Morgunblaðið - 13.11.1964, Side 10

Morgunblaðið - 13.11.1964, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 13. nðv. 1964 Eftirlit með útlendingum JÓHANN Hafstein dómsmála- ráðherra fylgdi úr hlaði í Efri deild í gær stjórnarfrumvarpi um eftirlit með útlendingum. Gerði hann mjög ítarlega grein fyrir frumvarpinu, forsögu þess og þeim breytingum, sem í því felast frá núgildandi löggjöf um þetta efni. Hér fara á eftir nokk ur helztu atriðin úr ræðu ráð- herrans. Forsaga frumvarpsins. Með samningi 12. júlí 1957 gerðu Danmörk, Finnland, Nor- egur og Sviþjóð með sér samn- ing um afnám vegabréfaskoð- unar við sameiginleg landamæri ríkjanna. í 14. gr. Samningsins er gert ráð fyrir því, að ríkis- stjórn íslands geti gerzt aðili að samningnum. Samningur þessi er þéttur í þeirri viðleitni að greiða fyrir samgöngum og samskiptum milli Norðurlandanna. Upphaf þeirrar samvinnu var samning- ur, er gerður var milli Norður- landanna, annarra en íslands, í júlímánuði 1952 að tilhlutan norrænu þingmannanefndarinn- ar. Samkvæmt þeim samningi voru ríkisborgarar aðildarríkj- anna leystir undan skyldu til að hafa vegabréf og sækja um dvalarleyfi við komu til annars norræns ríkás en heimalandsins. Var sá réttur þó eingöngu mið- aður við ákveðinn, tiltekinn dvalartíma. Næsti áfangi í þess- EGILL SIGURGEIRSSON Hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Ingólfsstræti 10 - Síini 15958 Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9 — Sími 1-1875 BIRGIR ISL. GUNNARSSOA Málflutningsski ifstofa Lækjargötu 6 B. — H. hæð I.O.G.T. Umdæmisstúkan no. 1. Haustiþing umdæmisstúkunn ai verður haldið laugardag- inn 14. þ.m. í Góðtemplara- húsinu í Reykjavík. Þingið hefst kl. 2 e.h. U.T. um málum er nýr samningur 1. júlí 1954 milli Norðurland- anna fjögurra, þar sem ríkis- borgarar samningsríkjanna eru algjörlega leystir frá vegabréfa skyldu við komu þeirra landa, svo og skyldu til þess að sækja um dvalarleyfi. ísland gerðist aðili að þeim samningi árið 1955, sbr. auglýsingu nr. 76 það ár. Norðurlandasamningurinn um afnám vegabréfaskoðunar frá 12. júlí 1957 gengur þeim mun lengra en vegabréfasamningarn ir frá 1952 og 1954, að hann heimilar útlendingum, einnig þeim, sem ekki eru norrænir ríkisborgarar, að ferðast frá einu samningsríki til annars um ákveðna löggilta staði, án þess að gangast þar undir vegabréfa- skoðun. Hvað snertir vegabréfa eftirlit hafa samningsríkin ein- ungis „ytri landamæri“, en það var einmitt talið af norrænu þingmannanefndinni 1952 æski- legt lokataklmark í samvinnu Norðurlanda á sviði útiendinga eftirlits. ísland hefir enn ekki gerzt aðili Norðurlandasamningsins frá 1957, enda þarf að samræma íslenzka löggjöf um eftirlit með útlendingum löggjöf hinna Norð urlandanna um það efni, áður en til þess kemur. Á 8. fundi Norðurlandaráðs, sem haldinn var í Reykjavík árið 1960, var einróma samþykkt ályktun þess efnis, að ísland gerist aðili Norðurlandasamningsins. Var sú samþykkt m. a. til þess, að haf- izt var handa um endurskoðun laga nr. 59, 23. júní 1936, um eftirlit með útlendingum, svo og reglugerða um það efni. Áður höfðu farið fram viðræður á sam eiginlegum fundi fulltrúa frá öllum Norðurlöndunum um nokkur framkvæmdaatriði, er athuga þyrfti, ef til aðildar ís- lands að samningnum kæmi. Efni frumvarpsins. Lagafrumvarp það, er hér liggur fyrir, er noMkuð efnis- meira en gildandi lög um eftir- lit með útlendingum, eða 22 greinar alls í stað 15. Ekki verð- ur þó sagt, að það í sjálfu sér geri ráð fyrir stórvægilegum breytingum frá því sem nú er, ef undan er skilin fyrirhuguð aðild íslands að Norðurlanda- samningnum frá 12. júlí 1957 um afnám vegabréfaskoðunar við Allir geta og hafa gaman af að mála þessar skemmtilegu myndir. MIKIÐ ÚRVAL! — Sendum um allt land. MÁLARINN H.F. Sími 11496. landamæri milli Norðurland- anna. Fyrirferð frumvarpsins stafar sumpart af því, að það gerir ráð fyrir, að lögfestar verði reglur, sem farið hefir verið eftir í framkvæmd eða áður hafa verið í reglugerð eða fyrirmælum um framkvæmd útlendingaeftirlits, og sumpart vegna þess, að nauð- synlegt er að gera breytingu á gildandi lögum um útlendinga- eftirlit, ef ísland gerist aðili að áðurnefndum Norðurlandasamn ingi. Norðurlandasamningurinn á- skilur, að útlendingalöggjöf að- ildaríkjanna sé samræmd, að því er varðar reglur um komu til landsins og brottför, dvöl þar, synjun landgönguleyfis og brott- vísun. Hefir þessa verið gætt í ákvæðum 2., 5., 10.—12. og 17. gr. frumvarpsins. Samkvæmt gildandi reglum ber hverjum þeim, sem kemur til landsins að gefa sig fram hjá viðkomandi eftirlitsmanni vega bréfa eða hjá lögreglunni þar sem hann fyrst kemur á land. Aðild að Norðurlandasamningn- um felur það í sér, að farþegar, sem koma hingað beint frá hin- um Norðurlöndunum, eru ekki háðir vegabréfaeftirlitsskiyldu. Rétt þykir því að lögfesta heimild fyrir ráðherra til þess að setja reglur um það, hvenær þeir, sem til landsins koma, skuli gefa sig fram við vegabréfaeftir- lit. í íslenzkri löggjöf er ekkert ákvæði, er mælir fyrir um, hversu lengi útlendingur, sem leystur hefir verið undan visum skyldu, megi dvelja hér á landi, án þess að sækja um dvalar- Jóhann Hafstein leyfi. Um það atriði hefir verði samið við einstök ríki og þá að jafnaði um þriggja mánaða dval- artíma. í 5. gr. frumvarpsins er lagt til, að lögfest verði regla sú, sem áður getur, um þriggja mánaða dvalartíma, er miðaður sé við Norðurlöndin í heild. Ennfrem- ur er þar að finna nánari reglur um útreikning í sambandi við þriggja mánaða regluna, þ. e. þegar útlendingur hefir dvalið í einhverju samningslandanna síð asta misserið. Ákvæðin um synjun land- gönguleyfis, sbr. 1. málsgr. 10. gr. frumvarpsins, eru í samræmi við ákvæði 6. gr. samningsins. Meginbreytingin frá gildandi reglum er sú, að við mat á því, hvort synja skuli útlendingi landgöngu, ræður ekki eingöngu tiilitið til íslenzlira hagsmuna, heldur einnig hagsmuna hinna Norðurlandanna. í 11. gr. frumvarpsins er ráð- herra veitt heimild til að vísa útlendingi úr landi, ef þær ástæður eru fyrir hendi, sem raktar eru í 1. málsgr. 10. gr. Ákvæði 12. gr. frumvarpsins um heimild lögreglustjóra til að vísa útlendingum úr landi, eru í samræmi við lagaákvæði í hin- um Norðurlöndunum, sbr. og 9. gr. samningsins. Ákvæði 4. og 5. tölul. 2. máls- gr. frumvarpsins leggja refsingu við tilteknum brotum, frömdum í einhverju samningsríkjanna. Byggjast ákvæði á því, að litið er á Norðurlöndin sem eitt vega- bréfaeftirlitssvæði Nýmæli. f frumvarpinu eru nokjiur ný ákvæði, sem ekki eru í gildandi lögum. Rétt hefir t. d. þótt að setja ákvæði um útgáfu ferða- skilríkja til útlendinga, sem ekki hafa getað aflað sér slíkra skilríkja með öðrum hætti, sbr. 3. málsgr. 1. gr. Samkvæmt heimild í nefndu ákvæði væri t. d. hægt að gefa út sérstök ferðaskilríki til handa ríkisfangs lausum manni, sem hér dveldi, en nyti ekki góðs af alþjóða- samningi um stöðu flóttamanna. Þá hefir einnig verið talið eðli legt að taka upp í frumvarpið almennt heimildarákvæði um að semja megi við önnur ríki um gagnkvæmar undanþágur frá reglum um dvalarleyfi sbr. 7. gr. Einnig þótt> rétt að kveða á um það í frumvarpinu, hvernig með skyldi farið, er útlending- ur, sem leitaði hér hælis, bæri fyrir sig, að hann væri póli- tískiur flóttamaður, sbr. 4. máls- gr. 10. gr., enda hefir reynt á þetta atriði hér, en um slíkt skort lagafyrirmæli. Refsiheimildin í frumvarpinu er víkkuð frá því sem er í gild- andi lögum og er látin ná til nokkurra tilvika, sem líklegt væri, að helzt reyndi á í sam- bandi við eftirlit með útlend- ingum, sbr. 17. gr. frumvarps- ins. Yfirlýsingar, sem útlendingur kann að gefa opinberum aðiium í sambandi við framkvæmd lag- anna, geta falið í sér upplýs- ingar um trúnaðarmál. Því þótti rétt, til verndar hagsmunum út- lendingsins, að reisa skorður við því, að almenningur ætti aðgang að þeim upplýsingum, sbr. 19. gr. Samkvæmt þessu hlýtur það að verða háð mati þeirra, er um þessi mál fjalla, hverjar upp- lýsingar yrðu veittar í einstök- um tilfellum. Menntamálaráðherra hlyntur menntaskóla á Vestfjöröum MoIkSar umræður um málið á Alþingi í gær Hannibal Valdimarsson (Albl.) | mælti fyrir frumvarpi í gær í Neðri deild um menntaskóla Vest firðinga á ísa- firði, sem hann er flutningsmað ur að, ásamt öðr um þingmönn- um Vestfjarða- kjördæmis. — Gerði hann grein fyrir efni frumvarpsins og sagði, að það væri að mestu sarns konar og í hinum alm. lögum um mennta skóla. Hann sagði enn fremur, að námskröfur hefðu vaxið al- mennt og stúdentspróf væri und irbúningur undir margs konar nám utan háskólanáms. Frum- varp um stofnun menntaskóla á ísafirði hefði verið flutt 8 sinn um á Alþingi áður. Nú hefði þetta mál verið flutt að nýju í upphafi þings, Kvaðst Hannibal vona, að sú nefnd, sem fengi þetta mál til meðferðar, léti það fara frá sér aftur í stað þess að láta það liggja hjá sér óafgreitt. Sigurður Bjarnason tók næst- ur ttl tnálji Hann kvað bað ekki valda ágreiningi að í nútíma þjóð félagi væri góð menntun eitt af frumskilyrðum fgrsældar og lífs hamingju. Þess vegna væri þýð ingarmikið, að aðstaða borgar anna til þess að afla sér hennar væri sem bezt og jöfnust, hvar sem þeir byggju á landinu. Fram hjá því yrði hins vegar ekki gengið, að aðstaða íslend- inga í þessum efnum væri enn þá mjög misjöfn. f höfuðborg- inni væru t.d. þrír stúdentaskól- ar, einn á Akureyri og einn á Laugarvatni. Á Vestfjörðum og á Austurlandi væri hinsvegar enginn menntaskóli. Sigurður Bjarnason kvað það staðreynd, að of þrö'ngt væri nú orðið í þeim menntaskólum sem fyrir væru í landinu. Tilfinnan- legur skortur væri og á ýmsum háskólamenntuðum mönnum, t. d. læknum og verkfræðingum. Eðlilegt væri, að þegar mennta- skólum yrði fjölgað, sem nauð- syn væri til að gera, þá yrðu hinir nýju skólar byggðir úti á landi. Þegar alls þessa væri gætt, sagði þingmaðurinn, væri auð- sýnt, að frumvarp um Mennta- skóla Vestfjarða á ísafirði ætti fullan rétt á sér og væri raunar hið mesta sanngirnis- og nauð- synjamál. Nýr menntaskóli á Vestfjörð- um er ekki aðeins í þágu þeirra tæplega 11000 íbúa sem byggja þennan landshluta. Hann er í þágu þjóðarinnar í heild, sem þarfnast fleiri menntaðra manna, meiri þekkingar og vísindalegra rannsókna í þágu bjargræðisvega sinna, sagði Sigurður Bjarnason að lokum. Matthías Bjarnason (S) sagði m. a. að þess væru fjöldi dæma að fólk flytti úr byggð- arlagi sínu ein- ungis vegna þess að ekki væri unnt að veita börnum þess kost á að kom- ast í mennta- skóla í byggðarlagi þeirra. Sigurvin Einarsson (F) sagði, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.