Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. ágúst 1964
MORGUNBLAÐIÐ
5
Eyborg sýrrlr á
megÍBTJandinu
Utan frá París hafa okkur
borizt fréttir af íslenzkri lista
konu, Eyborgu Guðmundsdótt
ur, sem að undanförnu hefur
átt myndir á sýningum á meg
inlandinu og oft fengið góða
dóma fyrir þaer, en hún sýnir
undir nafninu Eyborg. Hún
hefur verið í París síðan 1960
Undanfarin tvö ár hefur Ey
borg átt myndir á sýning-
unni „Salon des Realités Nov-
elles“, sem er ein stærsta ab-
strakt myndsýningin í París
og er til húsa í Moderne-safn
inu. Nú síðast var hennar sér-
staklega getið og fékk lofsam
leg ummæli fyrir myndir sín-
ar í blöðunum Combat og
Franee Observateur, þar sem
sagt var að Eyborg, Gueret og
F. Olin væru meðal þeirra
fáu sýnenda sém yrðu betri
með hverju árinu sem líður.
Var Evborg valin með nokkr
um öðrum til að senda mvnd
á sýningu í Namur í Belgíu
undir nafninu „Selection Sa-
lon de Realités Nouvelles",
en menninigarmiðstöð nálægt
Brussel stendur fyrir þeirri
sýningu,_ sem stendur í allt
sumar. í apríl mánuði sl. var
Eyborgu einnig boðið að
jsenda 3 myndir á sýningu í
St. Quentin í Norður Frakk-
landi.
Eyborg er í hópi listamanna
sem kalla sig Groupe Mesure
og sýnir stöðugt með þeim.
Sl. ár sýndi hópurinn í Ludw
igshafen, Keisersleutern og
! Leverkusen í Þýzkalandi og
fékk góða dómia. Eins eru
Groupe Mersure listamennirn
ir með sýningu, sem er á ferða
lagi um Þýzkaland. Sú sýning
er nýafstaðin í Frankfurt og
í september verður hún opnuð
í Hamborg, síðan í Bremen og
víðar.
3ja herb. íbúð
óskast fyrir fámenna reglu
sama fjölskyldu. Góðri
umgengni heitið. Fyrir-
framgreiðsla, ef óskað er.
Sími 5-12-48.
Rússajeppi
Vil kaupa rússajeppa í
ágætu lagi.stál- eða alumin
íum húsi. Sími 22724 milli
kl. 12—1 á hádegi.
íbúð óskast
2—3 herbergja í september,
október eða síðar. Tvennt
í heimili. Uppl. í síma
1-50-43.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Hey til sölu
Til sölu eru 40—50 hestar
af þurri t)g góðri töðu, ef
samið er strax. Uppl. í
síma 1146, Akranesi.
Hey til sölu
Upplýsingar í síma 7580,
Sandgerði.
Innihurðir
með körmum til sölu,
ódýrt. Uppl. i síma 17715.
Bifreiðastjóri
óskar eftir atvinnu. Er van
ur sérleyfis- og leigubíla-
akstri. Einnig vanur við-
gerðamaður. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir laugard.kv.
merkt: „Vanur —• 1845“.
GABOOIM
16, 19, 22 og 25 m.m. fyrirliggjandi.
Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf.
Klapparstíg 28 — Sími 11956.
Hugmynd að kirkjugólfi eftir Eyborgu. Myndin er nú á
kirkjulistarsýningu í Rouan í Frakklandi, og var einnig sýnd
í París.
Myndin sem fylgir þessari
frásögn er eftir Eyborgu o>g
ey hugmynd að kirkjugólfi.
Hún var á kirkjulistarsýningu
í júnímánuði í Moderne safn-
inu í París, sem nefndist Sa-
lon d’art Sacré. Sú sýning er
nú opin í Rouan í Frakklandi
á kirkjulistarhátið, sem stend
ur þar yfirsí allt sumar. Hef-
ur Pierre Shehely myndihöggv
ari og arkitekt skrifað grein
um myndir Eyborgar í lista-
tímaritið „Architecture d’aujo
urdhu“ og birtir þessa mynd
með.
Eyborg hefur sem fyrr er
sagt verið í Fraklandi siðan
1960. Hún er nú að hugsa um
að skreppa heim og halda sýn
ingu í Reykjavíik í janúar
næstkomandi.
Til útsvarsgreiðenda
í Kópavogskaupstað
Bæjarráð Kópavogskaupstaðar samþykkti á fundi
sínum 18. þ.m. að verða við tilmælum ríkisstjórnar
innar um að fjölga gjalddögum á eftirstöðvum út-
svara álögðum 1964, úr fjórum í sex, hjá þeim laun-
SOFNIN
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er
«pið alla daga nema laugardaga frá
kl. 1:30—I.
Árbæjarsafn cpið alla daga nema
mánudaga kl. 2—b. Á sunnudögum til
kl. 7.
Pjóðminjasafnið er opið daglega kl.
1.30 — 4.
Ustasafn islands er opið daglega
kl 1.30 — 4.
Ustasafn Ginats Jónssonar er oplð
aila daga frá kl. 1.30 — 3.30
1U1NJASAFN KEYKJAVIKURBOBG-
AR Skúatúnl 2, opið daglega tra kl
2—4 e.ii. nema mánudaga.
Evrópumerki Mynd: Blóm með
T2 blöðum ásamt áletrun „5 ára
»fmæli“ Útgáfudagur: 14. 8. 1964
Verðgildi: kr. 4,50 Brúnt o.g
grænt og 9,00 kr. Blátt og brúnt
Teiknari: Georges Bétemps
Stærð: 26x36 mm Prentunarað-
ferð: Héliogravure Fjöldi frí-
rnerkja í örk: 50 Prentsmiðja:
Courvoisier S.A. La Chaux-de-
íónds. Upplýsingar og pantanir:
Frímerkjasalan, Reykjavík Pant
anir til afgreiðslu á útgáfudegi
þurfa að berast ásamt greiðslu
fyrir 24. áúst 1964.
Fyrstadagsumslög verða, a)
Póstsins, 2,00 kr. b) Óprentuð
1.00 kr. Upplag frímerkis, No, 96
17, VI. 1964 kr. 25,00 500,000
Tæknibókasafn IMSl er opið alla
virka daga frá kl. 13 tíl 19, nema
laugardaga frá kl. 13 til 15.
Ameriska bókasafnið i Bændahöll-
inni við Hagatorg Opið alla virka
daga nema laugardaga kl. 10—12 og
13—18 Strætisvagnaleiði nr. 24, 1, 16
VÍSUKORM
Vel úr garði vaxinn er
vizku þinnar forði.
Guð er að verki, gefur þér
gull í hverju orði.
Ólafur Þorkelsson
Ort til Lárusar Salomonssonar
út af erindi hans um daginn og
veginn.
Spakmœli dagsins
Guð krefst einskis, sem er ó-
gerlegt. — Ágústinus
Fimmtudagsskrítlan
Hún: Er það satt, að sauð-
kindin sé heimsik?
Hann: Já, lambið mitt.
Notið sjóinn og
sólskinið
Hœgra hornið
Eiginmaðurinn getur lítið á
konu sína án þéss að sjá hana.
Eiginkonan getur litið í gegnum
mann sinn, án þess að sjá hann.
Áheit og gjafir
Áheit á Strandarkirkju: Imba 100;
Ari 250; Ómerkt 10; NN 50; SFS 110;
AF 100; HS 200; MF 20; NN 20; Stefán
T 10; AE 500; KS 600; FF 100; NN 350;
GG 100; Inga 20; NK 400; RJÞ 100;
Ónefnd 25; Dóra 250; HH 50; Ranna
100; HB 100; FH 300; gamalt og nýtt
Sigr Bd 300; NS 100; SE 100; N 100;
FÞ Hvammstanga 300; NN 30; Ómerkt
í bréfi 100; AJ 100; ÞÞ 100; Þakklát
100; GH 50; AE 200; GE 100; Ómerkt
30: Ómerkt 100; EP 100; MM 200; EÞ
100; N 100; NN 40; ABC 50; OK 50;
BN 20; SM 25; JM 100; Guðrún 100;
GE 50; FK 500; NN 50; SGJ 300; SGB
700; Korlí 1000; VK 1000; HAS 200;
GH 200 Kona frá Keflavík 200; Ingunn
1000; IM 100; SS 400; S Oddgeirsdóttir
500; Kristín Björnsd. 130; SÓ og AÞ 20;
HH 55; AH 50; AH 125; FÞ 25; Ómerkt
125; SÞ 50; Jón 100; ÍB 100; FBJ 5;
MG 100; EE 100; NN Hafnarfirði 060;
J 20; MH 100; F 10; GJ 225; BR 100;
Ómerkt 80; MG 100; Bíbí 860; KÞ 500;
NN 50; VG 100; Hrafnhildur R. Smára-
dóttir 25; GS 200; Gamalt og nýtt 100;
JEG 200; Gamalt áheit 5; NN 30;
Helgi 50; SA 100.
sá NÆST bezti
Dag nokkurn gerðist það í Danmörku, að maður einn kom inn í
veitingahús og pantaði þar tvö giös af öli og tvö snapsglös. Bar-
þjónninn honum þetta, og drakk maðurinn síðan á víxl úr glösun-
um fjórum. Þjóninum þótti þetta kynlegt atihæfi, og innti gestinn
eftir því hvers vegna hann pantaði sér ekki ölglas og einn snaps og
síðan aftur í sömu glösin vi’.di hann meira.
„Það er ekki hægt“, sagði maðurinn. „Élg og drykkjufélagi minn
á'kváðum að þegar við drykkjum sinn í hvoru lagi, skylduim við
ævinlega panta fyrir tvo og drekka, til að minnast hvors annars“.
Maðurinn kom síðan í sama veitingahúsið í marga mánuði, og
állt fór á sömu leið; hann pantaði jafnan fjögur glös. En einn góðan
veðurdag pantaði hann eitt ölglas og einn snaps.
„Hváð hefur nú komið fyrir“ spurði þjónninn, um leið og hann
reiddi fram drykkina. „Vimtr yðar er þó ekki látinn, eða hvað?“
„Ónei, hann er við hestaheilsu og drekkur sem aldrei fyrr",
svaraði maðurinn. „En ég er kominn í bindindi".
þegum, sem þess óska, enda greiði þeir útsvör sín
reglulega af kaupi. Þeir, sem óska að notfæra sér af
framansögðu, sendi skriflega umsókn til undir-
ritaðs fyrir 25. þ.m.
Kópavogi, 19. ágúst 1964,
BÆdARRITARINN í KÓPAVOGI.
Til leigu
Verzlunarpláss fyrir kjöt- og nýlenduvörubúð á
góðum stað í Kópavogi. Tilboð sendist Mbl. fyrir
mánudagskvöld merkt: „Nýtt — 4417“.
Iðrtskóliiui í Reykjavík
Iðnskólanum hefir verið gefinn kostur á að gera
tillögur um námsstyrki til iðnaðarmanna, sem eru
kennarar, eða hyggjast gerast kennarar í verklegum
kennslugreinum í málmiðnaði við skólann. —
Styrkirnir miðast við 6—7 mánaða námsdvöl er-
lendis. — Nánari upplýsingar gefur skólastjóri.
SKÓLASTJÓRI.
Framtíðarstarf
Maður, helzt innan þrítugs, með gott próf frá Verzl-
unarskóla íslands; eða meiri menntun, getur fengið
vinnu hjá löggiltum enurskoðendum pg skapað sér
þannig möguleika til þess, síðar meir, að fá lög-
gildingu. — Upplýsingar í síma 22210.