Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 17
nmmtuaagur id. oRt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þorsteinn Jónsson sýslumaður — 150 ára minning í DAG, 15. okt., eru 150 ár liðin frá fæðingu Þorsteins Jónssonar, sýslumanns. Hann var fæddur í Skálholti 15. okt. 1814. Foreldrar hans voru Jón Johnsen, umboðsmað- ur, síðast á Stóra-Ármóti, og kona hans, Halla Magnúsdóttir frá Skálmholtshrauni. Hann var útskrifaður úr heima skóla af Árna stiftprófasti Helga- syni 1836. Hóf þá um haustið laganám við Kaupmannahafnar- háskóla og var útskrifaður það- an 1843. Starfaði siðan í Rentu- kammerinu þar til hann var sett- ur sýslumaður og síðar skipaður í Suður-Múlasýslu í júnílok 1846. Setur stiftamtmaður og amt- maður í Suðuramtinu frá 1. ágúst 1849 til 1850. Sýslumaður í Norður-Múlasýslu frá 16. maí 1850 og gegndi, um nokkurra ára skeið, einnig sýslumannsembætt- inu í Suður-Múlasýslu. Árið 1861 var hann skipaður sýslumaður í Þingeyjarsýslu og í Árnessýslu var hann skipaður sýslumaður 7. júní 1867, en fór þangað eigi fyrr en í ágúst 1868. Fékk lausn frá embætti 1878, en gegndi því til 1879. Hann var málflutningsmað- ur við landsyfirréttinn til 1884. Hann var sæmdur kanselliráðs- uafnbót 1. jan. 1860. Auk þess sem hann bjó í Reykjavík, sat hann á Ketilsstöð- um á Völlum, síðan á Húsavík og síðast á Kiðjabergi, en fyrsta árið í Árnessýslu bjó hann á Eyrarbakka. Eins og áður getur var hann fæddur í Skálholti, en 1824 fluttu foreldrar hans að Stóra-Ármóti í Flóa. Hefur hann því verið á 10. ári er hann fluttist þangað. Eins og að líkum lætur, hafa skepnur búsins mjög sótt upp með Hvítá í áttina til Skálholts. Að sjálf- eögðu hefur unglingurinn, Þor- steinn, þá oft verið sendur til leitar að skepnunum. Leiðin ligg- ur þá um bakka Hvítár gegnt Kiðjabergi og varð drengurinn þá svo hrifinn af fegurð staðar- ins, að er hann var orðinn sýslu- maður 1 Árnessýslu og fluttur ' þangað 1868, keypti hann Kiðja- berg og sat þar upp frá því, nema hvað hann bjó um tíma í Reykja- vík vegna starfs síns við lands- yfirréttinn. Var þó að mörgu leyti óþægilegt fyrir sýslumann- inn að sitja á Kiðjabergi vegna vegleysis og sundvatna á allar hliðar. Hlýtur maður því meira að meta fegurðarskyn hans og seskuást á þessum stað, sem hann hafði séð álengdar, en aldrei stigið fæti á. Tryggð hans við þenna stað var ógleymanleg. 1 Jörðin var þá tvíbýlisjörð og fékk hann ábúendurna til að 6tanda upp af jörðinni um vorið. Reisti hann þegar um sumarið 1869 mjög vandað íbúðarhús á jörðinni, enda lagði hann áherzlu É að svo væri, hvað sem kostnað- inum liði. Yfirsmiður var Páll Halldórsson, er síðar varð tengda faðir Þorsteins Gíslasonar, rit- Etjóra. Hann var annálaður smið- ur og mjög vandvirkur. Hús þetta stendur enn, 95 ára. Þodsteinn kvæntist 8. ágúst 1849, Ingibjörgu Elísabetu, dótt- ur Gunnlaugs dómkirkjuprests Oddssonar og konu hans, Þór- unnar Björnsdóttur prests í Ból- etaðarhlíð, fædd 4. júní 1830. Var hún hin ágætasta kona og hvers inanns hugljúfi. Eignuðust þau 4 sonu. Einn þeirra dó nokkurra mánaða gam- all, en hinir náðu fullorðins aldri. Elztur þeirra var Gunnlaugur, f. 1851, þá Jón, f. 1953 og Halldór, f. 1855. Voru þeir allir fæddir á Ketilsstöðum á Völlum. Gunn- laugur bjó mestan hluta aldur eíns á Kiðjabergi og átti þar heima frá 1869—1936. Var hann kvæntur Soffíu Skúladóttur • frá Breiðabólstað og áttu þau 6 börn, eem öll eru á lífi. Jón var kaup- maður í Merkisteini í Reykjavík, •o drukknaði erlendis 1895. Hall- dór var prestur í Landseyjarþing ufn og andaðist í Reykjavík 1914. Þeir voru báðir barnlausir. Þorsteinn mun snemma hafa þótt hið mesta glæsimenni og næsta auðþekktur, þó í stórum hópi væri, þá þekktist hann úr. Hann var mikill vinur Jóns Sig- urðssonar forseta og var meðút- gefandi að VI. árg. Nýrra félags- rita. Konur þeirra voru og mikl- ar vinkonur og skrifuðust á, enda ólust báðar upp í Reykjavík, þó Ingibjörg Einarsdóttk væri tölu- vert eldri. Hann var frændrækinn, vin- fastur og tryggur og hljóp oft myndarlega og stórmannlega und ir bagga með þeim sem vináttu og styrktar þurftu. Hef ég úr ýmsum áttum heyrt af skörungs- skap hans og tryggri vináttu. Embættismaður þótti hann ágætur, reglufastur og einbeittur við hvern sem var. Dómum hans var aldrei breytt af æðra rétti og er slíkt með eindæmum. Heyrði ég talað um það, af óviðkomandi, á barnsaldri, að mjög hefði hans verið saknað sem yfirvalds í Ár- nessýslu, er hann lét af störfum þar. Hefur hann því verið vin- sæll hjá almenningi, sem var þess fullviss, að hann sætti sig aldrei við nema það sem rétt væri. Hann var mikill reiðmaður og átti marga góða hesta, enda fór hann ört yfir og hafði mikil ferða Skólasetningar í Stykkishólmi BARNA og Miðskóli Stykkis- hólms var settur mánudaginn 5. okt. í Stykkishólmskirkju að við stöddum nemendum og aðstand- endum þeirra. Séra Sigurður Ó. Lárusson fLutti bæn en skóla- stjórinn Sigurður Helgason flutti skólasetningarræðu. í skólanum verða í vetur 223 nemendur og er það fleira en í fyrra. í Mið skólanum verða 80 nemendur í 4 bekkjardeildum en í barnaskólanum 143 í 6 bekkjar deildum. Kennarar verða 13 en þar af 8 fastráðnir. í vetur verður að tví og þrí- setja í kennslustofurnar því þar er orðið svo þröngt og er nú orð in brýn nauðsyn á að byggja við skólann, enda um 30 ár síðan hann var byggður og fjölgun mikil síðan. Hefir þegar verið mjög rætt um viðbótarbyggin.gu og drög ha.fa verið lögð að því að hægt verði að koma henni upp eða byrja á næsta ári. Þrengslin i skólanum há nú svo sem er áð- ur sagt mjög allri eðlilegri starf- semi skólans. Heimavist starfar við skólann eins og fyrri ár og er hún þegar fullskipuð eða um 30 nemendur þar. Tónlistarskóli Stykkislhólms hóf starfsemi sína 1. okt. s.l. og er aðsókn að skólanum mikil. Skóla stjóri er Víkingur Jóhannsson. Undanfarið hefir verið safnað meðal bæjarbúa til að kaupa hljóðfæri fyrir skólann og hafa undirtektir verið eindæma góð- ar, þannig að nú næstu daga mun skólinn eignast vandaðan flygel. lög og margar langferðir. Fræg- astur allra hinna mörgu snjöllu garpa hans var „Stjarni", ættað- ur úr Austur-Skaftafellssýslu, er hann eignaðist eftir að hann kom að Kiðjabergi. Orðstýr þessa höf- uðgæðings lifði lengi, langt fram á mína daga, bæði innan héraðs og utan. Á efri árum varð hann fyrir því mikla áfalli, að missa sjón. Fór hann til Kaupmánnahafnar til að leita sér lækninga þar, en það bar engan árangur. Sjón- depran ágerðist og síðast varð hann blindur. En reisn sinni og höfðingsskap hélt hann til hinztu stundar. Hann andaðist að Kiðjabergi 9. marz 1893 á 79. aldursári og var jarðsettur í Hraungerði. Litlu síðar, eða 2. júlí sama ár, andað- ist kona hans, aðeins 63 ára, og var einnig jarðsett í Hraungerði. Skáldin ortu. En dásamlegast finnst mér það sem sálmaskáldið séra Valdimar Briem orti eftir þau bæði. Fyrstu 3 ljóðlínur hvers erindis, eru um hann, en 3 þær síðari um hana. Þau voru bæði vinföst og vin- sæl og létu gott af sér leiða. Blessuð sé minning þeirra. Steindór Gunnlaugsson. MllillllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllliMIIIIIIIIIIIHIIIIIE Egill Benediktsson, bóndi í Þórisdal í LónL Myndin er teking af ljósm. Mbl. Sv. Þorm. í fundarhléi á flokksráðsfundi ^ Sjálfstæðisflokksins. Öllum má vera Ijós | | þýðing landbúnaðarins | Skyndisamtal við flokksráðsmann í fundarhléi EGILL Benediktsson, bóndi í Þórisdal í Lóni var einn fundarmanna á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík, sem lauk í gær. Egill, er eins og margir aðrir fundarmenn, kominn langt að til fundarsetu, en Þórisdalur er í Bæjarhreppi, sem er aust- asti hreppur Austur Skafta- fellssýslu. Mbl. átti stutt sam- tal við Egil í gær og sagði hann blaðinu tíðindi að aust- an. Að gömlum sið, sagði Egill fyrst frá ári'erði. Hefði það verið gott í ár þeim fyrir aust- an. Vorið var áfallalaust og sumarið þurrt og gott. Hey- fang væri því nú með allra mesta móti, en fátt er svo gott, að einugi dugi. Vegna þurrkanna í sumar hefðu menn nú lítið upp úr görðum. Egill sagðist aðallega vera með sauðfé, en þeir feðgarnir hefðu þó saman sex kýr. Tvær ferðir eru í viku niður á Höfn í Hornafirði með mjólk. Mætti senda allt að tveggja daga gamla mjólk,“ því hún fer í vinnzlu. Þetta væri nokkur búbót, en þó væri lítið á að treysta, því að ferðir væru fáar og stopular að vetrum, ef nokkuð væri af veðri. Al- mannaskarð fyllist *af snjó í hverri gusu, sagði Egill. — Hefur ekki aukizt mjólk- urframleiðslan hjá ykkur? Jú, menn eru að fara meira yfir í framleiðslu mjólkur- afurða, en ég hef ekki trú á því, að sú þróun haldi áfram í okkar sveit með breyttu verðhlutfalli milli mjólkur og kjöts. Við verðum fyrst og fremst að byggja á sauðfénu. — Hvað er nú efst á baugi hjá ykkur í Lóninu? Áður en ég svara er bezt að taka það fram, að ég tel það ekki barlóm, þótt maður sé ekki bjartsýnn. Það er von að menn séu svartsýnir í fá- mennum, afskekktum héruð- um, þar sem fólki fækkar. Þar ber ekkert hátt, því að jarðir fara í eyði og þar, sem áður var margbýlt, fækkar ábúendum. Unga menn vantar til þees að taka við og bændur eru flestir farnir að eldast. Þar sem ástandið er eins og hjá okk- ur, er lítið um féla,gslegar framkvæmdir, þótt uppbygg- ing á jörðunum sé í góðu lagi og ræktun allstaðar blómleg. — Hvað er þá til ráða, Egill? Vaxandi og aukin tækni er nauðsynleg í landibúnaðinum og til þess þarf fé. Smábænd- ur eiga lítið sem ekkert eigið fé og þessvegna þarf að auð- velda þeim lántökur. Slík fjárfesting er fljót að gefa arð. — Þú ert þá bjartsýnn á framtíð búskapar í afskekkt- um héruðum? Já bæði o,g. Við höfum líka ástæðu til nokkurrar svart- sýni. En öllum má þó ljós vera þýðing landbúnaðar og að hlutur hans megi ekki minnka. Það gefur ástæðu til bjartsýni. MlllllllllillllllllllllilllllllllMllllilllMllillllllllimilllllllllirUIIIIIIMIIilllllllllllllllllllllllllllllllMlillllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIKtllliMIMIIIIMIIIIIÍIIIlllMIMIIIIIIIIIMIIIIIMIIIUÍ Landssamband líf- eyrissjóða stofnað HINN 30. sept. s.l. var haldinn í Reykjavík stofnfundur Lands- sambands lífeyrissjóða. Að stofn un þessara samtaka stóðu 31 líf- eyrisjóður, sem fulltrúa áttu á stofnfundinum eða höfðu til- kynnt um þátttöku í sambandinu. Landssamband lífeyrissjóða hyggst gæta hagsmuna lífeyris- sjóða á sviði löggjafar og vinna að því, að ríkisvaldið taki réit- mætt tillit til starfsemi og þarfa lífeyrissjóðanna, m.a. með því, að fulltrúar þeirra séu tilkvadd- ir, þegar ákvarðanir eru teknar um málefni, er sérstaklega varða lífeyrissjóðina. Enn fremur er það tilgangur sambandsins að vinna að samræmingu reglna um þau málefni, sem varða samskipti lífeyrissjóðanna innbyrðis,* og loks er ætlunin að hafa hand- bærar upplýsingar um löggjöf og reglur um lífeyrissjóði, reglugerð ir og starfsreglur þeirra lífeyris sjóða, sem í sambanHinu eru, svo Og tölulegar upplýsingar um starfsemi þeirra o.fl. Hver lífeyrissjóður, sem öðlazt hefur viðurkenningu fjármála- ráðuneytisins samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignaskatt, get ur gerzt meðlimur sambandsins. Stjórn sambandsins fram til næsta aðalfundar skipa eftirtald ir menn: Guðjón Hansen, tryggingafr. Gísli Ólafsson, forstjóri Guðmundur Árnason, forstj. Hermann Þorsteinsson, fulltr. Ingólfur Finnbogason, húsa- smíðameistarL Til vara: Kjartan Ólafsson. prentari Tómas Guðjónsson, vélstjóri. Fé í þyngra la«i ÞÚFUM, 1. okt.: — Nú stendur sem hæst sláturtíðin. Búið er að flytja og slátra öllu sláturfé úr Snæfjallahreppi og langt komið einnig úr Nauteyrarhreppi, en mörgu fé þaðan er slátrað í Króksfjarðarnesi. Telja bændur yfirleitt að fé sitt sé heldur þyngra til frálags en í fyrra. Sumir segja snöggt um betra, aðrir heldur betra. Vigtir á því liggja ekki fyrir ennþá. Gott veður hefir verið til fjár- ílutninganna og allt hefir gengið greiðlega. Tekur nú Fagranesið sauðfé og sláturafurðir í hverri ferð oftast eins og rúm leyfir, en brátt mun flutningi á lifandi fé ljúka. — P.P. London, 10. okt. (NTB) MIKILL stormur var í nótt á Ermasundi. Lentu tvö skip a.m.k. í alvarlegum erfiðleik- um og flugsamgöngur milli London og meginlandsins lögðust niður noikkrar klukku stundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.