Morgunblaðið - 18.11.1964, Side 8
8
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 18. nóv. 1964
0PT-<í -wíjamTfl
Rætt um menntaskóla
FUNDIR voru í báðum deildum
Alþingis í gær. Var þar einkum
rætt um menntaskóla, en á dag-
skrá Neðri deildar voru í senn
frumvarp um tvo menntaskóla
í Reykjavík og frumvarp um
menntaskóla á Austfjörðum.
GFRI DEILD
Matsgjald á síld
Emil Jónsson, sjávarútvegs-
málaráðherra, mælti fyrir stjórn-
arfrumvarp, sem útbýtt var í
gær, um að
heimilt skuli að
taka af hverri
útflutningsmet-
inni tunnu af
saltsíld mats-
gjald, sem nemi
6 kr. Þetta gjald
á að vega upp á
móti stórhækk-
uðum tilkostn-
aði, sem orðið hefur við síldar-
matið undanfarin ár. Var frum-
varpinu vísað til 2. umræðu og
sjávarútvegsmálanefndar.
NEÐRI DEILD
Menntaskólar
Einar Ágústsson (F) gerði
grein fyrir frumvarpi, sem hann
er flutningsmaður að ásamt Ósk-
ari Jónssyni um menntaskóla. í
þessu frumvarpi er gert ráð fyr-
ir því, að menntaskólarnir verði
fjórir, 2 í Reykja
vík, 1 á Akur-
eyri og 1 á
Laugarvatni. —
Auk þess er þar
gert ráð fyrir
1 menntaskóla á
Austurlandi og
1 á Vestfjörðum,
þegar fé er veitt
til þeirra á fjár-
sagði m.a., að
hefði verið flutt
á sL þingi, en hefði þá verið vís-
að til ríkisstjórnarinnar af
meirihluta menntamálanefndar.
Skýrði hann síðan frá ástæð-
unum fyrir frumvarpinu, og
sagði þar m.a., að þeir, sem vit
hefðu á, héldu því fram, að
meðalfjöldi í menntaskólum ætti
að vera um 300—400 en há-
marksfjöldi um 500—600. Með
tilliti til þess að nemendafjöldi
Menntaskólans í Reykjavík væri
á tíunda hundrað, væri augljós
þörfin á því að koma upp öðrum
menntaskóla í Reykjavík.
Frumvarpinu var síðan vísað
til 2. umræðu og menntamála-
nefndar.
Hækkun sekta við
landhelgisbrotum
Lúðvík Jósefsson (K) mælti
fyrir frumvarpi um breyting á
lögum um bann gegn botnvörpu-
veiðum, en efni þess er í fyrsta
lagi, að sektir við landhelgisbrot-
um verði hækkaðar til mikilla
muna frá því, sem nú er. f öðru
lagi, að bannað
verði að láta af
hendi eða selja
upptæk veiðar-
færi þeirra, sem
sekir hafa gerzt
um botnvörpu-
veiðar í land-
helgi, fyrr en í
fyrsta lagi eín-
um mánuði eftir að sektardómur
hefur verið kveðinn upp. í
þriðja lagi er lagt til í frum-
varpinu, að sett verði ótvíræð á-
Eingland
MÍMIR leiðbeinir foreldrum við
val skóla í Englandi daglega kl.
1—7. Beztu skólar eru oft full-
skipaðir ári fyrirfram svo að
foreldrum er ráðlagt að leita
upplýsinga snemma. Verið er
nú að senda unglinga á skóla
sem hef jast í janúar.
MÍMIR, Hafnarstræti 15.
Sími 2-16-55.
lögum. Einar
þetta frumvarp
kvæði í lögin um það, að náist
ekki í sekan skipstjóra á veiði-
skipi, sem tekið hefur verið að
ólöglegum veiðum, sé heimilt að
dæma útgerðarfyrirtæki skips-
ins og gera það á allan hátt á-
byrgt fyrir landhelgisbrotinu.
Lúðvík sagði ennfremur, að
sektir væru nú algengastar 240—
260 þúsund krónur við þessum
brotum. Þegar þessar upphæðir
væru bornar saman við verð-
mæti þeirra skipa, sem hér
stunda veiðar og þann afla, sem
þau fá, þá væru þessar upphæðir
mjög lágar. Hann kvaðst hafa
grun um, að hin tíðu landhelgis-
brot undanfarið stæðu í nánu
sambandi við það, hversu lágar
sektarupphæðir væri um að
ræða. Með þessu frumvarpi væri
gert ráð fyrir, að sektirnar yrðu
frá 780—1365 þúsund krónur.
Hvað það atriði Varðaði, þar
sem gert er ráð fyrir í því í frum
varpinu, að þeir sem gerðust brot
legir gagnvart lögunum, yrðu
sviptir veiðafærum sínum í að
minnsta kosti 1 mánuð, þá yrði
það miklu meiri refsing fyrir
veiðiþjófinn en sektarfjárhæðin,
því að það þýddi, að veiðitúrinn
væri ónýtur. í sambandi við
þriðja atriðið minntist flutnings-
maður á Millwood-málið svokall
aða og sagði, að slíkt gæti alltaf
endurtekið sig.
Þórarinn Þórarinsson (F)
sagði, að það væri mjög miður,
að þetta frumvarp skyldi ekki
verða að lögum á sl. þingi. Hin
tíðu landhelgisbrot undanfarið
gætu ekki hafa farið fram hjá
fólki. Þau ættu vafalaust rót sína
að rekja til þess, að refsingar
fyrir þessi brot væru of mildar.
Skoraði hann á þingmenn að
samþykkja frumvarpið.
Yar því síðan vísað til 2. umr;
og sjávarútvegsmálanefndar.
Menntaskóli Austurlands
Eysteinn Jónsson (F) gerði
grein fyrir frumvarpi, sem hann
og aðrir þingmenn Austurlands
standa að, um menntaskóla
Austurlands að Eiðum. Sagði
hann m.a., að
það væri ekki
Rakti hann
síður nauðsyn-
legt, en að blóm
legt atvinnulíf
væri til staðar
að sjá fyrir
menntastofnun-
um um leið.
síðan ýmis atriði greinargerðar,
sem frumvarpinu fylgir og kvað
þörf fyrir menntaskóla verða
miklu stórkostlegri í næstu fram
tíð, heldur en nú væri unnt að
gera sér grein fyrir. Sagðist
hann vera mjög ánægður með
yfirlýsingu menntamálaráðherra,
Gylfa Þ. Gíslasonar frá því um
daginn, þar sem hann lýsti því
yfir, að hann væri hlynntur því,
að stofnaður yrði menntaskóli á
Austurlandi.
Frumvarpinu var síðan vísað
til 2. umræðu og menntamála-
nefndar.
Verkfall opinberra
starfsmanna
Einar Olgeirsson og tveir aðr-
ir þingmenn Alþýðubandalagsins
eru flutningsmenn frumvarps um
afnám laga um bann við verk-
falli opinberra starfsmanna. Þar
er einnig farið fram á, að undir-
búið verði frumvarp um réttindi
og skyldur starfsmannafélaga, er
gegna þess konar störfum, að
framkvæmd þeirra varði líf og
heilsu almennings.
Forsiða afmæl isblaðs Æskunnar,
ur Gíslason ráðin að blaðinu.
Guðmundur Gíslason lét af rit-
stjórn eftir fjogur ár, en Margrét
tók þá ein við ritstjórninni. Þvi
starfi gegndi hún til ársloka
1941. í ársbyrjun 1942 tók Guð-
jón Guðjónsson við ritstjórn og
annaðist hana til ársloka 1955.
Þá voru þeir Ólafur Haulour
Árnason, Grímur Engilberts og
Helgi Tryggvason ráðnir ritstjór
ar. Helgi lét af starfi eftir eitt
ár, en Ólafur um áramótin 1957.
Þá var Heimir Hannesson ráðinn
með Grími. Hann starfaði við
blaðið í eitt ár, en síðan hefur
Grímur Engilberts verið ritstjóri
einn“.
Þá er í blaðinu minningargrein
um forsetafrú Dóru Þórhallsdótt-
. ur og grein eftir hana, „Endur-
minningar frá bernskuheimilinu
í Laufási". Ennfremur er smá-
sagan „Fyrirgefning“ eftir Ein-
ar H. Kvaran, „Dóttir Mýrakon-
ungsins“ ævintýri eftir H. C.
Andersen, framhaldsagan „Dav-
íð Copperfield“ eftir Dickens,
Gítarnámskeið, Sjálfsævisaga
Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar
fyrsta ritstjóra Æskunnar,
fræðsluþættir ýmiskonar, fram-
haldssagan „Litla lambið“ eftir
Jón Kr. ísfeld, spurningar og
svör, handavinnuhorn, mynda-
sögur o. fL
Barnabladid „Æskan" 65 ára
Hér eru ritstjóri og framkivæmd astjóri Æskunnar á sýningunni
í Lækjargötu 10. Krístján Guðmundsson framkvæmdastjóri blað»
ins og bókaútgáfunnar t.v. og Grímur Engilbertsson ritstjóri una
9 ára skeið.
Sýning effirprentana á
frægum listaverkum
og norskum bókum í Lækjargötu 10
UM ÞESSAR mundir er barna-
blaðið „Æskan“ 65 ára. Það er
fyrsta barnablaðið, sem gefið er
út hér á landi og hið eina sinnar
tegundar, sem alltaf hefir kom-
ið út, og stundum eina blaðið,
sem æska þessa lands hefir átt
kost á.
Fyrsta blaðið af Æskunni kom
út 5. október 1897 og um alda-
mót var upplag þess 1000 eintök,
en er nú 11000 eintök.
Afmælisblaðið nú er einkar
fjölbreytt að efni og rita þar
margir þjóðkunnir menn um
blaðið og lflynni sín af því. Meðal
þeirra er m.a. forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson, ýmsir
menntamenn, skólamenn og rit-
höfundar. Ritstjórar hafa verið
allmargir frá upphafi og segir
svo um þá í blaðinu:
„Fyrsti ritstjóri Æskunnar var
Sigurður Júlíus Jóhannesson
skáld. Sigurður var ritstjóri frá
1897 til 1899, er hann fluttist af
landi burt, en við tók Ólafía Jó-
hannsdóttir, og annaðist hún
ritstjórnina í rúmt ár eða þar til
Hjálmar Sigurðsson tók við árið
1900, en hann lét af ritstjórn
1904, en það ár tók séra Friðrik
Friðriksson við ritstjórn og var
við hana til ársins 1909, er þeir
Aðalbjörn Stefánsson og Sigur-
jón Jónsson tóku saman við rit-
stjórn og útgáfu fyrir Stórstúk-
una. Þeir félagar önnuðust rit-
Sigurður Júlíus Johannesson
stjórn í sameiningu til ársloka
1922, en þá lét Aðalbjörn af
starfi, en Sigurjón hélt því áfram
til ársloka 1927. Þá voru þau
Margrét Jónsdóttir og Guðmund-
UM ÞESSAR mundir efnir
Bókabúð Æskunnar til sýningar
á ýmsum heimskunnum lista-
verkum i skrifstofuhúsnæði sínu
í Lækjargötu 10. Bókabúðin og
barnablaðið Æsk»n hafa nýlega
fengið skrifstofuliúsnæði til um
ráða og hefir nú komið sér þar
fyrir.
Þá sýnir bókabúðin þarna einn
ig nokkuð af norskum bókum og
þá fyrst og fremst stórverk
norsku meistaranna, Björnsons,
Hamsuns, Lie o. fl., enn fremur
mannkynssögu og alfræðibækur,
sem Æskan hefir umboð fyrir.
Bókabúðin hefir fyrst og fremst
lagt sig eftir að hafa hér á landi
ávallt fyrirliggjandi sem full-
komnast úrval norskra bóka af
útlendum bókum að vera.
Eftirprentanir málverka em
frá Dreyers Forlag í Noregi og
hefir bókabúðin umboð fyrir það
hér. Þarna getur að líta verk eft
ir fremstu málara Norðmanna
auk ýmissa heimsþekktra lista-
manna, en hið norska útgáfufyr
irtæki hefir á boðstólum fjöl-
breytt úx-val heimslistaverka, sem
ýmist eru til hér á landi hjá
Bókabúð Æskunnar, eða hún
getur með skömmum fyrirvara
útvegað frá Noregi. Listaverkin
eru unnin í Sviss og að því leyti
einkar vönduð að öllum frágangi
að þau eru ljósprentuð á mál-
verkastriga. Myndirnar eru inn-
rammaðar og með þeim má fá
skilti með nafni listamannsins
og öðrum upplýsingum um lista
verkið.