Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 16. júlí 1964 Nína Tryggvadóttir vinnur að aitaristöflu A BLAÐAMANNAFUNDI hjá biskupi íslands í gær kom fram, að Nínu Tryggvadóttur, listmál- ara, hefði verið falið að gera alt- aristöflu í Skálholtskirkju, Hug- myndin er að altaristaflan verði mósaik-mynd, og er listakonan þegar byrjuð að huga að verk- efninu og gera uppdrætti. Eins og kunnugt er var engin altaristafla í Skálholtskirkju, þeg ar hún var vígð 21. júlí í fyrra. f hennar stað var komið fyrir stórum krossi, sem Hörður Bjarna son, húsameistari ríkisins, teikn- aði. Hfilljónaverð- mætum forðað frá eldi BÆ, Skagafirði, 15. júií — í dag kviknaði í svokölluðu Gamla hóteli á Hofsósi. Þar bjó áður verzlunarstjóri gömlu verzlunar- innar, en síðan var húsið notað fyrir hótel. Nú er þar geymsla frá Kaupfélaginu, og eru þar miiljónaverðmæti í vörum. Eldurinn kom upp í kjallara biúasins og er talið að krakkar hafi farið þar inn og kveikt í, en enginn býr í húsinu. Er ný- lega búið að setja upp slökkvi- stöð í Hofsósi og fá slökkvitæki, sem nú voru í fyrsta skipti not- uð og komu að góðum notum. Var eldurinn fljótlega slökktur Oig þar með forðað miklu tjóni. Um aðrar framkvæmdir á Skál holtsstað, sagði biskup, að í vet- ur hefði verið unnið að því að ful'lgera prestsbústaðinn í Skál- hotti O'g væri nú sóknarpresturinn sr. Guðmundur Óli Ólafsson, flutt Ur frá Torfastöðum í Skáiholt. f sumar ynnu guðfræðistúdentar undir stjórn kennara í guðfræði- deiid Háskólans að því að reisa sumarbúðir fyrir börn á aldrin- um 7—14 ára. Ennfremur væri unnið að framræslu mýrarinnar sunnan staðarins og skapaðist þar fallegur völlur, sem yrði at hafnasvæði krakkanna í sumar- búðunum. Ef allt gengi sam- kvæmt áætlun, tækju sumarbúð irnar til starfa á sumri Itom- anda . í náinni framtíð væri ráðgert að byggja lýðháskóla á staðnum og skóla fyrir unga guðfræðinga og presta, en þau mál væru enn í athugun. Maðuriiin í Eyjum fundinn SIGURBJÖRN Guðjónssðn, mað- urinn sem auglýst var eftir frá Vestmannaeyjum, hefur fundizt drukknaður í Vestmannaeyja- höfn. Maðurinn hefur oft verið í Vestmannaeyjum, en var þar ekki búsettur, og þá stundum á ákveðnum báti, sem liggur venju lega í krikanum við Naust- hamarsbryggju. Sigurbjörn heitinn sást síðast 27. júní, en er farið var að undr- ast um hann, lét lögreglan spyrj- ast fyrir um hann og auglýsa eftir honum í útvarp. Þegar það bar ekki árangur var fenginn kafari til að fara niður við Nausthamarsbryggjuna og þar fannst lík hans. Hefur hann sennilega fallið í sjóinn á leið um borð í umræddan bát. Þoka á síldar- miðunum í>OKA var á síldarmiðunum í gærkvöldi. Þó var svolítið að lifna yfir veiðinni um 10 leytið. Þá voru nokkur skip- búin að kasta og fá afla í Tangaflaki og GlettinganesflakL AXEL PRBNS LATIIMIM Kaupmannahöfn, 15. júlí. — AP — AXEL, prins af Danmörku, frændi Friðriks konungs IX, lézt skömmu fyrir miðnætti i gær, 75 ára gamall, í sjúkra- húsi. Prins Axel fæddist 12. ágúst 1888 í Gulu höllinni í Kaup- mannahöfn. Hann var sonur Valdimars prins og Maríu prinsessu af Orléans. Kvænt- ur var Axel prins Margréti prinsessu, dóttur Karls Svía- prins. Axel prins var sjóliðsfor- ingi og fyrrverandi forstjóri Austur-Asíu-félagsins. Hann hafði verið sæmdur fjölda heiðursmerkja fyrir störf sín á langri ævi. Axel prins lagðist inn í sjúkrahús fyrir skömmu vegna lungnasjúkdóms þess, sem nú varð honum að bana. I A/A 15 hnúttr Jj&t$VSiOhnú!sr_ SnjHtmt »Oi'.m* 7 Skurie 2 Þrvmttr mss V"* Hifttki) LÆGÐIN suður af íslandi arhring og bjartara veður hreyfist lítið úr stað og grynn- ist. Lítur út fyrir yfirgnæf- andi NA- eða N-átt næsta sól- austan er hætt við þoku. Á Mýrdulssond í gær var verið að skipa upp úr Selá í Reykjavík 50 tonn- um af varniugi, sem fara á austur á Mýrdalssand, þar sem Frakkar ætla að skjóta eldflaugum í ágúst. Franski verkfræðingurinn var þarna viðstaddur og fylgdist með uppskipun, því mikið af því sem upp kom úr skipinu eru viðkvæmar vörur. Á stærri myndinni er verið að taka upp radarvagn. Og á minni myndinni eru eldsneytisgeym- ar og einhver viðkvæm mæli- tæki i kassa, sem komið hefur verið fyrir á bíl. .......*■•■ ■>- -•• '• •'• '• ■/- v-* -- sunnan lands. Norðan lands og - Goldwafer Framhald af bls. 1. þingið fellt tvær aðrar breyting- artillögur, sem miðuðu að því að draga úr öfgum í stefnu- skránni. Enn er eftir þriðja breytingartillagan, um eftirlit með kjarnorkubúnaði, og verður gengfð til atkvæða um hana í nótt. Eisenhower Fulltrúar á þingi repúblikana fögnuðu innilega manninum sem tvisvar hafði leitt þá til sigurs í forsetakosningum — Dwight D. Eisenhower — er hann gekk upp á ræðupallinn. Eisenhower gladd ist við, breiddi út faðminn og brosti sínu fræga brosi. Forset- inn fýrrverandi skoraði á flokks- ménn sína að stuðla að einingu innan flokksins og láta ekki flokkinn gjalda þess að þeir hefðu ýmislegt við einhverja fulltrúa hans að athuga. „Við getum — og við eigum — að etja kappi innbyrðis — af einurð og heiðarleik" sagði Eisenhow- er,“ en aldrei láta villandi eink- unnarorð eða misvísandi um- sagnir eða hleypidóma villa okk- ur sýn. Það verður ekki“, sagði Eisenhower, „ef við höldum okkur á hinum gullna meðalvegi meginreglna okkar og almennr- ar skynsemi.“ Eísenhower sagðist ekki hafa lagt fast að Barry Goldwater og William Scranton að verða í kjöri sem forsetaefni og varafor- setaefni flokksins en kvaðst telja það „good ticket“ eða vænlegt til árangurs. Kvaðst Eisenhower þess fullviss að þrátt fyrir ýmis stóryrði sem þeim hefðu farið á milli, Scranton og Goldwater, myndi ágreiningur með þeim ( ekki eins mikill og virtist í fljótu bragði. Scranton neitar enn að bjóða sig fram sem varaforsetaefni og segist í engu hafa breytt afstöðu sinni. Hann muni ekki hvika frá fyrirætlun sinni um að etja kappi 1 við Goldwater í lengstu lög. „Það er ekki að vita hvort svo fer sem sýnist við atkvæðagreiðsluna” sagði Scranton. Það er mál manna, að Gold- , water hafi ákveðinn mann í huga er hann vilji fá sem vara- forsetaefni flokksins, en ekkert hefur verið látið uppskátt um það enn og segja sumir að sá er Goldwater vill fá viti það ekki sjálfur. Nixón Á blaðamannafundi skömmu eftir komuna til San Francisco, sagði Nixon fyrrverandi vara- forseti, að Goldwater væri fulltrúi „meginstefnu repúblik- anaflokksins“. Ekki vildi Nix- on þó leggja Goldwater lið í baráttunni við Scranton, en sagði „Ég styð þann, sem válinn verður. Svo virðist sem það verði Goldwater — og þá styð éig hann”. Nixon kvaðst hafa hætt við að eyða sumarleyfinu í ír- Framhald á bls. 3 Halda áfram Færeyja- flugi — með tapi Einkaskeyti frá fréttaritara blaðsins í Kaupmannahöfn. VILHJÁLMUR Guðmundsson, ■forstjóri Kaupmannahafnarskrif- stofu Flugfélags íslands skýrði Ritzau fréttastofunni frá því að krafa dönsku flugmálastjórnar- innar um Færeyjafiugið geri það að verkum að tap verður á flug- inu, þá muni Flugfélagið halda áfram fluginu til Færeyja sam- kvæmt gerðri áætlun, sem nær til 24. september. Vilhjálmur Guðmundsson legg ur áherzlu á það, að krafa Dana sé miklu strangari en samsvar- andi kröfur í öðrum löndum. — Rytgaard eg 1 verð með ísegir Wallace | ríkisstjéri !í Alabama Atlanta, Georgia-fylkg 15. júlí —AP f ÍHALDSMENN í Suðutríkjun i i um hafa nú af því miklar á- j i hyggjur, að framboð George i |C. Wallace, ríkisstjóra í Ala-i \ bama, kunni að selja Suður- j i ríkin í hendur Lyndon B. John i isons og demókrata. — Sumir i I fylgismenn ríkisstjórans hafa i : þegar gengið í lið með Gold- i i water og aðrir hótað að géra i ! það, ef hann afturkalli ekki j i sjálfviljugur framboð sitt. Enn j i á hann þó marga trygga i i stuðningsmenn og hyggst: = halda til streitu framboði i í sínu. | Er það mál manna að stefnu j \ skrá repúblikana sé mjög að i | skapi margra demókrata, sem i i ósáttir séu við stefnu flokks i | síns og þeir muni fylgja henni i I að málum. Segja margir, að i ! Wallace og Goldwater verði i I að taka saman höndum ef þeir i | vilji sigra Johnson í Suður-i | ríkjunum. Einn stuðnings-i | manna Wallace lét svo um i f mælt, að ef hann ekki aftur- i | kallaði framboð sitt skaðaðí i i hann þann mann sem svipað- i ! astar skoðanir hefði sjálfum i | honum og þann sem næst i f kæmist tilfinningum manna í i | Súðuríkjunum. MUIIMUIIIHIUIIIIitlHIHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.