Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 12
12 MOftCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júlí 1964 Jtttfgmtfrlafrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. GLÍMA FRAMSOKN- AR VIÐ EIGIN TIL- GANG OG TAKMARK T eiðtogar Framsóknarflokks ins og dagblað flokksins hafa undanfarið leitazt við að skilgreina stjórnmálasamtök sín, stefnu, tilgang og áhrif. Þessi atriði hafa löngum þótt mjög óljós og ber því að fagna þessari tilraun Framsóknar- leiðtoganna til sjálfsskoðunar. Þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir í Tímanum, gefa þó því miður ekki góðar von- ir um, að af þessari sjálfsskoð un geti leitt skynsamlegar og sennilegar skýringar á til- gangi og hlutverki Framsókn- arflokksins. Undanfarin ár hafa leiðtog- ar og rithöfundar Framsókn- arflokksins gefið ýmsar skýr- ingar á flokki sínum og stefnu málum. Þessi atbeini þeirra sjálfra til þess að segja á sér deili hefur þó ekki leitt til þess að skýra málið, oft þvert á móti. Á skömmum tíma hefur Framsóknarflokkurinn lýst sig vera „miðflokk", „vinstri“ flokk og jafnvel „meginflokk“ vinstri manna. Af og til telur flokkurinn sig Síðan vera „frjálslyndan“. Á sama tíma og flokkurinn kveðst vera boð beri erlendra „félagsmála- strauma“ segist hann vera „ís- lenzkastur“ stjórnmálaflokka. Stundum er Framsóknarflokk urinn talinn fylgja þeirri ut- anríkisstefnu, sem ísland hef- ur fylgt frá stofnun lýðveldis- ins, en oftar er því þó haldið fram af talsmönnum flokks- ins í seinni tíð, að þeirri" stefnu beri að breyta. Greið svör um það, hverju beri að breyta og þá hvernig og hversvegna, liggja ekki fyrir. Það hefur oft verið nefnt, að Framsóknarflokkurinn sé stefnulaus flokkur. Sú lýsing á jafnt við, hvort flokkurinn hefur enga fastmótaða skoð- un á helztu vandamáluni þjóðfélagsins eða heldur fram í senn mismunandi skoð- unum, án þess að taka af skar-' ið og velja. Mbl. er ljóst, að á þessu sviði bíður leiðtoga Framsóknarflokksins erfitt verkefni. Á meðan það er ó- leyst getur Framsóknarflokk- urinn trauðla haldið fast við ítrekaðar kröfur um að vera talinn ábyrgur stjórnmála- flokkur. Þessa dagana hefur Tíminn fjallað um hlutverk Fram- sóknarflokksins í þjóðmála- baráttunni. Blaðið leggur áherzluna á það, að flokkur- iim reki jákvæða stjórnarand- stöðu. Er helzt á blaðinu að skilja, að flest það, sem ríkis- stjórnin hefur komið áleiðis, sé fyrir þrýsting af hálfu Framsóknarflokksins og hug- myndaauðgi leiðtoga hans. Ef leiðtogar flokksins trúa þessu sjálfir, þá ættu þeir að vera harla ánægðir með verk ríkis- stjórnarinnar. Ef svo er, sem Tíminn vill vera láta, að Framsóknarmenn þurfi ekki annað en koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórn- arflokkana og viðhafa nokk- urn þrýsting, þá geta þeir með öllu látið af andstöðu sinni við ríkisstjórnina. Hver mundi annars vera tilgangur barátt- unnar? Hitt er þó sennilegra og í meira samræmi við baráttu- aðferðir Framsóknarflokksins, að sjálfsánægja Tímans í stjórnarandstöðunni þessa dagana, sé aðeins til þess að skjóta sér undan málefnaleg- um umræðum um stjórnar- stefnuna og árangur hennar. Verðbólga og fjárfestingar- sjónarmið Framsóknarflokks- ins hafa ekki fengið hlj'óm- grunn, en vinsældir ríkis- stjórnarinnar vaxa ritstjórum Tímans svo í augum, að þeir leggja höfuðáherzluna á að- tengja flokk sinn við ríkis- stjórnina, nú sem helztu ráð- gjafa hennar! Framsóknarflokkurinn virð- ist kunna vel við sig í stjórn- arandstöðunni og það ber að fagna því, ef þeir hafa nú um síðir haslað sér völl í íslenzk- um stjórnmálum. ÞINGMANNA- FUNDUR NATO ¥Tm þessar mundir fer fram ^ í Reykjavík fundur fasta- nefndar þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins. For- seti sambandsins, dr. Klies- ing, sagði á fundi með blaða- mönnum, að örar framfarir í vopnasmíði undanfarin ár breyttu ekki hernaðarlegu mikilvægi íslands. Dr. Kliesing var spurður á blaðamannafundinum, hvort Atlantshafsbandalagið ætti að beita sér meira á sviði af- vopnunar. Hann svaraði því til, að vopnin væru afleiðing en ekki orsök hinnar pólitísku spennu í heiminum. Margir álitu Atlantshafsbandalagið fyrst og fremst varnar- og hernaðarbandalag, en því mætti ekki gleyma, að mjög Morðingi handtekinn HINN 5. júlí sl. tilkynnti lög- reglan í Pai-ís að hún hefði fundið morðingja nokkurn, sem leikið hafði lausum hala um nokkurn tíma þar í borg. Morðinginn, Lucien Léger viðurkenndi sekt sína eftir að hafa 'verið yfirheyrður í 34 tíma samfleytt. Hinn 26. maí sl. hitti hann hinn 11 ára gamla Jean-Luc Taron við Sigurbogann í Par- ís. Drengurinn var þá mjög hryggur yegna þess að hann hafði verið skamniaður á heimili sínu. Léger fór í öku- ferð með drenginn út í skóg í nágrenni Parísar. Þegar Jean-Luc fór út úr bílnum til að kasta af sér vatni segist Léger hafa verið gripinn löng Jean-Luc Taron un til þess að drepa hann. Hann • segist ekki hafa haft neina aðra ástæðu fyrir morð inu, Eftir að hafa myrt dreng- inn, sendi Lucien Léger lög- reglunni meira en 50 bréf þar sem hann gerði gys að henni, og sagði henni meðal annars frá því, að hann hefði myrt flæking, lögregluþjón, banka- starfsmann og betlara. Síðar sagði hann lögreglunni, að hann hefði logið því öllu upp. Féll á sínu eigin bragði Lucien Léger féll þó að lok- um á sínu eigin bragði, eða eins og lögreglan komst að orði, flaug of nærri eldinum. Hann kom til lögreglunnar og kvartaði yfir því að bíl sínum hefði verið stolið og að morð- inginn hefi hringt til sín og sagt honum hvar bílinn væri að finna. Á meðan sendi hann lögreglunni bréf og sagði að blóðblettir, sem væru aftur í bílnum væru úr síðasta fórn- arlambi sínu. Leynilögreglu- mönnunum þótti grunsamlegt að morðinginn skyldi hafa upp á heimilisfangi Légers og eins að það voru blóðblettir á skóm hans. Þeir fóru með hon um heim til hans og fundu þar blaðaúrklippur um morð- málið og lista yfir blaðamenn þá, er fylgdust með því. Hann var þá handtekinn og fluttur á lögreglustöðina og yfir- heyrður, eins og fyrr greinir i 24 klukkustundir samfleytt þar til hann játaði á sig morð- ið á Jean-Luc Taron. Listunnandi Lucien Léger hefur unnið Lucien Leger undanfarið sem hjúkrunar maður á geðveikrahæli. Hann er kvæntur, en kona hans- er sjúklingur á geðveikrahælinu, sem hann vinnur á. Foreldrar hans, sem búa í Norður- Frakkland, kenna konu hans um hvernig komið sé fyrir honum og minnast þess, að hann hafi veikzt alvarilega af sólsting, þegar 'hann var í franskri herþjónustu í Sahara eyðimörkinni árið 1957 og hafði orðið að liggja á sjúkra- húsi í sex mánuði. Rannsókn sem framkvæmd var í íbúð Légers leiddi í ljós að hann hafði áhuga á tón- iist, myndlist og ljóðlist. Hann átti einnig margar bæk- ur um geðveiklun. Nágrann- ar hans segja, að hann hafi oft sungið og það vel. Hann mun einnig hafa málað sér til dægrastyttingar. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiiúk Slysafrásagnir Sænska vátryggingafélagið „Framtiden11 gefur út blað, sem heitir „Liv“. Þar birtust nýlega glefsur úr bréfum frá ýmsum bílaeigendum, sem hafa orðið fyrir óhöppum og vilja sýna, að það hafi ekki verið þeim að kenna. Hér eru nokkur sýnishorn: — Þegar ég ók heim lenti ég óvart við skakkt hús og rakst á tré, sem ekki er í mínu porti. — annag framhjólið rann ofaní skurðinn, fóturinn á mér hoppaði af bremsunni á bensín gjöfina, og bíllinn þeyttist yfir veginn og lenti á tré. — Ég hélt að rúðan væri niðri, en þegar ég stakk hausn- um gegnum hana fann ég að hún var það ekki. — Gangandi maður rakst á áríðandi væri að auka og efla hin pólitísku tengsl ríkja Atlantshafsbandalagsins. í ræðu, sem Jóhann Haf- stein, dómsmálaráðherra, flutti í gær í hádegisverðar- boði með fulltrúum þing- mannafundarins, komst hann m.a. svo að orði: „Þjóðir Atlantshafsbanda- lagsins binda þær sömu hug- sjónir, sem ég gat um í upp- hafi, að varðveita persónulegt frelsi, frelsi þjóða og friðsam- leg samskipti þeirra. Við höf- um átt og eigum vora erfið- leika í sambúðinni. Samt sem áður styrkjast stöðugt tengsl- in milli vor, á milli þjóða mig og þaut undir bílinn minn. — Bíllinn skemmdist ekki, og getur stólpinn við hliðið vottað það. — Ég pípti, en ekkert hljóð heyrðist, því horninu hafði verið stolið án þess að ég vissi það. — Óhappið varð vegna þess að vegurinn bognaði. — Til þess að forðast árekst- ur ók ég á hinn bílinn. — Ég ók yfir mann, en hann játaði að þetta væri sér að kenna, því að einhver hafði ekið yfir hann áður. — Ég ók á luktarstaur, sem ég’hafði ekki tekið eftir/vegna þess að einhverjir karlmenn skyggðu á hann. — Beljan kom vaðandi móti bílnum. Eftirá frétti ég að hún hefði ekki verið með öllum mjallla. — Luktarstaur kom brun- andi móti bílnum mínum og skemmdi hann á tveimur stöð- Um. — Konan mín þvær venju- lega stórþvott á fimmtudögum og þegar ég kom heim um kvöldið braut ég framrúðuna og tvær framtennur. — Hinn bíllinn ók á mig án þess að tilkynna mér hvað hann hefði í hyggju. — Ég heyrði pipt bak við mig og fékk högg í bakið — kvenmaður var auðsjáanlega að reyna að aka framúr imér. Fá vátryggingafélögin i Rvík nokkurntíma svona fróð- leg bréf. Þotur yfir Atlantshaf vorra, og það er trú mín og von, að þau haldi áfram að eflast í framtíðinni“. í lok ræðu sinnar sagði dómsmálaráðherra: „Ég vildi mega vona, að nánari kynni yðar af landi og þjóð verði til þess, að þér skilj ið enn betur en áður lífsbar- áttu þessarar örsmáu þjóðar við nyrztu höf. Að þér farið aftur heim fullvissir þess, að þessi litla þjóð óskar þess eins að fá að lifa frjáls og sjálf- stæð í friði, í skjóli laga og réttar, og að hún vill eiga yð- ur, þjóðir yðar og annarra frelsisunnandi manna að vin- um“. BANDARÍSKA þjóðvarnarliðið býst við að senda um 30 þotur yfir Atlantshafið í næsta mán- uði til þess að sýna hve fljótt þeir geti brugðizt við og liðsinnt fiugherjum Evrópu. Að fengnu leyfi bandaríska flughersins til þess, munu þoturn ar fljúga viðkomulaust yfir hafið og taka eldsneyti frá birgðavél- um á fluginu. Þagar horfurnar voru hvað verstar í Berlín árið 1961 flugu meira en 200 þotur þjóðvarnar- liðsins yfir hafið til Frakklands og Þýzkalands, en urðu þá að þræða eyjar því ekki var þá hægt að koma við eldsneytistöku á flugi. Þotur þessar munu fljúga um fjögurra daga skeið á vegum 7. hers Bandaríkjanna í Evrópu áð- ur en þær halda heim aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.