Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júlí 1964 ' ***** ...................................................... ..................................... ........................... ........i Skrá yfir afrek norska liðsins LIÐ VESTUR Noregs, ásamt beztu afrekum liðsmanna 1964: 100 m hlaup: Anders Jensen, 11,0 sek. Svein Rekdal, 11,0 sek. 200 m hlaup: John Skjelvág, 22,1 sek. Anders Jensen, 23,0 sek. 400 m hlaup: John Sjelvág, 50,0 sek. Otto Heramb, 50,6 sek. 800 m hlaup: Thor Solberg, 1:49,3 mín. Arne Hamarsland, (ekki hh). 1500 m hlaup: Thor Solberg, 3:51,1 mín. Arne Hamarsland, 3:50,6 mín. 5000 m hlaup: Per Lien, 14:24,0 mín. Odd Vegard Nederbö, 14:55,8. 110 m grindahlaup: Magnar Myklebust, 15,4 sek. Björn Gismervik, 15,5 sek. 400 m grindahlaup: John Skjelvág, 52,6 sek. Nils Grotnes, 57,1 sek. 3000 m hindrunarhlaup: Per Lien, 9:19,0 mín. Geir Brudvik, 9:26,6 mín. Hástökk: Stein Sletten, 2,08 m. Terje Haugland, 1,97 m. l.angstökk: Öyvind Hopland, 7,10 m. Jan S. Waage, 6,80 m. Þrístökk: Martin Jensen, 15,60 m. Egil Hantveit, 14,11 m. Stangarstökk: Haldor Saether, 4,14 m. Hermund Högheim, 4,00 m. Kúluvarp: Ola öydegard, 15,07 m. Trond Gjul, 14,97 m. Spjótkast: Arvid Holst, 70,34 m. Nils Hjeltnes, 65,65 m. Kringlukast: Eldar Bergman, 47,04 m. Odd Lindseth, 45,66 m. Sleggjukast: Arne Lothe, 61,97 m. Arnfinn Bigseth, 52,86 m. Sveinn Jónsson skortar fyrsta mark KR eftir herfileg mistök í vörn Keflavíkur. Högni Gunn- laugsson miðvörður sé*t horfa þungbúinn á eftir knettinum í n etið. Bezti leikur sumarsins í gærkvöldi Eftir glæsilega byrjun Keflavíkur kom KR oq ,,stal“ sigrinum ÞAÐ voru sannarlega von- sviknir og niðurlútir Suður- nesjamenn sem gengu út aí Laugardalsvellinum í gær- Athugasemd Ríkharðs ÉG VIL taka það fram í upp- hafi, að það var ekki ætlun mín, að fjölyrða um þau leiðindi, sem urðu í leik okkar við Fram, sl. sunnudag hér á Akranesi, en samtal Baldurs Þórðarsonar dóm ara, við íþróttafréttaritara Mbl. 14. þ.m., gefur því miður tilefni. Hinn hlutlausi dómari, B. Þ. reynir eins og hann getur að draga úr þessu broti Geirs, og tel ég honum það ekki til ámælis, þó hann segi ekki rétt frá, og það œtti B. Þ. að láta sér nægja, en svo er ekki, og af því verða þess- ar línur til. B. Þ. segir, orðrétt: „Það var þannig, að Geir er með knöttinn í höndunum og býr sig undir að spyrna frá marki, en þá gerir Ríkarður sér lítið fyrir og bregð- ur honum“, með þessari setningu ber dómarinn það á borð fyrir allann þorra landsmanna, að ég hafi brugðið Geir viljandi. „Og persónulega held ég að Ríkarður hafi gert meira úr þessu og legið óþarflega lengi, enda sýna flest- ir einhvern leikaraskap undir svona kringumstæðum“. Úr því að B. Þ. tók ekki þann kostinn, að láta ekkert persónu- legt heyra frá sér um þetta at- vik, eins og eflaust allir hefðu kosið, átti hann að bjóða frétta- ritaranum skýrslu þá er hann gaf eftir leikinn, því ekki geri ég ráð fyrir að hún hljóði neitt svipað, en ætti að vera hans^eina álit. í þessu samtali læðir B. Þ. því að lesendum, að ég hafi brugðið Geir viljandi, og legið í leikara- skap, óþarflega lengi. Mig lang- ar aðeins að skýra frá hver minn þáttur er í þessu og hann er sá, að um það leyti er Geir grípur knöttinn kom ég aðvífandi, en hann vindur sér fram hjá mér, og ég taldi víst niðurkast, og set hægri fótinn til hliðar og fyrir, þannig bregð ég Geir þó ekki meira en svo að hann aðeins hras ar, en ekki datt, en næsti kafli til heyrir honum, síðan kom þessi óþarfa leikaraskapur, og skal ég skýra það nánar. Þær fáu sekúndur eða mínút- ur, er ég lá eru mér dýrmætari, en B. Þ. fær skilið, en hann minn ist þess kannske að er ég stóð upp sagði ég aðeins, „þú getur byrjað aftur“ og geri ég ráð fyrir að þeir sem á horfðu telji fram komu mína þessar mínútur, mér ekki til vansæmdar, jafnvel þó B. Þ. sjái sér fært að gera að þessu grín. Ég harma mjög þennan atburð og svo er með fleiri, um Geir Kristjánsson er það að segja, að þetta gefur ekki rétta mynd af honum, og kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, eftir öll þau ár sem við höfum verið mótherj- ar. Ég óska Fram til hamingju 'með sigurinn, hann var þeim sæt ur, en okkur súr. Með skrílslæti, og óþverra orð bragð, jafnvel í ábyrgum aðilum, sem B. Þ. tálar um, verða aðrir að svara, en ég vil aðeins minna á, „að hver er sinnar gæfusmið- ur“, og að góður dómari verður aldrei fyrir aðkasti! Akranesi, 14. júlí 1964. Ríkarður Jónsson. kvöldi, og ekki að ástæðu- i greinilega lakari aðili þessa leiks. lausu. Eftir stórglæsilega °£ Það var fyrir alvarleg mis- , . „ ,, . I tök tveggja varnarmanna Kefla- byrjun Keflavrkurliðsms, I vikur> að KR fékk vonina og ,bar. þar sem það komst í 2—0 og áttan jafnaðist. Sveinn Jónsson átti bókstaflega allt sem sam 1 skoraði skammt innan vítateigs leikur gat heitað, er í raum I línu, eftir að varnarmenn höfðu lúkað um of við að senda knött- inn aftur til markvarðar; senni- lega ætlað hvor öðrum að gera það. Og þannig var staðan í hálf- leik 2—1 fyrir Keflavík, en sann- gjarnt var hiklaust tveggja marka forskot. Keflvíkingar hófu síðari hálf- leikinn eins og þann fyrri, með fallegum og ákveðnum samleik o,g þungi sóknarinnar að marki KR var mikill. Snemma bjarg- sði Þorgeir miðvörður á línu, en það hafði hann reyndar gert einnig í fyrri hálfleik. inni furðulgt, að úrslitin skyldu geta orðdð 3—2 fyrir KR. , Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum, þegar hinn hárfagri miðherji Keflavíkur skoraði mjög óvænt, en fallegtj mark utan úr horni vítateigsins. • Við þetta var eins og losnaði um þá spennu, sem ávallt einkennir þýðingarmikla leiki og kemur stundum í veg fyrir allan sam- ieik liðanna. En nú upphófst mikill og glæsi legur sóknarleikur Keflavíkur- liðsins, þar sem sjá mátti skemmtilegustu og beztu knatt- spyrnu íslenzks liðs í langan tíma. Knötturinn var látinn ganga viðstöðulaust manna milli og sendingarnar voru furðu ná- ! kvæmar. Og þessi líflegi samleik- ' ' ur gaf sína uppskeru, þó ekki sem skyldi. Er stundarfjórðung- ur var af leik stóð orðið 2—0 á töflunni, eftir fallegt, en fremur, ' ~ ’! laust skot Jóns Ólafs á kantin- um. Þetta skot misreiknaði Heimir markvörður, hélt sig mundu ná því, en varð of seinn niður. Við þessi ósköp var ekki nema von að KR-liðið væri ekki fylli- lega í essinu sínu, enda var það Nokkru síðar stóð Karl hárfagri, útherji Keflavíkur, aleinn og óvaldaður fyrir framan mark KR, en virtist verða svo mikið um, að ekkert varð úr skotinu. Hraðinn í leiknum hafði til þessa verið mjög mikill og knött- urinn gengið fljótt yfir völlinn. KR byggði að vísu upp sínar sóknarlotur, en það gekk ein- hvernveginn hægar fyrir sig og var ekki eins jákvætt og hjá Keflvíkingum. Ellert, sem var einn hættuleg- asti sóknarmaður KR, átti hörku skot af stuttu færi, en naumlega tókst að verja á línu og í horn. Nokkuð dofnaði nú yfir leikn- um á kafla, enda ékki við að búast slíku tempói út leikinn. En Þegar Gunnar Felixson fær knöttinn mjög óvænt á vítateig Framhald á bls. 24 Reykdælir sigruðu SUNNUDAGINN 28. júní var háð að Varmalandi héraðssund- mót Ungmennasambands Borgar fjarðar. Fjögur félög tóku þátt í mótinu, og urðu úrslit sem hér segir: Ungmennafélag Reykdæla 57 st. Ungmennafél. Stafholtstungna, 55 stig. Ungmennafélagið Dagrenning, 5 stig. Ungmennafélagið Borg, 1 stig. Mótsstjóri var Jón Þórisson, og fór mótið vel fram og áhorfendur margir, enda veður gott. Þá fór fram um sömu helgi drengjamót sambandsins í frjáls um íþróttum, og kepptu þar fimm félög, og urðu úrslit sem hér seg- ir: Ungmennafél. Stafholtstungna, 35 stig. Ungmennafélag Reykdæla, 26 st. Ungmennafél. Dagrenning, 18 st. Ungm.fél. Skallagrímur, 11 st. Loks má geta þess, að héraðs- mót í frjálsum íþróttum verður haldið á Hvítárbökkum um næstu helgi, laugardag og sunnudag, 18. og 19. júlí. Einnig verður dansað á laugardagskvöld að Logalandi, en á sunnudagskvöld í Brautar- tungu. Kjartan markvörður Keflavíkur stóð sig vel í leiknum, en héi sézt hann hirða knöttinn af skalla Ellerts Schram, sem frægtu I er fyrir íalleg skallamörk. — Ljósm. Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.