Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 8
9 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. okt. 1964 Tvö stjómarfrumvörp: Oriofstími verkafólks veröi lengdur. Lán til verkamannabústaða hækki um allt að helmint FRAM voru lögð á Alþingi í gær tvö stjórnarfrumvörp, frumvarp um breyting á lögum um orlof og frumvarp um breytingu á lög- um um verkamannabústaði. Er fyrra frumvarpið þess efnis, að orlofstími verkafólks verði lengdur úr 18 dögum i 21 dag eða úr 6% í 7%. — í athuga- serhdum við frumvarpið ségir meðal annars: í sambandi við samkomulag það, sem gert var hinn 5. júní s.l. milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðu- sambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands, ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir lagasetningu um lengingu orlofs verkafólks úr 18 dögum í 21 dag, sem svarar hækkun orlofsfjár úr 6% í 7%. Með frumvarpi þessu er lagt til, að umrædd lagabreyting verði gerð. í SÍÐARA frumvarpinu segir í 1. gr., að lánsfjárhæð (til íbúða í verkamannabústöðum) megi vera allt að 90% af kostnaðar- verði íbúðar, en þó ekki yfir 450 þúsund kr. Felst í þessu SIGURÐUR Bjarnason hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi tii kirkjumálaráðherra varðandi Hrafnseyri við Arnar- fjörð. Eru þær svohljóðandi: „1. Hvaða ráðstafanir hafa veriff gerðar til þess að tryggja FUNDUR var í sameinuðu þingi í gær. Á dagskrá yar kosning fastanefnda, sem eru fjárveitimganefnd skipuð 9 mönn um, utanríkismáíanefnd skipuð 7 mönnum og 7 til vara og alls- herjamefnd, skipuð 7 mönnum og 7 til vara, svo og kosning þimgfararkaupsnefndar skipuð 5 mönnum. í fjárveitinganefnd voru kjörn ir eftirtaldir þingmenn: Jón Ámason, Gunnar Gíslason, Jón- as Pétursson, Matthias Bjama- son, Birgir Finnsson, Halldór Asgrímsson, Halldór E. Sigurðs son, Ingvar Gíslason og Geir Gunnarsson. Við kosningu í utanríkismála- nefnd komu fram 3 listar. Af A-lista voru kjörnir eftirtaldir menji: Ólafur Thors, Sigurður ,Bjarnason, Davíð Ólafssön og Emil Jónsson. Af B-lista Her- mann Jómasson og Þórarinn Þór arimsson og af C-lista Einar Ol- geirson. Varamenn voru kjöm- ir: af A-lista Magnús Jónsson, MatthXas A. Mathiesen, Þorvald- ur Garðar Kristjánsson og Gylfi Þ. Gíslason, af B-lista Ólafur Jóhannesson og Helgi Bergs og af C-lista Gils Guðmundsson. Við kosningu í Allsherjamefnd komu fram 3 listar. Kjörnir voru: aif A-lista Pétur Sigurðs- son, Matthías Bjarnason, Sverrir Júlíusson og Jón Þorsteinsson. Af B-lLsta Einar Ágústsson og Gisli Guðmumdsson og af C-lista Ragmar Armalds. hækkun, hvað varðar lán um allt að 50%. í athugasemdum við frum- varpið segir m. a. Hlutverk laganna um verka- mannabústaði er að veita þeim þjóðfélagsþegnum, sem erfið- asta afkomu hafa, aðstoð við að koma sér upp hentugum íbúðum. Vegna mikilla verðhækkana síð- an lög þessi voru sett, nær sú að- stoð, sem lögin nu veita, ekki þeim tilgangi sem til var ætlazt, þegar þau voru sett. Með frumvarpi þessu er lagt til, að íbúðalánin verði hækkuð um allt að 50%. Einnig er lagt til, að efnahagsviðmiðun sú, sem nú gildir, verði rýmkuð, svo að réttur manna til lána verði ekki skertur frá því, sem áður var. Lagt er til, að hámark lána verði hækkað um 150 þús. krón- ur. Er þetta í samræmi við þá hækkun, sem nú, hefur verið ákveðin á lánum til, íbúða hjá Húsnæðismálastofnun ' ríkisins, en þau lán hafa nú verið hækk- uð úr 150 þús. krónum í 280 áframhaldandi byggff á Hrafns- eyri viff Arnarfjörð? 2. Hvað líður undirbúningi hagnýtrar starfsemi á staðnum í minningu Jóns Sigurðssonar forseta? 3 listar komu fram við kosn- ingu þingfararkaupsnefndar. Með því að fleiri nöfn voru á þessuim listum en kjósa skyldi, þurfti atkvæðaigreiðsla að fara fram. Fór hún þannig, að A-listi hlaut 31 atkv.. og 3 menn kjörna, B-listinn hlaut 19 atkv. og 2 menn kjöma og C-listinn 9 atkv. og engan mann kjörinn. Af A- lista voru kosnir Einar Ingi- mundarson, Jónas Pétursson og Eggert G. Þorsteinsson. Af B- lista voru kosnir Halldór Ágústs- son og Halldór E. Sigurðcsson Deildir. Á dagskrá í báðum deildum var kosning fastanefnda. Samkv. þingsköpum eiga ekki að vera fleiri en 5 menn í fastanefndum, en fram hefur komið stjórnar- fmmvarp um, að hámarkstala nefndarmanna verði hækkuð upp í 7. Með því að óskir höfðu komið fram um það í báðum deildum, að þessi breyting kæmi strax til framkvæmda, vom til- lögur í þá átt bornar fram í báð um deildum af forsetum þeirra, að afbrigði yrðu leyfð frá þing- sköpum og þessi breyting kæm- ist á strax. Var þetta samþykkt samhljóða í báðum deildum. Síðan var fundi frestað en fundi verður haldið áfram í báðum deildum í dag. Fer þá fram kosning í fasta- nefndir. þús. krónur. Síðan lögin um verkamanna- bústaði voru sett hafa almenn launakjör hækkað mjög, svo að nauðsyn ber nú til þess að breyta ákvæðum þeirra laga um hámarkstekjur og eignir. Er því lagt til, að miðað verði við meðaltal þriggja síðustu árs- — Friðarverðlaun Frahald af bls. 1 Luther King er yngsti maður, sem friðarverðlaunin hlýtur, að- eins 35 ára. Honum hefur verið veittur margháttaður heiður á síðustu árum, vegna hinnar ötulu baráttu hans fyrir réttindum blökkumanna, m.a. kaus banda- riska vikuritið „Time“ hann „mann ársins 1963“ um síðustu áramót, Yale-háskóli sæmdi hann nafnbót heiðursdoktors á árinu — og ráð kaþólskra, sem vinnur að samvinnu kynþáttanna veitti honum í ár „John F. Kennedy“-verðlaunin. Luther King fæddist í Atlanta í Georgia og var upphaflega skírður Michael Luther King. Hann fékk nokkurn veginn sam- tímis sínar fyrstu ljósu hug- myndir um kynþáttavandamálin — og siðabótamanninn Martein Luther. Um hið fyrra fræddi móðirin hann, þegar hann varð fyrir því áfalli, að hvítum vini hans og jafnaldra var bannað að ieika sér við hann, þar sem hann væri blökkustrákur. En faðirinn skýrði honum frá Marteini Lut- her og siðbót hans og ákvað, að hann skyldi upp frá því bera nafnið Martin Luther King. Martin Luther King varð snemma mjög efnilegur náms- maður. Hann var aðejns fimmtán ára, er hann innritaðist í College fyrir blökkumenn í Atlanta. Fað- ir hans vildi að hann lærði guð- fræði en um þær mundir var King mjög efins um, að trúar- brögðin væru heppilegt viðfangs- efni fyrir sig. En fyrir áhrif frá bandariska heimspekingnum Thoreau komst hann þó að þeirri niðurstöðu, að einmitt sem prest- ur gæti hann fundið hugmyndir tekna eins og nú er, en viðmið- unin hækkuð úr kr. 65.000.00 í kr. 100.000.00, og að viðbótin verði miðuð við hvert barn á framfæri og hækki úr kr. 2500.00 í kr. 7500.00. í samræmi við þetta verði eignaviðmiðunin hækkuð úr 150 þús. krónum í 200 þús. krónur. og byggt upp leiðir til að byggja á mótmæli sín gegn samfélaginu. Stundaði King guðfræðinám við Grozer guðfræðiskólann í Penn- sylvaniu en tók doktorspróf í þeirri grein við háskólann í Boston. Eftir það vann hann fyrir trúarfélag Babtista. Árið 1955 var King kjörinn til forystu fyrir blökkumönnum, þegar þeir börðust gegn mis- munun kynþáttanna í strætis- vögnum. Frá þeirri stundu hefur hann staðið fremst í baráttunni fyrir réttindum blökkumanna og verið fremstur í flokki þeirra sem vilja undir öllum kringum- stæðum forðast valdbeitingu. Er haft eftir King sjálfum að hann hafi lært mikið af ritum og kenningum indversku þjóðhetj- unnar Ghandis. Hefur King hald- ið fast við þessa afstöðu, þótt sjálfum hafi honum oft verið iljað undir uggum. Meðal ann- ars var tvívegis í ár varpað sprengj um að heimili hans. Martin Luther King barst fregnin um verðlaunaveitinguna á sjúkrahús í Atlanta, þar sem hann hafði verið lagður inn til rannsóknar, nokkrum klukku- stundum fyrr. Lét hann svo um mælt, að hann veitti verðlaun- unum viðtöku hrærður í huga og þakklátur yfir þeim heiðri, er sér hefði verið sýndur. Meðal þeirra, sem sendu hon- um heillaóskaskeyti í dag var blökkumaðurinn Ralph Bunch, sem hlaut verðlaunin árið 1950. — Sagði hann verðlaunaveitirig- una áhrifamikla viðurkenningu við baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum fyrir jafnrétti Eiginkona Kings var sú, er fyrst heyrði um verðlaunaveit- inguna. Lét hún svo ummælt, að hún væri þeim hvatning til að halda áfram baráttunni, — og Til sölu tvær fokheldar 5—6 herb. íbúðir í þessu glæsilega tvíbýlishúsi í Kópavogi. Stærð hvorrar hæðar er 143 ferm. Stórar svalir á 2. hæð. Hag- stætt verð og skilmálar. Teikning: Kjartan Sveins- son. Málflutningsskrifstofa JÓHANN RAGNARSSON, HDL. Vcnarstræti 4. — Sími 19672. HvaS verður um Hraínse yri? Fyrirspurn Sigurðar Bjarnasonar á þingi Kosiö í nefndir sannfærði þau um, að hin erfiðs barátta liðinria ára hefði ekki verð unnin fyrir gíg. Verðlaunin, sem nema 273.000 sænskum krónum, hefur King þegar sagt að muni renna til áframhaldandi baráttu blökku- manna. Á morgun, fimmtudag, er þess vænzt, að læknadeild Karo- linsku-stofnunarinnar í Stokk- hólmi tilkynni hver hljóti Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, — og viku síðar, fimmtudaginn 22. okt. verður væntanlega til- kynnt hver bókmenntaverðlaun- in hlýtur. 29. október verða til- kynntar verðlaunaveitingar i eðlis- og efnafræði. Afhending fer síðan fram í Stokkhólmi 10. desember nk. — Brezku kosningarnar Framhald af bls. 1' annarri könnun sem Daily Express gekkst fyrir, á Ihalds flokkurinn von á aff hljóta 0,9% umfram Verkamaftna- flokkinn. Sir Alec Douglas Home, for sætisráðherra hélt ræðu á úti- kosningafundi í Prestwick í dag, og kvaðst sannfærður um, að íhaldsflokkurinn fengi mikinn meirihluta í kosningunum. Hann væri sannfærður um, að meirihluti brezkra þegna gerði sér ljóst, hve lífskjör þeirra hefðu batnað á stjórnarárum fhalds flokksins. Jafnframt kvaðst hann þess fullviss, að þær um bætur, sem verkamannaflokk urinn boðaði yrðu það fjár- frekar, að þær myndu hafa í för með sér stórhækkaða skatta og tolla. ★—•—★ Þegar þingi var slitið 1 síð- asta mónuði höfðu íhalds- menn 350 þingsæti en Verka- mannaflokkurinn 256. Frjáls- lyndi flokkurinn hafði sjö þingsæti. Við kosningarnar 1959 hlaut íhaldsflokkurinn 49.4% greiddra atkvæða, Verkamannafl. 43.8%, Frjála lyndir 5.9% og aðrir 0.5%. 78.7% kjósenda á kjörskrá greiddu atkvæði. Búizt er við, að úrslit verði komin úr hundrað kjör dæmum um miðnætti á morg un og er þá hugsanlegt að fá- izt vísbending um úrslitin — endanleg úrslit verða hins vegar ekki kunn fyrr en síð- degis á föstudag. Búast má viff, að þaff verffl Frjálslynda flokknum til mikils vegsauka, að hiff áhrifamikla stórblaff „Tho Times“, hefur lýst yfir fylgi við flokkinn — en blaðið er annars vant aff styffja íhalds- flokkinn. í ritstjórnagreinum blaðs- ins í dag eru kjósendur hvatt- ir til að láta sem flest at- kvæði ganga til frjálslynda , flokksins — á þeirri forsendu einkum, að þvi fleiri frjáls- lyndir þingmenn sem sitji 1 neðri málstofunni, því betra verði brezka þingið. Blaðið segir m. a., að nú verði valið á milli Sir Alec Douglas Home — sem ekki sé gæddur sérstökum hæfileikum, sem umbótamaður — og Harolds Wilson, sem hafi þá hæfi- leika sennilega í ríkum mæli. Hinsvegar muni það stuðla gegn sigri Wilsons, að hann hafi ekki á að skipa fram- bærilegum ráðherralista — sem sé aftur á móti styrkur íhaldsflokksins. Blaðið segir: „forsætisráðherra sem er næsta einvaldur í stjóm sinni, sem í síauknum mæli mun ná tangarhaldi á brezku efnahagslífi, og sem ekki óskar að draga úr klofningi í þjóðfélaginu, er of hátt verð fyrir þær endurbætur, sem Wilson hefur upp á að bjóða. Þegar óll lóð eru lögð á meta skálarnar munu herrarnir Heath Maudling, Boyle og Keith Joseph reynast þyngri",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.