Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 6
6 MORCU NBLADIÐ Fimmtudagur 15. okt. 1964 ÚTVARP REYKJAVÍK SUNNUD AGSK V ÖLD, 4. okt., talaði Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum um helztu vötn á Auðkúluheiði. Sama kvöld hófst nýr þáttur, sem nefn- ist: „Með æskufjöri", og mun svo fyrirhugað, að hann verði til frambúðar. Andrés Indriðason og Bagnheiður Heiðreksdóttir eru nöfnin á stjórnendum þessa þátt- ar. Mér finnst, að það ætti að kynna dálítið ungt fólk, sem byrjar með framhaldsþætti í út- varpinu. Rekja hið stutta lífs- hlaup þess, en þó einkum geta foreldra þess, og jafnvel rekja ættina svolítið að fornum sið. Ég held að fyrirsagnir sumra útvarpsþáttanna séu helzti „fíg- úratívar". „Með æskufjöri", „Við fjallavötnin fagurblá", „Sitt sýn- ist hverjum", „Létt músík á síð- kvöldi“ o. s. frv. Sumum finnst þetta kannske hótfyndni, og auð- vitað veldur þetta ekki stórum spjöllum. En betur kann ég við „abstrakt" fyrirsagnir, eins og t. d. „Pósthólf 120“ eða „Á tíundu stund“. Þær láta minna yfir sér og eru listrænni. Páll Kolka, læknir, talaði um dag og veg á mánudagskvöld. Kom hann allvíða við, ræddi um kosningar í nálægum og fjarlæg- um löndum, þar á meðal væntan- legar forsetakosningar í Banda- ríkjunum í nóvember, en hann sagði, að hitinn í kosningabarátt- unni þar minnti helzt á prestkosn ingar á íslandi. Hann minntist aldarafmælis þeirrar uppgötvun- ar franska vís- indamánnsins Pasteurs, að eng in lífvera kvikn- i; ar af sjálfu sér, : en sú uppgötvun |: hafði afskaplega : mikið gildi fyrir læknavísindin. !,'*»>• Páll véfengdi Páll þær staðhæfing- Kolka ar nútíma vís' indamanna, að lífið og alheimurinn hafi orðið til af einskærri hendingu og án til- gangs. Þóttu honum ýmis nátt- úru- og lífsfyrirbæri hneigjast að svo ákveðnum lögmálum, að ekki benti til tilviljunarkennds uppruna. — Hvernig gat náttúrulögmál orðið til fyrir sjálfskviknun? spurði Páll. Hann taldi að heimspekilega hugsandi þorskur mundi vænt- anlega halda því fram, að líf gæti ekki þrifist á þurru landi. Á svip- aðan hátt hætti mörgum vísinda- mönnum til að afneita tilvist þess, sem lægi utan þekkingar- sviðs þeirra og skilnings. Páll vitnaði í þessa ljóðlínu Einars Benediktssonar: „Aldrei sá neinn þann, sem augað gaf“. Lífi og alheimi væri stjórnað af einhverjum duldum krafti, sem menn hefðu hingað til nefnt Guð og væri ástæðulaust að nefna hann öðru nafni. Páll kom miklu víðar við, og væri ástæða til að láta erindi hans í heild á þrykk út ganga. Var þetta bezta dags og vegs rabb um nokkurra mánaða skeið. Síðar þetta kvöld opnaði Gísli Ástþórsson bréf frá hlustendum. Ung stúlka gerði þar harða gagn- árás á þá, sem sí og æ séu að fárast yfir lifnaðarháttum unga fólksins. Vill hún ekki viður- kenna, að heimur fari versnandi. Haldi hún því sama fram eftir 50 ár, er þetta með stabilli kven- mönnum. Frúrnar í borginni halda áfram að opna hjörtu sín fyrir Gísla, en eru bara svo órómantiskar að ræða helzt ekki annað en pen- ingamál. Sumar senda honum meira að segja búreikningana sína. Hér er sýnishom af mán- aðarlegum gjaldaliðum hjóna með tvö börn, samkvæmt einu bréfanna: Kr. Fæði og hreinlætisvörur 4000,00 Hiti og rafmagn 650,00 Sími með öðrum 100,00 Skattar 4500,00 Skemmtanir 1400,00 Skuldagreiðslur 2300,00 Föt 1300,00 Samtals kr. 14,250,00 Konan vinnur ekkert úti og maðurinn vinnur enga aukavinnu á kvöldin. Eigi að síður leggja þau mánaðarlega nokkuð í banka, svo að maðurinn hlýtur að hafa skrambi góð laun. Mér skilst, að launaupphæðin sé aðal- atriðið hjá mörgum, síður hitt, hvað mikið fæst fyrir þau. Enn- fremur munu menn sætta sig ó- trúlega vel við léleg lífskjör, á meðan þeir dragast ekki teljandi aftur úr öðrum. Sem betur fer munu nú flestir fullvinnandi menn hérlendis búa við það góð lífskjör, að tekjusveiflur til og frá eru þeim fremur metnaðar- mál en spurning um það, hvort þeim tekst að framfleyta sér og sínum. Þetta má kallast heil- brigður metnaður, og innan skyn samlegs aðhalds flýtir hann eðli- legri framvindu í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Og nákvæmir búreikningar ættu að geta stuðl- að að réttu mati á því, hvað séu hæfilegar tekjur. En auðvitað eru 14000,00—15000,00 kr. á mán- uði engar nauðþurftatekjur, enda komst ein frúin hans Gísla af með 9000,000 og hafði þó 5 manna fjölskyldu. — Við bíðum eftir fleiri bréfum. ^ Á þriðjudagskvöld flutti Bryn- dís Víglundsdóttir fyrra erindi af tveimur um Anne Sullivan Macy, kennslukonu Helenar Keller, en hún hefur horfið mjög í skugga hins fræga nemanda síns. Þetta kvöld hófst einnig nýtt sakamála leikrit í 8 þáttum. Nefnist það: „Ambrose í París“, eftir Philip Levene. Fyrsti þáttur gefur góð- ar vonir, þegar búið er að myrða eina manneskju. Á miðvikudags- og föstudags- kvöld ræddi Sigurður Bjarnason, ritstjóri frá Vigur, um kosning- arnar í Bretlandi, en þeim verð- ur væntanlega um það bil lokið, er þetta birtist. Þetta voru yfir- gripsmikil og fróðleg erindi, raunar lauslegt ágrip af stjórn- málasögu Breta á þessari öld. Ekki lét Sigurður neinar ákveðn- ar spár uppi um úrslitin. Fyrir nokkrum mánuðum var Verka- mannaflokkurinn talinn hafa góðar sigurhorfur. Síðar voru horfur íhaldsmanna taldar hafa vænkazt nokkuð, en Verka- mannaflokkurinn er nú aftur tal- inn í sókn. í síðustu þingkosning- um í Bretlandi, 1959, hlaut í- haldsflokkurinn 365 þingsæti Verkamannaflokkurinn 258 og Frjálslyndi flokkurinn 6. Sigurður Bjarnasou Helztu leiðtog- ar íhaldsflokks- ins síðustu 30— 40 árin hafa ver ið þeir Baldwin, Chamberlain, Churchill, Eden, Macmill- an og Douglas Home, en Verka mannaflokks ins MacDonald, Lansbury, Att- lee, Gaitskell og nú Harold Wilson. Enn minntist Sigurður á ýmsar fornar siðvenj- ur í sambandi við þinghald í Bretlandi og fleira, sem hér yrði of langt upp að telja. Á sumarvökunni á miðviku- dagskvöld flutti Egill Áskelsson frásöguþátt frá Látraströnd. Þá las Ragnheiður Heiðreksdóttir 5 kvæði, eftir Guðfinnu Jónsdótt- ur, Jakobínu Johnson, Braga Sig- urjónsson, Einar Braga og Ólöfu frá Hlöðum. Á fimmtudagskvöld annaðist Einar Bragi þáttinn: „Raddir skálda", með aðstoð góðra upp- lesara. Kynntur var Hannes Sigfússon, skáld, m.a. lesið við- tal, sem Einar Bragi átti við skáldið fyrir nokkrum árum. Er þar rakinn allýtarlega æviferill Hannesar fram að þeim tíma. Hannes er fæddur 1922. Fékk hann kornungur áhuga á skáld- skap og hugðist í fyrstu gefa sig við skáldsagnagerð. Aðeins 16 ára að aldri komst hann með smásögu í Ríkisútvarpið, og var það einsdæmi með svo ungan mann. Óx honum nú ásmegin. Kynntist hann mörgum skáldum, svo sem Steini Steinarr, Jóni úr Vör, Magnúsi Ásgeirssyni, Ólafi Jóhann Sigurðssyni og fleirum. Svo fór, að Hannes fékk meiri áhuga á ljóðagerð en skáldsagnaritun. Fyrsta bók hans var ljóðabók: „Dymbilvaka", kom út 1949. — Önnur ljóðabók hans var „Imbru Hannes Sigfússon „strandið" (1955) og loks ljóða ★ HÆGRI — VINSTRI EKKI eru allar jafnánægð- ir með bollaleggingar fróðra manna um að heppilegt gæti reynzt að taka upp hægri handar akstur hér á landi. Hér kemur kafii úr bréfi um það efni: „Það eru undarlegir menn kettirnir, sagði karlinn. Sama má segja um þá, sem ætla að taka upp hægri handar akstur á íslandi. Það virðist eiga að breyta um akstursreglur fyrir þau fáu hundruð útlendinga, sem hing- að koma, og þau fáu hundruð íslendinga, sem fara utan með bíla sína. Er nokkurt vit í þessu, að eyða milljónum í að breyta öllum strætisvögnum og lang- ferðabílum, aðeins að því er virðist til að nokkrir bifreiða- eigendur, sem fara utan, þurfi ekki að leggja það á sig, þegar þeir koma í annað land, að læra upp á nýtt. Ég hef ekið um götur Reykja- víkur á reiðhjóli, skellinöðru, bifhjóli og bifreið. Það er sama, hvert farartækið er, ávallt þeg- ar ég hef heyrt flaut eða véla- hljóð fyrir aftan mig, hefur það sama skeð. Ég HEF ÓSJÁLFRÁTT FLUTT MIG ÚT Á VINSTRI BRÚN VEG- ARINS. Hvað mun ske, ef breytt verður um akstursreglur? Munu ekki flestir gera sama og ég, færa sig á vinstri akbrún, eins og þeir margir hafa gert í áratugi. Og þá koma slysin, þegar þeir, sem eru nýbúnir að læra akstur, mæta þeim, sem ekið hafa í mörg ár. Hver vill taka ábyrgð á þeim slysum? Vilja nú ekki þeir, sem telja, að við eigum að leggja í þá miklu áhættu, sem ég tel, að breyting hafi í för með sér ásamt miklum kostnaði, segja okkur hinum, hvers vegna breyting sé nauðsynleg. Meðan við fáum ekki ákveðin rök, munum við ekki skilja nauð- syn þess að breyta um aksturs- reglur. Vinstri maður". ★ STÖÐUMÆLAR Sami bréfritari ræðir svo um lögregluna og stöðumæl- anda: Væri ekki gott að lögreglan hætti að hafa daglegt eftirlit með stöðumælunum og það starf væri falið öðrum, til dæm- is mönnum, sem af ýmsum or- sökum eiga óhægt með að stunda algenga vinnu, því það virðist ekki þurfa ungan mann og hraustan til að ganga um bæinn og skrifa upp þá bíla, sem standa við stöðumæli, þar sem skífan sýnir rautt. Það er oft talað um, að Lög- reglan í Reykjavík sé of fá- menn, og því mun nóg að starfa fyrir þá menn sem nú eru upp- teknir við að eltast við stöðu- mælabrot. * GULLFOSS Maður nokkur hringdi bókin „Sprek á eldinn" (1961). Ljóðabækur Hannesar þykja sér- kennilegar og hafa fengið mis- jafna dóma. Flest kvæði hans munu atomskotin, lítt unnum hugsana-„massa“ flétt upp, les- endum til úrvinnslu, og fer þá oft eftir atvikum, hve margir eða hvort nokkur yfirleitt nær þar magafylli. Hvort þetta er sök framleiðandans eða neytandans mun umdeilt. Sjálfsagt er Hannes enn á framfarabraut. Þetta kvöld hófst ný kvöld- saga, sem nefnist: „Pabbi, mamma og við“ og er eftir Jo- han Borgen. Margrét R. Bjarna- son, blaðamaður, þýðir hana og les. Byrjunin lofar góðu. Grétar Fells, rithöfundur, flutti merkilegt erindi á föstu- dagskvöld um merkilega trúar- stefnu í Austurlöndum, sem nefn ist Sufismi. Eru þetta eins konar dulhyggju trúar brögð, upphaf- lega sprottin úr Múhammeðstrú, en hafa orðið fyrir áhrifum frá ýmsum trú- arbrögðum, m.a. kristinni trú. Sufar iðka m. a. svonefnt sjálfs hvarf, sem er í því fólgið, að sjálf mannsins hverfur inn í al- veruna og kemst þar í unaðslegt og ólýsanlegt samband við guð. Sufar telja skáldið Omar Khayy- ám (d. 1123) einn af sínum mönnum. Síðdegis á laugardag ræddi Jónas Jónasson við Hafstein Björnsson, miðil, en hann mun hafa einna bezt sambönd við framliðna menn af öllum íslend- ingum. Um kvöldið var flutt leikritið „Baskervillehundurinn" gert eftir hinni frægu leynilögreglusögu Sir Arthurs Conan Doyle. Leik- stjóri og þýðandi var Flosi Ól- afsson, Shelock Holmes var leik- inn af Ævari Kvaran, en Wat- son læknir af Þorsteini Ö. Steph- ensen. Baldvin Halldórsson lék Framhald á bls. 19. Grétar Fells hingað og sagðist mæla fyrir munn margra væntanlegra far- þega Eimskipafélagsins i vetur, er hann lýsti vonbrigðum með það að Gullfoss yrði ekki lát- inn koma við í Harwborg i vetrarferðunum. Þessi maður sagðist fara ásamt stórum hópi kunningja sinna með skipinu í næstu ferð og hafði ferðin m.a. verið ákveðin með tilliti til þess, að skipið kæmi við i Hamborg. Þegar svo var búið að panta farseðlana kom í ljós, að ekkert ákveðið fyrirheit var gefið um viðkomu í þessari gleðinnar borg. Fannst fólkinu of seint að hætta við ferðina — og það bíður í voninni um að Gullfoss villist inn í Hamborg. Viðkoma þar gefi slíkri ferð aukið gildi. Nú get ég glatt hina von- sviknu ferðafélaga með því, að Gullfoss mun koma við í Ham- borg, a.m.k. í næstu ferð og væntanlegá í allflestum ferð- unum í vetur. Ég talaði við Sigurlaug hjá Eimskip og sagði hann, að ekki hefði verið hægt að setja Hamborg inn á áætl- unina þar eð óvíst hefði verið. hvort hægt yrði að láta skipið koma þar við að staðaldri. Málið horfði hins vegar mjög vænlega núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.