Morgunblaðið - 27.08.1964, Qupperneq 17
Fimmtudagur 27. águst 1964
MORGUN BLAÐIÐ
17
Kristilegt s|ó
mannastarf
Þessi mynd er af sýningunni áLaugavegi 26 og sýnir hún tillögu Björns Olafs, sem hlaut fyrstu
verðlaun í samkeppninni. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Sýning á verð-
launateikningum
ALLIR sem eitthvað þekkja til
sjómennsku, vita um hinar erf-
iðu aðstæður sem sjómenn oft
eiga við að búa. Margir eru
fjarri heimilum sínum um lang-
an tíma, og fara því margs á mis
sem annars væri. Oft reynir á
þrek og dug í samskiptum við
hamfarir náttúrunnar, og sjálf-
sagt finnur þá margur til van-
xnáttar síns og viðurkennir að
sá er einn sem ræður yfir vindi
og sjó, og að hann hefir mátt
til að lægja hinar hæstu öldur,
og vísa skipinu heilu og höldnu
til hafnar eins og á Genesere-
vatninu forðum.
En hvað tekur þá við? Ef til
vill eru þeir eftir sem áður,
fjarri öllum vinum í ókunnri
höfn. Margir velja þá samfylgd
með Bakkusi, og reyna með að-
stoð hans að skemmta sér og hafa
það gott þann frítíma, sem gefst,
en oftast fer það svo að Bakkus
tekur sér alræðisvald yfir þess-
um mönnum, og þeir verða því
nauðugir, viljugir að hlíða í einu
og öllu. Afleiðingarnar verða því
dapurlegar ef ekki sorglegar, svo
þegar aftur er komið til skips,
hefir pyngjan létzt tU muna, en
vonbrigði og söknuður aukist að
sama skapi hið innra með mann-
inum. Aftur er svo haldið út á
hafið, og beðið næsta tækifæris
til þess að endurtaka þennan
sorgarleik.
AUt er gert til að auðvelda
þessum mönnum, ásamt allri
þjóðinni, aðgang að sölum Bakk-
usar konungs hins grimma. Svo
virðist sem það sé orðið stórt
kappsmál hjá bæjar- og sveitar-
félögum að hafa sem flesta slika
staði innan sinna vébanda, og
gera það meira að segja í nafni
menningarinnar. Rikið er látið
vérzla með áfengi, og þjóðinni
hefir jafnvel verið fluttur sá
boðskapur um áratugi að hún
geti ekki Ufað mannsætmandi lífi
án þeirra fölsku tekna sem þessi
verzlun gefur af sér. Oft er svo
langt gengið til að greiða fyrir
þessum óheiUavænlegu viðskipt-
um, að jafnvel opinberir aðilar,
haldi hlífiskildi yfir leynivínsöl-
um sem afgreiða almenning á
hvaða tíma sólarhringsins sem
er.
Það ber þvi ekki sjaldan við
er sjómenn koma til hafnar að
næturlagi að þeir séu orðnir
drukknir þegar dagur rís. En er
þá ékkert gert til að hjálpa sjó-
mönnum í þessum efnurn? Jú, á
nokkrum stöðum eru sjómanna-
stofur eða heimili, auk þess starfs
sem ég undirritaður hefi aðallega
séð um í nafni Selem safnaðar-
ins á ísafirði, og 'nánar verður
vikið að síðar. Öllum þeim aðil-
um, og öðrum sem að þessu mál-
efni vinna, ber að þakka. Þetta
eru spor í rétta átt. En betur má
ef duga skal. Það þurfa að risa
upp mikið fleiri sjómannastofur
og þær eiga að vera reknar á
kristilegum grundvellL þar sem
gætt sé fyllstu reglusemi og sið-
gæðis, í beinni andstöðu við
drykkjukrárnar. Þar eiga sjó-
menn að geta verið óhultir fyrir
hinum skaðlegu áhrifum og freist
ingum Bakkusar, en notið hollra
veitinga, lesið góðar bækur, eða
blöð, skrifað til vina sinna o.s.frv.
Einnig er þeim veitt margvísleg
iþjónusta og fyrirgreiðsla, t. d.
með póst, peninga o. fl. Þá er
þeim að sjálfsögðu gefið tæki-
færi til að vera á kristilegum
samkomum, en það eitt getur
haft ómetanlega þýðingu. Hefi
ég þar fyrir mér, mína eigin
reynslu og margra annarra. Á
einni slíkri sjómannasamkomu
sem haldin var fyrir 31 ári síðan
á norska sjómannaheimilinu á
Siglufirði, urðu hin mestu
straumhvörf í lífi mínu. Þá mætti
ég Jesú Kristi sem mínum per-
sónulega Frelsara, og hainn frels-
aði mig frá glötuninni og leysti
mig undan ofurvaldi áfengis og
tóbaks og margra annarra synd-
samlegra nautna. Þetta gat ekki
gerzt fyrir minn eigin kraft, en
aðeins fyrir hans frelsandi mátt.
Jesús er kominn til að leita að
hinu týnda og frelsa það“. Lúk
19:10. L<ofað sé hans blessaða
nafn! Þetta rætist bókstaflega
hvar sem við honum er tekið.
Samanber orðin í Jóhannesar-
guðspjalU 1:12. Þá skal með
nokkrum orðum vikið að Selem
sjómannastarfinu. Við höfum
ekki sjómannastofur hér, en ég
trúi því, að það sem gert er,
verði undanfari þess að hér eigi
eftir að rísa af grunni veglegt
sjómannaheimili, fyrir Guðshjálp
og góðra manna. Við höfum að-
eins fremur lítinn samkomusal,
en þangað hafa þó æðimargir
ARKITEKTAFÉLAG íslands
stendur um þessar mundir fyrir
sýningu á verðlaunateikningum
úr samkeppni um tillögur um
heimavistarskóla, sem fyrirhug-
að er að byggja að Reykjum í
A-Húnavatnssýslu. Efndu fræðslu
ráð A-Húnavatnssýslu og fræðslu
málastjórnin til þessarar sam-
keppni í apríl sl. Tíu tillögur bár-
sjómenn lagt leið sína, bæði á
samkomur, og svo er þeim hefir
verið sérstaklega boðið á stór-
hátíðum, og eftir því sem ástæð-
ur hafa verið til, og menn hafa
verið lengi fjarri heimilum sín-
um. Eru þá frambornar ókeypis
veitingar, lesið Guðs orð, sungið
og ræðst við. Hafa það verið
blessaðar samverustundir, sem
margir munu eiga góðar minn-
ingar frá. Á jólahátíðinni er út-
býtt pökkum til þeirra sjómanna
sem eru hér í höfn og ekkert
athvarf eiga hér, einnig til þeirra
skipa sem til næst, og vitað er
um að verði á hafi úti um há-
tíðina.
Sl. ár var t. d. útbýtt jólapökk-
um til 92 íslenzkra sjómanna og
227 erlendra. Á aðfangadag var
farið á sjúkrahúsið með pakka
til þeirra sjómanna sem þar
voru, en alls var á árinu vitjað
75 sjómanna á sjúkrahúsinu svo
oft sem auðið var og þeim lánað
bækur og blöð o. fl.
Fylgt hefir verið þeirri reglu
að gefa kristileg blöð og rit í
öll skip sem náðst hefir til, og
var á síðastliðnu ári gefið Guðs
orð til 6130 erlendra manna frá
27 þjóðum, íslenzkir sjómenn
hafa ekki verið taldir, en þeir
eru af eðlilegum ástæðum marg-
falt fleiri. Þá hefir það komið
ust og voru þrjár þeirra verð-
launaðar. Fyrstu verðlaun, 75
þús. krónur, hlaut tillaga Björns
Ólafs, Ránargötu 29, en hann
hefur undanfarin ár stundað
nám í byggingarlist í París. Önn-
ur verðlaun, 50 þús., hlaut til-
laga Jörundar Pálssonar, arki-
tekts, Háteigsvegi 12, Þorvalds
S. Þorvaldssonar, arkitekts,
fyrir þegar mörg skip hafa verið
í höfn, að rýmt hefir verið til
í salnum, borð sett fram, og
gnægð góðra bóka og ritföng, til
frjálsra afnota, hafa menn notað
sér þessi tækifæri. Hér skal einn-
ig notað tækifærið að þakka
utansafnaðarfólki sem veitt hefir
oss hjálp í sambandi við jóla-
pakkana, svo og öllum öðrum
sem á einn eða annan hátt hafa
sýnt þessu starfi vinarhug og
góðan skilning. í þessu sambanli
langar mig til að vekja sérstak-
lega athygli á því sem tíðkast
mikið erlendis en það er að
kvenfélög og saumaklúbbar vinna
mjög mikið að því að útbúa jóla-
pakka til sjómanna, oft eru þá
skrifaðar persónulegar kveðjur
eða árnaðaróskir með. Er þetta
svo sent til næsta sjómannaheim-
ilis sem svo sér um dreifingu
þess. Einnig er tekið á móti ó-
pökkuðum gjöfum, er það þá
pakkað á sjómannaheimilinu.
Þessu beini ég hér með til ís-
lenzkra kvenna til athugunar.
Væri mér ljúft að taka á móti
slíkum gjöfum og koma þeim til
sjómanna sem ekki eiga þess
kost að dvelja með ástvinum sín-
um um jólin. Undirbúningur að
þessu ér oft hafinn strax að
sumrinu, enda getur það valdið
erfiðleikum að fá mikið í hend-
Dunhaga 19 og Jóns Haraldsson-
ar, arkitekts, Mímisveg 8. Þriðju
verðlaun hlutu Helgi Hjálm^ps-
son, arkitekt, Bogahlíð 13 og vil-
hjálmur Hjálmarsson, arkitekt,
Kvisthaga 29.
Heimild til þátttöku i sam-
keppni þessari höfðu allir með-
limir Arkitektafélags íslands og
námsmenn í byggingarlist, sem
lokið hafa fyrri hluta prófi við
viðurkenndan háskóla í bygging-
arlist.
Sýningin á verðlaunateikning-
unum verður opin þessa viku í
húsakynnum Byggingaþjónustu
Arkitektafélags íslands að Lauga
vegi 26.
ur rétt fyrir jól, og útilokað að
ná til þeirra sem úti verða um
hátíðina. Yfirleitt má segja að
því hafi verið vel tekið meðal
sjómanna, iþegar Guðs orði hefir
verið útbýtt á meðal þeirra, um
iþað bera vitni góðar viðtökur um
borð í skipunum og mikill fjöldi
þakkarbréfa, sem berast frá inn-
lendum og erlendum sjómönnum,
eða aðstandendum þeirra. Það er
bæn vor, að þeir meigi ávallt
hafa Guðs orð sem „leiðarstein
I stafni“ og taki af hjarta undir
með skáldinu sem kvað þannig.
Og stundum sigli ég blíðan byr.
Og bræðra samfylgd þá hlýt ég;
og kjölfars hinna, er fóru fyrr.
Án fyrirhafnar þá nýt ég.
í sólarljósi er særinn fríður.
Og sérhver dagurinn áður líður.
Er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má.
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á.
Svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur.
En ljúfur Jesús á öldum gengur.
Um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór.
Og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né
sjór. Því skipi er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það
áður; því valdi er særinn og
stormur háður. Hann býður:
„Verði blíðalogn!“
Að lokum skal það tekið fram
til að fyrirbyggja allan misskiln-
ing að allt þetta starf er unnið
sem sjálfboðastörf án nokkurra
launa, jafnhliða þeim störfum
sem hinn venjulegi verkamaður
verður að vinna sínu heimili og
fjölskyldu til framfæris. Eigi að
síður sagði Jesús, að launin
væru mikil í himninum öllum
þeim til handa sem á einn eða
annan hátt getur leitt eina
mannssál inn á mjóa veginn sem
liggur til eilífa lífsiss. í þeirri
trú verður þetta starf rekið hér
eftir, sem hingað til.
Að endingu vil ég svo senda
mína beztu kveðju til allra sjó-
manna fjær og nær. Guðs náð og
blessun sé með ykkur öllum.
fiíirfús R. Valdimarsston.
FLÍSALÍIVi
er ódýrt og auðvelt í notkun.
Fæst í flestum byggingavöruverzlunum.
Stúlka óskast
frá 1. sept. í mjólkurbúðina Langholts-
vegi 49, einnig sendisveinn frá 15. sept.
A £Uli n IXcUcli,
Langholtsvegi 49.
TIL SÖLIJ STRAX
JAFNVEL FALLEGRI EN NÝR.
Upplýsingar: SVEINN BJÖRNSSON & CO.
Garðastræti 35 Sími 24204.