Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐID Fimmtudagur 15. okt. 1964 Halló farmenn Hefi 2 samliggjandi stofur og einnig 2 herb. til leigu. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjud., merkt: „Farmenn — 9059“. Ryðbætum bíla með plastefnum. — Árs- ábyrgð á vinnu og efni. Sólplast hf. (bifreiðadeild) Dugguvogi 15. Sími 33760. Svefnbekkir - svefnsófar - svefnstólar - sófasett Klæði gömul húsgögn. Bólstrun Ásgríms Bergstaðastr. 2, sími 16807 B BLÝ Kaupum blý hæsta verði. Ámundi Sigurðsson málmsteypa Skipholti 23, sími 16812 Brunagjall — mulið og ómuhð, ein- angrunar- og uppfyllingar- efni. Sími 14, um Vogar. Volkswagen ’63 í fyrsta flokks lagi til sýnis og sölu að stekkjaflöt 19, Garðahreppi. Sími 40206. Múrarar — Múrarar Vantar múrara og verka- menn. Kári Þ. Kárason múrarameistari. Sími 32739. Vil selja Chevrolet ’53 til niðurrifs, ódýr. Uppl. í síma 2064, Keflavík. Tvær stúlkur utan af Iandi óska eftir herbergi. Sími 21909. íbúð óskast Húsamálara vantar íbúð sem allra fyrst. Tvennt full orðið í heimili. Má vera í gömlu^ húsi sem þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 14532. Reglusöm stúlka vön afgreiðslustörfum og ýmsu fleiru, óskar eftir vel launuðu starfi. Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt: „Ábyggi leg — 9063“. Tökum hesta í hagagöngu Skjól og grasgott land. — Upplýsingar að Brautar- holti, sími um Brúarland. íbúð óskast 2—4 herbergja íbúð óskast nú þegar. Reglusemi. Uppl. í síma 51085. Keflvíkingar Til sölu er Opel Capitan og fleiri bílar á Greniteig 12. Uppl. eftir kl. 8 á kvöld in. Sími 1415. Kæliskápar Tökum að okkur sölu á vel meðförnum notuðum kæli- skápum. Rafróst, Ingólfsstræti 8. Sími 10240. Brúin á Fnjóská var smíðuð sumarið 1908. Var hún þá lengsta bogabrú á íslandi og þóbt víðar vaari leitað, 37 metra á milli stópla. Það var danakt ve rk f ræðiniga/félag, Ohristiani & Nielsen, sem ták að sér brúar smíðina. Verk- stjórinn var danskur, Refstrup að nafni, en verkamenn voru íslenzkir. Vorið hafði verið kalt og lá Fnjóská niðri í grjótL Veittist þvá létt að koma fyrir sboðum undir steypubogann og síðan mótum fyrir hann. Var byrjað á bog- anum samtímis beggja vegna ár og síðan var miðhlutinn steyptur, en eftir var að ganga frá báðum megin við miðhlut- ann og tengja hann við álm- urnar út frá stöplunuim. Vor- ið hafði verið óvenjulega kalt en seint í júní breyttist veðr- átta skyndilega og gerði ofsa- hita. Hljóp þá svo mikill vöxt ur í Fnjóská, að yfirborð henn ar hækkaði um 7 metra. Sóp- aði vatnsflaumurinn burt öll- um sboðum og styttum, sem komið hafði verið fyrir í ánni og féll þá miðhluti brúarinn- ar niður. Verktaikamir voru þó ek'ki á því að gefast upp, heldur var þegar byrjað á nýjan Ieik ag var brúin fiull- gerð þá um sumarið. Þetta þótti mjög merkilegt mann- virki og notuðu verktakar myndir af brúnni í auglýsing- ar sínar víða um lönd, bæði vegna þess að þá var ekki til í Norðurálfu jafnlangur steypt ur steinbogi, og auk þess þótti brúin fögur með afbrigðum. — Þessi brú er enn einhver fegursta brú á íslandi, bæði spengileg og formfögur. Við sporð hennar er líka einn af fegurstu stöðum landsins Vaglaskógur, og er hvort öðru samboðið, brúin og skóg urinn. Umferð um brúna hefir I verið afar mikil, því um langt skeið lá um hana eina bílfæra" leiðin til Norðausturlands. En síðan gerð var önnur brú á ána niðri í Dalsmynni og veg- ur lagður þangað, hefir minnk að urnferð um gömlu brúna, enda er nýja leiðin öruggari vetrarvegur heldur en leiðin yfir Vaðlaheiði. 60 ára er í dag Hans Kr. Eyjólfsson, bakarameistari Rauðalæk 53. Hann verður að heiman í dag. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Halldóra Mar- grét Halldórsdóttir, stud. phil. og Heiðar Þór HaiLgrímsson, verk- fræðingur. 10. þ.m. hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Finnbjöng Hákon ardóttir, Seljaveig 33 og Georg Ægisaon, Brekkngerði. Styrktarsjóður Stein- unnar og Þórðar HINN 24. 8. '63 stofnuðu vinir hjónanna Steinunnar Ólafsdótt- ur, hjúkrunarkonu, og Þórðar Jónssonar, yfirboilvarðstjóra, síð ast til heimilis við Nordre-Fri- havnsgade 31 í Kaupmannahöfn, sjóð til minningar um þeirra fjöi- þætta starf í þágu íslendinga. Skipulagsskrá sjóðsins hefur verið samin og hún staðfest af fiorseta íslandis. í skipulags- skránni segir, að sjóðurinn sé stofnaður með kr. 20.000.00 og tekjum hans skuli varið til styrkt ar börnum, er þurfa að leita sér ÞEKKIRÐU LAIMDIÐ ÞITT? lækninga erlendis og þá einkum í Kaupmannahiöfn. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, Bergsveinn Ólafsson, augn læknir, sem er formaður, frú Ingibjörg Ólafsdóttir, Ljóaheim- um 1 og frú Victoría Blöndal, Vesturgötu 50 a. Minningarkort sjóðsins íást á eftirfarandi stöðum: Bókabúð Máls- o.g menningar, Laugavegi 18. Bókaverzlun ísa- foldar, Austurstræti 8. Forstöðu- 'konu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, Viktoríu Blöndal, Vesturgötu 50 a, sími 15182. Ingi- björgu Ólafsdóttur, Ljósheimum 1, sími 35175, Dýrleifu Ármann, Miðstræti 7, sími 15370, og á Akureyri hjó: Maríu Sigurðar- dóttur, Snyrtistofunni „FjóLu“, Brekkugötu 9. Sjóðnum hafa þegar borizt þessax minningar- gjafir: áofCía Kriistinsdóttlr 200: Unnvr og Th. Smifch 1000; Málfr. Eiaarsd. og Guðjón Eiriksson 100; Jóh. og Jón Pálsson 200; Friðgeir Guðjónsson og fjölsk. 400; Jón Á. Jakobsson og fjölsk. 200; Ámí Bjömsson og fjölsk. 100; Asa Stína IngóLfsdófctir 100; Óskar Vig- fússon og fjölsk. 100; Þóra Jónsdófctir 50; Steinunn og Ólafur PáLsson 200; GyLfi Þ. Gíslason og frú 500; Hrafn- hikiur og Tryggvi Briem 500; Gunn- Laug og Bjarni Guðmundsson 100; Nanna og Hafsteinn Thonsteinsson 100; NN 100; Kristín og Steindór Hatines- son, Siglufirði 500; Erla og Ólafur Geirsson 2.000; VB 500; ÍF 200; Sig- ríður S. Guömundisdófctir 200; HG 100; Valg-erður og Steingr. J. t>or- sbeinsson 500; Guðl. GLsLason 100; Stígur, Svanfríður og El-fa Dís, ísaf. 300; EK 400; HiLdur I>o rsbe insdótt i r 500; María Jónsdóttir 100; Hjörtur E. Guðmundsson 100; BB 300; Guðfinna Ármannsdóttir 50; B og Þ 200; GK 300; Gunnl. Eiíasaon 200; Ranka 200; Guðrún Kristinsdóttir 50; Ásthildur Egiieson 200; Ingiójörg og Gunnar Sigurðsson 1.000; Sbefiamía Ármanns- dófctir 1.000; Kristín og Gunnar Eyjólfs son 1.000; Valdimar Ólaisson og fjölsk. 500; María Sigurða-rdóttir 1.000; Ámundi Ámundason 500; Fríða Sæ- mundsdóttir 75; Minningargjöf ium Guðbjörgu Jónadóttur Granaskjóli 16, frá Guðbjörgu Sveinbjamardóttur, A«kureyri 1.000; Spakmœli dagsins Hugsjónir er ekki annað en sannleikurinn séður í fjarska. — Lamartine. Ekki mun ép skilja yður rftir mun- aðarlausan. Ég kera til yðar (Jóh. 14, 18). f dag er ftmmtudagur 15. október og er það 289. dagur ársins 1964. Eftlr lifa 71 dagar. 26. vika sumars byrjar. Árdegisháflæði kl. 1.27. Sið- degisbáfiæði kl. 14. 08. Bilanatilkynninf'ar Ratmagns- veítu Reykjavíkur. Simi 24361 Vakt allan sólarhringinn. Slysavarðstofan i Heilsuvernd arstöðinni. — Opin allan sólir- hringinn — simi 2-12-30. Næturvörður er í Vesturbæj- arapóteki vikuna 10/10—17/10. Sunnudagsvakt í Austurbæjar- apóteki. Neyðarlæknir — sími 11510 frá 9—12 og 1—5 alla virka daga og lau rardaga frá 9—12. Kópavogsapotek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 'augardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl. 1 — 4. Holtsapótek, Garfísapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla yirka daga kl. 9-7, nema laugar« daga frá ki. 9-4 og heigidaga 1-4 e.h. Simi 40101. Nætur- og helgidagavarzla lækna í Hafnarfirði vikuna 10. til 17. október: Helgidagavarzla laugardag til mánudagsmorguns 10. — 12 Ólafur Einarsson. Að- faranótt 13. Eiríkur Björnsson. Aðfaranótt 14. Bragi Guðmunds- son. Aðfaranótt 15. Jósef Ólafs- son. Aðfaranótt 16. Kristján Jóhannesson. Aðfaranótt 17. Ólafur Einarsson. Næturlæknir í Keflavík frá 12/10—20/10 Jón K. Jóhanns- son, sjúkrahúslæknir, simi 1800. Orð Mfsins svara 1 sima 1000« St.\ St\ 596410157 — VIII. M.H. RMR - 16 - 10 - 20 - SPR - MT - HT, I.O.O.F. 5 == 14610158^ = U.M. Æskulýðsvika K.F.U.M. 09 K. Á samkomunni í kvöld tala Þórður Möller, yifirlækn- ir, Hraifnihildur Lárusdóttir og SLgríður Pétursdóttir. Yfir- skrift kvöldsins er: „YDUR BER AÐ ENDURFÆÐAST". Mikill söngur og hljóðfæra- sláttur, allir velkomnir. Sam- koman hefst í húsi félaganna kl. 8.30. GAMALT oc con Þei, þei, og haf ei hátt, hér Junar undir, er stigið ekki smátt um fold og grundir. Málshœttir Fyrst er visirinn, svo er berið. Fáir eru vinir hins snauða. Flestir eru vinir meðan vel gengur. VÍSUKORIM Er vetur byrgir sólar sýn og sést ei brún af degi, alltaf lýsir ástin þín alla mína vegi. Stefáin Stefánsson Siglufirði Lítill lögregluþjónn Þetta er minnsti lögregluþjónn inn í London. Hann er aðeins 5 ára og heitir Magnus Grim- mond, sonur leiðtoga Frjálslynda flokksins í Bretlandi, Jo Grim- monds. Drengurinn ætlar í dag alls ekki að feta í fótspor föður síns, en lögregluþjónn vill hann verða, og pabbi hans gaf honum um daginn lögreglubúning, svo að nú getur hann leikið sér í hverf- inu sínu og hjálpað lög- reglunni að halda uppi lögum og reglu. Aldrei hefur lifað óhamlngju- samari kona en þessi á myndinni, sem hét Gretel Meyer, sem hafðl tvær tungur, en gat ekki talað. Hún átti heima í FrankfurL Um hana er skrifað í Medical Record og einnig Courier Medical i FrakklandL Þetta er ákaflega sérstætt tUfelli, þótt það sé ekkl einsdæmi. sá NVEST bezti Fögur leikkona koni á stríðsárumim irm í henmannaspítala. „Drápuð þér nazista?“ spurði hún hermanninn í fynsta rúminu. „Já. einn,“ sagði hann. „Hvora höndina notuðu þér?“ „Hægri höndina.“ LeLkkonan laut þá nLður og kyssti á hægri hönd hans. Hún gekk að næsta rúmi og spurði sömu spurningar. „Já, ég drap möng hundruð nazista," sagði hermaðuiinn. ,Og með hvorri höndinni dnápuð þér þá?“ Henmaðurinn reis ákafur upp vlö dogig oig sagði: ,Æg beit þá alla á barkann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.