Morgunblaðið - 15.10.1964, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. okt. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
19
!
UM þessar mundir eru stödd
hér á landi hjónin Doris og
Thord Stille, eigendur sænska
fyrirtækisins „Stilles Páls“
sem um árabil hefur framleitt
mikið af loðkápum úr íslenzk-
um gærum, og dótturfyrirtæki
„Stilles Páls“, sem nefnist
„Icelandic Exporters Trading
Co AP“. Kaupir það fyrir-
tæki nú árlega tun það
bil 300.000 íslenzkar gær-
ur, — þar með talið mest alla
framleiðslu íslendinga á grá-
um gærum, um 50.000 stk. en
eingöngu þær gráu eru not-
aðar í loðkápur.
Fyrirtækin „Stilles Páls“ og
„Icelandic Exporters Trading
Co“ eru í bænum Tranás í
Smálöndum, þar sem íbúar
munu vera um fimmtán þús-
und talsins. Þ-ar er — og hefur
um áratugi verið — miðstöð
sænskrar leðkápuframleiðslu.
Elzta og stærsta fyrirtækið í
þeirri grein er „ Oscar Vigén“,
sem stofnað var árið 1004.
Fyrirtækið „Stilles Páls“ er
meðal hinna stærstu í Tranás,
þótt ungt sé að árum — þau
hjón stofnuðu það árið 1045.
Þar starfa nú um það bil
1200 manns að jafnaði. Frú
Stille er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, hefur yfirum-
Mynd þessi af Stille-hjónunum var tekin í herbergi þeirra
Hótel Sögu. Brá frúin sér í einkar fallega loðkápu úr grárri
gæru, er hún hafði meðferðis.
Stunur dýreinna
ÉG ÞAKIKA Morgunblaðinu fyr-
ir samtal þess við yfirlækni
dýranna, Pál Agnar Pálsson. Sá
vísindamaður leggur þar sitt lið
— hagfræðileg heilræði og líkn-
arorð til vorra mállausu vina,
skjólstæðinga hans. En betur má
ef duga skal. Það er ekki nóg
að setja lagareglur um dýra-
vernd, ef öllum líðst að þver-
brjóta þær. Ótrúlegt að það geti
hent vora ágætu bændastétt að
fé sé látið flækjast og fenna
eða hestar látnir ganga á gadd-
inum allan veturinn. Og hvernig
getur staðið á þessum margvís-
legu misþyrmingum sláturfjárs
og annarra gripa, sem staulast
að sinni síðustu kveðju.
Sumardýrð fjallanna veitir
sælutíð sumra dýra, en haust-
kuldinn knýr þau til byggða og
þar tekur maðurinn við — ann-
að hvort vel eða illa. Rjúpan
„kastaði sér í kjöltu konunnar í
dalnum.“ Gæsir og fleiri fuglar
leita skjóls við býli bændanna.
Þá koma ferðamenn frá sínum
hlýju höllum og skjóta á hópana,
án þess að athuga öll þau slys
er þar hljóta að verða. En hirða
auðvitað það sem þeir ná.
Verst eru þó viðbrögð þeirra
sem leika sér að því að slasa
skepnur og drepa þær. Einu
sinni komu tvö börn grátandi inn
í hús og sögðu að strákar hefðu
hellt olíu á kött og látið hann
brenna upp. Dúfur hafa verið
vængbrotnar eða reittar lifandi.
Svo hafa margir séð söguna um
svínið sem var barið til bana
með skólfu.
Þetta er ótrúlegt er þó — þvi
miður — satt. Hins vegar er það
jafnvíst að flest fólk er gott við
skepnur og vill reynast þeim vel,
þó skilyrði vorra bjargráða lendi
oft sem grimmd á skepnunum,
t.d. hryllilegt að sjá hvaladráp
hér á sumrin.
Flestum íslenzkum húsdýrum
er slátrað, og dugar ekki til, hin
eru sótt til hafs og vatna. — Svo
rækilega ráða menn yfir lífi
þeirra og dauða. Og má gjarnan
Svje? framleiia árlega um 5000
loðkápur úr grárri íslenzkri gæru
segja að náttúruríkin öll, feti sín
föstu, skipulögðu skref mannin-
um til liðs og lífs. En svo kemur
röðin að reikningsskap þeirrar
ráðsmennsku.
Hver sem læsi ævisögu eins
lambs eða annarrar skepnu, sem
þjónað hefur þeim volduga herra
jarðarinnar — myndi of víða sjá
fingraför hans og marbletti marg
víslegra þjáninga. En það skulum
við öll vita, að „góði hirðirinn"
gegnir sínu andlega starfi. Hann
vill öllum vel og segir enn: „Ver-
ið miskunnsamir."
Kristín Sigfúsdóttir
frá Völlum.
Auk íslenzku skinnanna not-
ar fyrirtækiS „Stilles Páls“
flestar hinna algengustu
skinnategundir. Myndin er af
Bisam-loðkápu frá Stilles
Páls.
■jón með allri verkun skinna
auk þess, sem hún teiknar öll
módel. Hún er, að því er eigin
maður hennar sagði í viðtali
við Mbl. ein af fáum konum
í heiminum sem stjórna slík-
um fyrirtækjum. Sagði hann,
að starf hennac. krefðist mik-
illar kunnáttu — og hefði hún
haft að baki átt ára náms-
feril, við ýmsa skóla, þegar
þau stofnuðu fyrirtæki sitt.
Hefði hún m.a. lært allt, er
varðar undirbúning hinna
ýmsu skinna til framleiðslu.
Jafnframt væri hún ein af ör-
fáum tízkuteiknurum, sem
eingöngu fengjust við að
teikna loðkápur, — og skipt-
ist hún jafnan á hugmyndum
við samstarfsmenn sina víða
um lönd, m.a. helztu loðkápu-
framleiðendur í London og
París.
Þau Stille hjónin skýrðu
'blm. Mbl. svo frá, að fyrir-
tæki þeirra framleiddi nú ná-
lægt þrjú þúsund loðkápur á
ári hverju úr grárri islenzkri
gæru — og væri það um
það bil helmingur allrar
framleiðslu fyrirtækisins.
Hluti af þeim 50.000
gráu skinnum, sem „Icelandic
Exporters Trading Co“, kaup-
ir fara til „Oscars Vigén“ —
og fleiri loðkápufyrirtækja í
Tranás — og töldu þau, að
alls myndu saumaðar í Sví-
þjóð um 5000 loðkápur úr
þessum skinnum.
Thord”'Stille sagði aðspurð-
ur, að hann hefði komið til
íslands í fyrsta sinn árið
1048 — „Oig síðan hef ég verið
það sem menn kalla íslands-
idiot“ — sagði hann. Sem
sérfræðingur í sauðíjárskinn-
um hafði hann unnið að athug
unum á norræna bústofninum
og vaknaði þá forvitni
hans á íslenzka sauðfénu.
„Fram til þesS^tíma, held ég,
að íslenzkar kindur hafi geng-
ið hér um fjöll og heiðar, án
þess að hafa hugmynd um, að
hægt væri að nota ullina
þeirra í loðkápur“, sagði
Stille. Hann kvaðst þegar í
stað hafa komið auga á, að
gráu skinnin væru verðmæt-
arj þeim hvítu og hefði það
komið íslendingum á óvart,
sem töldu hvítu skinnin mest
virði.
Fyrirtæki Stille-hjónanna
var þá ungt að árum. Þau sáu,
að tækist þeim að verka
skinnin nægilega vel, mætti
gera úr þeim góðar loðkápur.
Þau byrjuðu þegar að kaupa
gráar gærur — í smáum stíl
til að byrja með — og gera
tilraunir með sútun þeirra".
„Það gekk treglega að fá
skinnin góð“, sagði frúin —
og bætti við „þau sörfnuðust
sútunar, sem gæti leitt í ljós
beztu eiginleika þeirra. Til-
raunirnar tóku ein 4-5 ár —
og voru kostnaðarsamar, en
það hefur komið óyggjandi í
ljós, að þær voru þrautseygj-
unnar virði, því að eftirsókn-
in eftir loðkápunum fer vax-
andi.
Thord Stille sagði, að gráu
skinnunum væri skipt í fjóra
flokka. í fyrsta og öðrum
flokki væru góð loðskinn.
mjög vel hæf til loðkápugerð-
ar — og tók hann fram, að
fyrir beztu gráu skinnin væri
jafnan greitt hæst verð. í
þriðja flokki eru einnig skinn,
sem notuð eru í loðkápur og
húfur — en er ekki eins fall-
eg og hin fyrri. Og loks væru
teppaskinn í fjórða flokki. Af
þeim 300.000 gærum, sem
Stille kaupir frá fslandi
kvaðst hann selja 250.000 sem
teppaskinn — þar af væru
150.000 flutt út en 100.000 selt
í Svíþjóð.
„Stilles Páls“ hefur sýnt
þessa framleiðslu sína á Al-
þjóðlegum vörusýningum víða
um heim, m.a. í París, Frank-
furt og Briissel. Jafnframt
hafa þar verið sýnd íslenzk
gæruskinn og á síðustu árum
hafa þau tekið til sýningar
íslenzk folalda- ag kálfskinn.
Loks er þess að minnast, að
Stilles Páls sýndi farmleiðslu
sína í íslandsdeildinni á Mila-
sýningunni í Svíþjóð í sumar
— að beiðni íslenzka ræðis-
mannsins í Malmö, Arne
Prytz — en þar kynntu Flug-
félag íslands og Loftleiðir
einnig sína starfsemi. Af
blaðaummælum, sem Thord
Stille hafði meðferðis var að
sjá, sem íslandsdeildin hafi
verið hin ágætasta auglýsing
bæði fyrir ísland og Svíþjóð.
Enn sem komið er hafa
loðkápur „Stilles Páls“ úr ís-
lenzkum gærum verið mest-
megnis seldar í Svíþjóð —
„kaupendur hafa verið úr öll-
um stéttum,“ sagði frú Stille,
„ýmist ungar konur, sem fá
sér loðkápur í fyrsta sinn eða
eldri og efnaðri konur, sem
telja þær í senn hlýjar og
fallegar og hentugar til dag-
legra notkunar. Yinsældir
gráu gærunnar í Svíþjóð
byggjast eflaust mikið á
áhuga Svía á öllu því, sem
ósvikið er og vandað — en
við höfum góða von um, að
þessi framleiðsla okkar nái
einnig góðri útbreiðslu er-
lendis".
Allir f jallvegir
færir á Vest-
fjörðum
ísafirði, 13. okt.
í GÆR voru Breiðadalsheiði og
Botsheiði ruddar, en þær höfðu
verið ófærar í nokkra daga. Þrír
stórir flutningabílar frá fyrirtæk
inu Gunnar og Ebeneser komu
til ísafjarðar í gærkveldi og
höfðu verið hartnær fjóra sólar-
hringa á leiðinni frá Reykjavík,
en urðu reyndar að bíða nokkuð
lengi á Þingeyri eftir þvi að hægt
yrði að ryðja Breiðadalsheiði.
Fjallvegir á Vestfjörðum munu
nú allir færir og fremur lítill
snjór á þeim.
H. T.
Diengur lær-
brotnor í
Kópnvogi
KL. rúmlega 7 i gærkvöldi
voru drengir að leik í húsi sem
er í smiðum við Auðbrekku í
Kópavogi. Einn þeirra Jón
Rafnsson 12 ára að aldri féll út
um glugga niður í grunninn við
húsið og lærbrotnaði.
Hattur úr íslenzKU gæruskinni
- UTVARPIÐ
Framhald af bls. 6
„skúrkinn“ Stableton, en eigi
veit ég, hver lék sjálfan Basker-
villehundinn.
Varla nær leikrit þetta sömu
hrollvekjandi áhrifum og sagan,
þótt segja megi, að þetta sé efnis
lega gott ágrip af sögunni. Það er
eitthvað sem á skortir, og virðast
þó hinir kynntu leikendur fara
vel með hlutverk sín. Ætli það
verði þá ekki ábyrgðarminnst að
skella sökinni á hundinn.
Sveinn Kristínsson.