Morgunblaðið - 15.10.1964, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.10.1964, Qupperneq 28
!§®(M lELEKTROLUX UMBOÐIt LAWOAVtOI 49 tfmi 21800 wgtmlnfafrife 241. tbl. — Fimmtudagur 15. október 1964 LAND- -kOVER BENZ1N •»« DIESEL í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 14. okt. — Kristbjörg VE 70, eign Sveins Hjörleifssonar, skemmdist mikið af eldi aðfaranótt þriðjudagsins, J>ar sem báturinn lá í höfninni hér. Báturinn var nýkominn af miðunum við Austurland og átti að sigla einu sinni til Þýzka- lands áður en haustsíldveiðar hæfust og var verið að búa hann undir það. En 1 býtið á þriðju- dagsmorgun urðu jnenn, sem voru að fara í róður, varir við reyk aftan til í skipinu. Keynd- ist þar mikill eldur I borðstofu skipverja. Þrír menn sváfu frammi í bátnum og urðu ekki eldsins varir. Tók 3 tíma að ráða niðurlög- um eldsins og urðu miklar skemmdir á bátnum,- mest á alls konar tækjum í brúnni, svo sem fiskileitartækjum, miðunarstöð o. fl., en hversu mikið það er hefur ekki enn verið fullrann- sakað. Er tjónið þó fyrirsjáan- lega mikið og skipið verður að fara í viðgerð. Er verið að reyna fyrir sér um að fá viðgerðina utanlands. Ekki er vitað hver voru upp- tök eldsins, helzt haldið að kviknað hafi í út frá olíukynntri eldavél. — Bj. Guðm. Tannlæknadeildin tekur tvö- falt fleiri nem. í haust \ Þessi mynd var tekin á brim- = \ brjótnum í Bolungarvík síð-f j astliðinn föstudag og geturf i hún gefið hugmynd um þá f i erfiðleika, sem sjómenn áttu f f við að stríða að forðh bátum f i sínum frá að slíta festingar, f i þegar sjóarnir gengu yfir = f brimbrjótinn. (Ljósm. Hallur Sigurbj.) = ...................... ' Vígglaðir veiðimenn VEGFARENDUR, sem óku fram hjá Ferjukoti í gær, urðu vitni að dáðum víg- giaðra veiðimanna, sem þar 'höfðu verið á ferð, líklega að æfa sig fyrir rjúpnaveiðarn- ar, sem byrja í dag. Höfðu þeir sýnt vígfimi sína með því að skjóta tvo svani, sem synt hafa þarna á vatninu að undanförnu, en veiðikjarkurinn þó ekki verið meiri en svo að þeir skildu fuglana eftir úti á vatninu, þar sem þeir eru nú, því ekki er hægt að komast að þeim. Ríkísstjórnin veitir heimild og fyrirheit um fé VEGNA skorts á tannlæknum hefur rikiisstjórnin heimilað Há skóla íslands að skrá til náms í tannlæÉrningum í vetur 15 stúdenta í stað 7 og þann fjölda árlega úr þesisu. En þessi heim- ild felur í sér loforð um aukin framlög á næstu árum til að sjá tannlæknadeifdinni fyrir nauðsynlegum tækjum og auknu húsrými. Mbl. spurði Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, nánar um þessa fyrirlhiuguðu stækkun á tannlæknadeildinni. Hamn sagði, að þó ný innrituðum stúdentum fjölgaði um helming, sé ekki nauðsynlegt að auka húsnæði vetur, því á fyrsta ári sé námið að mestu fræðilegt. En þetta gat Háskólinn ekki gert nema fá fyrirheit hjá ríkisstjórninni um aukna fjárhæð til kaupa á nýjum stólum og öðrum tækj- um strax árið eftir, og síðan verði vandinn leystur áfram, því þó nemendum fjöigi aðeins um 8 núna, þá verður aukning- in 16 árið eftir, 24 þar næsta ár o.s.frv. En þeir sem byrja nú í haust eiga fyrir höndum 5-6 ára nám í skólamum. Ríkisstjómin gerir sér grein fyrir því hve tannlæknaskortur- inn er mikill og því var þessi á- kvörðun tekin nú. í henni felst fyrirheit um aukna fjárhæð strax á næstu fjárlögum, fyrst og fremst til kaupa á nýjum tækjum ög auk þess er fyrirsjó- og bæta við tækniútbúnaði i iniiiiiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiitiiiimiiiihiiiiiiiiiimiiiimiimiiibmiiiimtiiiiiiiiiiiiiii rœndu peninga af 8 ára telpu Allmjög ber nú á þjófnuðum baroa Strákar buddu ALLMIKIH hefur borið á því síðustu dagana að börn tækju peninga og annað ófrjálsri hendi í Reykjavík. Þannig bárust tvær slíkar kærur til rannsóknarlögreglunnar í gær, og margar aðrar hafa bor izt undanfarna daga. Einkum eru það þjófnaðir á vinnustöðum, sem færzt hafa í vöxt. í gær var kært yfir þjófnaði á 250 kr., sem stolið var úr veski á vinnu- stað við Þverholt. Þar sást til barna inni skömmu áður, en þótti ekki grunsamiegt. Þá var einnig kært yfir 600 kr. þjófnaði úr veski, sem var í fötum í fatageymslu fyrir- tækis í Þingholtunum. Á mánudag var stoiið veski með um 200 krónum úr fyrirtæki á Lindargötu. 1 gærdag gerðist það síðan á Lindargötu að 8 ára telpa var send með 1000 kr. í buddu út í búð til að skipta seðlinum. Þegar telpan kom út á götuna réðust að henni tveir strákar, 10—12 ára að því er-hún held- ur, og þrifu af henni budduna og hlupu á brott. Buddan fannst tóm nokkru siðar á Vitatorgi. Telpan lýsir strákunum tveimur svo, að þeir hafi ver- ið 10—12 ára eins og fyrr get- ur, annað ljóshærður og hinn dökkhærður. Þeir sem kynnu að verða varir við óvenjuleg fjárráð barna, eða upplýsingar geta gefið um umrædd mál, eru vinsamlegast beðnir að gera rannsóknarlögreglunni að- vart. lUlltllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllinillllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllimillMtilllllllllllllllti anlegt að ekki verður hæigt að komast af með húsnæði deild- arinnar í Landspítalanum til framtíðar , og verður nýtt að koma til. Aðspurður hvort í ráði sé að byggja nýtt hús fyrir tannlækna deildina, sagði ráðlherra, að mál- ið verði athugað í vetur og fyrr eða síðar hljóti auðvitað að koma að því að það verði nauð synlegt. Mikil síld fyrir austan í GÆR voru síldarskipin að streyma inn á Austfjarðahafn- irnar með allt að 1600 mála afla og Var sums staðar komin lönd- unarbið. Sólarhringinn áður höfðu 23 skip tilkynnt um veiði samtals 23.800 mál. Veður var gott á mið unum og veiddu þau fram eftir morgninum í gær. Síldin er ekki söltunarhæf. Vont skyggni ogsíæmt útsýni úr brúnni Frá sjóprófi vegna áreksfurs Rifsness og brezks togara NESKAUFSTAÐ, 14. okt. — Sjó- próf vegna áreksturs Rifsness og brezka togarans Lord Jellicoe lauk seint í gærkvöldi. Það helzta sem fram kom er þetta: Skipstjórinn á vélskipinu Rifs nes segir að þegar áreksturinn varð hafi skyggni verið 200—300 m. Þeir skipverjar hafi hins veg ar ekki tekið eftir togaranum fyrr en 20—30 m. hafi verið milli skipanna, og kenna um hve slæmt útsýni sé úr stýrishúsi vél skipsins Rifeness. Sé stýrishúsið lágt en hvalbakur mjög hár. Hafi stefni skipanna verið gagn- stæð og skipin skollið saman, stefni vélskipsins Rifsness lent á bakborðsbóg togarans. Kvaðst skipstjóri 'hafa breytt stefnu skipsins um leið og togarans varð vart og það verið að beygja á stjórnborða er skipin skullu saman. Skipstjórinn kvaðst nokkru fyrir áreksturinn hafa orðið var við skip fram undan, en talið það vera til hliðar við stefnu Rifsness. Skipstjórinn á Lord Jellicoe kveðst hafa orðið var við mörg skip, sem hafi verið á leið til hafs, en sérstaklega tekið eftir vélskipinu Rifsnes, er um 1100 m. hafi verið á milli skipanna, og þá í radar. Hefði hann séð vél skipið Rifsnes með berum aug- um er hálfur km. Var á milll skipanna. Hafi hann verið að toga á ca. þriggja mílna ferð og með stjórnborðströll úti og stefnan verið gagnstæð við stefnu Rifs- ness. Þar eð engin breyting ha-fl orðið á stefnu né ferð vélskips- ins 'hafi hann stöðvað vélar skips ins og verið búinn að beygja um 20 gráður á stjórnborða er árekst urinn varð. Útsýni úr brú Rifsness er mjög slæmt, enda heldur lægri en hval bakur skipsins. — Á,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.