Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 13
Fimmtudagör 16. júlí 1964 MORCU N BLAÐIÐ 13 YFIRREIÐ IIM AUSTURLAND i áföngum um Borgarfjörð eystra og Hérað VIÐ DVOLDUMST I góðu yí- Irlæti í Stakkahlíð fram yfir hádegi næsta dag, mánudag, igæddum okkur á gliænýjum sjó- birtingi og ræddum við heima fólk í hlýju og rúmgóðu eld- húsinu. Veður var stillt og létt- skýjað fram eftir morgni, en um Ihádegisbil fór hann að þykkna í lofti — Austfjarða- þokan alræmda læddist inn fjörðinn, þétt og þvöl, og skömmu' eftir að við riðum úr Ihlaði lagðist hún yfir okkur og byrgði alla fjáMasýn. Var hún með kötflum svo þykk, að varla sá til næsta manns. Við riðum fyrst upp í Doð- mundarskriður ofan við Stakka- hlíð í fylgd með Sigurði hrepp- stjóra, sem sýndi okkur hinar nafnkenndu og litríku biksteins- oámur í landareign sinni og svo steintréð, merkilegt náttúrufyr- irbrigði, alla vega litt og stórt um máls. Munu slíkir steingerving- ar vera sjaidgæfir hérlendis. Steinaval er mikið í árfarvegum þar efra, og eyddu ferðalang- arnir góðri stund í leit að fá- gætum steinum. Síðan var lagt á torfæra heið- ina milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur í svartaþoku og grenjandi slagveðri. Var það hin mesta svaðilför um brattai og .grýttar vegleysur, sem stund- um bönnuðu reið, svo við urð- um að stíga af baki og teyma hrossin. Daninn, ferðafélagi okk ar, var orðinn allþjakaður af rass-særi, en bar sig karlmann- lega, og yfirleitt var skap manna dágott, þrátt fyrir kúlda og vosbúð. Við sungurn við raust þegar verst gegndi og lét- um sem engin veður fengju dregið úr ferðagleði okkar. Sig urður hreppstjóri reið fyrir okk ur, hlífðarfatalaus og málreifur. Án leiðsagnar hans hefðum við vísast týnt öllum áttum í dimm viðrinu. Uppreiðin gekk treg- lega og slagveðrið magnaðist. i>egar við loks komumsit upp á háheiðina og halla tók undan tfæti, vorum við orðin aliihrak- in, en Gunnlaugur bóndi hafði sénever-kútinn tiltækan og tfærði okkur velþegna hressingu hvenær sem hrollurinn gerðist óþarflega nærgöngull. Brátt fór sulturinn að segja ,til sín, og var þá ekki annað til bragðs en finna skjólsaman hvamm og taka fram nestið. Verður sú hrákalda máltíð okk ur dilum minnisstæð, því bæði var, að nestið var orðið velkt, og eins hitt, að við vorum orð- in svo loppin að ertfiðlega gekk að festa hendur á bitunum. En við söddumst samt öll og héld- um áfram ferðinni með endur- nýjaðan þrótt og ferska bjart- eýni. Við vorum komin á vegar- nefnu sem lá til byggða, og eft- ir því sem neðar dró slotaði veðrinu, þó hvergi væri skyggnt til fjalla. Sigurður hreppstjóri kvaddi okkur á krossgötum í Gunnhildardal og hélt niður til Húsavíkur, en við riðum áfram norður dalinn milli Náttmála- fjalls og Hvítsérks áleiðis í Borgarfjörð eystra, um tveggja tíma reið. Klukkan var langt gengin í átta þeigar við skild- Um við Sigurð. Síðasti átfanginn var greið- fær, veður mun bjartara og liest ernir yfrið fjörugir eftir volkið é heiðinni. Þó lítið hefði rignt 1 Borgaitfirði þennan dag, var þungskýjað og fjaillasýn tak- mörkuð, einkanlega til vesturs, þannig að ekki sá til tignar- legra Dyrfjailla. Hins vegar sá Austfjarðaþokan leggst yfir „siðasta bæinn í dalnum“, Stakkahlíð. sæmilega til Gatfjalls og Stað- arfjalls í austri, og var það nokk ur sárabót, því þar blasti við óvenjuleg litadýrð. Við riðum í hlað á innsta bænum í dalnum, Hvannstöð, og fengum að hringja til næstu bæja, því Gunnlaugur vildi fyr ir hvern mun koma hestunum í hús yfir nóttina eftir hrakn- ingana á heiðinni. Gekk það greiðlega: þeim var komið fyrir í fjárhúsi á næsta bæ, Hóla- landi, og á þeism bæ gistu þeir feðgar um nóttina, en Sigurður bóndi Árnason ók okkur hinum til Bakkagerðis. Þar beið bíll eftir þeim Guðrúnu og Danan- um, sem flutti þau aftur til Eiða, en við Baldur Óskarsson fengum næturgistingu í vist- legri greiðasdiu á Borg þar í þorpinu, sem gárungarnir kalla víst „Hótel Borg“. Borgarfjörður eystri er áreið- aniega með fallegri byggðum á landinu, enda mætti segja mér, að hann hafi átt sinn þátt í að Síðari hluti móta listgáfu meistara Kjarvals, sem ólst upp skammt utan við þorpið frá fjögurra ára aldri, á næstyzta bænum vestan meg- in við fjörðinn, Geitavik. Dal- urinn er girtur tilkomumiklum fjöUum: Gattfjalli, Staðarfjalli og Hotfstrandarfjalli að austan, Miðfjalli og Nónfjalli að sunn- an, Beinageitarfjalli og Dyrfjöll um að austan. Þorpið, Bakka- gerði, stendur við opið haf með gnapandi fjöll á báðar hendur, og rétt bfan við það er sérstæð álfaborg, umlukt móum og tún- um, sem Kjarval hetfur stund- um haft í forgrunni mynda sinna. Byggðin er opin fyrir haf- vindum, en það er eins og fjöíil- in séu í seilingartfæri: þau skapa einhverja óskilgreinda öryggis- kennd. Það hlýtur að vera erf- itt að losna undan áhritfavaldi þessa umhverfis, sé maður al- inn þar upp, enda var mér tjáð að engin jörð í Borgarfirði hefði lagzt í eyði, þó á sumum bæjum sé orðið nokkuð svo fá liðað. Dalurinn er gróðursæll, þó hann jafnist ekki við Loð- mundarfjörð, en það sem úrslit- um hefur ráðið um byggðina er hötfnin og hinar greiðu sam- Sigurður hreppstjóri gerving á íslandi. í Stakkahlíð við „steintréð", stærsta stein- göngur. Þorpið er ekki ýkja- stórt, íbúar um 150, en þar er talsvert athafnalíf, einkanlega á sLdarvertíðinni, og í sumar 'hafði verksmiðjan ekki undan þegar vel fiskaðist. Á þriðjudagsmorgun upp úr klukkan tíu voru þéir feðgar, Gunnlaugur og Gunnar, komnir á vettvang með hestana fjórtán og við lögðum von bráðar upp í síðasta áfangann, nálega 70 kílómetra leið til Eiða. Rákum við tíu hesta og riðum greitt, en Gunnlaugur þurfti víða að ta,ka bændur tali, spyrja tíð- inda og þiggja í nefið. Við riðum hjá Geitavík og Snotrunesi og áfram fyrir Njarð víkurskriður, sem áður þóttu glaclfralegar yfirferðar, en nú er kominn þar góður vegur utan í snarbröttum og hrikalegum fjallsrananum. Ekki sáum við Nadda, en á einni bugðunni stendur krossmn, sem þar hefur verið síðan í pápískum sið (1306), en í nýrri og vegtegri gerð: Ferðamaður gerðu bæn þína. Krossinn verður að standa þarna, svo ferðalanigurinn kom- ist leiðar sinnar. Síðan tekur við Njarðvík með breiðu en grunnu undirlendi. Þangað fluttist Kjarval alda- mótaárið. Einn þriggja bæja þar varð vettvangur harmsögu fyrir fáum árum. Flokkur brú- argerðarmanna átti þar einnig tjaldbúð, og sátu þeir að hádeg- isverði þegar okkur bar að garði en okkur var synjað um beina. Við riðum því inn á brekkurnar upp af víkinni oig snæddum fá- tæklegar leifar nestisins, hvíld-' um hestana, söðluðum um og lögðum enn á brattann — síð- a&ta fjallveg ferðáiaigsins — ytf ir Vatnsskarð hjá vatninu fagra sem kúrir efst í skarðinu. Hest- arnir rákust vel, því nú var far- ið eftir greiðfærum vegi. Frá vesturbrún Vatnsskarðs blasti við tignarleg sjón, Héraðsflói og víðáttumikil fiatneskja Hjalta- staðaþinghár. Á hægri hönd, þegar niður af skarðinu kem- ur, stendur fornfrægt býli við ósinn á Selfljóti, Unaós, kennd- ur.við Una danska, einn fyrsta erindreka erlends valds á ís- landi. Klettarnir og fjöllin austan Selfljóts bera sérkennilegan og næstum ævintýralegan svip: ferðamanninum koma ósjálfrátt í hug álfheimar. Vestan fljóts- ins liggur hið mikla flatlendi sem teygir sig frá Héraðsflóa yfir 100 kílómeitra inn í-landið. Við riðum yfir trébrúna á Seil- fljóti, nálægt Heyskálum, og héldum eftir þjóðveginum út að Gagnstöð, þar sem við slepptum hestunum í girðingu og geng- um heim í bæ. Þar býr ekkja með börnum sínum, og veitir elzti sonurinn búinu forstöðu. Okkur var veittur beini á þessu hlýlega heimili, en höfðum stutta viðdvöl, þar sem þessi dagleið var mun lengri en á- fangarnir tvo fyrri dagana. Framh. á bls. 14 Riðið um Njarðyikurskriður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.