Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 16
sn
tf / 5
16
frftfc *♦*< * Vrt %>i ■ %. 4TÍ #-V *V*'.
MORCU N BLAÐID
Fimmtudagur 20. ágúst 1964
Viktor Guðnason
Póst- og símstjóri í Flatey d Breiðafirði
ÞEGAK ég spurði lát Viktors
Guðnasonar í Flatey, komu mér
í hug orð Bólu-Hjálmars: „Mínir
vinir fara fjöld“. Þannig er það
þegar árin færast yfir. Þá verð-
um við á bak að sjá mörgum
góðum samferðamanni, sem við
höfðum bundið tryggðir við og
nutum að eiga að vini. Og sú
skuld, sem við stöndum í við
forsjónina fyrir trausta og góða
vini, verður aldrei að fullu
greidd. — Kynni okkar Viktors
hófust, er ég kom til Flateyj-
ar 1928, og öll mín ár þar vor-
um við nánir vinir og samstarfs
menn, og minningarnar um sam
verustundir okkar verða mér
ætíð mjög kærar. Hann var slík
ur mannkostamaður, að öllum
hlaut að þykja vænt um hann
og báru til hans verðskuldað
traust. Það er því skarð fyrir
skildi, er slíkur maður fellur frá
fyrir aldur fram, að okkur
finnst, skarð fyrir skildi í fá-
mennu sveitarfélagi, þar sem
hann var svo að segja allt í
öllu.
Viktor Guðnason var fæddur
10/9 1899 á Þingeyri við Dýra-
fjörð. Foreldrar hans voru þau
hjónin Guðni kaupmaður Guð-
mundsson og Kristin Aðalheið-
ur Bjarnadóttir. Þau hjón voru
bæði ágætis manneskjur og sér-
staklega vel kynnt. Guðni kaup
maður var löngu dáinn, er ég
kom vestur, en Kristínu Aðal-
heiði kynntist ég vel og dáði
hana. Hún var ástúðleg kona,
afburða dugleg og gædd mikilli
hetjulund í meðlæti og mótlæti.
— Viktor ólst upp með foreldr-
um sinum á Þingeyri og fluttist
með þeim til Flateyjar á Breiða
firði ungur að aldri, ásamt syst
kinum sínum, sem munu hafa
verið fimm alls, en eitt dó korn-
ungt. Viktor missti föður sinn
1910, en var eftir það með móð-
ur sinni í Flatey, þar til hann
stofnaði sjálfur heimili. Kristín
Aðalheiður, móðir hans dó 20.
okt. 1940 og hafði þá orðið á
bak að sjá öllum börnum sínum
nema Viktori.
Viktor gekk í Verzlunarskóla
íslands og útskrifaðist þaðan.
Þá lagði hann’ einnig stund á
loftskeytafræði hjá Guðmundi
Jóhannessyni, stöðvarstj. í Flat-
ey, en tók þó aldrei próf í þeirri
grein. En hann var sérstakur
hæfileikamaður og lagði á margt
gjörva hönd, og öll störf, er
hann tók að sér, leysti hann frá-
bærlega vel af hendi af skyldu
rækni og stakri samvizkusemi.
Viktor var heilsuveill á yngri
árum og þurfti oftar en einu
sinni að dvelja á spítala. Komst
þó til sæmilegrar heilsu, en
þurfti alltaf að gæta nokkurrar
varúðar. Árið 1950 varð Viktor
póst- og símstjóri í Flatey og
gegndi því starfi til dauðadags.
Leysti hann það starf af hendi
með sérstakri prýði, svo að ann
áluð var reglusemi hans, lipurð
og greiðvikni. Þá var Viktor odd
viti Flateyjarhrepps síðustu ár-
in, einnig sparisjóðshaldari. Org
anisti Flateyjarkirkju var hann
ir.örg undanfarin ár.
Viktor \*r kvsfentur Jónínu
Ólafsdóttur, mikilli dugnaðar-
og gæðakonu, og eignuðust þau
tvo syni, Ingólf, loftskeytamann
og Ottó, verkam. i Rvík.
Viktor Guðnason var fríður
maður og framkoman fáguð. Ég
hef aldrei fyrir hitt svo hátt-
prúðan mann, snyrtilegan og
kurteisan. Hann var sérstæður
persónuleiki, sem eftir var tekið,
hvar sem hann fór. Hógvær, og
jafnvel dulur, en barnslega glað
ur í góðra vina hópi og lýsti upp
umhverfi sitt með sinni kyrr-
látu gleði. Hann átti svo margt
,gott fram að bera úr góðum
sjóði. Greindur og menntaður
vel, músikalskur, samdi lög og
útsetti önnur. Stjórnaði bæði
karlakórum og blönduðum kór-
um í Flatey og var virkur þátt-
takandi ; félags- og skemmtana-
lífi Flateyjar um langan tíma.
Hann kastaði ekki höndum til
neins þess, er honum var trúað
fyrir. Alltaf boðinn og búinn til
starfa og fús til að leysa vand-
kvæði manna. Aldrei var hann
með vangaveltur um það, hvort
alheimt væru daglaun að kveldi.
Skapstilltur maður og fastur
fyrir, en hörku átti hann ekki
til. Honum var eðlilegast að
leysa öll mál með lipurð og
lægni á friðarins vegum. Hann
ávann sér líka óskorað traust og
velvild sveitunga sinna og ann-
arra Samferðamanna. Og hann
átti það skilið. „í rósemi og
trausti skal yðar styrkur vera“.
stendur einhversstaðar. Það
voru sannmæli um Viktor.
Viktor Guðnason var heimilis
vinur minn og fjölskyldu minn-
ar alla tíð, meðan við vorum í
Flatey, eg margar yndislegar
minningar eigum við frá sam-
verustundum okkar. Það eru
minningar um bjartar stundir,
hljóðfæraslátt og söng, ljóð og
lög, gleðibrag og gamanmál og
græskulausa kímni og á stund-
um umræður um alvarleg mál-
efni. — Við eigum undur margs
góðs að minnast frá veru okk-
ar í Flatey. Einna hæst ber þar
kynnin og samskiptin við þann
góða dreng, Viktor Guðnason.
Hann bar birtu og yl í bæinn.
Við fáum það ekki fullþakkað,
er fram berum hér okkar fátæk
iegu þökk.
Og um leið og við hjónin þökk
um Viktori, vottum við vinkonu
okkar, Jónínu Ólafsdóttur, son-
um hennar og öðrum ástvinum
innilegustu samúð og biðjum
guð að blessa þau og styrkja.
Þau hafa mikið misst. En það
sannast þá líka hér, að
„aldrei er svo bjart yfir
öðlingsmanni
að eigi geti syrt eins sviplega
og nú,
og aldrei er svö dimmt yfir
dánarranni,
að eigi geti birt fyrir eilífa
trú.“
GLERADGNAHðSID
TEMPLARASUNDI3 (homið)
Sigurffur S. Haukdal.
Auglýsing
um skoðun bifreiða í logsagnarumdæmi Reykjavskur
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að síðari
hluti aðalskoðunar bifreiða fer fram 4. ágústtil 20. októ-
ber 1964, að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér
segir:
Þriðud. 4. ágúst R-7951 til R-8100
Miðvikud. 5. — R-8101 .— R-8250
Fimmtud. 6. — R-8251 — R-8400
Föstud. 7. — R-8401 — R-8550
Mánud. 10. — R-8551 — R-8700
Þriðjud. 11. — R-8701 — R-8850
Miðvikud. 12. — R-8851 — R-9000
Fimmtud. 13. — R-9001 — R-9150
Föstud. 14. — R-9151 — R-9300
Mánud. 17. — R-9301 — R-9450
Þriðjud. 18. — R-9451 — R-9600
Miðvikud. JX — R-9601 — R-9750
Fimmtud. 20. — R-9751 , — R-9900
Föstud. 21. — R-9801 — R-10050
Mánud. 24. — R-10051 — R-10200
Þriðjud. 25. — R-10201 — R-10350
Miðvikud. 26. — R-10351 — R-10500
Fimmtud. 27. — R-10501 — R-10650
Föstud. 28. — R-10651 — R-10800
Mánud. 31. — R-10801 — R-10950
Þriðjud. 1. sept. R-10951 — R-11100
Miðvikud. 2. — R-11101 — R-11250
Fimmtud. 3. — R-11251 — R-11350
Föstud. 4. — R-11351 — R-11500
Mánud. 7. — R-11501 — R-11650
Þriðjud. 8. — R-11651 — R-11800
Miðvikud. 9. — R-11801 — R-11950
Fimmtud. 10. — R-11951 — R-12100
Föstud. 11. — R-12101 — R-12250
Mánud. 14. — R-12251 — R-12400
Þriðjud. 15. — R-12401 — R-12550
Miðvikud. 16. — R-12551 — R-12700
Fimmtud. 17. R-12701 — R-12850
Föstud. 18. — R-12851 — R-13000
Mánud. 21. — R-13001 — R-13150
Þriðjud. 22. — R-13151 — R-13300
Miðvikud. 23. — R-13301 — R-13450
Fimmtud. 24. — R-13451 — R-13600
Föstud. 25. — R-13601 — R-13750
Mánud. 28. — R-13751 — R-13900
Þriðjud. 29. — R-13801 til R-14050
Miðvikud. 30. — R-14051 R-14200
Fimmtud. 1. okt. R-14201 R-14350
Föstud. 2. — R-14351 — R-14500
Mánud. 5. — R-14501 — R-14650
Þriðjud. 6. — R-14651 —- R-14800
Miðvikud. 7. — R-14801 R-14950
Fimmtud. 8. — R-14951 — R-15100
Föstud. 9. — R-15101 R-15250
Mánud. 12. — R-15251 — R-15400
Þriðjud. 13. — R-15401 — R-15550
Miðvikud. 14. — R-15551 R-15700
Fimmtud. 15. — R-15701 -— R-15850
Fötsud. 16. — R-15851 — R-16000
Mánud. 19. — R-16001 R-16150
Þriðjud. 20. — R-16151 — R-16300
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til
Bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun
framkvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30,
nema fimmtudaga til kl. 18,30.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi vörubif-
reiða skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram
fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að
bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir
árið 1964 séu greidd og lögboðin xátrygging fyrir hverja
bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki
í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greðslu
afnotagjalda til ríkisútvarpslns fyrir árið 1964. Hafi
gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki fram-
kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar
á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt - og
bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. júlí 1964.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.
Í.S.Í.
LANDSLEIKURINN
ÍSLAND — FINNLAND
fer fram á Laugardalsvellinum n.k. sunnudag 23. ág úst og hefst kl. 4.
Dómari: P. J. Craham frá Irlandi
K.8.I.
Forsala aðgöngumiða hefst í dag kl. 13
í sölutjaldi við Útvegsbankann.
Þórólfur Beck leikur með ísl. landsliÖinu
Kaupið miða tímanlega. —- Forðist biðraðir.
Verð aðgöngumiða:
Stúkusæti .. Kr. 125.00
Stæði ......... — 75.00
Barnamiðar .. — 15.00
Knattspyrnusamband íslands.