Morgunblaðið - 22.10.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.10.1964, Qupperneq 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1964 Rætt um atvinnuörðug* leika sjávarplássanna Einni milljón kr. úthlutað til Flateyrar vegna skipstapa FXJNDUR var í Sameinuðu þingi í gær. Á dagskrá voru ýms ar fyrirspumir, sem fram hafa komið. Sú tilkynning kom fram, að formaður fjárveitingamefnd- ar hefði verið kjörinn Jón Áma son. Þá upit'ýsti Sigurður Bjarnaison, að rikisstjómin hefði ▼eitt FLa.teyri eina millj. kr. vegna hinna sviplegu skiptapa þar. ★ Þórarinn Þórarinsson (Fy kvaddi sér hljóðs utan dagskrár með þvi að skírskota til þings- ályktunartillögu, sem hann hafði éður borið fram um húsnæði Al- þingis. Bar hann síðan fram spurningu um, hvað liði áliti nefndar, sem fékk málið til at- hugunar. Birgir Finnsson (A) varð fyrir Svörum og sagði, að þingnefnd- in hefði þegar haldið einn fund um málið og það væri í athugun. ★ Þá hófust umræður um fyrir- spurn frá Ragnari Arnalds (K) um aukinn iðnrekstur í kauptúnum og kaupstöðum Hljóðar hún þannig: 1. Hvað líð- ur störfum stjómskipaðraí nefndar, er falið var að gera tillögur um aukinn iðnrekstur i kauptúnujn og kaupstöðum, þar sem atvinna er ónóg? 2. Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til að ráða bót á hinu í- skyggilega atvinnuástandi á vest anverður Norðurlandi? Ragnar Arnalds gerði grein fyrir fyrirspurn sinni. Ræddi hann m.a. um bráðabirgðaálit nefndar, sem iðnaðarmálaráð- herra skipaði 12. maí s.l. til at- hugunar á auknujm iðnrekstri í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem atvinna er ónóg. Kvað Ragnar atvinnuástand Norð anlad víða vera mjög e’rf- itt og þörf skjótra úrbóta. Hann taldi hins skjótra úrbóta. Hann taldi hins vegar nefndina hafa innt af hendi ágætt starf.. Iðnaðarmáiaráðherra, Jó- hann Hafstein sagði að álit nefndarinnar væri einungis bráðabirgðarálit, enda hefði Ifaún ekki getað kynnt sér allt varðandi verkefni það, sem henni var falið. Svar við 1. lið Leitað hefði verið upplýsinga víðs vegar að á landinu. í>að væri hins vegar ekkert nýtt, að um tímabundið atvinnuleysi væri að ræða sumsstaðar og staf aði það fyrst og fremst af ein- hæfni atvinnuveganna. í þessu efni hefði stjórnin einkum tvær leiðir í huga, þ.e.a.s. að láta þau fyrirtæki sem fyrir eru, snúa sér að öðrum verkefnum, ef unnt væri, til þess að halda þeim gangandi t.d. iðnaði eða þá að bæta aðstöðu þeirra um öflim hráefnis t.d. með flutningi síldaa- frá svæðinu fyrir Aust- urlandi til Norðurlandshafna. Þingmönnum yrði að vera það Ijóst, að það væri ekki nóg að mál væru komin inn á Alþingi, það þýddi ekki sama og að at- vinnutækin væru komin upp á i viðkomandi stað á einu augna- bliki. RáðherTann taldi upp nokkrar tegundir vara, sem álitnar væru geta komið til greina með að efna til framleiðslu á. Sá væri hins vegar hængur á, að nú þeg- ar væri framleitt um 90% af þessum vörum í landinu sjálfu. Sá iðnaður, sem einkum kæmi til greina annax en fiskiðnaður væri vinnsla annarra hráefna. Ástandið myndi hins vegar ger- breytast, ef einhverjar iðngrein- ar okkar gætu rutt sér rúms á erlendum vettvangi, en slíkt væri ekki enn til staðar nema að takmörkuðu leyti. Meiri hluti iðnaðarins væri staðsettur í Reykjavíku og ná- grenni hennar. Slíkt væri ef til vill ekki heppilegt, en ýmsar ástæður hefðu ýtt undir þá þró- un t.d. að þar væri vinnuafl stöðugt og nauðsynleg þekking fyrir hendi. Ráðherrann ræddi sérstaklega uim Siglufjörð og sagði, að á- standið væri mjög slæmt þar. Nauðsyn krefði, að þar fengist úrlausn fyrir tilstilli opinberra aðila. Hitt yrði að benda mönn- um á, að á Sigluifirði væru næg atvinnutæki fyrir hendi, ef ein- ungis væri unnt að tryggja rekst ur þeirra. Þau séu hins vegar yfirleitt í sambandi við sjávar- útveginn en nú hafi hann brugð- izt og þar með grundvöllurinn undir stöðugum rekstri þeirra. Ástandið væri þó ekki slæmt alls staðar á Norðurlandi t.d. væri það mjög viðunandi á Sauðárkróki. Á Vestfjörðum væri það erfitt sumstaðar en Vestfirðir væru til 'athugunar í sérstakri nefnd, sem kennd hefði verið við svo kallaða Vest- fjarðaáætlun. Enn fremur sagði ráðherrann, að ríkisstjómin hefði nú þegar tekið til athug- unar ýms atriði, eftir því sem viðkomandi sveitarstjórnir hefðu farið fram á og síidarflutningam ir í sumar hefðu ekki sízt verið hugsaðir með það fyrir augum, að hjálpa einstökum byggðar- lögum. Ríkisstjórnin myndi byggja úrlausnir sínar á áliti nefndarinnar, þegar endanlegt álit hennar lægi fyrir. Magnús Jónsson (S) sagði, að orsök vandræðanna fyrir Norð- urlandi væri einungis um að kenna aflaleysinu. Hann taldi, að skipun nefnda fyrir ákveðið svæði væri ákaflega ófullnægj- andi fyrirkomulag. Það sem gera þyrfti, yrði að koma frá öflum heima fyrir, en síðan ætti ríkisstjórnin að greiða fyrir. Það yrði að vinna kerfisbundið að þessum máium, ekki með nefndum heldur með öðrum víð- tækuim úrlausnum. Ingvar Gíslason (F) sagði, að nú lægi við, að Dalvíkingar misstu tvö skip sín á nauðung- aruppboði. Taldi hann, að með- al þeirra ráðstafana, sem gera þyrfti til bjargar atvinnulífinu Norðanlands, væri að koma í veg fyrir, að þau atvinnutæki, sem fyrir væru, yrðu seld til ann- arra staða. Hann taldi flutning síldar frá Austurlandi til Norð- urlandshafna nauðsynlegan og að komið yrði upp síldarverk- smiðju á Þórshöfn. Ragnax Arnalds sagði, að ver- ið væri að álasa þingmönnum fyrir að halda þessu máli vak- andi. Taldi hann ófullnægjandi að skipa nefnd á nefnd ofan í þessu máli, því að úrlausnar væri þörf strax. Björn Pálsson (F) vildi þakka nefndinni vel unnin störf. Hann sagði, að það bæri ekki vott um neina vesæld, enda þótt menn yrðu að leita burtu úr byggðar- lagi sínu uim tíma í ativinnuleit. Ólafur Jóhann«sson (F) lét í ljós ánægju með störf nefnd- arinnar. Hann taldi óþarfa að líta á fólk úr þeim byggðarlög- um, sem nú þyrfti aðstoðar við, s*m einhverja ölmusumenn, enda þótt þeir þyrftu nú að ieita á sjár ríkisvaldsins. Hann aðilum, som setja vildu á stofn atvinnurekstur á hinum ýmsum stöðum. Jón Þonsteinsson (A) ræddi aðallega um síldarflutningana. Taldi hann, að það bæri að auka þá og vildi láta fresta byggingu nýrra verksmiðja, meðan verið væri að kanna, hverju mætti fá áorkað með auknum síldarflutn- ingum. Sigurvin EinarsSon (F) ræddi aðallega um atvinnulifið á Vest- fjörðum. Kvaðst hann viður- kenna það sjónarmið ráðherra, að ekki væri unnt að taká ein- staka staði út úr, heldur yrði að skoða þessi mál í heild. Vildi hann láta gera einhverjar skyndi ráðstafanir til úrbóta. Eysteinn Jónsson (F) beindi orðum sínum fyrst og fremst að Jóni Þorsteinssyni og taldi, að hann hefði byggt ummæli sín á ófullnægjandi upplýsing- um. Kvað Eysteinn Sjálfstæðis- menn nú miklu jákvæðari en áður í þessu efni. Sigurður Bjarnason (S) sagði, að skjótrar úrlausnar væri þörí á mörgum stöðum á Norðurlandi og Vestfjörðum og skildu Sjálfst. ismenn vel þá örðugleika, sem þar væri við að etja og væru reiðubúnir að finna lausn á þeim, eftir því sem unnt væri. Upplýsti hann meðal annars í því sambandi, að ríkisstjórn- in hefði úthlutað til At- vinnubótasjóðs 1 millj. kr. vegna hinna sviplegu skips- tapa á Flateyri oig hefur stjórn- sjóðsins þegar skrifað hrepps- nefnd Flateyrar og skýrt henni frá þessari sérstöku fjárveitingu til byggðarlagsins. Urðu enn nokkrar umræður um þessi mál og töluðu þar Jón Þorsteinsson, Skúli Guð- mundsson og Eysteinn Jónsson. TVEIMUR nýjum frumvörp- um var útbýtt í gær. Frumvarpi til laga um vinnu- vernd, greiðsiu vinnulauna, upp- sagnarfresti o.fl. Flutningsimað- ur þess er Hannibal Valdimars- son. Frumvarpi til laga um sérstak ar ráðstafanir til að stuðla að jafnvætgi í byggð lndsins. Það er flutt af 5 þingmönnuim Fram- sóknarílokksins. Bangkok, 14. okt. AP. • ELL.EFU Thailendingar biðu bana í dag, og sex sœrð- ust, er bandarísk herflugvél steyptist logandi til jarðar þorpi nokkru, Tamuag inni í miðju Thailandi. Flugmenn- irnir sem voru sex náðu að varpa sér út í faliihlítfum. Bandaríkin geta ekki sezt í dómarasætið - í deilu íslands og Noregs um Leií heppna Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttafrásögn frá Associated Press, þar sem skýrt er frá því síðasta, sem gerzt hefur í Leifs Eiríkssonar málinu svonefnda. Washington, 20. okt. Associated Press. BANDARÍSKIR embættis- menn lýstu því yfir kurteis- lega en ákveðið í dag, að þeir gætu á engan hátt borið á- byrgð á deilu þeirri, sem upp væri komin um fæðingarstað Leifs Eiríkssonar, víkingsins, sem talinn er hafa funidð Norður-Ameríku fyrir nær 1000 árum. Tvær þjóðir, Nor- egur og ísland, bandalags- þjóðir í Atlantshafsbandalag- inu, gera háðar tilkall til Leifs. „Bandaríkin geta ekki sezt í dómarasæti , þessu rifrildi milli norrænna manna1', sögðu embættis- menn hér í dag. Upphaf máls þessa var það að Johnson forseti lýsti 9. október dag Leifs Eiríkssonar í samræmi við ályktun Bandaríkjaþings þar að lútandi. Noregur greip strax tækifærið til þess að helga sér málið, og sendi Leif Eriksen, 16 ára pilt, frá Noregi með gjöf til Banda- ríkjanna, — ógnvekjandi, og að sögn, ekta víkingaöxi. í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna, vildi I þar sem gjöfinni var lýst og til ríksson hefði verið fæddur í Nor- egi. — Nú, að hátíð lokinni („post festum“), fallast ýmsir embættismenn á það sín í milli, að flest rök hnígi að því að hinn mikli víkingur hafi verið fædd- ur á íslandi. Sendiráð fslands gerði nokkr- ar fyrirspurnir í utanríkisráðu- neytinu þegar eftir athöfn þá 9. október er Dean Rusk veitti við- töku bardagaöxinni. Embættis- menn utanríkisráðuneytisins segja, að engin formleg mótmæli hafi verið borin fram, heldur hafi þetta einvörðungu verið í fyrirspurnarformi. . Að auki sendi Benjamín Ei- ríksson, formaður fslenzk-amer- íska félagsins í Reykjavík, boð- skap til bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, og hélt ákveðið fram því, að Leifur Eiríksson væri íslenzkur. Benjamin R. Tyler, aðstoðar- utanríkisráðherra varðandi mál er lúta að Evrópu, undirbýr nú svar, sem senda á til höfuðborg- ar íslands. Talið er að í svarinu muni Tyler leggja áherzlu á mikilvægi Dags Leifs heppna, — og óbeint fallast á að víkingur- inn hafi verið íslenzkur. — /Jb róttir setja á stofn leiðbeiningastofnun, ( efni þess að hún var gefin, sagði sem veitti uppiýsingax þeim i að hinn upprunalegi Leifur Ei- Framhald af bls. 25. Þrír aðrir stukku 2,09, en höfðu fleiri tilraunir, en þeir tveir áðurnefndu. Sjö þeir naestu fóru 2,06 eða sömu hæð og þurfti til að komast í úrslitakeppnitia. Sá lakasti fór 1,90 m í úrslitun, um, hafði stokkið 2,06 daginn áð- ur — Krúsjeff Framh. af bls. 1 Moskvu-útvarpið í dag, Er þar hvatt til einingar innan heims- kommúnismans og sagt, að fram- gangur hans hafi alltaf byg(gzt á einingunni, sem ríkt hafi. í yfirlýsingunni er ekkert minnzt á fundinn, sem Krúsjeff hafði boðað til undirbúnings alþjóð- legri ráðstefnu kommúnista, en fundinn átti að halda 15. des. Hins vegar er látið að því liggja* að reynt verði að leysa deil- urnar við Kínverja með því að boða til nokkurra fámennra funda fyrst, en halda síðan alþjóðaráðstefnu. Hér á eftir fara ummæli kommúnistaflokka í fimm lönd- um vaídhafaskiptin í Kreml: • ÍSRAEL Tel Aviv, 21. okt. (AP) í fyrstu ummælum ísraelska kommúnistaflokksins um leið- togaskiptin í Sovétríkjunum, sem birtust í dag, er lof borið á Krúsjeff, fyrrv. forsætisráð- herra og hinir nýju valdhafar krafðir nánari skýringa á, a<5 honum var vikið úr embættl. Segir, að upplýsingarnar, sem miðstjórnin hafi gefið til þessa séu ófullnægjandL • BÚLGARÍA Belgrad, 21. okt. (NTB) Kommúnistaflokkur Búlgaríu hefur lýst ánægju sinni með ákvörðun kommúnistaflokks Sovétríkjanna um að víkja Krúsjeff úr embætti. Á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í Sofiu í gær voru leiðtogaskipt- in rædd og í tilkynningu, sem gefin var út að honum loknum segir, að miðstjórnin sé sann- færð um að ákvörðun miðstjórn- ar Sovétríkjanna verði til þess að stefnu Lenins verði betur fylgt en áður. • SVÍÞJÓÐ Stokkhólmi 21. okt. (NTB) Carl Henrik Hermansson, for- maður sænska kommúnista- flokksins, gagnrýnir í dag harð- lega þær aðferðir, sem notaðar voru til að bola Krúsjeff frá völdum, og segir, að þær stríði gegn landslögum í Sovétríkjun- um og tilheyri fortíðinni. Blað sænska kommúnistaflokksins krefst þess í ritstjórnargrein, að skýrt verði nákvæmlaga frá um- ræðunum, sem fram fóru í Moskvu áður en Krúsjeff var vikið frá. • ÍTALÍA Róm, 21. okt. (NTB-AP) Blað kommúnistaflokks Ítalíu ,,L’Unitá“, gagnrýnir harðlega hvernig Krúsjeff var vikið úr embætti. Kveðst blaðið þeirrar skoðunar, að eitthvert alvarlegt atvik, sem enn ekki hafi verið skýrt frá, hafi valdið leiðtoga- skiptunum. Skorar blaðið á vald- hafa í Sovétríkjunum að skýra nánar tildrögin til brottvikningar forsætisráðherrans. • Frakland París, 21. okt. (NTB) Franski kommúnistaflokkur- inn kvaðst í dag óska eftir nán- ari skýringum á brottvikningu Krúsjeffs úr embætti og lagði til að hinir nýju leiðtogar Sovét- ríkjanna byðu franskri sendinefnd til Moskvu til þess að kynna sér málin. Segir í yfirlýsingu flokks- ins, að hann óski eftir nákvæmri frásögn og útkýringum á ástand- inu, sem ríkti fyrir valdhafa- skiptin og aðferðunum, sera notaðar voru til þess að víkja Krúsjeff úr embætti. Vatn komst í jarð- símastreng í Rvík f GÆRMORGUN komst vatn I jarðsímastreng í Borgartúni, með þeim afleiðingum að um 200 sím- ar urðu sambandslausir í Tún- unum og Höfðaborg og nokkuð af Borgartúni. Komst vatn inn í „múffuna“ á 200 línu streng. Var unnið að því að setja stykki í strenginn í allan gær- dag og í gærkvöldi voru sumir símarnir komnir í samband, og búizt við að viðgerð yrði lokið í gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.