Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1964 Vann maraþonhlaupið í annað sinn í röð ABEKE Bikila einn i foringja- Uði Eþiópíukeisara vann það af- rek fyrstur manna að vinna gull verðlaun í Maraþonhiaupi á tveim Ol-leikjum í roð. Og hann gerði reyndar meira. Hann hljóp vegalengdina 42.195 m á styttri tíma en sögur fara af að nokkur annar hafi gert það þó engin hlaupaleið Maraþonhlaups sé sambærileg vegna mismunandi brauta. Hann tók forystu er um 10 km voru af hlaupinu og hélt henni eftir það. Hann kom í mark rúmlega 4 minútum á und an naesta manni. 4 MÍN. Á UNDAN Bikila var fagnað af meira en milljón manns er hann hljóp fyrstu Maraþonhlaupara um skrúðgarða og útgötur Tokíóborgar. Hann var langt á undan, meira en 4 mínútur á undan næsta manni er hann hljóp inn á leikvanginn til að Ijúka síðustu 130 metrum . hlaupsins. Þar fékk hann verð skuldað lof. Næstur iqn á völlinn var Japaninn og þá var eins og áhorfendaskarinn fengi raf- lost, svo mjög var fagn- að. En iitlu síðar birtist Bret- inn Hentley og var svo hress og kátur að hann munaði ekki um það að draga siðasta keppi nautinn uppi og koma í mark sem silfurhafi. Japaninn varð þrátt fyrir það að vera sviptur siifri og frá „aðeins” brons frammi fyrir augum 80 þúsund áhorfenda, þjóðhetja. Hann var eini Japaninn sem hafði hlotið verðlaun í frjálsíþrótta keppni leikanna — og það í síðustu greininni. Körfuknutt- leikur í kvöld uð Húlogulundi f KVÖLD kl. 20.15 fer fram annar leikurinn um bikarinn sem reykviska úrvalsliðið í körfuknattleik ag Bandaríkja- menn í varnarliðinu keppa um og íslendingar unnu í fyrra. Fyrsti leikurinn var á Keflavíkurvelli og unnu ís- lendingar óvænt með allmikl- ura mun. Nú teflir Beykjavík fram landsliðsmönnunum sem fara í Ameríkuíörina í desember og má ætla að þarna verði um mjög skemmtilegan leik að ræða enda hafa þessir ísl. piltar æft vel upp á síðkastið. A undan leiknum fer fram keppni unglingaúrvals Rvíkur og yngri gegn skólaliði sunn- an af KeflavíkurvellL Veðrið var grátt og suddarign- ing er keppni hófst í Tókíó á míðvikudag, síðasta keppnisdag í frjólsum íþróttum. 65 keppend- ur voru mættir til Maraþon- hlaupsins, hinnar klassiskustu greinar af öllum sem í er keppt á Ol-leikjum. Eins og vant er var brunað af stað með miklum hraða eins og markið væri skammt undan. En mörgum sem ætluðu sér að ná í gott „pláss“ í byrjún varð það ljóst síðar meir í hlaupinu að „kapp er bezt með fðrsjá“ og nóg pláss er fyrir 65 menn á 42.195 m leið. Úrslit: Ol.meistari: A. Bikila Epíópíu 2:12.11.2 - Bezti tími heims og Ol-leika 2. Heatley England 2:16.19.2 3. Tsuburaya Japan 2:16.22.8 4. Kilby England 2:17.02.4 5. Sueto Ungverjal. 2:17.55.8 6. Edelen Bandar. 2:18.12.4 7. van Driessche Belgíu 2:18.42.6 8. Kimihara Japan 2:19.49.0 9. Clarke Ástraliu 2:20.26.8 10. Wolde Eþíópíu 2:21.25.2 ítalir hjóla mjög vel ÞEIR féllust í faðma og kysst- ust oft og innilega ítalirnir tveir sem í gær sigruðu í tvímennings hjólreiðakeppni á OL í Tókíó. Sigurinn kom ekki á óvart, því þeir höfðu unnið undanrásir og undanúrslit. í fjórmenningshjólreiðakeppni (þ.e. 4 á einu hjóli) unnu Þjóð- verjar og unnu ítali, sem þóttu sigurstranglegastir. Að þessu loknu hafa .ítalir unnið tvenn gullverðlaun og alla silfurpeningana fimm í hjólreið- um á hjólreiðabraut Bretinn Heatiey „stal“ silfur- verðlaunum í maraþonhiaupi af Japananum eftir að inn á leikvanginn kom. , Ungverjor unnu 4. gullið í skylmingum UNGVERJAR unnu fjórðu gull- verðlaun í skylmingum er lands sveit þeirra vann sigur í skylm- ingum með korðum. ítalir fengu silfrið og Frakkar brons. Ungverjar hafa með þessum sigri unnið 4 af 5 skylminga- greinum og þess er vænzt að þeir vinni hið fimmta á föstudag. ítalir hafa lengi haft yfirburði í korðaskylmingum, en voru eins og skuggi af sjálfum sér er þeir mættu Ungverjum. Mbl. fékk þessa mynd símsenda frá Tokíó í gær. Hún sýnir er Eþiópíurnaðurinn Abeke Bikila slítur snúruna í maraþonhlaup- inu rúmlega 4 mínútum á undan næsta manni. Hann vann lika gull í Róm og er eini maðurinn, sem hefur unnið gull i þessari greín tvo Ól-Ieika í röð. Enginn hefur heldur hlaupið vega- lengdina, 42 km 195 m á skemmri tíma en hann í þetta sinn eða rúmlega 4 klst. og 12 mín. Ætla að sigra í Mexico * sagði Bikila eftcr l\iaraþortsigurinn HINN 32 ára gamli lífvörð- ur Haile Selassies Abbesíukeis ara, blés vart úr nös er hann hafði sigra'ð í Maraþon- hlaupinu. „Ég gæti hlaupið 10 km í viðbót á sama hraða" sagði hann, er hann kom í mark. Eftir sigurinn talaði hann við blaðamenn með hjálp túlka. Þá sagði hann m.a. „Þegar ég sá við „helminga markið“ í hlaupinu (21 km markið) hvexsu langt ég var á undan, var ég viss um áð ég myndi sigra. Hann sagði einn ig að eini maðurinn sem hann hefði óttast væri Rihadi írá Marókikó sem varð annar á Rómarleikjunum. „Þegar ég vissi að hann yrði ekki með nú, þá öðlaðist ég vissuna um sigur í annað sinn. Hann var spurður um af hverju hann hef’ði hlaupið berfættur í Róm og hann svar aði: „Til þess að verða frægur" en bætti við. „Ég var heldur alls ekki vanur að hlaupa á skóm. En núna vil ég heldur hlaupa á skóm.“ Hann var spurður um keppinautana m.a. Clarke heimsmethafa í 10 km hlaupi sem hafði forystuna framan af og svaraði: „Ég sá hann hlaupa í 10 km hlaupinu og sá hlaupalag hans. Ég veitti honum enga sérstaka athygli í Maraþonhlaupinu. En Japan inn sem kom inn á leikvang- inn á eftir mér þó hann væri þar sigraður af Heatley er góður hlauparL „En ég vona að mér takist að verja minn Qlympíutitil í Maraþonhlaupi einnig í Mexi- co. Það er takmarki'ð nú, sagði Bikila sem einn manna hefur sigrað í þessu hlaupi tvo 04- leika í röð. Tveir fóru 2,18 m. í fyrstu tilraun en fyrra fall réö Fimm tíma barátta í hástökki buk með sigri heimsmeistaraxis HÁSTÖKKSKEPPNIN í Tókíó var afar hörð og gat raunar eng- inn borið af öðrum til að hljóta gullið. Einasti munurinn á tveim ur fyrstu var sá, að Brummel frá Sovétríkjunum fór 2,16 í 1. til- raun en Thomas frá Bandaríkj- unum í 2. tilraun. Báðir fóru 2,18 í fyrstu tilraun — en mismunur inn á hæðinni 2,16 réði úrslit- um. Þess var vænzt að heimsmet hafinn Brummel myndi fá harða keppni — en að hún yrði slík, kom öllum á óvart. Það virðist, sem að Thomas fyrrum heims- methafi sé að harðna í keppni — enn ekki siður kom það á óvart, að landin hans, Rambo, Keppni stóð í 5 klst. Byrjað var á 1,90 og allir komust yfir skyldi hreppa bronsverðlaun. — auk þess sem margir slepptu. Þegar á 1,95 byrjuðu erfiðleikar sumra. 17 reyndu við 2,09 — en þá hófst mannfallið fyrir alvöru. Meðal þeirra, sem féllu úr keppn inni var Pólverjinn Czernik og Ástralíumaðurinn Sneazwell og Skvortsov Sovétríkjunum. Czer- nik gerði án efa taktiska skyssu. Hann felldi 2,06 í fyrstu tilraun og í stað þess að reyna aftur sleppti hann — og átti þá ekki nema tvær tilraunir við næstu hæð 2,09. Pólverjinn hefur tví- vegis í ár stokkið 2,20 metra og var spáð verðlaunum samkvæmt þvL -- XXX --- Svíarnir komu þægilega á ó- vart vegna öryggis. Báðir fóru 2,06 og 2,09 í fyrstu tilraun og það bjargaði báðum til stiga (6 manna). Einu sem fóru 2,12 í fyrstu tiiraun, voru Brummel og Shav- lankadse. Á 2,14 voru 5 menn eftir. Fyrstur yfir frór Rambo USA öllum á óvart. Síðan fór Svíinn Pettersson einnig í fyrstu um- ferð. Það ótrúlega lá í loftinu — en allir hinir fóru yfir í næstu tilraunum. -- XXX ---- Á 2,16 skildust verðlaunamenn irnir úr. Brummel fór yfir I fyrstu tilraun en Thomas í ann- arri. Hambo fór yfir í 3. tilraun. Brummel og Thomas fóru yfir 2,18 í 3. tilraun. Hvorugur átti möguleika á 2,20 m. Og fall Thomasar í fyrstu tilraun á 2,lí gerði út um gullið. Úrslit: Ol.meist. V. Brummel Sovétríkin 2,1» 2. J. Thomas Bandaríkin 2,18 3. J. Rambo Bandaríkin 2,16 4. S. Petterson Svíþjóð 2,14 5. R. Shavlakadse Sovét. 2,14 6. Kjell Nilsson Svíþjóð 2,09 7. R. Drecoll Þýzkalandi 2,09 Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.