Morgunblaðið - 13.11.1964, Side 15

Morgunblaðið - 13.11.1964, Side 15
Föstudagur 13. nðv. 1964 MORGUNBLAÐIB 15 Leikfélag Reykjavíkur Brunnir Kolskógar eftir Einar Pálsson, Saga úr dýragarðinum eftir Edward Albee Leikstjórar; Helgi Skúlas. og Erlingur Gíslas: Leiktjaldomálari: Steinþór Sigurðsson LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýndi á þriðjudagskvöld tvo ein- þáttunga, þ.e.a.s. annar þeirra, „Brunnir Kolskógar“ eftir Einar Pálsson, hafði verið framlag Leikfélagsins til Listahátíðar- innar á liðnu vori. Birti ég þá umsögn um hann, sem óþarft er að endurtaka hér, en hins ber að geta, að hlutverkaskipun hefur breytzt frá í vor, þannig að Har- aldur Björnsson fer með hlut- verk séra Jóns, prests í Meðal- landi, sem Gísli Halldórsson lék í vor, en Gísli hefur aftur tekið við hlutverki Arnórs bónda í Öræf- um, sem var í höndum Brynjólfs Jóhannessonar. Þessar breytingar hafa haft óveruleg áiyif á heildarsvip sýn- ingarinnar. í>ó er eins og mig minni, að í vor væri hún heil- legri og hugtækari. Mér fannst hún vera lausari í reipunum á þriðjudagskvöldið og slappari. Þetta kann að einhverju leyti að hafa stafað af taugaóstyrk leik- enda — a.m.k. rak Harald Björns son furðuoft í vörðurnar, og var það bagalegt, þar sem mikið. velt- ur á festu og röggsamri fram- komu séra Jóns. Framsögn hans var líka með köflum ógreinileg, sem var sérlega óheppilegt, þar sem textinn er bæði tyrfinn og framandlegur. Túlkun Gísla Halldórssonar á hlutverkinu í vor var mun röggsamari og að- sópsmeiri, en hvorugum leikar- anna auðnaðist að gæða orð prestsins sannfæringarkrafti trú- mannsins, og þar liggur að mínu viti meginveila sýningarinnar. Meðferð Gísla á hlutverki Arn- órs bónda var nærfærin, ívið þyngslalegri en túlkun Brynjólfs í vor, og þó náði hann ekki fyllilega fram því nístandi bjarg- arleysi og yfirþyrmandi hugar- víli sem skein út úr persónunni eins og Brynjólfur skapaði hana á sviðinu. Ég gat þess í vor, að Einar Pálsson hefði samið annan ein- þáttung, sem væri að hans eigin sögn nokkurs konar samstæða við „Brunna Kolskóga“, og lét í Ijós von um að þessi verk yrðu sýnd saman í haust, þannig að auðveldara yrði að átta sig á þeim hvoru fyrir sig (og ekki spillti það, að hinn einþáttungur- inn hlaut verðlaun í lejkritasam- keppni Menningarsjóðs 1961). Af þessu hefur þó ekki orðið, og verða menn því að reyna að átta sig á „Brunnum Kolskógum“ án viðmiðunar við hitt verkið. Ég fyrir mitt leyti á erfitt með að koma auga á nokkurn tiltekinn „boðskap“ í þessu leikriti, enda líklegt að fyrir höfundinum hafi vakað annað en boðun ákveðinna sanninda. Hann hefur dregið upp expressjóníska kyrralífsmynd af nokkrum atvikum úr hrakfalla- bálki þjóðarinnar, málað hana þykkum línum og skærum litum, og skilizt síðan við hana svíf- andi milli draums og veruleika. Það sem máli skiptir er að sjálf- sögðu, hvort slíkt leikhúsverk verður áhorfandanum ný reynsla, án tillits til þess hvort í því fel- ist skilgreinanlegur „boðskapur". Það hygg ég að „Brunnir Kol- skógar" verði með sínum hætti, þó sú reynsla sé kannski ekki eins skír og djúptæk eins og efni standa til, því vissulega á þetta yrkisefni frá ömurlegasta skeiði þjóðarsögunnar erindi við sjálf- umglaða og nægtasjúka kynslóð líðandi stundar. Það var kannski ekki allskost- ar sanngjarnt að sýna samtímis þessari frumraun Einars Páls- sonar á leiksviði einn þekktasta og sérkennilegasta einþáttung í bandarískum leikbókmenntum síðustu ára, en vitaskuld verða íslenzkir höfundar að sæta slík- um samanburði og sætta sig við hann. „Saga úr dýragarðinum" er eft- ir eitt eftirtektarverðasta og kunnasta leikskáld Bandaríkj- anna, þeirra sem lagt hafa inn á nýjar brautir í leikritagerð, Ed- ward Albee. Þessi einþáttungur var fyrsta verk höfundar sem gi Skúlason og Guffmundur Pálsson i „Sögu úr dýragarði“ Gisli Halldórsson og Helga Bac hmann i „Brunnum Kolskógum“ komst á leiksvið, en fann ekki náð fyrir augum bandarískra leik húsmanna lengi vel. Fyrir „til- viljun“ var hann sýndur á lista- hátíðinni í Vestur-Berlín í sept- ember 1959 og aflaði höfundinum á skömmum tíma heimsfrægðar. Var þess þá ekki langt að bíða, að hann fyndi hljómgrunn í heimalandinu. Albee hefur samið þrjú önnur stutt leikrit, sem öll þykja athyglisverð, og með fyrsta langa leikriti >sínu, „Hver hræðist Virginíu Woolf?“, settist hann á bekk með snjöllustu leik- ritasmiðum Bandaríkjanna. „Saga úr dýragarðinum" er mjög einfalt verk í sniðum, en leynir á sér. Tveir náungar hitt- ast á afskekktum stað í Central Park í New York og taka tal saman. Þeir eru algerar andstæð- ur í hvívetna, annar grandvar góðborgari, sem situr á „bekkn- um sínum“ í garðinum á blíð- viðrisdögum og les, þegar hann á frí frá störfum við útgáfu kennslubóka. Hinn er villuráf- andi einstæðingur, vinalaus og kannski líka vitlaus, nema hvað hann tekur að rekja ýmis ein- kennileg atvik úr fortíð sinni og verður einhvern veginn óvart til að fletta ofan af ýmsum leyndum hneigðum undir sléttu yfirborði góðborgarans. Leikritið byggir þannig á ein- földum andstæðum, en höfund- urinn hefur furðulegt lag á að gæða samtalið fj'arvíddum og bregða ljósi yfir mennina tvo, sem þurrkar út skilin milli þeirra og gerir þá báða jafnbrjóstum- kennanlega. Þeir eru báðir ein- stæðingar, án sambands við með- bræður sína, fjötraðir lífi sem er innantómt og snautt að mennskri hlýju — og kannski eru fjötrar góðborgarans enn verri af því hann gerir sér þá að góðu. Kannski er óviljaverkið í lokin vígsla hans til nýs lífs. Bygging leiksins er í senn hnit- miðuð og furðufrjálsleg — sam- talið hefur á sér eðlilegan og raunsæjan blæ, þó það sé í raun- inni fullkominn tour de force. Leikritið er magnað sífelldu samspili „heilbrigðrar skyn- semi“ og villts hugarflugs, ró- legrar yfirvegunar og ofstopa, barnaskapar og römmustu al- vöru. Um sýninguna á þriðjudags- kvöldið er það að segja í sem stytztu máli, að bæði leikstjór- inn, Erlingur Gíslason, og leik- ararnir, Helgi Skúlason og GuiS- mundur Pálsson, unnu minnis- verða sigra. Einþáttungurinn hélt athygli leikhúsgesta óskiptri frá upphafi til loka, og má m.a. þakka það vandaðri leikstjórn Erlings Gísla sonar, sem hefur af mikilli hug- kvæmni gefið leiknum hreyfingu á sviðinu og frá fyrsta andar- taki skapað hina nauðsynlegu spennu. Hann lætur t. d. Jerrí fyrst birtast með þeim hætti, að það vekur strax óhug, og boðar sú innkoma endalok leiksins, án þess áhorfendum sé nokkurn tíma Ijóst hvað muni gerast. Helgi Skúlason lék Jerrí, ná- ungann kynlega sem kom aðvíf- andi að bekknum og truflaði sunnudagsró góðborgarans. Leik ur Helga var hnitmiðaður og magnaður, honum skeikaði hvergi í hinum flóknu og snöggu geðsveiflum frá feimni til tor- tryggni til ofstopa til ærsla til harms til tilfinningasemi til inni leika. Hann skapaði heilsteypta og minnisstæða persónu. Guðmundur Pálsson fór með hlutverk Péturs, góðborgarans, og leysti það einnig mjög vel af hendi. Pétur er að visu einfald- ari manngerð en Jerrí, hann er fyrst ög fremst prótótýpa, en samt eru margir fletir á honum, og Guðmundi tekst einkar vel að ná fram hinum mótsagnakenndu þáttum í eðli þessa góðborgara. Hef ég ekki í annan tíma séð Guðmund gera betur. Leiktjöld Steinþórs Sigurðsson ar voru einföld, en mjög við hæfi, og hefur hann réttilega virt að vettugi þau fyrirmæli höfundar að hafa lauf, tré og him in í baksýn. í stað þess hefur hann sett rammgera járnrimta- girðingu og lætur móta ógreini- lega fyrir borginni í fjarska. — Fannst mér þessi sviðsmynd mjög í anda leiksins. Thor Vilhjálmsson þýddi ein- þáttunginn á lipurt og mergjað mál, sem skiiaði blæbrigðum leiksins vel. Það eina, sem ég á erfitt með að átta mig á, er stað- fræðin. í upphafi. bendir Pétur á 24. götu, en það hlýtur að vera skekkja, því sú gata liggur víðs fjarri Centrál Park. Leikendum beggja einþáttunga var vel fagnað á frumsýningunni svo og leikstjórum, leiktjaldamál ara og íslenzka höfundinum. Sigurður A. Magnússon. Áttræð i dag: Valgerður Kristjáns dóttir, Stykkishólmi 24. sept s.l. lét frú Valgerður Kristjánsdóttir í Stykkisihólmi af störfum sem veðurathugunar- maður í Stykkishólmi en hún hafði þá gegnt því starfi um 26 ára skeið. Fyrst með manni sín- um Magnúsi Jónssyni eða þar til hann lézt árið 1950. Sí’ðan hefir hún haft þessa þjónustu á hendi nema seinustu árin hefir hún haft aðstoð þannig að fyrir hana hefir veður verið tekið kl. 3 að nóttú. í Stykkishólmi fer veður- athugun fram á þriggja stunda fresti þannig, að 8 sinnum á sól- arhring verður að senda veður- skeyti til Ve’ðurstofunnar. Mér er tjáð að Stykkishólmur sé fyrsti staður hér á landi þar sem reglubundin veðurathugun hefir farið frarrn Fyrstur til að hefja hana var Arni Thorlacius kaup- maður, árið 1845 sem um marga hluti var stórmerkur maður. Hann, byggði t.d. Norskahúsið í Stykkishólmi sem þá þótti veg- leg höll og stendur enn 'héf eins og frá því vai' gengið í upphafi. Valgerður er fædd 13. nóv. 1884 og vei'ður því 80 ára í dag. Hún heldur sér prýðilega. Hún var á 4. ári þegar hún kom til Stykkishólms. Átti heima í Nesi þar til hún giftist Magnúsi Jóns- Valgerður við veðurathugunar kassann. syni frá Ási og þar bjuggu þau í 15 ár eða þar til þau fluttu sig í kauptúnið og hefur Valgerður Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.