Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júlí 1964 Ágúst Thejll, afgreiðslustjóri ÓLAFUR Ágúst Thejll hét hann fullu nafni, samkvæmt skrám þeim, sem Manntalsskrifstofan bjó í hendur sjúkrasamlaginu í öndverðu, og svo var hann mjög oft nefndur meðal okkar sam- starfsfólks hans í samlaginu. Kannske hefir okkur ósjálfrátt fundizt, að svo aðsópsmikl- um persónuleika nægði vart skemmra nafn. Fæddur var Ágúst í Kaup- mannahöfn, 29. september árið 1900 og var móðir hans Lydia ThejU, dóttir Hag-barðs Thjells, verzlunarstjóra á Búðum, en faðir hans, þýzkur verkfræðing- ur, Unger að nafni, lézt frá unn- ustu sinni, áður en sveinninn fæddist. Hlaut hann þá í skírn- inni ættarnafn móðurfrænda sinna. Hingað heim kom hann með móður sinni fjögurra ára gamall, en ólst síðan upp á heim- iU hennar og stjúpföður síns, Magnúsar Guðmundsonar frá Hvítadal. Unglingur fór hann á verzlunarskóla í Danmörku og lauk þaðan prófi í árslok 1917. Stundaði hann síðan ýmiskonar verzlunarstörf bæði hér heima cg einnig nokkur ár í Danmörku. Skömmu fyrir Í930 setti hann á stofn verzlun á Laugavegi, þar sem nú er Kjötbúðin Borg, en þá fóru krepputímar í hönd og verzlunin varg ekki langæ. Þegar Sjúkrasamlag Reykja- víkur var stofnað, árið 1936 gerð- is-t Ágúst starfsmaður þess og starfaði þar síðan til dauðadags, eða í full 28 ár, lengst af sem afgreiðslustjóri. Fer ekki hjá því, að flestir hinna fjölmörgu Reyk- víkinga, sem þessa tæpa þrjá áratugi hafa átt erindi við sam- la,gið, hafi veitt athygli hinum hressilega, röggsama og fas- mikla stjórnanda í afgreiðslu þess. Það sem sérstaklega einkenndi Ágúst sem starfsmann var — fiaman af þeim tíma, sem við áttum samleið — mikig starfs- þrek, en allan tímann, til hinzta dags, fágæt starfsgleði o,g áhugi. Hann dró aldrei af sér, heldur lagði sig alltaf fram, og aldrei naut hann sín betur en þegar hann var að greiða fram úr ein- hverjum flækjum fyrir samlags- menn. Það voru hans eftirlætis- verkefni. En áhuginn og starfsgleðin entust honum mun betur en starfsorkan og hefir það mis- ræmi, sem þarna varð á milli, vafalítið átt sinn þátt í þeirri þróun, sem leiddi til hins skyndi- lega fráfalls hans að kvöldi s.l. íöstudags, 10. þ.m. Okkur sam- starfsfólki Ágústs hefir síðustu 2-3 árin verið ljóst, að hann gekk hvergi nærri heill til skógar. Fyrir kom að hann fékk aðsvif vig vinnu, og þegar hugmaður eins og hann neyddist til að hverfa heim frá vinnu á miðjum degi, eins og við bar s.l. vetur, þá hlaut meira en litið að bjáta á. Hann var því mjög hvattur, bæði af ok-kur og sinum nánu- ustu, að fara sér hægar o,g ætla sér af. En honum var það ekki mögulegt. Fram á það síðasta hætti honum til að hlaupa við fót upp stigana í samlaginu, þegar hann átti erindi milli hæða. Það var ekki í hans lund að bogna, og því hlaut hann að „bresta loks í bylnum stóra síð- ast“. Að bana urðu honum af- leiðingar áfalls er hann hlaut í húsi samlagsins, vafalaust vegna aðsvifs. Á 34 ára afmælisdegi sínum gekk Ágúst að eiga heitkonu sina, Rannveigu Árnadóttur Scheving, bónda á Hrærekslæk í Hróarstungu, og lifir hún mann sinn. Var hjónaband þeirra rojög farsælt, enda Ágúst mikill heimilisfaðir, umhyggjusamur og heimakær, og húsmóðirin hin vænsta kona. Björn þeirra eru Magnús, bankamaður, kvæntur Kristínu Birnu Sigurbjörnsdótt- ur og Camilla Lydia, gift Vern- harði Guðmundssyni, _ trésmið frá Stóru-Drangeyri. Áður en Ágúst kvæntist hafði hann eign- ast dóttur Lydiu Eddu. Er h-ún gift Jóhanni Erlendi Óskarssyni, bifr.stjóra, og hefir um ára-bil siarfað hjá sjúkrasamlaginu. Eínnig með þeim feðginum hefir verið einkar kært. Fjögur ung barnabörn átti Ágúst, öll mikið eítirlæti hans. Vinsæll var Ágúst og vinmarg- ur og þau hjón bæði, og góð heim að sækja, enda húsbóndinn hrókur alls fagnaðar í kunningja- hópi. Deyfð og drungi voru fjarri, ef hann var nærri. Ég hefi heyrt það, síðustu dag- ana, að margir sakna Ágústs og f:nnst að honum sjónarsviptir, er hann svo skyndilega er horf- ihn. En vel mættu þeir, sem unna honum góðs, hugsa þá hugsun, að fráfall hans nú kunni einmitt að hafa verið líknsemdarráð- stöfun þess sem málum ræður. EINAR Þ. MATHIESEN ræddi nýlega við blaðamenn, vegna þess að firma hans, E. Th. Mat- hiesen h.f., hefur nýlega hafið innflutning á hinu þekkta ryð- varnarefni, RUST-OLEUM. Hef- ur firmað umboð fyrir ryðvam arefni þetta á íslandi. Rust-Oleum hefur verið fram- leitt í 42 ár, og í stórframleiðslu yfir 35 ár. ísland er 81. landið i röðinni, þar sem Rust-Oleum er sett á markaðinn. Efnið hefur náð gífurlegri útbreiðslu, enda mun það hafa fengið orð á sig sem örugg ryðvörn. Bandaríkja- stjórn notað það t.d. á allar vél- ar og tæki á Kennedy-höfða (áð ur Canaveral-höfða), þar sem tilraunir með aldflaugar fara fram. Norski sjóherinn. notar Rust-Oleum á öll skip sín. Ástæðan til þess, að efnið hef ur ekki fyrr komið á íslenzkan markað, er sú, að framleiðend- urnir krefjast mjög góðrar þjón ustu, þar sen» efnið er selt. Hafa menn ekki treyst sér til þess að láta hana í té. Nú er afráðið, að sérfræðingur frá framleiðslu- fyrirtækinu komi hingað til lands einu sinni á ári hverju, dveljist hér a.m.k. tvær vikur, ferðist á milli sölustaða og verði til ráðuneytis. Rust-Oleum er framleitt úr fiskiolíum. Það myndar ekki ein göngu húð utan á flöt þann, sem það er borið á heldur samlagast það einnig ryðhúðinni og mynd ar ryðvörn úr járnefninu, sem er í ryðinu, en hleypir rakanum út. Reynslan hefir leitt. í ljós, að Rust-Oleum er mjög endingar- gott. Það er mikið notað á skip, vélar, tanka og leiðslur er liggja að sjó og árangurinn af notkun þess við slíkar aðstæður hefir verið undraverður. Það var skozkur skipstjóri, Ro- bert Ferguson, sem fann Rust- Oleum upp. Hann hélt á sjó frá Skotlandi aðeins 1^2 ára gamall og var lengi á hvalveiðiskipum. Hann hóf snemma tilraunir með fiskiolíur sem ryðvarnarefni, og þessar tilraunir hans leiddu til þess, að árið 1922 var hafin fram leiðsla á Rust-Oleum. Fergusson settist að í Bandaríkjunum, og þar voru reistar verksmiðjur til framleiðslu á Rust-Oleum og fyr irtækið hefir vaxið upp í mikla samsteypu, sem hefir verksmiðj ur bæði í Bandaríkjunum og Hollandi og selur ryðvarnarefnið um allan heim. Erfitt hlutskifti hefði það verið slíkum manni, sem Ágúst var, að lifa þrotinn að heilsu og kröft- um, en eins og heilsu hans var háttað, hefði vel mátt svo fara, hefði honum orðið mun lengri lifdaga auðið. Mikill söknuður rikir að sjálf- sögðu meðal nánustu ástvina Ágústs, við hið skyndilega frá- íall hans. En mér er ljóst, að þeim er ekki síður ríkt í huga þakklætið og gleðin yfir góðum minningum um vammlausaa heiðursmann, sem var þeim jafn hjartfólginn og þau voru honum. Gunnar J. Möller. f Bandaríkjunum hafa gæði Rust-Oleum fengið vísmdalega viðurkenningu og hefir rannsókn leitt í Ijós, að það er öruggt ryð- varnarefni. Hafa rannsóknir sýnt, að efnið læsir sig inn í hinn ryðg aða flöt og allt inn að hinum hreina niálmi. Ef Rust-Oleum ef skafið af ryðguðum fleti eftir til tölulega skamman tíma keraur í ljós, að allt ryð er horfið. Það sem gerist er það, að Rust-Oleum „rekur út“ loftið og rakann, er myndar ryðið í málminum, en samlagast járnefninu og myndar þar ryðvörnina. Þegar lokið hefir verið við að nota tilheyrandi Rust-Oleum á grunn, er hægt að fá Rust-Oleum í fjölmörgum „yfir-litum“, allt eftir vali þess, sem notar. En þess ir ,,yfir-litir‘ eru einnig fiski- olíu-ryðvarnarefni, þó að grunn- litirnir séu sterkastir. Það sem, Rust-Oleum famleið endur leggja megin-áherzlu á, er, að ryðvarnarefnið sé rétt notað, og að sá, sem selur Rust-Oleum, sé sem kunnugastur við hvaða- aðstæður á að nota það til þess að hægt sé að leiðbeina notand- anum sem allra mest. Veitir um- boðið fyrir ísland E. TH. MAT- HIESEN hf. allar upplýsingar um notkun hér á landi. Ætluðu að kveikja í kirkjunni Elm City, Norður Karólína, 14. júlí (NTB) LÖGREGLAN í Elm City I Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta unglinga, sem voru að reyna að kveikja í blökkumanna kirkju þar í borg. Áður höfðu Ku Klux Klan samtökin hótað að grípa til aðgerða gegn kirkjunni vegna þess að hvítir menn unnu með blökkumönnum ag því að koma þar upp sunnudagaskóla. Nokkrir lögreglumenn lágu I íelum við kirkjuna vegna hót- ana Ku Klux Klan. Sáu þeir þeg- ar unglingarnir komu og helltu benzíni úr 22 lítra brúsa á kirkju tröppurnar. Rétt þegar ungling- arnir ætluðu að fleygja logandi eldspýtu á tröppurnar, skaut lög- reglan að þeim aðvörunarskoti, og handtók þá síðan. Einar Þ. Mathiesen sýnir notkun RUST-OLEUM. Ryðvarnarefnið Rust OSeum kemur á ■slenzkan markað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.