Morgunblaðið - 22.10.1964, Page 12
28
MORGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 22. okt. 1964
Baráttan um sögurnar
K Huntford skrifar um handritamdlið
FRAMTD9 fslendiitffasagu-
anna verffur enn lögff fyrir
danska þingið. Á hið ótnetan-
lega handritasafn, sem nú er
í Kaupmannahöfn, aff hverfa
aftur til íslands?
Þessi spurninig hefur háð
sambandinu milli Danmerkur
og íslands í mörg ár, og varð-
ar í öðru landinu tregðu há-
skólamanna, en þjóðarmetnað
í hinu. ísland hefur aðeins
verið sjálfstætt ríki frá 1944,
en var frá 1360 dönsk ný-
lenda. Þótt byggð íslands sé
gömul og landið verið vagga
gömlu ví'kinganna, eru þar
engar gamlar byggingar né
minnismerki, vegna þess áð
sagan færði þvi ekki annað
en timburkirkjur og torfbæi,
sem ekki haía geymzt. Frum-
handritin að gömlu sögunum
eru einu minnisivarðarnir, sem
íslendingar eiga um gullöld
sína á sviði válda og merkra
bókmennta á miðöldum. Merk
ustu handritin, og þau sem
snerta mest þjóðartilfinningu
íslendinga eru í Kaupmanna-
höfn. Eitt þeirra inniheldur
lög þau, sem nútímalög ís-
lands eru byggð á. Annað,
svonefnd Flateyjarbók, segir
frá því þegar Leifur Eiríksson
fann Ameríku, 500 árum á
undan Kólumbusi.
Árið 1961 samþykkti danska
þingið að skila handritunum
— en þingið hafði ekki heim-
ild til að ráðstafa þeim, og
niðurstaðan varð langvinn og
bitur deila stjórnmálamanna
og lögfræðinga.
Handritin tilheyra_ einka-
stofnun, er nefnist Ámasafn
(höfundur kallar það Magnes-
son Trust), og þarf því ergnar
námsheimild áður en þau
verða afhent. Safn þetta dreg
ur nafn sitt af Árna Magnús-
syni, átjándu aldar íslend-
ingi, er bjargaði handritunum
frá glötun. Á þeim tímum
höfðu íslendingar lítinn á-
huga á sögu, en Árni Magn-
ússon áleit íslendingasögurn-
ar það miklsverðar að nauð-
synlegt væri að geyma þær
handa komandi kynslóðum.
Leitaði hann handrita um allt
fsland, og fann skinnblöð,
sem einstök voru í sinni röð,
í þakskeggjum bændabýla og
á ótrúlegustu stöðum, ‘ m.a. í
gluggum bæjanna.
Árni Magnússon safnaði um
1700 handritum, þeirra á með-
al Sæmundareddu og Heims-
kringlu, sem flytur margar
bezt þekktu frásagnirnar, og
Noregskonungasögur, er segja
vel frá stjórnmálaástandinu í
heimi Engil-Saxa. Engin leið
var til að vinna úr þessum
handritum á íslandi, því þar
var hvorki til borg, sem heit-
ið gæti, né háskóli, og flutti
því Árni Magnússon safn sitt
til Kaupmannahafnar.
Þar varð hann prófessor við
háskólann og helgaði líf sitt
rannsóknum á handritunum.
Hann eftirlét Kaupmanna-
hafnarháskóla safnið til varð-
veizlu, og þar hefur það
reynzt fræðimönnum margra
þjóða mjög verðmætur sjóðui.
Eftir því sem þjóðarkennd ís-
lendinga vaknaði, óx áhugi
þeirra á sögunum, og hófu þeir
baráttu fyrir a'ð fá heim þenn
an þjóðararf. Þessi vakning
náði hámarki með fullveldi ís
lands 1944, þegar gerðar voru
formlegar kröfur um endur-
heimt.
Margir Danir viðurkenna að
íslendingar eigi siðferðilegan
rétt á að fá handritin, jafnvel
þótt eignarréttur Dana sé ó-
véfengjanlegur frá lagalegu
sjónarmiði. En stjórn Árna-
safns vill að handritin verði
áfram í Kaupmannahöfn, þar
sem þeir álíta að þau vérði
aðgengilegri fyrir fræðimenn.
Þegar danska þingið ákvað
1961 að skila handritunum,
mótmælti safnaðarstjórnin og
hótaði málaferlum. En áður
en til þess kom ógiltu nokkr-
ir þingmenn Íhaldsflokksins
ákvörðun þingsins með til-
vísun í stjórnarskránni þar
sem svo er fyrir mælt að
málinu skuli frestað til næsta
Jöggjafarþángs. Nú, þegar
nýja þingið er sezt á rökstóla,
verður að legigja málið fyrir að
nýju. K.B. Andersen, fræðslu-
málaráðherra, lagði nýiega
fram nýtt frumvarp, og ríkis-
stjórnin leggur áherzlu á að
fá það samþykkt fljótlega, svo
unnt verði að afhenda hand-
ritin á þessu tuttugasta ári
sjálfstæðisins. Það kæmi vel
fyrir sjónir, og yrði til þess
að bæta samkomulagið milli
þjó’ðanna, sem ekki er jafn
gott og það gæti verið vegna
gamalla nýlenduminninga ís-
lendinga.
Þar sem þingmeirihluti er
tryggður, verður frumvarpið
án efa að lögum, en ek'ki fyrr
en eftir harðar deilur, því
margir andstæðingar frum-
varpsins á þingi vilja ekki
láta fjarlægja þennan þjóðar
fjársjóð frá Kaupmannaihöfn.
Einnig verða langvarandi
málaferli, því stjórn Árnasafns
virðist ákvéðin í að láta ekki
sinn hlut. Þeir segja að safn-
ið sé einkaeign og ætla að
sjá um að svo verði áfram.
Allt er þetta mjög viðeig-
andi, og þeir, sem sögurnar
fjalla um væru án efa ánægð-
ir. Því þegar þeir voru ekki
að kljúfa hver annan í herðar
niður, voru þessir forn-nor-
rænu víkingar mestu málþófs
menn, sem uppi hafa verið í
heiminum.
(Einikar. Observer).
Andlitið
Ansiktet. Sænsk frá 1958.
102 mín. Hafnarfjarðarbíó.
Kvikmyndari: Gunnar Fischer.
TónlLst: Erik Nordgren.
Handrit og leikstjórn:
Ingmar Bergman.
Svensk Filmindustri.
VIÐ grams í gömlum efnisskrám
frá kvikmyndahúsum rek ég
augun í skrá yfir mynd sem sýnd
hefur verið eitt sinn í Tjarnar-
bíói: Sumarástir, „hrífandi fögur
sænsk mynd um ástir, sumar og
sól.“ Ekki hefur þótt taka að
nefna hverjir gerðu þessa mynd,
leikstjóra ekki getið og óvíst
nokkrir hefðu kannast við kauða
og trúlega fáir séð myndina í
öðrum erindagjörðum en kynn-
ast nánar sænsku skerjagarðs-
kynlífi. Nú er nafn þessa ónefnda
leikstjóra letrað stórum stöfum
oig orðið trygging fyrir hópferð-
um í Hafnarfjarðarbíó, snobb
eða ekki snobb.
Andlitiff er tuttugasta mynd
Bergmans, næst á undan Meyjar-
lindinni, og ein margræðasta
mynd hans. Hún hefst á einkar
BergmansVu atriði: skuggamynd
hvíla-ndi farandmanna og eykis
ber við ljósan himinn. Þetta er
kraftaverkalæknirinn dr. Albert
Vogler (Max von Sydow) og
„Dulræna heilsuleikhús" hans.
Eitthvað dularfullt hvílir yfir
öllu. Kerlingin, amma Voglers
(Naima Vifstrand) tautar galdra
þulur. Hljóð heyrist úr skóginum
og Vogler finnur þar leikarann
Spegel (Bengt Ekerot, lék dauð-
ann í Sjöunda innsiglinu), drukk
inn og dauðvona. „Ert þú svik-
ari sem verður að dylja sitt
rétta andlit?“' spyr leikarinn, en
Vogler svarar ekki; hann er mál-
laus. Hópurinn, sem raunar er
eftirlýstur, er brátt stöðvaður og
stefnt til heimilis Egermans kon-
súls, þar sem Vogler er hafður
að spotti. Læknirinn Vergérus
(Gunnar Björnstrand) dregur
mjög í efa hæfileika Voglers og
ætlar sér að afhjúpa svik hans,
en áhugi hans er aðeins vísinda-
legur og vísindin geta ekki viður
kennt þann kraft sem Vogler
segist búa yfir.
Vergérus efast réttilega um mál
leysi Voglers og daginn eftir
koma ýmis svik í ljós. Vogler
heppnast þó dáleiðsluatriði, en
það kostar hann — að því er virð
ist — lífið. Vergérus fagnar því
að geta krufið hann oig skoðað
heila hans, en ekkert sérstakt
kemur í ljós við krufninguna, en
á eftir gerast undarlegir atburð-
ir á líkskurðarloftínu og Vogler
birtist Vergérusi ljóslifandi; það
var ekki hann sem var krufinn,
heldur leikarinn Spegel. En lækn
innn viðurkennir aðeins að hann
hafi gert sig smáskelkaðan, ann-
að ekki. Vogler virðist hafa fall-
ið á ódýrum töfrabrögðum og
hann verður að betla þóknun úr
hendi Vergérusar, sem gerir lít'ið
úr list hans. En þá kemur boðberi
frá Svíakonungi, sem heyrt hef-
ur af Vogler og óskar að hann
komi til hallar sinnar ag sýni
hæfileika sína þar. Og dr. Vogler
heldur af stað í sigurför við
lúðraþyt og undrun spottara
sinna.
Margskonar skýringar hafa
komið fram á myndinni, t.d. að
Vogler sé ímynd Krists, en flest
bendir þó til þess að Bergman
hafi sjálfan sig í huga, afstöðu
annarra og þá sérstaklega gagn-
rýnenda gagnvart honum sjálf-
um. En Bergman felur sig á bak
við margar grímur og tákn mynd
ar hans eru mörg og dulræð. Vogl
er, sem tekizt hefur að skapa sér
mikið álit, er álitinn argasti lodd
ari þegar upp kemst um aðferð-
rnar sem hann notar til að heilla
fólk. Úr þessu virðist mega lesa:
list er blekking eða listamaður
verður oft að gripa til blekking-
ar til að sanna tilverurétt sinn.
Ef Vogler (Bergman) tekst að
sannfæra áhorfendur sína og
leyna þá aðferðum sínum, þá er
hann listamaður, ef ekki þá er
hann aumv,r loddari. En þá er
listin ekkert nema blekking og
listamaðurinn svikamiðill. Vogler
trúCi eitt smn á hæfileika sína en
Austurbæjarbíó hefur sýnt aff undanförnu frönisku kvikmynd
ima „Skytturnar". Myndin er g erff eftir hinni heimsfrægu sögu
eftir Alexandre Dumas en hún hefur veriff gefin út í íslenzkri
þýffingu og má segja aff sú bók hafi veriff lesin upp til agna.
Margar kvikmyndir hafa veriff gerffar eftir þessari sigildu
sögu, en fullyrffa má aff fáar hafi tekist eins vel og þessi
mynd, sem nú er sýnd. Myndin er tekin í litum og Cinema
Scope.
Hjálparsjóður æskufólks
gefur út jólakort
HJÁLPARSJÓÐUR æskufólks
nefnist sjóður, sem stofnaður var
fyrir tæpu ári, að til'hlutan
Magnúsar Sigurðssonar skóla-
stjóra. Sjóður þessi hefur nú
afihent Biskupsskrifstofunni 300
þúsund krónur, en alls hafa verið
lag’ðar 400 þúsund krónur í sjóð-
inn.
Fé þetta hefur safnast á ýmsan
hátt. Ágóði af sýningu kvikmynd
arinnar „Úr dagbók lífsins" hef-
ur runnið í sjóðinn auk þess fé,
sem safnast hefur vegna áskrifta
í bókina „Réttið hjálparhönd".
Ásikriftarlistar voru sendir til
skipa, sem höfðu 10 manna áhöfn
eða -meira. Hafa sjóðnum borizt
um 100 þús. krónur frá áhöfnum
50 skipa. Verður á næstunni leit-
að til stofnana og fyrirtækja og
gefst þá starfsfólki fyrirtækjanna
kostur á að skrifa nöfn sín í á-
skriftarblað fyrirtækisins, en á-
skriftarblöð þessi verða sfðar
bundin í bók.
Hefur sjóðnum einnig borizt
fé með öðrum hætti. Hafa ein-
staklingar og félög sent sjóðnum
fé.
er nú fullur efasemda. Hið sama
hefur ef til vill búið í huga Berg-
mans. En svo kemur uppreisn
ærunnar, bréf konungsins. Það
er dagsett 14. júlí. Bergman er
fæddur 14. júlí 1918. Ef þessari
túlkun er haldið áfram, er þá
Vergérus hugmynd Bergmans um
gagnrýnandann, sem neitar að
láta sannfærast? Eru þjónustu-
píurnar á bæ Egermans sem trúa
á ástarlyf ömmunnar og taka
iygasögunum með einlægni,
ímynd almúgans gagnrýnislausa?
Hver er þá konungurinn? Lista-
gyðjan eða Oscarsverðlaunin?
Það getur hver sem er haldið
áfram með dæmið, eða sett það
öðruvísi upp, en Bergman er með
svörin og fastheldin á þau.
Andlitið er ekki meðal beztu
mynda Bengmans, en engu síður
eftirtektar- og umtalsverð, líkleg
tii að valda ólíkum skoðunum
og útskýringum sem hún og víða
hefur gert. Hún má nefnast at-
hyglisverð sjálfsvörn eða sjálfs-
réttlæting heldur en fullburða
listaverk. Myndin hefst í dimm-
um dularþrungnum stíl, en end-
ar nánast í galsa. Hún er einhvers
konar sambland af hrollvekju,
sálkönnum og erótískum útur-
dúrum í farsastíl. Meðferð hlut-
verka er eins og í flestum mynd
um Bergmans; mjög vönduð og
i höndum þess einvalaliðs sem
hann hefur ávallt á að skipa.
Minnisstæðust verður þó Nakna
Wifstrand. Kvikmyndunin er
víða fögur og eftirminnileg, þó
gætir stundum óhreyfanleika
myndavélarinnar um of, eins og
oft hjá Bergman og ýmsar upp-
stillingar gera það að verkum að
þessi mynd, ef fráskilin er Flísin
í auga kölska, sýnir fremur oðr-
um tengsl Bergmans við leikhus-
ið
Pétur Ólafsson.
Markmið sjóðsins er, eins og
flestum er kunnugt, að styrkja
eða aðstoða munaðarlaus, van-
rækt e’ða nauðstödd börn eða
æskufólk.
Nú hefur sjóðstjórnin ákveðið
að gefa út jólakort til styrktar
sjóðnum. Hefur Halldór Péturs-
son teiknað kortin og eru mynd-
irnar úr - sögu munaðarlausra
barna. Með tilkomu þessara jóla
korta geta menn í senn fengið
ódýr og smekikleg kort og styrkt
gott málefni.