Morgunblaðið - 22.10.1964, Síða 19

Morgunblaðið - 22.10.1964, Síða 19
Fimmtudagur 22. okt. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 19 á,_____ EINS og kunnugt er hefur áhugi á laxa- og silungsrækt farið mjög vaxandi hér á landi á undanförnum árum, enda veiðiáhugi mikill og framboð veiðiáa hvergi nærri nægjanlegt. Nokkrir menn hafa farið utan til að kynna sér fiskirækt í nágranna- löndum okkar. Einn þeirra, Guðmundur Á. Bang, 'nam fyrst fiskirækt í Danmörku i eitt ár, réðist síðan til starfa við tilraunastöðina í Kolla- firði og hefur síðan í vor unn- ið við Norrfors Fiskodling, eina fullkomnustu tilrauna- stöð Svíþjóðar. Hér fer á eftir kafli úr bréfi heim til íslands frá Guðmundi: Norrfors Fiskodling er á svipaðri breiddargráðu og suðurhluti íslands. Fiskirækt- arstöð þessi er um 15 km. frá háskólabænum Umeá, sem er ein helzta borg í Vesterbotten í Norður-Svíþjóð. Hér var fyrst byggð klak- stöð árið 1945 og var hún stærsta laxaklakstöð í Evr- ópu. Stöðinni var síðar breytt í nýtízku fiskiræktarstöð, sem tók til starfa 1960 og er því ein af nýjustu og fullkomn- ustu slíkum stöðvum í Sví- þjóð. Aðaláherzlan er lögð á laxaklak og eldi á sjóbirtingi Norrfors Fiskodling-tilraunastöðin. (Jr klakstöðinni og öðrum fisktegundum, sem lifa í fersku vatni að ein- hverju eða öllu leyti. Sjóeldi kemur ekki til greina. Margskonar tilraunir eru gerðar hér með fóðrun seið- anna og nákvæmlega fylgzt með árangrinum. Árið 1960 unnu hér 7 manns við hin daglegu störf, en nú aðeins 5, því stefnt er að því með aukinni tækni, að færra fólk þurfi til starfseminnar og lækka þannig reksturskostn- að stöðvarinnar. Fólkið hér um slóðir virðist mér fremur hæggert, duglegt og iðjusamt, vel menntað og fylgist vel með. Það er þægi- legt í allri framkomu og mjög gestrisið. Veðurfar er ólíkt íslenzku veðráttunni, þar sem hér gætir verulega megin- landsloftslags, og munur sumars og vetrar því miklu meiri. í ár voraði seint og fyrri hluti sumarsins var fremur kaldur. Er líða tók á sumar komst hitinn upp í 24 stig í forsælu á daginn, en oft kólnaði verulega með kvöld- inu. Að vetri til er mér sagt að frost fari stundum upp í 30 stig. Ekki er víðsýnt hér á ís- lenzkan mælikvarða, því hvorki sér til fjalla né sjávar. Þó er náttúrufegurð mikil, allt þakið ljósgrænum ökrum, dölum og hæðadrögum. í kring vex sígrænn barrskóg- urinn, sem ber við bláan him- in. Stöðuvötn og vatnsmiklar ár marka tilkomumikinn per- sónuleika í andlit landsins. Guðmundur Bang. Laxeldi Þrær fyllast á Austfjörðum Ekkert lát á síldveiðunum Vopnaflrði 17. okt. S.l. þrjá sólarhringa hafa eft- lrtalin 17 skip komið til Vopna- fjarðar með 20,414 mál af síld. Skipin eru Loftur Baldvinsson - ÚTVARPIÐ Framhald af bls 8. fram margs konar fróðleikur. Loftleiðir var formlega stofn- eett 10. marz 1944. Annaðist fyrst innanlandsflug, en 1946 keypti það fyrstu millilandaflugvélina. Síðar lét það Flugfélagi íslands eftir innanlandsflugið, en gaf sig eingöngu við flugi út og utan. 1952 hóf það reglubundnar ferð- ir til Ameríku og Evrópu. Nú er Loftleiðir orðið eitt vold ugasta hlutafé- lag landsins. Vel gengni þess bygg ist mikið á góðri sætanýtingu, en hún stafar aftur af hinum tiltölu lega lágu far- gjöldum félags- ins. Það sem ger ir félaginu kleift Sigurður að halda fargjöld Magnusson. unum niðri, er hinsvegar eink- nm þaS, að flugvélar þess eru ódýrari en hinar hraðskreiðu þot ur SAS. Sigurður vildi ekki trúa öðru en ágreiningurinn vð S.A.S. jafn aðist. Þetta væri í rauninni smá mál í efnahagslegu tilliti fyíir svo voldug samtök og sennilega að mestu orðið þeim eins konar metnaðarmál. Við skulum vona, eð honum verði að trú sinni um friðsamlega lausn. Sveinn Kristinsson. 972 mál, Ásbjörn 1060, Bjarmi II 1496, Viðey 1262, Sigurður Bjarnason 1606, Náttfari 996, Oddgeir 968, Súlan 902, . Ingiber Ólafssort 1622, Faxi 1160, Ólaf- ur Tryggvason 876, Elliði 1000, Bergur 1058, Grótta 1536, Eldey 1142, Sólrún 1330, Loftur 3aldv- insson 1428. Þrær eru nú fuHar, en vinnsla hófst á síldarbræðslunni á há- degi í gær. Sigurvon frá Akra- nesi kom hingað í morgun með 1700 mál, og fór sú síld í það hólfið, sem losnaði í morgun. Verksmiðjan hefur tekið á móti • 240,000 máium af síld í sumar. Árið 1961 voru brædd hér rúm 230,000 mál, sem er það mesta, sem áður hefur fengizt. — Veð- ur er hér gott, logn og sólskin, og skipin eru nú farin að sigla norður til Raufarhafnar með síld ina, þar sem allt er orðið fullt hér eystra. 1 gær átti ég tal við einn síldarskipstjóranna, og innti hann eftir því hvort ekki mundu þeir veiða alla síldina í sjónum með hinni nýju tækni. Hann svaraði því til, að síldanmagnið á miðunum væri svo gífurlegt, að ekki væri hægt að ímynda sér það. Ennfremur sagði hann að ef Rússarnir væru ekki á þessu svæði, væri alveg sérstak- lega auðvelt og skemmtilegt að ausa síldinni upp. — Sigurjón Höfrungur II. AKRANESI, 20. okt. — 1000 tunnur síldar bárust hér á land í dag. Aflahæstur var Höfrungur II. með 350 tunnur, Sólfari 250, Anna 250 og Haraldur 150 tunn- ur. Höfrungur I. fór út á veiðar fyrir hádegi í dag, og er að hefja veiðar með ýsunót. Johnson harmar árásir Goldwaters á Kennedy Louisville, Kentucky, 10. okt. NTB Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseti, hélt ræðu á koisn- ingafundi í Louisiana í gær- kveldi og lét þar meðal annars í ljós hryggð sína og furðu yf- ir þeim ummælum andstæðings hans, að John F. Kennedy for- seti hefði notað sér Kúbudeil- una haustið 1962 í flokkspólitisk um tilgangi. Ekki nefndi hann nafn Barry Goldwaters, enda var þess ekki þörf, því að mönn- um var enn í fersku minni, er hann í síðnsta mánuði sagði í kosningaræ/Ju, að Kennedy hefði miffiað hámark Kúbudeilunnar við, að hún hefði sem mest á- hrif á fulltrúa deildarkosning- anna, seir. fram áttu að fara nokkru síðar. — „Ég er bæði hryggur og furðu lostinn yfir þessu,“ sagði Johnson — og bætti við — „og sá, sem viðhetfur slíka staðhæf- ingu nú, er Kennedy getur ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér, kveður upp með henni dóm yfir sjálfum sér, sem öil- um ætti að vera ljós,“ Tugþúsundir manna voru á götum úti í Louisville meðan Johnson ók um borgina. Þaðan hélt hann förinni áfram til Nash ville í Tennesee og einnig þar fagnaði honum mikill mann- fjöldi. Létu aðstoðarmenn John sons í ljós ánægju yfir þeim við- tökum, sem hann hefur fengið í Suðurríkjunum — en þar var talið líklegast, að menn sner- ust gegn honum vegna afstöð- unnar í kynþáttamálunum. Johnson er nú á sex daga ferðalagi og hyggst sækja heim ellefu ríki. í öllum ræðum sín- um hetfur hann gagnrýnt Barry Goldwater framibjóðanda repu- blikana harðlega — og lagt á- herzlu á, að Bandaríkjamenn eigi nú fyrir höndum að velja á milli ábyrgðarleysis í utan- ríkismálum og ábyrgrar raun- sæsisstefnu. Á Á ★ Goldwater hélt kosnirugaræðu í Los Angéies í Californiu í gær og sakaði Johnson um að tefla djartft í sam&kiptunum við So- vétríkin. — Stærsta hersýning, sem haldin hefur verið frá þvi á valdatíma Hitlers í Þýzkalandi sagði hann m.a., var fyrir nokkru haldin í Áustur-Þýzka- landi — hún benti svo sannar- lega ekki til þess, að kommú- nistar myndu linast í sókninni" — og hann bætti við — „við mættum minnast þess, að kommú snistaþjóðirnar hafa lýst þvi yf- ir, að þær ætli sér að standa yf- ir hötfuðsvörðum okkar. Gold- water gagnrýndi harðlega við- skiptin við Sovétríkin — sagði, að Bandaríkjamenn væru hinir hörðustu viðfangs í öllum við- skiptum, nema við fjandmenn. sína — þeim gæf-u þeir allt, sem þeir óskuðu eftir. ★ ★ ★ Skoðanakannanir benda til þass, að fylgi Johnsons forseta fari vaxandi meðal Bandarúlkja- manna. Samkvæmt síðustu Gall- upskoðanakönnun hetfur John- son nú 62% fylgi en Goldwater 32%. Áreiðanlegar heimildir, tfor setanum nákomnar, herma að hann sé sjálfur þeirrar skoðun- ar, að fylgi Goldwaters eigi eft- ir að aukast, — og muni úrslit kosninganna líklega þau, að hann vinni með 55% en Gold- water fái 45% „New York, Times“ skrifar, að samkrvæmt skoðanakönnunum Republikana-flokksins sjálfs, hatfi fylgi Goldwaters aukizt úr 31% í 37% síðustu daga. Hins- vegar segir blaðið, að hvergi nema í bækistöðvum Gold- waters sé að finna tölur er bendi til sigurs hans. OSTA- OG SMJORSALAN s.f. smior vr A BRAUÐID

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.