Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júlí 1964 Hiö ísienzka náttúru- fræðifélag 75 ára VORIÐ 1887 var stofnað „ís- lenzkt náttúrufræðifjelag“ meðal ísléndinga í Kaupmannahöfn í 'þeim aðaltilgangi „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripa- safni á íslandi, er sé eign þess og geymt í Reykjavík“. Hug- myndina að stofnun þessa félags átti Björn Bjarnarson, siðar sýslumaður í Dalasýslu. Hann færði þessa hugmynd í tal við Stefán Stefánsson, síðar skóla- meistara á Akureyri, og tóku þeir saman höndum um að hrinda henni í framkvæmd. Á fundi hinn 7. maí var það félag stofnað og kosin stjórn, en hana skipuðu Björn Bjarnarson, Stef- án Stefánsson, Móritz Halldórs- son Friðriksson, Ólafur Davíðs- son og Bertel K. Ó. Þorleifsson. Viku seinna var haldinn fram- haldsfundur og félaginu sett lög. Það var svo fljótlega hafizt handa um framkvæmdir og keypt nokkuð af náttúrugripum, sem Stefán Stefánsson varðveitti fyrir félagið, þangað til hann fór heim alfarinn seinni hluta sumars sama ár. Björn Bjarnar- son fór líka alfarinn til íslands þetta sama suma-r og var engin furða þó dofnaði mjög yfir starf- semi hins nýstofnaða félags við að missa báða frumstofnendur sína frá störfum strax á fyrsta ári. í viðaukaákvörðun við lög fé- lagsins var það ákvæði, að þeg- ar félagsmönnum heima á ís- landi fjölgaði og þeir yrðu orðn- ir eins margir í Reykjavík og í Höfn, þá skyldi kjósa stjórn í Reykjavík og hún taka við störf- um Hafnarstjórnarinnar. Stjórn- in skrifaði því þeim Benedikt Gröndal og Þorvaldi Thoroddsen vorið 1887 og skoraði á þá að koma upp náttúrufræðifélagi í Reykjavik, en ekkert varð úr því þá. Það var ekki fyrr en tveimur árum seinna, sumarið 1889, að hreyfing komst á mélið hér heima og þá fyrir atbeina Stefáns Stefánssonar. Á stofn- fundi kennarafélags í Reykjavík vakti Stefán máls á að stofna hér náttúrufræðifélag og fékk það góðar undirtektir. Stefán fékk í lið með sér þá Benedikt Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jensson og J. Jónassen og skrifuðu þeir bréf um stofnun slíks félags og létu ganga til undirskrifta meðal bæjarbúa. Undir það skrifuðu 80 manns og iþriðjudaginn 16. júlí 1889 var félagið stofnað í leikfimihúsi barnaskólans. í stjórs voru kosn- ir aðalstofnendur fimm og skiftu iþeir þannig með sér verkum, að Benedikt Gröndal var formaður, Jónassen gjaldkeri og Björn Jensson ritari, en þeir Stefén Stefánsson og Þorvaldur Thor- oddsen voru einskonar með- stjórnendur. Á stofnfundinum voru félaginu sett lög og voru þau í öllum aðal- atriðum samhljóða lögum Hafn- arfélagsins, sem var svo lagt nið ur síðla þetta sama sumar og náttúrugripir þess sendir hinu nýstofnaða Reykjavíkurfélagi, og urðu þeir þannig fyrstu gripir þess. Framan af beindust störf fé- lagsstjórnarinnar nær eingöngu að vexti og vörzlu náttúrugripa- safns félagsins og mæddi þar mest á formanni, þó aðrir stjórn armenn og ýmsir fleiri náttúru- fræðingar legðu þar hönd á plóginn. Einkum vann Bjarni Sæmundsson mikið og óeigin- gjarnt starf við safnið þau 35 ár sem hann yar formaður félagsiss og mest af þeim endurgjalds- laust. Frá árinu 1927 voru þó lengst af starfandi ráðnir starfs- EINAR GRÉTAR Sveinbjörns son, fiðluleikari, hefur verið ráð inn konsertmeistari við sinlóníu hljómsveitina í Mafmö í Sví- þjóð. Tekur hann til starfa 1. september næstkomandi og er fyrst í stað ráðinn til eins árs. Blaðamaður Morgunblaðsins átti stutt samtal við Einar Grét ar og innti hann frétta af þess- ari nýju stöðu. Hann sagði, að ráðning hans ætti sér stuttan aðdraganda. „Fyrir þremur vikum fékk ég tilboð frá dönskum umboðs- manni um að gerast konsert- meistari sinfóníuihljómsveitar- innar í Malmö. Mér þótti staðan freisitandi og hug’saði sem svo, að það gæti verið sken'mtileg tilbreyting frá rólegu hljómsveit arlífi hér heima að star-fa urn tíma ei'iendis. Því skrapp ég til Malmö til nánari viðræðna. Ég spilaði fyrir átta manna dóm- nefnd eitt undirbúið verk, Ysa- yé, en auik þess biot úr tveim öðrum verkum, 1. þátt úr Br ahm ssónöt unni og hluta úr Si'beliustarkonsertnum. Dóm- * ÞEIR STÓRU ÉG SÁ í einu blaðanna á dög- unum, að þeir, sem ekki veiddu síld fyrir austan, væru nrieð lausa skrúfu. Hér er átt við stóru, nýju skipin, sem talin eru of stór til síldveiða — eða of hávaðasöm. Innlendir og er- lendir sérfræðingar munu hafa verið kvaddir til í því skyni að leysa gátuna um fiskifælur þessar. Og það kemur engum á óvart, að innan um og saman við finnist einn og einn með lausa skrúfu. -k RUSLAKASSAR Nýir ruslakassar hafa verið settir upp i miðbænum og gefst vegfarendum nú enn eitt tækifærið til þess að sýna menningu sína — með því að nota kassana eins og til ætlazt, eða finna hvötum sínum útrás með því að eyðileggja þá. Strætisvagnabiðskýlin eru stöðugt vandamál eins og kunn- Ugt er, því-umgengnin er ekki upp á marga fiska. Það hefur verið krafsag á skýlin, þau menn við safnið auk formanns félagsins, W jafnframt var for- stöðumaðúr safnsins. Hluta af safni sínu hafði félagið til sýnis fyrir almenning frá árinu 1905 og fram til ársins 1947, að það afhenti ríkinu safnið til eignar og umhyggju. Aðsókn að sýn- ingarsalnum var jafnan mikil. Húsnæðismál safnsins voru lengst af erfið viðureignar og fé- laginu ofviða að leysa þau á við- unandi hátt. Árið 1927 voru fyrst lagðar fram teikningar af vænt- anlegu húsi fyrir náttúrugripa- safnið og reynt var að fá lóð undir það. Árið 1939 var það mál tekið upp á ný og 1942-1946 starfaði nefnd að rannsókn máls- ins. Nefndin sendi sérfróða menn til útlanda að athuga safna nefndin taldi mig hæfan til að gegna stöðunni, og var ég þar með ráðinn.“ í leikhúsi Ingmars Bergmans „Er þetta stór hljómsveit, sem þú ert ráðinn við?“ „Hún er af svipaðri stærð og sinfóníuhljómsveitin hérna, kringum 65 hllijóðfæraleikarar. Hljómsveitarstjórar eru taldir tveir, en au-k þeirra koma marg ir hljómsveitarstjórar víðsvegar að og stjóma einum eða fileiri tónleikum. Eftir hljómleika- skránni frá síðasta ári að dæma komu þangað margir heims- frægir menn og konur, bæði hljómsveitarstjórar, einleikarar og söngvarar. Hljómsveitin heldur tónleika vikulega og eru þeir samtals um 40 á ári. Hijómleikasalur- inn er sérlega skemmtilegur og rúmar 1700 manns í sæti. Húsið var byggt 1945 sem leikhús og var Ingmar ’ Bergman fyrsti stjórnandi þess. Eftir að hann hætti hefur leikhúsið nokkúð sett ofan sem slíkt og húsið hafa verið brotin — og þess eru dæmi að fólk hafi gengið örna sinna í þeim. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með sjálfsala, en reynsl- an hefur orðið sú, að menn hafa gefizt u^) á að gera við tækin. Ruslakörfur í miðbæn- um eru eyðilagðar, stöðumælar sömuleiðis — jafnvel bekkir í almenningsgörðum eru ekki óhultir. — * KOSTAR PENINGA Samt vona allir, að þessar nýju ruslakörfur fái nú að hanga óáreittar og safna rusli fyrir borgarbúa, hjálpa til að halda götunum hreinum og þrifalegum *— og spara stórar fjárupphæðir, sem annars verð- ur að verja til hreinsunar gatna og gangstétta. Ef allír einsettu sér að stinga á sig karamellu- bréfi og tómum sígarettupakka þar til komið væri að rusla- tunnu eða heim, þá gætu borgar búar sennilega sparað álitlega fjárhæð af sameiginlegum sjóði á hverju ári, því það kostar byggingar, útvegaði lóð undir væntanlega náttúrugripasafns- byggingu, og réð arkitekt til að gera uppdrætti að byggingunni. Þannig stóðu byggingamálin þeg ar ríkinu var afhent náttúru- gripasafnið í ársbyrjun 1947. Síðan hefur verið lokið við teikn ingar og líkan að byggingunni, en ekki er enn byrjað að byggja. Árið 1923 var tekin uþp sú ný- breytni í starfsemi félagsins að halda samkomur þar sem flutt voru erindi um náttúrufræðileg efni, og sumarið 1941 voru fyrstu fræðsluferðirnar fai-nar á veg- um félagsins. Samkomurnar og fræðsluferðirnar hafa átt stöðugt vaxandi vinsældum að fagna meðal félagsmanna. Síðastliðinn Framh. á bls. 23 meira notað til hljómleikahalds, ópera- og söngleikjaiflutnings. Næsta vetur verða þar m.a. fluttar þrjár óperur.“ „Hvernig geðjast fjölskyldu þinni að því að fi ytja úr landi?" „Stelpurnar, sem eru 5 og 6 ára, hoppa um og ráða sér ekki fyrir tilhlökkun, en strák- urinn, sem er 214 árs, gerir sér að sjálfsögðu ekki grein fyrir breytingunni. Ég held að kon- unni minni, Hjördísi Vilhjálms- dóttur, falli tilhugsunin vel í geð, enda fiáum við góða íbúð í Malmö, sem fylgir embættinu. Afkoma mín ytra verður mun betri en hér, þó það sé ekki beiníliínis það sem ég er að sækj ast eftir. Ég tel hinsvegar, að í Malmö fái ég fjölbreyttari við fangsefni að glíma við heldur en ég á völ á hér heima, og það var þyngra lóð á vogaskálinni." Sárast að kveðja nenvendurna „Þú lærðir í BandaríkjUn- um?“ „Já, ég var I fjögur ár við fiðlunám í Curtis Institute í Fíladelfíu. Ég kom heim árið 1959 og hef á þessum tíma leik- ið þrisvar sinnum einleik með Sirvfóniuhljómsveitinni, haldið peninga að þrífa göturnar eins og allt annað. * ÓKEYPIS — EINSKIS- VIRBI Mér finnst þessi skemmdar fýsn, sem lýsir sér í árásum á biðskýli, stöðumæla og annað slíkt, lýsa einhverskonar ónátt- úru, eða skort á góðum og heil- brigðum viðfangsefnum. Nú orðið sér maður unglinga sjald- an í boltaleikjum, risaleikjum, „parís“, eða öðru slíku, sem mikið tíðkaðist hér áður og fyrr. Ég held, að ástæðan til þess að unga fólkinu finnst þetta of ómerkilegir leikir sé sú, að þeir hafa engin peninga- útlát í för með sér. Það er ekki lengur varið í að gera neitt, sem ekki kostar peninga. Þar af leiðandi er að skömminni til skárra að þamba gosdrykk eða sleikja súkkulaði en hlaupa á eftir bolta eða einhverjum jafnaldra í eltingaleik. En það gegnir sama máli með æskuna og fullorðna fólkið, þegar lífsánægjan á í hlut: Einar Grétar Sveinbjörnsisou eina hljómleika á vegum Tónlist- arfélagsins og komið fram á mörgum tónleikum hjá Musica Nova og Kammermúsíkklúbbn- um. Atvinna mín hefur verið tvíþætt: spila í Sinfóníulhljóm- sveitinni og kenna i Tónlistar- skólanum. í þessu sambandi vil ég geta þ<íss. að mér þykir sár- ast að íara frá skö.anum og fram til þessa heifur kennslan í skólanum verið það eina sem hefur haldið mér hér á landi. Auðvitað kem ég til með að sakna margs, eins og eðlilegt er. En eins og ég sagði í upphafi: starfið freistaði mín og eftír nokkra yfirvegun skrifaði ég undir eins árs samning til að byrja með. Hamingjan verður ekki keypt fyrir peninga — og orka ungl- inganna fær ekki útrás í gos- drykkjaþambi, eða bíóferðum. beldur i heilbrigðum leik. * Á ÞJÓBVEGUNUM En unglingarnir eru ekki einir sekir. Því er nú ver, ligg- ur mér við að segja. Það eru t.d. engir unglingar, sem ganga á vegvísa úti á þjóðvegunum og snúa þeim á stöngum þann- ig, að vegfarendum er bent I öfuga átt við þann stað, sem ferðinni er heitið til. Töluverð brögð eru að slíku og hefur þetta oft valdið ferðafólki fyrir. höfn, vonbrigðum og margs konar erfiðleikum fyrir utan tímann, sem farið hefur til spillis, þegar lo'ks er uppgötvað að ekið hefur verið svo og svo langt af leið. — Það er ekki hægt annað en kenna í brjósti um þá, sem stöðugt þurfa að finna upp á einhverju til þess að ná sér sér niðri á öðrum. Það dugar ekki að skammast við fólk með slíkan hugsunar- hátt. Það eina, sem getur bjarg- að því, er að vekja það til um- hugsunar um, hvort ekki sé i rauninni eðlilegra og ánægju- legra að kóma náunganum til hjálpar fremur en að reyna stöðugt að gera honum lífið leitt. Eða hvert er markmiðið? BOSCH KÆEISKÁPAR frá 414—814 cub.fet. Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441 Einar G. Sveinbjörnsson konserfmeistari í Malmö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.