Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 26
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. okt. 1964 NORSKI heimsmethafinn komst ekki í úrslitakeppnina Finnski þjóðsongurinn hljóm- aði í staðinn VFRÐI nokkur saga fræg frá Tokíó-leikunum veröur það sorg arsaga Norðmannanna frá spjót- kastskeppninni. Fyrir þrem vik- um setti Terje Petersen heims met í spjótkasti með þeim ótrú- lega árangri 91,72 m. í gær komst hann ekki í úrslitakeppni spjót- kastsins. Hann átti 13. lengsta kast i undankeppninni „aðeins“ 72,10 m. Tólf komust í úrslitin. Pað skorti 21 sm. á að heimsmet- hafinn kæmist í úrslitakeppnina. Hann var fyrirfram talinn sigur stranglegastur að vonum — allir norskir hugir, allir norrænir hug ir fylgdu honum. Hvílikt reiðar- slag fyrir þennan unga Norð mann. Landi hans Willy Rassmus sen var líklegur til að verða einn af 6 í keppninni — eða jafnvel að standa við hlið hans á pallin- um. Já, Norðmenn áttu stórar vonir. En Rasmussen komst held ur ekki í úrslit — hafnaði í 20. sæti í undankeppninni. Undankeppnin fór fram árdeg- is. í>á rigndi í Tokíó, pollar voru víða á veilinum og atrennubraut spjótkastara laus og hál. Að að- stæðurnar voru erfiðar kom fljótt í ljós. Hver af öðrum áttu spjót- kastaramir 27 talsins misheppn- uð köst f>eir runnu til í atrennu og spjótin flugu oft í ranga stefnu. Eitt sinn munaði hárs- breiddv að spjót lenti í japönsk- um starfsmanni. Hann færði stól koll sinn til og settist aftur salla rólegur eins og hann vildi segja, „Gjörið svo vel, næsti“. En taugastríðið varð algert meðal spjótkastaranna. 77 m. kast þurfti til að komast 5 úrslit. Því náði enginn í fyrstu umferð. Terje Petersen kastaði aðeins 61,39. Norðmenn á vellinum stóðu agndofa. í 2. umferð mistókust köstin hjá hverjum af öðrum. Og ekki gekk Terje betur. Hann var svip ur hjá sjón frá fyrri keppni. Spjótið fór illa úr höndum hans, steig og steig- og datt svo beint niður, 66,78 m. En í lok þessarar umferðar kom það óvænta. Svisslendingur inn Wartburg, sem eftir miklar deilur heima í Sviss var valinn til Tokióferðar, enda var sviss- neska metið hans aðeins 75 m., náði nú öllum á óvart tilskildu 77 m. kasti, kastaði rösklega 79 metra. Hann varð eini spjótkast- arinn af 27 í keppninni sem náði tilskildum 77 m. Reglur segja hins vegar svo að minnst 12 menn skuli vera í úrslitum og skuli leita niður fyrir lágmark, ef þröf krefur til að fá þá 12. Hófst nú mikil taugaspenna í sið ustu tilraun forkeppninnar. — Henni lyktaði með þvi að heims methafinn var 13. í röðinni — 21 sm. frá úrslitahópnum. Úrsbtakeppnin var næsta svip laus eftir þetta óvænta atvik. Ár- angurinn slakur miðað við það sem við var búizt. En hinn 23 ára gamli Finni bjar^aði norrænum heiðri. Enn einu sinni er spjót- kastið — þessi víkingagrein — norræn grein á OL, (þó Norð- mennirnir tveir féllu svo óvænt úr leik. Terje Petersen Hlýtur að vera taugalömun — sagði hinn vonsvikni heimsmeistari — Ég skil ekki enn hvað skeði, sagði hinn vonsvikni Norðmaður Terje Petersen við norskan fréttamenn nokkr um stundum eftir að honum mistókst að komast í aðal- keppni spjótkastsins. — Ég er í mjög góðri þjálf- un, hvort sem fólk trúir því eða ekki, ekki lakari æfingu en þegar ég setti heimsmetið. Þetta hlýtur að stafa af ein- hverskonar taugalömun. Ég get ekki fundið aðra skýringu á þessu. — Ég hef hlotið gagnrýni, hélt hann áfram, fyrir að vera kærulaus og fara ekki úr æfingagallanum. En að ég var í honum hefur engin áhrif á atvikið. Venjulega kasta ég í æfingagalla. Nú var ég í þunnum nælongalla sem vegur í raun og veru ekkert. Það skeður stundum að ég er í tveimur eða þremur æfinga- göllum í keppni án þess að það hindri mig — heldur þvert á móti heldur mér heit- um. — Nei, þetta var reiðarslag, segir heimsmethafinn og var eins rólegur og hann hefur hlotið frægð fyrir að vera. Úrslit urðu: Oiympíumeistari Nevala, Finnlandi 82,66 2. Kulscar, Ungverjalandi 82,32 3. J. Lusis, Sovétríkin 80,57 4. J. Sidlo, Pólland 80,17 5. R. Wartburg, Sviss 78,72 6. J. Kinnunen, Finnlandi 76,79 Sennilega munu Svisslending- ar fagna því nú að Wartburg var sendur til Tokíó. Hann færir Sviss 2 stig í stigakeppninni. Mary Rand stekkur Komst ekki í úrslit í Róm — setti heimsmet í Tokíó Bætti OL metið 4 sinnum í keppninni HÚN hefndi sín rækilega fyrir ófarirnar í Róm, enska langstökks stúlkan Mary Rand. Hún var í Olympíuliði Breta 1960 og hafði verðlaunavonir. En þá mistókst henni svo hraparlega í undanrás- um að hún komst ekki í úrslit. I gær stóð hún á efsta þrepi verð launapallsins í Tokíó sem fyrsti sigurvegari í frjálsum íþróttum á þessum OL-leikum. Hún sagði fyrir fram að dapur reynsla sín frá Róm myndi hjálpa sér í Útilokaður til lífstíðar SPÁNSKI hnefaleikakappinn Valentin Loren sem á þriðju- dag réðist á dómarann í kappleik í Tokíó var í gær dæmdur - í Tokíó. Dómurinn var útilokun fyrir lífstíð frá þátttöku í áhugamanna- hnefaleikum. Tokíó. Ja, svo sannarlega hefur það orðið, því Mary Rand setti nýtt heimsmet 6,76 m., bætti hermsmet Tjelskova frá Rúss- landi um 6 sm. og gamli heims- methafinn varð að láta sér nægja bronz. ★ Mary Rasd var í miklum viga móð er hún kom til Tokíó en á fyrstu dögum þar meiddist hún á æfingu og grét hún mjög yfir að allar vonir sínar væru nú hrundar sem spilaborg. En meiðslin voru ekki alvarleg og menn geta ímyndað sér fögnuð þessarar ensku stúlku. Áður en hún náði heimsmetsstökkinu hafði hún þrívegis bætt OL-met ið. Hún var því sannur sigurveg ari. Úrslitin urðu: OL-meistari Mary Rand Bretlandi 6.76 2. Kirzenstein, Pólland 6.60 3. Tjelkova, Sovétríkin 6,42 4. I. Becker, Þýzkalandi 6,40 5. Iscopoleanu, Rúmeníu 6.35 6. Jorgova, Búlgaríu 6.24 í 9. sæti var Berthelsen, Noregi með 6.19. Þekktur brezkur ilþróttafrétta- ritari sendi hraðskeyti heim þeg ar eftir stökkið og sagði: „80 þús. áhorfendur stóðu á öndinni af spenningi. Það ríkti dauðakyrrð á Olympíuleikvanginum". Sannleikurinn var að sárafáir auk mælingamanna og lítils hóps Breta tóku eftir stökki Mary Rand. Meðan hún stökk stóð stríðið í 10 km. hlaupinu sem hæst og allra augu mændu á þá æðislegu baráttu sem þar fór fram við illar aðstæður. Körfuknatfleikur: Bandaríkin cg Rússssr keppa um gullið f KÖRFUKNATTLEIKSKEPPN INNI í Tokíó í gær urðu úrslit þessi: Mexico — Pólland 71—70 Leikurinn var æsispennandi og síðustu 5 mín. munaði aldrei meira en 3 stigum á liðunum. Þetta var fyrsti sigur Mexico og Kruminsh sem er 2.17. ítalía — Kanada 66—54 Um aðra leiki hefur Mbl. ekk- ert borizt, en hér kemur taflan eins og staðan er í körfuknatt- leiknum á miðvikudagskvöld. A-riðill fyrsta tap Póllands. U T Skor S Sovétríkin 4 0 340—233 8 A-riðill U J T M 3 Japan — Ungverjaland 58—41 Póliand 2 1 268—239 7 Þýzkaland 1 1 0 5—1 3 Öruggur sigur í síðari hálfleik ftalía 3 1 283—259 7 Rúmenía 1 1 0 4—2 3 en barátta mikil í fyrri hálfleik Puerto Rico 2 2 265—266 6 Mexico 0 1 1 2—4 1 sem lauk 26—24 fyrir Japan. Japan 2 2 228—224 6 íran 0 1 1 3—5 1 Mexico 1 3 282—315 5 Júgóslavía — Perú 73—64 Ungverjal. 1 3 206—257 5 B-riðiIl Kanada 0 4 204—281 4 Ungverjaland 1 0 0 6—0 2 Ástralía — S-Kórea 65—58 Júgóslavía 1 0 0 3—1 2 Úrslitin voru ráðin í fyrri B-riðill Marokko 0 0 2 1—9 0 hálfleik er Ástralíumenn náðu U T Skor S 31—19. í þeim síðari áttu Ástra- Bandaríkin 4 0 289—169 8 C-riðill líumenn fullt í fangi með mjög Brasilía 3 1 271—241 7 Tékkóslóvakía 2 0 0 11—2 4 sigurviljuga Kóreumenn. Júgóslavía 3 1 295—273 7 Brasilía 1 1 0 5—1 3 Uruguay 2 2 277—286 6 Egyptar 0 1 1 2—6 1 Sovétríkin — Puerto Rico 82—63 Ástralía 2 2 261—272 6 S-Kórea 0 0 2 1—10 0 Rússar léku af öryggi miklu Peru 1 3 229—264 5 og voru aldrei í hættu. Þeir Finnland 1 3 240—283 5 Japan 1 0 0 3—2 2 byggðu leik sinn upp í kringum Kórea 0 4 259—342 4 Chana 0 1 0 1—1 1 Petrov sem er 2.10 á hæð og Argentína 0 1 1 3—4 1 Knattspyrn an í Tokíó í GÆR fóru fram 3 knattspyrnu- leikir í riðlakeppninni í Tokíó. Tékkar unnu Egypta með 5—1; Brasilía vann S-Kóreu 4—0; og Japan vann Argentínu 3—2. Það var ranghermt í blaðinvt í gær að 16 lið kepptu til úrslita. Svo átti að vera en ítalir drógu sig til baka áður en leikirnir hófust vegna gruns um atvinnu- menn í liði þeirra og N-Kóreu- menn héldu heim daginn fyrir leikana af stjórnmálalegum ástæðum. Liðin eru því 14 og skiptast í 4 riðla eru 3 lönd í þeim (af áðurnefndum ástæð- um) og 4 í hinum eins og upp- haflega átti að vera. Staðan i riðlunum er nú þessi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.