Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. júlí 1964 MORGU NBLAÐIÐ 15 Deilur Rússa og Kínverja skyggja á ágreininiginii innan Austur-Evrópuríkjanna eftir Edward Crankshaw ÍRÚSSAR hafa löngum þótt leikn ir í að leyna heiminn vandamál- um sínum, jafnvel hinum nær- tækustu þeirra. Þeim hefur til öæmis tekizt um árabil að telja vesturlandabúum almennt trú um að samband þeirra og Kín- verja væri eins slétt og fellt og sýndist í fljótu bragði. Einung- is gallharðir efasemdarmenn þrjóskuðust við að taka þá trú- enlega. Núna nota Rússar sér „kín- versku gátuna“ sem einskonar hentuga reykjarhulu, er bregða megi upp til að fela önnur mál sjónum manna. í hverri viku fá- um við „nýjustu fréttir" varð- andi deilur Rússa og Kínverja, enda þótt þar sé í raun og veru ekki um neinar fréttir að ræða. Deilur þessar eru löngu opinber- er og öllum kunnar, en eru for- láta yfirvarp til þess að breiða yfir aðra starfsemi. Því er það, að þegar Tito mar- ekálkur fer til Leningrad, til Rú meníu eða Varsjár, er jafnan lát- ið að því liggja, að hann muni vera að reyna að miðla málum í deilum Rússa og Kínverja. Hve nær sem Krúsjeff fer á fund með emhverjum kommúnistaleiðtoga Austur-Evrópu er gengið að því sem vísu að helzta málið á dag- (krá sé deilur Rússa og Kínverja Suðunni er haldið við í pottin- um á ýmsan máta. Deilt er um það, hvort Sovétríkin séu ev- rópskt stórveldi eða hvort þau tilheyri Asíu og á þetta að hafa einhver áhrif á það hvort full- trúi Rússa hljóti sæti á næstu Eandung-ráðstefnu eða ekki. Kommúnistaflokki Ytri-Mongó- iiu er fyrirskipað að láta birta élyktun; sem flokkurinn gerði í desember s.l., þar. sem flokkur- »nn sakar Kínverja um kynþátta misrétti og hefur uppi háværar raddir um hver muni verða ör- lög Mongóla undir kínverskri Stjórn. En þetta er allt í bezta gengi. Allir vita að Kína og Rússland Bitja ekki á sátts höfði þessa etundina. Látum fólk bara tala um það ef því sýnist, það dreif- ir huga þess frá öðrum og nær- tækari vandamálum. Þetta er ekki sagt til þess að draga úr mikilvægi deilanna. Þær hafa valdið og munu enn valda sundr- wng og misklíð í alþjóðakommún ismanum. En deilurnar eru ekki lengur í sjálfu sér lífvænlegur vöxtur, heldur stöðnuð leikflétta, íem bæði stórveldin gera sér mat úr þegar tækifæri gefst og á þann fcátt sem bezt hentar hverju íinni. Sú þróun mála, sem umtals- verðust er núna, er sú sem á sér etað miklu nær okkur, í Evrópu. Og hin tíðu ferðalög kommúnista ieiðtoganna 1 Austur-Evrópu varða fyrst og fremst framtíð kommúnismans í Evrópu, sem enn er allt á huldu um, svo ekki té dýpra tekið í árinni. Því er það, að þegar Krúsjeff fciður Tito marskálk þess árang- urslaust, að hann styðji dyggi lega kröfurnar um alþjóðalegan íund allra kommúnistaleiðtog- enna, fund er leitt geti Kína-mál ið til lykta á einn eða annan veg •— og segir honum að dræmar undirtektir Júgóslavíu hafi óhag *tæð áhrif á samkomulag þjóð- enna í Austur-Evrópu — þá er hann í raun og veru að biðja Tito, að hugsa sig um tvisvar Éður en hann komi einhverjum flugum í kollinn á nágrönnum eínum í Austur-Evrópu, áminna hann um að daðra ekki of opin- Ifcerlega við Rúmeníu — og kann «ke ekki sízt að reyna að eyða öilum þeim hugmyndum sem mar skálkurinn kynni að hafa gert sér um hugsanlega stofnun sam- bandsríkis á Balkanskaganum. Hinn margumtalaði fundur leið toga aljra kommúnistaflokka heims getur verið Krúsjeff hald- gott umræðuefni en breytir engu um Kína-málið í sjálfu sér. Krús- jeff gæti aðeins að einu leyti séð sér hag í einhverjum átökum við Kínverja, og það er ef fundur- inn yrði til þess að reka Kína opinberlega úr samfélagi komm- únista, svo kommúnistaflokkar annarra landa gætu ekki lengur teflt Kínaveldi fram gegn Rúss- um á vettvangi kommúnismans. Væru Kínverjar gerðir form- lega útlægir úr samtökum komm Únista, gætu Rússar ef til vill gert sér vonir um að koma aftur á einhverjum snefil af aga þeim sem nú skortir svo mjög, bæði kommúnistaflokkum í Austur- Evrópu og um allan heim. En að sjálfsögðu er kommúnistum utan Rússlands meiri akkur í að ekki verði nein breyting frá því sem nú er. . Það er öllufn kommúnistum vel ljóst, að enn um sinn má Kína vel leika lausum hala og gera all an þann óskunda sem það megn- ar. Kínverjar gera sér t.d. mjög dælt við Afríku og Asíu nú upp á síðkastið og halda mjög á lofti efnahagsaðstoð sinni við löndin þar í álfum. Enn sem komið er, er aðstoð þessi þó engan veginn umtalsverð og kemst ekki í hálf- kvisti við efnahagsaðstoð Banda- ríkjanna eða Rússa. Kínverskar iðnaðarvörur hafa þegar fengið á sig slæmt orð fyrir ýmiskonar galla. Afhendingar- tími stenzt sjaldan. Góðir tækni- fræðingar eru fáir og koma þeirra sjaldgæfur viðburður. Ým islegt kyndugt getur komið fyrir í sambandi við efnahagsaðstoð Kinverja, eins og t.d. þegar ráða menn í Peking tókust á hendur að reisa sementsverksmiðju í Ne pal en heyktust. svo á verkinu tsem Rússar tóku þá að sér), vegna þess að Tékkóslóvakía neit aði að sjá Kínverjum fyrir véla- kosti þeim er afhenda átti Nepal búum með tilhlýðilegri kín- verskri hreykni. Við ættum að hætta að hafa óhyggjur af málum á borð við þetta og líta okkur nær. í Ev- rópu er ekki allt með kyrrum kjörum sem stendur. í öllum Austur-Evrópurikjunum er hver höndin upp á móti annarri. Á ný afstöðnu flokksþingi í Póllandi hélt Gomúlka fast um taumana og hvorki ný-Stalinistar né þeir er fylgjandi voru meira frjáls- iyndi máttu sín þar neins. Go- mulka beitti sér að vanda dyggi- lega fyrir umræðum um efna- hagsvandamálin — sem er Pól- verjum tæplega neitt nýnæmi.' í Tékkóslóvakíu er mál dags- ins hinar fornu væringar með Tékkum í Prag annarsvegar og Slóvökum í Bratislava hinsvegar. Þar fer lítið fyrir sönnu komm- únistisku bræðraþeli. í Búlgaríu hefur kommúnistaflokkur lands- ins, með aðstoð Krúsjeffs, nýlok- ið nokkuð umfangsmikilli „flokks Framhald á bls. 17 immiiiimiimtiiimtiiimtmmiiiimiiitmimiimmmiiiiiimimmmmmmmmimmmiummmmnmn S henni. Sú kona er vekur djúpa ást hefur til að bera frá- 3 'ciuroió: Wndré Wc Tilfinningakúgun KÚGUN, sem algengust er í mynd fjárkúgunar, er einstak- lega lítilmótlegt atferli, sem miðar að því að fá einhvern til þess með hótunum að láta einhver verðmæti af hendi. í þeim tilvikum er atferli þetta varðar við lög, er yfirleitt um að ræða hótun um að Ijóstra upp um eitthvert hneykslismál, ýmist satt eða logið. Fjárkúgarinn, sem hefur komizt yfir ærumeiðandi bréf eða myndir og notað til þess að hafa af mönnum fé, verður með fullum rétti sóttur til saka fyrir dómstólunum og refsing laganna fyrir afbrot hans er hreint ekki svo lítil. Önnur algeng tegund afbrota af þessari gerð er sú að ræna barni og hafa í hótunum við foreldra- þess að ráða því bana. En til er önnur tegund kúgunar, sem lögin fá ekki rönd við reist og er þó ekki síður ámælisverð. Ég á hér við kúgun eða þvinganir þegar tilfinningar manna eiga í hlut. Við höfum öll einhvern tíman á ævinni komizt í kynni við roskið fólk, sem sakir aldurs eða sjúkleika hefur ekki lengur eins mikið úrskurðarvald í málefnum sinna nánustu og áður, en reynir að fá sitt fram engu að síður með því að skírskota til hinnar eðlislægu góðsemi unga fólksins eða samvizku þeirra. „Gakktu ekki að eiga þennan pilt“, segir amma gamla við dótturdóttur sína og lætur í það skína að það sem hún eigi við, sé: „Ef þú giftist honun> verður það minn bani“. Móðir stúlkunnar verður skelkuð og reynir að tala um fyrir dóttur sinni: „Já, ég veit vel að þú elskar hann og vist er þetta ósköp viðfelldinn ungur maður, en varla viltu bera ábyrgð á dauða hennar ömmu þinnar“. Veslings stúlkan er ástfangin og veit ekki hvað hún á til bragðs að taka, en loks lætur hún þó undan. Hótunin um að eitthvað muni ganga af einhverjum dauð- um er heldur sjaldgæf,.en veikindahótanir eru aftur á móti mjög algengar. Ótrúlegur fjöldi fólks elur með sér og leggur mikla rækt við afleita höfuðverki, andarteppu og hjarta- sjúkdóma til þess að skjóta sínum nánustu skelk í bringu. „Vertu nú varkár. Ekki þræta við hann föður þinn. Ekki skaprauna honum. Hann gæti fengið kast“. Slík tilfinninga- kúgun getur lifað góðu lífi í áratug eða jafnvel tvo. Áhyggju- full börn aldraðrar og óforsjállar ekkju reyna árangurslaust að tala um fyrir henni, fá hana til að sjá að sér, því efna- hagur hennar standi höllum fæti. „Talið ekki við mig um peninga“, segir hún, „ekki eitt orð um mín fjármál eða ég fæ kast“. En skyldi hún í raun og veru fá kast, ef hinum nauðsynlegu umræðum um fjármál hennar væri haldið til streitu? Hvernig ætti að komast að því? Læknirinn hennar segir kannski að hún hafi nokkuð háan blóðþrýsting og hún er ekki sein á sér að nota sér það. f ástamálum getur kúgun tilfinninganna tekið á sig ýmsar myndir. Það er til dæmis þegar annar aðilinn elskar hinn óstjórnlega mikið og gefur sig með því algerlega á vald honum og duttlungum hans, eftirtölum, fjarveru og hótun- um um að slíta samvistum. „Ef ég get ekki lifað eins og mig lystir, farið út þegar mig langar til þess, komið heim þegar ég yil, hitt hvern sem mér sýnist, þá fer ég bara mína leið“. Ef á móti kemur mikil ást, eru áhrifin ekki lengi að segja til sín. í kvikmyndinni „Le Repos du Guerrier" (sem sýnd var í Tónabíói fyrir nokkru, með Brigitte Bardot í aðalhlutverki) fer svo að lokum að konan sættir sig við allt: sambúðina við ofdrykkjumann, vanþóknun fjölskyldu sinnar, eyðileggingu lífs síns og siðferðilegt skipbrot, allt vegna þess að hún getur ekki án þessa manns verið. Þegar svo er komið hefur mað- urinn öll ráð hennar í hendi sér. Hann getur kúgað hana til hvers sem hann vill, hvenær sem hann vill. Hið gagnstæða getur líka átt sér stað. Maður nokkur gerir sér ef til vill allt i einu ljóst að hann getur ekki lengur lifað án þeirrar konu sem hann hefur lagt hug á. Hvers | vegna? Aðdráttarafl konunnar byggist að miklu leyti á kyn- þokka hennar, en persónutöfrar auka þar stórum við, kven- leg dulúð og gáfur samstilltar gáfum mannsins sem ann bæra smekkvísi í orðum og athöfnum og kann að gera sér og öðrum lífið Ijúft. Ekkert fær staðizt ást á slíkri konu hvert sem upphaf hennar hefur verið. Konan verðui einráð í lífi mannsins sem ann henni og hann þjáist vegna grun- semda sinna um hana. Honum finnst kannski vera í lífi hennar eitthvað það sem leynd búi yfir og það fær honum þunglyndis. En það gerir ekkert til. Honum lærist að meta þunglyndið líka. Þegar þannig stendur á er tilfinningakúg- unin á næstu grösum. „Ertu ekki ánægður? Geri ég þig ekki' hamingjusaman? Allt í lagi. . . . við skulum skilja . . . ég verð ekki í vandræðum með að byrja nýtt líf“. Maðurinn verður skelfingu lostinn er hann heyrir þetta og hættir að álasa henni. Tilfinningakúgunin ber sigur úr býtum. Stundum gerir hinn afbrýðisami aðili gagnárás með því að hóta að fremja sjálfsmorð. Þetta er sú tegund tilfinn- ingakúgunar sem menn óttast mest, þvi framkvæmd hótun- arinnar er algerlega undir því komin hvern mann sá er hótar hefur að geyma. Að sjálfsögðu verður sá maður á- hyggjufullur er fær þau orð í eyra, að „ef þú heldur áfram að hitta þessa konu þá verður það minn bani“. En þetta eru ekki annað en orðin tóm, kunna menn að segja „og af- brýðisemin hefur engum ráðið bana hingað til“. En ef full- yrðingin aftur á móti hljóðar eitthvað á þá leið, að „ef þú heldur áfram að hitta þessa konu þá drep ég mig“, er við- horfið allt annað og meiri alvara á ferðum. Sjálfsmorð ei. viljaverk. Ef kona hótar að fremja sjálfsmorð setur hún sig í klípu, því ef hótunin hrekkur ekki til að hún fái vilja sínum framgengt á hún á hættu að neyðast til þess, sjálfs- virðingar sinnar vegna og til að egna manninn, að fram- kvæma það sem hún hafði hreint ekki ætlað sér. Hún hélt að hótunin dygði, en verður síðan ljóst að hún er nauðbeygð til þess að framkvæma hana eða að minnsta kosti látast gera það. í Palais de Coppet, þar sem Madame de Stael réði hús- um, bjuggu menn við sífellda spennu í tilfinningamálum og einstaklega dramatískt heimilislíf. Hver hallarbúi á fætur öðrum tók inn eitur. En enginn tók inn meira en það sem síðar hefur verið kennt við staðinn og kallað „Coppet- skammturinn“ — nægilega mikið til þess að skjóta öðrum skelk í bringu, en ekki nóg til þess að verða manni að bana. Þar var á ferðinni tilfinningakúgun af varkárari tegund. Ég þekkti eitt sinn konu, sem nú er dáin, er unni hug- ástum frægum rithöfundi. Hann hafði einnig elskað hana áður fyrr. En síðan hafði hann þreytzt á afbrýðisemi hennar og stöðugum sjálfsmorðshótunum og sagt skilið við hana. Yesalings konan gerði allt sem hún gat til þess að fá hann aftur til sín. Hún skrifaði honum, hringdi í hann — en allt kom fyrir ekki. Honum var nóg boðið. Þolinmæði hans var þrotin. En svo var það dag einn að henni tókst að komast inn á heimili hans, undir einhverju yfirskini. Þangað *komin dró hún upp úr pússi sínu öskju með töflum og sagði: „Ef þú kemur ekki til mín aftur þá drep ég mig“. Hún gleypti eina töfluna og síðan aðra og þá þriðju. Þá gekk alveg fram af manninum. „Bryddu þær bara, bryddu þær bara líka“, sagði hann, og fór ekki dult með fyrirlitningu sína. Konunni brá svö að hún stakk töflpnum sem eftir voru í tösku sína og flýði út. Hún lifði í tíu ár eftir atvik þetta, sátt við til- veruna og sjálfa sig. Maður sá sem hér átti hlut að máli kemur þannig fyrir sem hann hafi verið mesta hörkutól. En áður en við dæmum hann sem slíkan verðum við að gera okkur grein fyrir því hve mikla gremju og þreytu tilfinningakúgun getur leiitt af sér. Það er skiljanlegt að svo fari að lokum jafnvel fyrir stökum geðprýðismönnum, að þeir hugsi sem svo: „Ég vil gera það sem rétt er og auðsýna góðvild, en ég læt ekki kúga mig til eins eða neins“. Það er skiljanlegt, því ef hann lætur undan, er ekki loku fyrir það skotið að hótuninni verði beitt aftur og jafnvel æ ofan í æ. Að láta undan tilfinninga- kúgun einu sinni jafngildir því að eiga hana yfir höfði sér æ síðan. Það er ekki réttlætanlegt að fá sitt fram með hót- unum. Að sjálfsögðu eru viðvaranir leyfilegar, en það ríður á miklu að mönnum skiljist að sú tilfinning, sem til verður fyrir hótanir er ekki lengur sönn og raunveruleg tilfinning. Hver vill byggja ást sína á ótta? Nei, það eru ekki hótan- imar, heldur sönn ást, sem sannfærir, sigrar og stendur um aldur. 3 :3 i 3 3 '3 uuiiiiHiiHiiiHiiiiHiiiiiimiiiiiiiiiiiHiiitiiiiitiiiiitiinmiiiiiiiiniiiiiiHitiHiiiiitiiiiiiiiimiiiiimtiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiuHiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiuiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiuiiHUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.