Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júlí 1964 sr-5" Einn morgun á öndverðu sumri sátu ungur maður og ung kona við borð á garðpalli, þaðan sem sá yfir Temsá. Handan við ána gaf að líta turnana á Tower, sem blikaði á í só'skininu og líktust meir virki úr einhverri ieikfanga búð en elzta kastala Bretlands. Jim Parker setti frá sér kaffi- bollann og kveikti sér í vindl- ingi: — Jæja, elskan, hvernig lízt þér á það? En Jill Harrison svaraði engu. Henni var kalt og hún fann með sjálfri sér, að hún leit ekki eins vel ú.t og bezt yrði á kosið. Og svo var hún hræðilega vonsvik in. Henni var sama, þó að henni hefði verið haldið á fótum alla nóttina. Heldur ekki kærði hún sig neitt sérlega um kuldann, eða það, að hún hafði ekki fengið tíma til að laga á sér hárið, eða fara úr buxunum og peysunm, sem hún hafði verið í allan dag- inn við vinnu sína í kvikmynda- verinu. Slíkt og því líkt gleymd- ist þegar maður var nánasti að- stoðarmaður ungs og upprenn- andi sjónvarps-leikstjóra. Og þeg ar maður auk þess var leynilega skotinn í sama leikstjóra, var ekki verið að súta annað eins. Hún vissi vel, að þetta var heimska af henni, en í þetta sinn hafði hún vonað, að allt færi einhvernveginn öðruvísi: Jim hafði sagt; þegar þau höfðu lokið verki sínu við nýtt handrit, rétt eftir klukkan eitt um nóttina. —Eg sting upp á, að við förum í bílnum nðiur í „Leðurflöskuna“ og sjáum sólaruppkomuna. Mér er sagt, að það sé býsna tilkomu mikið. Og Jill hafði samþykkt það orðalaust. Ekki að það hefði neinu breytt, þótt hún hefði hreyft andmælum, hversu sann- gjörn, sem þau hefðu verið. Jim tók samþykki hennar við uppá stungunni sem hvern annan gef- inn hlut, alveg eins og hitt, að hver sú stúlka, sem væri svo heppinn að vera honum til að- stoðar, væri reiðubúin að vinna alian sólarhringinn, eða eins lengi og hann sjálfur nennti að vinna. Og Jill hafði meira að segja verið hrifin af þessari tillögu. Nú gat hún ekki einungis slopp ið út úr andrúmsloftinu í vinnu- sölunum og skrifstofunni, heldur gat hún líka verið í nokkrar lclukkustundir ein með Jina. Hún hafði því lagað sig eitt- hvað Íítilsháttar til, í mesta snatri, hringt til stúlkunnar, sem hún leigði með úti i Bayswater, að hún skyldi ekki búast við sér heim fyrst um sinn, og svo hafði hún hjúfrað sig eins fast og hún gat að Jim í bílnum, á þeirri llllltlllllllllllllllllllillllllllllU: 1 Hlllllllllllllllllllllllllllllllllllll forsendu, að hún væri að halda á sér hita. Henni hafði fundizt þetta upp- lagt tækifæri til að lifa eitthvað rómantiskt — heppileg tilbreyt- ing frá þessum venjulega vinnu- degi, þegar ekki er hægt að búast við, að önnum kafinn maður geti litið á svona aðstoðarstúlku öðru vísi en sem nauðsynleg lífsþæg- indi. En árangurinn hafði enginn orð ið, og ekkert hafði gerzt. Hún sagði við sjálfa sig, að sig lang- aði til að láta einu sinni fara með sig eins og lifandi manneskju í stað einhverskonar kynblendings af ritara, þolhlaupara, kaffisendli og vegg, sem Jim gat fleygt hug- myndunum sínum í. En jafnan var hún þess meðvitandi, að að- algallinn var sá, að hún var yfir sig — og að því er virtist von- laust — skotinn í manninum. — Ertu syfjuð, elskan? Eða bara heimsk? í þetta sinn veittist Jill það erfitt að svara þessu smitandi brosi hjá Jim. Hún hafði aldrei gert sér það al- mennilega ljóst fyrr en nú, hve mjög hún hataði þennan leiðin- lega ávana í skemmtanaiðnaðin- um að vera sí og æ með þessa „elsku“ á vörunum í tíma og ótíma. Og enginn meinti neitt með því! Jill rétti úr sér og sat bein í stólnum. — Fyrirgefðu, Jim. Mig hefur víst verið að dreyma. Hvað varstu að segja? — Ég var ekki neitt að segja. Það var ekki laust við dálitla ólund í rómnum. — Ég spurði þig, hvernig þér fyndist útsýn- ið. — f>að er líklega dásamlegt, býst ég við, að horfa svona á þúsund ár af sögu Englands, svar aði Jill dræmt. — Nei, hlustaðu nú á, elskan, — Bara að manninn þinn fari ekki að gruna eitthvað. sagði Jim og hallaði sér yfir borðið. — Þú er afskaplega dug- leg. Þú hefur fallega fætur og gott skap til að bera. Og þú, læt- ur engan snúa á þig. En ég dró þig ekki með mér alla leið hing- að til þess að þú færir að kenna mér sagnfræði. — Til hvers dróstu mig þá hing að, Jim? — Mig langar í morgunmat. Og ég hef gaman af að sjá sólina koma upp. Hvorttveggja saman er ágætt. Og svo var ég nú annars að hugsa um verkið, sem ég hef með höndum. — Ertu yfirleitt nokkurntíma að hugsa um annað? Ef Jim skildi skensið, lét hann að minnsta kosti ekki á því bera. — Nei, hér er um að ræða úti- upptökur fyrir nýju myndina. Þú hefur kannski gleymt því, að við byrjum á henni eftir þrjá daga. — Já, vitanlega, svaraði Jill dauflega. — Ég skil. Já vitanlega hefði hún átt að vita það, þegar Jim stakk upp á þessari ferð út 121 BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD þegar í stað að undirbúa vopnaða uppreist. Hún skyldi hafa nefnd til að samræma áðgerðir, skrif- aði hann, og fyrsta verkið væri að taka Petrograd. Sérstakir flokkar skyldu vera reiðubúnir til að taka símastöðvar og aðrar mikilvægar byggingar. Og undir búningur skyldi hafinn að því að handtaka herforingjaráðið. Þetta gekk alveg fram af nefndinni og hún brenndi bréfið. Hinn 30. september flutti Len- in sig frá Helsingfors og í nýjan felustað í Finnlandi, rétt utan við höfuðborgina, og þaðan hóf hann skothríð af stuttu færi á undirmenn sína. „Byltingin er komin“, skrifaði hann. „Það er glæpsamlegt að bíða“. Ekki ein asta Rússland heldur öll Evrópa væri á byltingarinnar barmi. Þeir yrðu að gera atlögu á þrem ur stöð.um: í Petrograd, í Moskvu og í Eystrasaltflotanum. Þeir yrðu að vera reiðúbúnir að ráð- ast að Vetrarhöllinni, taka brúna á Nevu, einangra borgina frá upplandinu. Hversvegna vill nefndin ekki hafast neitt að? Get ur hún ekki séð, að NÚ hefur flokkurinn völdin og það er þýð ingarlaust að vera að bíða al- rússneska þingsins í nóvember? Nefndin þumbaðist enn við, og í reiði sinni hótaði Lenin að segja af sér, til þess að geta tek- ið til starfa óháður „með lægri stéttunum í flokknum“. Og raun verulega tók hann framhjá flokkn um með því að snúa sér til bolsje víkaforingjans í Helsingfors, og skipa honum að undirbúa upp- þot, og svo með því að skrifa æsi- legar greinar í blöðin. Hér fer á eftir sýnishorn af stíl hans, þeg- ar hann var í rólegri hamnum: „Og síðasti ólærði verkamað- urinn, sérhver atvinnuleysingi, sérhver kokkur, sérhver öreiga bóndi sér — ekki í blöðunum heldur með eigin augum — að ör eigavaldið skríður ekki fyrir hin um ríku, heldur hjálpar hinum fátæku, og það hikar ekki við byltingaraðgerðir, að það tekur afgangsframleiðslu frá letingjun um og gefur hana hinum hungr uðu, að það setur hina heimilis- lausu með valdi inn í íbúðir hinna ríku, að það neyðir hina ríku til að borga mjólkina, en gefur þeim hinsvegar ekki einn mjólkurdropa fyrr en börn allra fátækra fjölskyldna hafa fengið nægju sína, að landið gengur til erfiðismannanna, bankar og verk smiðjur undir stjórn verka- manna, að tafarlaus og hörð refs ing bíður miljónaranna, sem fela auðæfi sín — þegar fátæklingarn ir sjá og finna þetta allt, þá getur ekkert auðmanna og kúlakaveldi ekkert vald heimsfjármálaauð- valdsins, sem hefur stolið millj- örðum, geta bælt niður byltingu alþýðunnar. Þvert á móti mun byltingin leggja undir sig allan heiminn, af því að sósíalistabylt ingunni vex þróttur í öllum löndum“. Þetta var nú gott í almúgann. En einslega hélt hann áfram að hamast á nefndinni: „Töf er sama sem dauði“. Og 22. október lædd ist hann í laumi til Petrograd, KALLI KÚREKI ~>f' * Teiknari; J. MORA — Prófessor, ég skal taka á mig að greiða. allan lækniskostnað vegna fótbrotsins! — Ef þér bara þyfmið mér, skal ég borga yður allt það sem ég skulda fyrir leiðsögnina! — Eigum við ekki annars að láta þetta vera alit saman gleymt? — Stórfínt! En vitið þér nú hvað, það er að renna upp fyrir mér núna, að ég hljóp — staflaus! Mér er alveg batnað í fætinum! — Það er verst að þurfa að segja Karli, að ég hafi verið of mikill heig ull til þess að berjast! — Segið ekki orð fyrr en ég er bú- inn að finna upp góða lygisögu! — Það er algjör óþarfi, það veit enginn um þetta — nema þið sjálfir og svo ég og Litli-Bjór — og svo auðvitað allur bærinn, og ... rétt eins og ræningi að bráð sinni. Hinir hægfara í Rússlandi höfðu ekki beinlínis dregið sig í höm, eins og kindahópur, þessa viðburðaríku daga and- stöðunnar gegn Kornilov, en eitt hvað voru hreyfingar þeirrasamt reikular og stefnulausar. Það, að tiltæki Kornilovs hafði mistek- izt, olli upplausn i hernum, og Kerensky var hataður af foringj unum fyrir sinn þátt í málinu. Og Bandamenn voru honum eng in styrkur — öðru nær. Þeir hót- uðu að stöðva alla birgðaflutn- inga til Rússlands, nema því að- eins baráttan væri aftur upp tekin gegn Þjóðverjum, en það var landið einmitt ófært um. En alvarlegast 'var fyrir Kerensky, að nú hafði hann ekki lengur stuðning sovétanna, og enda þótt hann stokkaði upp ráðuneyti sitt einu sinni enn, til þess að koma þar að nokkrum mensjevíkafor ingjum og sósíalbyltingarmönn Við Mývatn og ... FERÐAMÖNNUM við Mý- vatn skal á það bent, að Morgunblaðið kemur sam- dægurs í blaðasöluna i Hótel Reynihlíð við Mývatn. Sama er að segja, að Morgunblað- ið kemur einnig samdægurs í söluskáiann að Einarsstöð- Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðslns í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig i lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.