Morgunblaðið - 20.08.1964, Page 15

Morgunblaðið - 20.08.1964, Page 15
Fimmtudagur 20. ágúst 1964 MORGIÍNBLADIÐ 15 Miklar jarlhræringar í Mexico Titað er að 31 maður hefur farizt. Margir tugir særðir. Gífurlegt tjón á mannvirkjum. Spáð fyrir um jarðhræring- arnar í mri sl. Í>ANN 6. júlí sl. klukkan 1.22 eftir miðnætti, urðu miklar jarð- hræringar í Mexikó. Mældust alls 10 jarðskjálftakippir. Sá skarpasti kom fyrst, og mældist sá 6 stig á mercalli skala. Síðar um nóttina mældust fleiri, en voru vægari. Áttu jarðhræring- arnar upptök sín á svæði sem liggur 120—157 km í suðaustur írá Mexitóborg. Umbrot þessi höfðu miklar skemmdir í för með sér. Vitað er um 31 mannesikju, sem látizt hefur og marga tugi særða. Tjónið varð mest í Guerro- og Michoacanfylki, sem liggja í suður og suðaustur frá Mexikó- borg. Hræðilegt er um að litast á svæðunum, sem verst urðu úti. 85—100% íbúðat'húsa hrunin, eða ónýt og margar opinberar bygg- ingar eyðilagðar. íbúðirnar eru illa á sig komnar. Margir slas- aðir, flestir fáklæddir og matar- lausir. Á sumrin er regntímabil í Mexikó og gerir því næturkul (þótt sunnarlega sé. Ekki er regn- ið né svalinn til þess að bæta eymdarástand fólksins. í smábæ nokkrum, Coyuca í Guerro-fylki, er ekki eitt einasta hús íbúðarhæft. Bæjarstjórnar- húsið, gagnfræðaskólinn, kirkja og kvikmyndahúsið hrundu með öllu. I>ar fórst 21 maður og marg ir tugir særðust, 16 aðrir smá- bæir og þorp hafa svipaða sögu að segja, þótt eyðileggingin sé ekki eins gjörsamleg og í Coyuca. Unnið er af krafti við að bjarga þeim kviksettu og hjálpa þeim slösuðu. Enn er ekki vitað endanlega, hve margir hafa far- izt. Jafnskjótt og fréttist til höfuð- borgarinnar um ástandið á slysa- svæðinu voru hafnar keðjuflug- ferðir. Flugvélarnar flutu hjúkr- unarlið og lyf á þá staði sem ástandið var verst, en komu til baka með slasaða. í fyrstu ferð var farið með tvö og hálft tonn af myglulyfjum (antibiotica). í sumum þorpum hafa sjúkra- húsin og slysavarðstofurnar eyði lagzt, svo ekki er unnt að að stoða hina slösuðu á staðnum. Annars staðar eru sjúkrahúsin svo illa farin, að ekki þarf nema máhreyfingu jarðskorpunar, til þess að þau falli yfir sjúkling- ana. Enn hefur ekki verið unnt að kanna öll slysasvæðin sakir veðurs. Smáflugvélarnar, sem hafa verið notaðar til bráða- birgða, þola ekki veðrið sem geisar á sumum svæðunum, og er því beðið eftir stórum þyrlum. Átakanleg saga Emilía, 16 ára stúlka frá Salguero í Guerro-fylki segir frá hræðilegri reynslu sinni í nátt- úruhamförunum: „Við vorum rétt að fara að hátta“, segir hún, „þegar ósköpin hófust. Fyrsti kippurinn stóð 1 5 mínútur og var ekki stætt. — Og gnýrinn úr jörðinni var ógurlegur. Við reyndum að komast út, foreldrar mínir og ég, en duttum kylliflöt. Múrsteinar og brot úr þakinu féllu umhverfis okkur. Þegar loks varð hlé á ólátunum, hlup- um við út. Margir kippir fylglu, en enginn þeirra var eins snarp- ur og sá fyrsti. Samt nægðu þeir til þess að fella húsið okkar í rúst. Eftir varð aðeins múrsteins hrúga. Við hlupum sem fætur toguðu að húsi systur minnar, eem býr skammt frá. Hús hennar var hrunið með öllu og heyrðum við harmakvein hennar inni í rústunum. Við grófum sem mest við máttum, með berum höndun- tim, því hvergi voru verkfæri né hjálp að finna. Þegar okkur tókst •ð losa hana undan farginu, hélt hún á tveim sonum sinum í fang inu. Þeir voru báðir látnir. Ann- •r þeirra var þriggja ára, hinn •ins 6rs gamall. Carlos, sá yngri, var óskírðurl — „Hann lézt óskírður“, bætti Emilía við, grátandi. há- Ótrúleg skyldurækni Sunnudaginn 5. júlí fóru fram forsetakosningar í Mexikó. Var landherinn fenginn til þess að gæta reglu og friðar, — enda fóru kosningarnar fram með friði og spekt um land allt. En til vonar og vara voru settar nætur- vaktir um sérhverja kosninga- skrifstofu landsins. Amador Avarez Cruz, hermað- ur, var settur á næturvakt ásamt starfsbræðrum sínum um bæjar- stjórnarhúsið í Coyuca, en sá bær varð verst úti í jarðíu-æringun- um, sem fyrr segir. Þegar ósköpin dundu yfir, hlupu þeir félagar Amadors burtu, til þess að forða lífi sínu undan hrynjandi byggingunni. Hrópuðu þeir til félaga síns að gera slíkt hið sama. En Amador Avarez Cruz fór hvergi. Hafði hann fengið skipun um að standa vakt á tilteknum stað, og skyldi hann hlýðnast þeirri skipun, hvort sem byggingin stæði eða •hryndi. Kona hans, Carmela, hafði komið fyrr um kvöldið, til þess að vera með manni sínum um langar næturstundir. Hún stóð einnig kyrr. Morguninn eftir fundust lík þeirra beggja í rúst- unum. „Er þetta dæmi um skil- yrðislausan aga og skyldurækni okkar frækna landhers“, segir í Dæmigerð gata í bæjum í Mexico. anflækta fallhlífina, en um leið, svífandi í sinni eigin fallhlíf. Um Um leið Oig Carlos hafði tekið eftir óhappi vinar síns, stakk hann sér út úr flugvélinni. Hann „stýrði" sér með handleggjum og fótleggjum, unz hann náði taki á fallhlíf vinar síns. Þá spennti Nýtízku bygging í Mexico-borg. dagblöðum höfuðborgarinnar. I sambandi við mexikanskan heraga, mætti geta hér einstaks atviks, sem átti sér stað fyrir nokkru, þótt það eigi ekkert skylt við jarðhræringar. Fyrir u. þ. b. tveim mánuðum síðan, fóru fram fallhlífaræfing- ar flughersins. Hópur fallhlífar- hermanna stökk út úr stórri her- flutningavél yfir tilteknu svæði. Æfingin gekk eins og til var ætl- azt, þar til kom að Juan Perez Jolote. Hann stökk út um op flugvélarinnar, taldi: einn-og- tveir-og-iþrír, og kippti síðan í strenginn. En kippurinn, sem hann beið eftir, kom aldrei. Hann leit upp og sá, að fallhlífin hafði að vísu losnað úr pokanum, en var svo snúin og flækt, að hún gat ekki opnazt. Hann leit niður og sá smáatriði landslagsins stækka með óþægilegum hraða. „Það er þá búið“, varð honum hugsað, og var ekki laus við ofsa hræðslu. En skyndilega fann hann kipp. Hann leit upp og sá þá vin sinn, Carlos Sanches, þrem metrum fyrir ofan sig, haldandi báðum höndum um sam hann sína upp og svifu þeir síð- an báðir til jarðar á einni fall- hlíf, — að vísu nokkuð hratt, en þeir lentu heilu og höldnu. Þegar liðsforingi kom að þeim stundarkorni síðar, voru þeir báðir svo vankaðir og tauga- óstyrkir, að þeir gleymdu að heilsa að hermanna sið. Urðu þeir báðir að hlýta þriggja daga refsivinnu fyrir slíkt agabrot, enda þótt Carlos væri sæmdur gullorðu fyrir drengilegt afrek, viku síðar. Engar skemmdir í Mexikóborg Eins og fyrr segir mældust 10 jarðskjálftakippir í Mexikóborg. Sá fyrsti var sá eini, sem vart varð við án mælitækja. Var hann 6 stig á Mercalli-skala og stóð í röskar tvær mínútur. Engar teljandi skemmdir urðu á bygg- ingum. Að vísu hallast ein kirkj- an, Basilica de Guadalupe, held- ur meira en áður, og listahöllin, Bellas Artes, heldur áfam að sökkva, en mexikanar telja slíkt ekki til stórtíðinda. Kirkjan hall- aðist þegár svo mikið, að nauð- synlegt var að halla höfðinu um 10 gráður til austurs, til þess að sjá hana rétta. Listahöllin hefur sokkið um 15 fet á sl. öld og mun halda áfram að sökkva, unz jörð- in gleypir hana. Því fyrr, því betra, því arkitektúrinn er ekki sérlega merkilegur. Þótt skemmdir yrðu engar í höfuðborginni, varð nokkuð um hræðslu og óróleika meðal fólks, eins og gefur að skilja. Enginn er fullkomlega rólegur í jarð- skjálfta, hvað svo sem sagt er eftirá. Haft er fyrir satt, að marg ir þeir, sem stunduðu drykkju- krár þessa nótt, hafi heitið ævi- löngu bindindi. í morgunblöðunum segir: .... „Hræðslunnar varð vart mest vart í gistihúsum borgarinnar, þar sem gestirnir, flestir Banda- ríkjamenn, hlupu út á náttföt- um eða nærklæðum einum sam- an, þrátt fyrir næturkulið. Þjón- ustulið þessara gistihúsa veittu kaffi og konjak þeim fáu hræð- um, sem eftir voru innasdyra.“ Undirritaður vaknaði við brölt páfagauks síns, sem virtist ætla að fljúga burt með búr sitt í eftirdragi. Héldu þeir báðir kyrru fyrir undir dyrastaf, unz yfir lauk. — Þeim fannst tvær mínútur líkastar tuttugu. Spáði rétt um jarðhræringar Málsháttur veðurspámannsins er: „Errare humanum est“, það er mannlegt að skjátlast, enda mun vera erfitt að geta sér til um skap gerð veðurguðanna. En hver veit hvenær Loki mun skjálfa undan eiturdropum drekans? Einn mað- ur gerir það að sérgrein sinni. Sá er stuttur og digur og heitir Arn- oldo Heller Mejia. Hann er fram- kvæmdastjóri dagblaðsins „E1 mundo“ (Veröldin). Þann 31. maí sl. birtist í blaði þessu greinarstúfur, þar sem Arn oldo spáir fyrir um jarðskjálfta í Mexikóborg nk. júlímánuð. Fyrirsögnin hljóðar svo: „Jarð- hræringar munu verða í Mexikó- borg á tímabiiinu milli 6. og 9. júlí þessa árs“. Vafasamt er, að lesendur blaðs- ins hafi tekið mark á grein þess- ari, er þeir lásu hana. Hins vegar sperrtu fréttaritarar upp eyrun, er spáin reyndist rétt. Þeir fóru á fund höfundarins, til þess að inna nánar eftir spánni: „Nei, ég hef alls ekki aðgang að jarðfræði stofnunum ríkisins“, sagði hann, „þeir eru fljótir að læsa öllum dyrum, er þeir sjá mig nálgast, og kalla mig brjálaða prófessor- inn, og þar fram eftir götunum. Ég byggi útreikninga mína á sól- blettum.... Ég er sonur Krumm Hellers læknis, sem var höfund- ur 124 bóka, sem gefnar voru út á 63 tungumálum. Hann var einnig höfundur „bioritmans" og „tatwarmælisins", en það eru lyklar að jarðskjálftaspádómum“. „Ég hefi rannsakað sólbletti undanfarin ár“, heldur hann á- fram, „en þeir ákveða hræringar jarðskorpunnar. Einnig nota ég almanak Aztekanna til hliðsjón- ar“. Eins og flestum mun kunnugt, voru Aztekar mjög framarlega í stjarnvísindum. Þeir höfðu daga- tal, sem var miklu nákvæmara en það, sem við notum nú. Daga- talið var höggvið í gríðarstóran stein, sem nefnist Almanak Aztek anna. Steinninn er varðveittur í fornleifasafni ríkisins. Hann er talinn meðal 7 merkustu forn- leifafunda veraldar. Senor Arnoldo Krumm spáði einnig fyrir um jarðskjálftana 1957, en það ár urðu miklar jarð- hræringar í Mexikó, sem ollu miklu tjóni í höfuðborginni. „Og hverju spáið þér næst, senor Krumm?“ var síðasta spurn ing fréttaritaranna. „Eftir 9000 daga (u.þ.b. 24% ár) munu öll eldfjöll Mexikó gjósa“, var svarið. Mexikóborg, júlí, 1964. Vifill Magnússon, Þrítugur maður utan af land, óskar eftir vel launuðu starfi, kringum næst- komandi áramót. Er vanur skrifstofu- óg gjaldkerastörf- um, hef einnig fengizt við af- greiðslu- og sölumannsstörf. Tilboð merkt: „öruggur — 4412“ sendist blaðinu fyrir næstkomandi mánaðamót. Ð Einstaklingsíerð Skemmtiferð til GLASGOW 6 daga ferð — flugferðir — gistingar—morgunverður frá kr 5870.00. Brottför alla daga. LÖND LEIÐIR GUÐMUNDUR JÓNASSON Miðhálendis- ferð 22.—30. ágúst _ 9 daga Verð kr. 3690.00 — FÆÐI INNIFALIÐ — LÖND * LEIÐIR Adalstrœti 8 simar — 5S?SS okkvr vantar duglegan aðstoðarmann á vörubíl til dreifingar á vörum. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.