Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 2
MORGU NSLAÐIB
Fimmtudagur 15. okt. 1964
Umfangsmikil leit
geri að Sæfelli
Ekkert hefur fundizt af bátnum
HÆTT hefur nú veriff skipulegri
3eit að Sæfellinu frá Flateyri,
sem saknað hefur veriff síðan
aðfaranótt sunnudags, en gerð
verður tilraun til að leita vestan
tii oig setja menn á land af sjó
aniili Straumness og Hornvíkur.
<Og eins verður haidið áfram að
svipast um eftir bátnum. Hefur
farið fram mjög umfangsmikil
ieit bæði með sjó og úr lofti, en
án árangurs. Á bátnum eru þrir
menn: Haraldur Olgeirsson, skip-
stjóri, Ólafur Sturluson og Sævar
Sigurjónsson, allir frá Flateyri.
Allir leitarmenn, sem leituðu
Strandirnar, allt frá Ingólfsfirði
að Hornvík, eru nú komnir aft-
ur. í>að voru bændur, björgunar-
sveitin á ísafirði og vitavörður-
inn í Látravík, sem leitaði mjög
mikið með heimilisfólki sínu
milli Barðsvíkur og Hornvíkur,
en það þótti líkjegur staður til
að bátinn hefði rekið að landi.
Úr lofti leituðu flugvélar
Landhelgisgæzlunnar og Björns
Pálssonar. Var flogið með
Ströndum, allt sunnan frá botni
Steingrímsfjarðar og norður
fyrir og leitað þétt net út á sjó
frá ströndinni og gisnara leitar-
net náði langt á haf út (sjá
meðfylgjandi kort). En ekkert
hefur enn fundizt í þessari leit,
Verður reynt að koma mönnum
á land til að leita sunnan við
Straumnes.
tM
40-
Landhelgisgæzlan hefur gert þetta kort yfir leitarsvæðið, sem
farið var yfir í leitinni að Sæfelli á tveimur dögum. Leit
að var eftir þéttriðnu neti á sjó út og síðan gisnara langt út á
haf, og með ströndum fram frá Steingrímsfirði og norður fyrir.
Vatnsæð í Grensás-
vegi skemmdist
og vatnið flœddi i hitaveitustokkana
I GÆRMORGUN gerði grafa,
sem var að vinna að hitaveitu-
framkvæmdum, gat á aðalvatns-
æð á Grensásvegi. Varð af þessu
mikið vatnsflóð og vatnslaust
varð á stóru svæði, en búið var
að gera við æðina um hádegi.
Þetta óhapp varð um kl. 8,30
um morguninn, er grafa frá Vél-
tækni lenti á 35 sm. vatnsæð.
Við þetta fylltust stokkar hita-
veitunnar og vatnið flæddi gegn
um dælustöðvarhús.
Ekki er talið að verulegar
skemmdir hafi hlotizt af þessu.
í dælustöðvarhúsinu skemmdist
ekkert, og megnið af einangrun-
Framkvæmda-
stjóri sakaður
um fjárdrátt
FRAMKVÆMDASTJÓRI verzl-
unarfyrirtækis í Reykjavik, hef-
ur verið sakaður um fjárdrátt.
Fyrirtæki þetta er hlutafélag,
þar sem þrír aðilar eru aðaleig-
endur, og hafa tveir kært þann
þriðja, sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri, fyrir að hafa dreg
ið sér tæpar 266 þús. kr.
Þar sem framkvæmdastjórinn
er búsettur.í umdæmi Gullbringu
og Kjósarsýslu, hefur fulltrúa
bæjarfógetans í Hafnarfirði ver-
ið falið málið til rannsóknar, og
hefur sú rannsókn staðið yfir um
nokkurn tíma. Mbl. fékk þær
upplýsingar hjá Gunnari Sæm-
undssyni fulltrúa bæjarfógeta í
gær, að málið væri nú í bók-
haldsrannsókn.
„Vilhjálmur
Stefánsson
kemur 20. okt.
HIN NÝJA flugvél Loftleiða,
Vilhjálmur Stefánsson, er vænt-
anleg hingað til lands þriðju-
dagsmorguninn 20. þ.m. Héðan
íer flugvélin áfram til Luxem-
borgar o.g verður hún fullsetin
farþegum frá New York.
Flugstjóri í þessari fyrstu ís-
landsför Vilhjálms Stefánssonar,
annarrar af hinum tveim RR-400
fmgvélum Loftleiðæ verður
Kristinn Ólse1?
Ók clauöatirukk-
irm á lögrejlubíl
DRUKKINN ökumaður ók á lög
reglubíl í fyrrinótt eftir að hafa
óhlýðnast ítrekuðum stöðvunar-
merkjum. Þetta gerðist um 2
leytið á Skúlagötu. Hófst eltinga
lcikurinn við gatnamót Ingólfs-
strætis, er lögreglumenn veittu
athygli bíl sem ekið var af ör-
yggisleysi. Gáfu þeir hvað eftir
annað merki um stöðvun, sem
ekki var sinnt
Þegar komið var inn að Skúla
torgi, voru þar fleiri bílar og
álitu lögreglumenn að nú yrði
að stöðva akstur þessa óörugga
bílstjóra, óku fram með bílnúm
og gáfu stöðvunarmerki og loks
fram fyrir hann og stönzuðu. En
bílstjórinn hélt ótrauður áfra'm
þar til hann lenti aftan á lög-
regiubílnum. Reyndist ökumað-
ur svo drukkinn að hann vissi
lítið hvað hann gerði. Hafði bíll
hans skemmzt mikið, en lögreglu
bíllinn minna.
f gærmorgun var komið að
fleiri skemmdum bílum eftir
ökuníðing. Stóðu þrír skemmdir
bílar á Laugarásvegi á móts við
Sundlaugaveg. Hafði einum ver-
ið ekið á hina tvo seinni hluta
nætur. Var annar ejnkum mikið
skemmdur og bíllinn sem
árekstrinum olli mjög mikið
klesstur.
Lögreglan leitaði uppi eiganda
bílsins.
Saittsxli til
heiðuts Muriu
Muuck
í TILEFNI af 75 ára afmæli
Maríu Maack hafa vinir hennar
ákveðið að efna til samsætis
miðvikudaginn 21. okótber í
Sjálfstæðishúsinu. Þeir, eem
vilja taka þátt í samsætinu geta
látið skrá sig á lista, sem liggur
frammi í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar við Austurstræti.
Dr. Poul Didrik-
sen látinn
DR. POUL Didriksen, prófessor
við Hafnarháskóla, er nýlega lát-
inn. Hans var formaður dönsku
málnefndarinnar og talinn einn
fremsti málfræðingur Norður-
landa.
Didriksen var fæddur 1905,
nam málvísindi við háskólann í
Höfn og varði doktorsritgerð sína
þar 1941. Hahn varð síðan prófess
or við Hafnarháskóla 1949. Hann
var um tíma ritstjóri „Ordbog
over det danske sprog“ og hefur
gefið út forn dönsk handritabrot
og einnig danska málfræði.
Didriksen hafði góða sam-
vinnu við íslenzka málfræðinga
og átti mikinn þátt í því að þeir
tóku þátt í norrænu málnefndar
starú.
inni í hitaveitustokkunum
skemmdist ekki. Þó er hluti af
henni steinullareinangrun sem
blotnar, en búizt er við að hægt
verði að þurrka hana með
blæstri.
• •
Olkassar undir
ræsum
UNDIR 3—4 ræsum í þjóðvegin-
um frá Akrafjalli inn að Mið-
felli hefur fundizt óvenjulegur
fengur, 15—17 kassar af íslenzk-
um bjór. Eru rhenn ráðþrota
með skýringar á þessu fyrir-
brigði. En ekki er enn vitað til
að slíks íengs sé saknað neins
staðar.
Hættuleg brú
í ÞRIÐJA skiptið í sumar hefur
bíll farið út af brúnni á Urriðaá
á Mýrum, þar sem er um 4 m.
fall niður. Tveir menn voru í
bílnum, sem lenti út af brúnni
á mánudagskvöld, báðir undir
áhrifum áfengis.
Mennirnir eru nokkuð meidd-
ir, en ekki illa slasaðir. Þeir kom
ust heim á næsta bæ og var
hringt til lögreglunnar í Borgar-
nesi.
Þótti þeim sem náðu bílnum
upp mikil mildi að þarna skyldi
ekki hafa orðið stórslys.
í sumar slasaðist fólk þarna
svo að flytja varð það á sjúkra-
hús á Akranesi og síðan til
Reykjavíkur. Á brúnni er lágt
handrið, sem bílarnir hafa ekiiS
yfir. Brúin er mjög mjó og auk
þess við hana beygja, sem ekki
er nægilega vel merkt.
Svipað slys í Norðurárdal.
í fyrri viku hlekktist bíl á við
brú frammi í Norðurárdal. Þac
er svipuð brú þeirri sem hér er
lýst að ofan. Lenti hjólið á hand-
riðinu með þeim afleiðingum að
bílnum hvolfdi á brúnni og
skemmdist hann mikið.
1 /' NA /5 hnútar S / Sí/ SOhnútsf X Snjókomg 9 Q*» V Shúrir Z Þrumtir W/&i KuUoM HifsskH H Hm» É
i r" ' /ö/o-, X
Á NORÐAN og austanverðu
landinu var í gær eins fallegt
haustveður og frekast getur
orðið, skafheiðríkt og loftið
hreint og tært. Hitinn var þar
4-7 stig. Sunnan lands og
vestan var hitinn 7-9 stig, en
víðast skýjað.
Lægðin, sem sést á kortinu
austur af Grænlandsodda fór
dýpkandi síðdegis og færðist
nær landinu. Leit því út fyrir,
landsynningsrigningu suð-
vestan lands í dag.
Veðurhorfur í gærkvöldi: Suð
vesturland til Vestfjarða og
miðin: Vaxandi SA átt og all
hvasst á miðunum, dálítil
rigning. Norðurland og mið-
in: S-gola og léttskýjað; SA
kaldi og dálítil rigning vest-
antil í dag. Norðausturland:
hægviðri óg léttskýjað. NA-
xnið og Austfjarðamið: hæg-
viðri og skýjað. Austfirðir:
NA-gola, skýjað. Suðaustur-
land og miðin: NA gola, skýj
ar. — Veðurhorfur á föstu-
dag: Suðaustlæg átt og frem-
ur hlýtt, víðast þurrt fyrir
norðan, en dálítil úrkoma
sunnan lands og vestan.
f