Morgunblaðið - 20.08.1964, Side 24

Morgunblaðið - 20.08.1964, Side 24
 SERVIS SERVIS SERVIS Seri/is SERVIS JHekls LAUCAVESI SERVIS Næturfrost veldur milljona- tjóni í kartöflugörðum „Utlitið er mfög alvarlegt44 segir forstjóri Grænmetisverzlunarinnar Þykkvabæ, 19. ágúst. GÍFURLEGT tjón varð hér í kartöflugörðum vegna frosts- ins síðastliðna nótt. Frostið var um þrjú stig niðri við jörð, og féllu öll kartöflugrös, en kartöflurnar eru varla hálfsprottnar. Áætlað er, að um tíu þús- und tunnur hafi eyðilagzt hér, svo að tjónið í þessu eina byggðarlagi er um sex millj- ónir króna. Kartöflurnar voru heldur síð- sþrottnar í ár, vegna þess að kuldi var í tíðarfarinu framan af. Er tjónið því meira en ella, þar éð kartöfiurnar voru ekki komn- ar á sama þroskastig og eðlilegt væri í venjulegu árferði um þetta leyti árs. Ég hef hvergi heyrt til þess, að grös hafi staðið af nóttina, og mun mikið tjón hafa orðið víðar á Suðurlandi. Þótt ekki sé vitað enn, hve mikið af uppskerunni verður ónýtt, er ljóst, að úrgang- ur verður mörgum sinnum meiri en í eðlilegu árferði. — Magnús. • Þriðja sumarið í röð . Morgunblaðið hafði tal af Jóhanni Jónassyni, forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnað- Framh. á bls. 23 Stolið og skemmt í • • vinnustofu Orlygs 60 húslíkön horfin Fékk tundur- skeyti í vörpuna AÐFARANÓTT sunnudags bar svo við að vélbáturinn Fjölnir ÍS 177 (áður Andey) frá Þingeyri, fékk tundur- skeyti í vörpuna, þar sem hann var að dragnótaveiðum undan Jökli. Báturinn kom inn til Hafnarfjarðar á sunnu dag með tundurskeytið. Vam arliðinu var skýrt frá þessu, og komu menn sunnan af Keflavikurfiugvelli til þess að sækja skeytið. Var það flutt suður eftir. Tundurskeytið mun vera gamalt, frá stríðs- árunum, og var vél þess talin ónýt, þótt efnið sjálft væri virkt. Nokkuð algengt er, að bátar fái gömul tundurdufl í vörp- una, en hitt er mjög fátítt að þeir fái tundurskeyti. í GÆRMORGCN snemma var brotizt inn í vinnustofu Örlygs Sigurðssonar, listmálara, sem stendur í garðinum við heimili hans, Hafrafell við Múlaveg í Laugardal. Ýmis skemmdarverk voru framin í vinnustofunni, t.d. eyði lögð ný andlitsmynd (portrait), sem listamaðurinn hefur unnið að að undanförnu, og nokkrar andlitsmyndir aðrar skemmdar. Þá hafði ýmislegt verið brotið og bramlað, terpentínuflösku kastað í vegg og hún mölvuð, teikningar bornar út í kartöflu- geymsluskúr, hvít skegg máluð á mannamyndir, spýtt úr skálp- um (túbum) á málverk o.s.frv. Verst er þó, sagði Örlygur í stuttu viðtali við Morgumblaðið í gær, að 60 módelum af gömlum húsum í Reykjavík, sem Sig- urður sonur hans hefur lagt mikla vinnu þar i, hefur verið stolið. Frá þessari völundarsmíði var skýrt í Lesbók Morgunblaðs ins 22. marz sl. Þetta tjón er mjög tilfinnanlegt, því að hér er um að ræða árangur mikillar vinnu og elju. Sigurður hefur smíðað öll húsin í réttum hlutföllum í smækkaðri mynd úr balsaviði og raðað þeim ná- kvæmlega upp í líkan, sem gef- ur rétta mynd af því, hvernig Reykjavík leit út um 1875. Ekki var vitað í gær, hverjir hefðu brotizt inn í vinnustofu Örlygs, en sézt hafði til fjögurra HERAÐSMÓT SJÁLFSTÆÐISMAIMIMA í JMorður-lsafjarðarsýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Norður-ísafjarðarsýslu verður haldið í Reykjanesi við ísafjarðardjúp, sunnudag- inn, 23. ágúst, kl. 4 síðdegis. uunnar a norouosen, ijar- ^^laráðherra og Matthías Hh , V Bjarnason, alþingisniaður, úytja ræður. B'"'®' 4* I Leikararnir Róbert Arn- W'ljw finnsson og Rúrik Haraldsson r. i'lliL'i™ skemmta. Ennfremur syngur . . BöSir ■■ Guðmundur Jónsson, ópcru-! Á 'í ***■ söngvari, með undirleik1 wm unglinga eða krakka í nánd við hana um morguninn. Vonazt er til, að þeir, sem eitthvað gætu um málið vitað, láti Öriyg vita, einkum foreidrar, sem hafa orð- ið varir við Iíkönin sem leik- föng í fórum barna sinna eða séð málningarslettur á fötum þeirra í gær. Unnið við uppsetningu geymanna við Laugarásveg. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Loftið heita skilið frá vatninu ENGIN SlLDVEIÐI Ekkert veiðzt síðan á fostudag ENGIN síldveiði var í gær, og má þá heita, að ekkert hafi veiðzt á miðunum fyrir austan síðan á föstudagskvöld. Á laugar dag gekk hann upp á norðan, og hefur ekki skipt um átt síðan. Bræla hefur verið mestan tím- ann. f fyrradag var töluverður sjór og átta vindstig, og í gær var ekkert leitarveður, þótt hann væri heldur farinn að ganga niður. • Engin sild í Kolluál Eins og skýrt var frá í Morgun blaðinu i gær, tilkynnti b.v. Sig urður, að hann hefði orðið var við síld í Kolluál um 60 sjó- mílur undan Jökli. Höfrungur III. hélt á staðinn og kastaði nótinni einu sinni, án þess að fá nokkra síld. Eigi að síður lóð aði þarna á einhverju, en þeir á Höfrungi III. gátu ekki gert sér grein fyrir því, hvað það var. Báturinn var væntanlegur til Akraness kl. 19 í gærköldi, en síðan átti að halda aftur á síld norður fyrir. ÞESSA dagana er unnið að upp« setningu tveggja mikilla geyma við eina borholu Hitaveiturinar inni við Laugarnesveg. Hefur nokkuð borið á því í Laugarásn- um og Laugarnesi að í stað heits vatns, sem koma á úr borhol- unum, streymir loft inn á ofna í íbúðum, og hafa margar kvart- anir borizt vegna þessa. Geym- ar þessir ,sem eru smíðaðir af Borgarsmiðjunni í Kópavogi, vega 10 tonn hvor og taka um 13 tonn af vatni. Mun heita vatn- ið í borholunni renna um geym- ana, en í þeim eru tæki, sem skilja vatnið frá loftinu. Er búizt við, að þeir verði teknir í notk- un í vetrarbyrjun. Börn fremja hervirki í ný- byggðu húsi á Seltjarnarnesi Gunnar Carls Billich, píanóleikara. Matthías Dansleikur veröur um kvöldið. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD brut- nst nokkur börn inn í nýbyggt hús á Seltjarnarnesi og frömdu þar margvísleg skemmdarverk. Verið er að mála húsið, senrt stendur við Miðbraut 13, og fór eigandi þess, Einar Þórðarson, raffræðingur, byggingafulltrúi Seltjarnarneshrepps, burt úr hús inu kl. 20.15 í fyrrakvöld. Þegar hann kom aftur kl. 23.30, sá hann, að brotizt hafði verið inn í húsið um svalahurð og alls kon ar spjöll unnin. Skrúfað hafði verið frá krana í eldhúsi, og var um 2 cm djúpt vatn í íbúðinni, en húsið er einbýlishús á einni hæð. Úr Einars, sem hann hafði skilið eftir, hafði verið látið undir bununa. Á gólfin hafði ver ið hellt niður úr málningardós- um„ fernisolíubrúsum og terpen- tínukútum. Þessu hafði verið hrært .saman, en sumu klínt á veggina. í súpuna hafði verið dreift skrúfnöglum, sandpappír, heilum sementspoka og fleiru, sem allt skemmdist meira eða minna. Barnahjól hafði verið málað, ný málningarrúlla (drag- kefli) eyðilögð, kústi og málning arbakka hent út á blett, — 5 — 6 kókflöskum stútað, viftuvél hent ofan í vatnstunnu og fleiri skemmdarverk unnin. Einar var staddur í húsi sínu í gærkvöldi á sama tíma og her- virkið hafði verið unnið í fyrra- kvöld. Komu þá þrír drengir í húsið. Gekk Einar á þá, og kom í ljós, að einn þeirra hafði tekið þátt í skemmdarverkunum kvöld ið áður. Höfðu þar að verki verið 6 — 7 ára börn; bæði drengir og telpur. Sögðu nýliðarnir, að ein telpan hefði ætlað að ná viftunni upp úr vatnstunnunni aftur, en einn drengurinn þá málað telp- una alla. Ekki hafði Einar talað við foreldra barnanna í gær. kvöldi, en hreppstjóri Seltjarnar neshrepps hafði þá tekið málið til athugunar. Nokkur brögð eru að því, að börn vinna skemmdarverk í hálfsmíðuðum og mannlausum húsum. Ættu foreldrar að gæta þess, að börn þeirra séu þar ekki að leik, því að þau geta skemmt fyrir töluverðar upphæðir, auk þess sem slysahætta getur stafað af veru þeirra þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.