Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 1
28 siður Landhelgis viðræður Leifftogar hlutlausra ríkja undirrita tilkynninguna s«'in gefin vsr út aff lokinni ráffsítfnu rík'aina i Kairo á sunnuffag. Ra5- clefnuna sóttu fulltruar 47 lan.U, flestir forsetar e'a forsætisfaðherrar þeirra Á myndinni eru, tal'iff frá vinstri: Kwams Nkrumah, forseti Giiana, Josip Broz Tito, forseti Júgóslaviu, Gamal Abel Nasse-’, forseti Egyptaiands og Lal Bah.tdur Shas,- »i, forsætisráðherra Indlands. Bæklingurinn um handritin er einhliða áróðursrit — segir Poul Eregberg cand. jur i kjallaragrein í „Jyllandsposten Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn, 14. okt. I D A G birtist í dagblaðinu „Jyllandsposten“ kjallara- grein eftir Poul Engberg, cand. jur., forstöðumann lýð- háskólans í Smoghöj við Fredericia, — þar sem hann hrekur með hörðum orðum ýmsar staðhæfingar í bækl- ingi þeim, sem „Handrita- nefndin 1964“ hefur gefið út. í grein hans segir meðal ann- ars: „Bæklingur þessi ber hið mikilúðlega nafn „Staðreyndir um íslenzku handritin“. Um langt skeið hefur verið rætt fram og aftur um afhendingu handrit- anna til íslands og vandamálin eru í augum danskrar alþýðu orðin þokukennd. Með þessum bæklingi skyldu loks gefnar hlut lausar og áreiðanlegar upplýsing- ar af hálfu hinna hæfustu vís- indamanna. En því miður hefur reyndin orðið önnur. Bæklingur- inn er ekki vísindaleg, málefna- leg greinargerð. Hann er áróð- ursrit, er einkennist af hlut- drægni og útúrsnúningum. Hér á eftir mun ég með nokkrum dæm- um sýna fram á útúrsnúninga þá, eem þar koma fram — og drepa á ýmislegt, sem þar er þagað um. Og ég leyfi mér að taka fram, að röksemdir mínar byggjast meðal snnars á upplýsingum frá hinum ágætustu vísindamönnum, er hafa forystu í handritarannsókn- um á íslandi. Slikt verður ekki eagt um hina ellefu útgefendur bæklingsins — jafnvel ekki pró- fessor Bröndum-Nielsen. Þetta er rétt að taka fram, áður en lengra er haldið, því það er engin ástæða til þess fyrir stjórnmála- menn okkar eða dönsku þjóðina »ð lyppast niður gagnvart þess- um bæklingi. Síðan hrekur Poul Engberg nokkrar upplýsingar, sem fram koma i bæklingnum, lið fyrir lið — og segir að lokum: „Verst er þó, að hvergi er minnzt á það í bæklingnum „Staðreyndir um ís- lenzku handritin", að fyrir tveim árum var komið á laggirnar hand ritastofnun í Reykjavík. Megin- tilgangur þeirrar stofnunar á að vera að vinna að vísindalegum útgáfum íslenzkra handrita. For- stöðumaður stofnunarinnar er hinn kunni vísindamaður og fræðimaður í íslenzkum miðalda- bókmenntum, Einar Ólafur Sveinsson, prófessor — og tvær stöður aðstoðarmanna hans eru skipaðar fræðimönnum, sem um margra ára skeið hafa unnið við handritasafnið í Kaupmanna- höfn. Ennfremur hefur . verið komið á fót þrem styrkþegastöð- um fyrir unga kandidata. Stofn- unin hefur sem sagt þegar meira liði fræðimanna á að skipa en Arna Magnússonar-stofnunin í Kaupmannahöfn. Á ári hverju er stofnuninni veitt fjárupphæð af ríkisfé, sem nemur 150.000 dönskum krónum, sem eingöngu er ætluð til útgáfustarfsemi. Undirbúningur er hafinn að byggingu húsakynna fyrir stofn- unina á landareign háskólans. í þessari stofnun er ætlunin að verði lestrarsalur með sætum og vinnuaðstöðu fyrir 20 manns en þó sé þannig frá gengið að auð- veldlega megi starfa þar 40 manns. Sérstök herbergi verða innréttuð fyrir erlenda vísinda- menn og einnig er gert ráð fyrir sérstökum herbergjum fyrir þjóð hátta og örnefnasafn. Sem stend ur veitir íslenzka ríkið 10—12 styrki á ári hverju erlendum stúdentum er stunda nám í ís- lenzku við háskólann og gert er ráð fyrir, að þar að auki verði er lendir fræðimenn styrktir sér- staklega. Með því að þegja um þessar staðreyndir gefur bækl- ingurinn ranga mynd af því, sem íslendingar hafa gert og hafa möguleika til að gera varðandi Framhald á bls. 12 Noregs og Kanada Ottawa, 14. okt. NTB—AP. • Viffræður eru hafnar í Ottawa milli stjórnarfulltrúa Kanada og Noregs um tólf mílna fiskveiði- takmörkin við Kanada. Munu viff ræffurnar fara fram fyrir lukt- um dyrum og standa yfir viku- tíma. Viðræður þessar eru liður í samkomulagsviðræðum, sem stjórn Kanada hyggst halda með fulltrúum þeirra landa, er teljast hafa söguleg réttindi til veiða undan strönd landsins. Er tahð líklegt, að lönd þessi fái leyfi til áframhaldandi veiða, svo fremi þau fallist á að viður- kenna endanlega tólf míina mörkin. KOSMOS 48 Moskva 14. okt. NTB — • Rússar skutu í dag á loft nýjum gerfihnetti af gerðinni Kosmos — nr. 48; aff því er Tass-fréttastofan hermdi í dag. Friðarverðlaun NÓBELS veitf Martin Luther King Hann er yngsti maður sem þau hlýtur Osló, 14. okt. — (NTB-AP) — NORSKA stórþingið ákvað í dag að veita blökkumanna- leiðtoganum, séra Martin Luther King, friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1964. Er King tólfti Bandaríkjamað- friðarverðlaun sem Douglas-Home. Wilson Grimmond hlýtur — og þriðji blökku- maðurinn. Hinir blökkumenn irnir tveir voru Bandaríkja- maðurinn dr. Ralph Bunch, einn af aðstoðar-fram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, sem verðlaunin hlaut árið 1950 — og Albert Luthuli, forvígismaður frels- ishreyfingar blökkumanna í Suður-Afríku, er hlaut verð- launin árið 1960 — en hann hefur um árabil verið í eins konar stofufangelsi að skipan stjórnar Suður-Afríku. Framh. á bls. 10 UliimilllltlimilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM Kosið í Bretlandi í dag Hugsanlegt að vísbendíng fáist um úrslit um miðnætti í kvöld London, 14. okt. AP-NTB í KVÖLD lauk harðri kosningabaráttu í Bret- landi — og á morgun, fimmtudag, ganga um 28 milljónir brezkra kjósenda að kjörborðinu og velja 630 þingmenn neðri málstof- unnar. Má búast við vís- bendingum um úrslitin þegar um miðnætti annað kvöld, því að kjörstöðum verður lokað kl. 8 GMT. Forystumenn beggja stóru flokkanna, íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins lýstu í dag sannfæringu sinni um sigur — og af hálfu frjálslyndra var ekki efazt um, að flokkurinn muni vinna verulega á. Háværar raddir hafa veriff uppi síðustu tvo daga um, að sigurmöguleikar Ihaldsflokks ins hafi aukizt verulega viff verkfall járnbrautarstarfs- manna. Var mikill urgur kom inn í menn — og uggur um, aff þeir kæmust ekki á kjör- staff. Hlutabréf snarhækkuðu á kauphöllinni í London vegna þessa — en~ svo leystist verkfalliff skyndilega í kvöld — og er taliff hugsanlegt, aff þaff verffi til aff draga aftur úr möguleikum íhaldsflokks- ins. Síffustu skoffanakannanir greina verulega á um hvor hlýóta muni sigur. Samkvæmt einni skoðanakönnun á Verka mannaflokkurinn að sigra — fá 6% atkvæffa fram yfir íhaldsflokkinn. En samkvæmt Framh. á bls. 10 iUiimmmiiiiiiiiiimimmiiiiiimimiiimiiiiiiimmiiimimmmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiirimiiiiinmiimmiiimiiimiiiiiiiiiiimiiimiimiiimmiiiiiiiiiiimmiiiiiimiiiiiiiimmmiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.