskipti Breta og íslend-
inga eftir R.T. Hannam, grein
um Kaupmannahafnarskrif'
stofu Flugifélags íslands, nýju'
flugvél Loftleiða, viðtal við Agn
ar Tryggvason um útflutning
landbúnaðarafurða, grein um
vélsmiðjuma Héðin, um Iýsis-
framleiðslu og þáttur um ís-
lenzkar útflutmngsafurðir.
Ritstjórar ICELAND REVIEW
eru Haraldur J. Hamar, blaða-
maður og Heimir Hannesson,
lögfræðingur. Gísli B. Björns-
son teiknaði forsíðuna, samsett-
ar táknmyndir fyrir Reykjavík,
og sá um allt útlit ritsins. Set-
berg prentaði.
ICELAND REVIEW er árs-
fjórðungsrit á ensku, eins Oig
kunnugt er. Að sögn ritstjóranma
hefur upplag þess vaxið ört, því
fleiri og fleiri senda það til út-
landa, enda virðist ICELAND
REVIEW ekki standa að baki
sambærilegum erlendum kytm-
ingar- og fræðsLuritum.