Morgunblaðið - 18.11.1964, Page 13

Morgunblaðið - 18.11.1964, Page 13
Miðvikudagur 18- nóv. 1964 MOHGU N BLAÐIO 13 UM BÆKUR Lífsreynslusaga Kristínar Steinar Sigurjónsson: Hamingjuskipti 127 bls. Iðunn 1964. Öðru hverju hefur það borið við seinustu árin að athyglisverð ®r ljóðabækur hafa komið út á Islandi, en það hefur orðið bið é því að frambærilegar skáldsög- ur eftir nýja höfunda sæu dags- ins ljós. Því verður samt ekki neitað að tilraunir í þá átt að setja saman raunverulegar skáld sögur hafa verið gerðar, og lof ber þeim sem þar eiga hlut að máli. Einn þeirra höfunda sem hef- lir átt í tvísýnni baráttu við hinn óstýriláta penna í mörg ár er Steinar Sigurjónsson. Lesendur Morgunblaðsins ættu að þekkja hann af sögubrotum sem birzt hafa í Lesbókinni mörgum til hrellingar, og því má bæía við eð Steinar hefur sent frá sér tvær bækur auk þeirrar sem hér verður getið. Þessar bækúr heita: Hér erum við, 1955; og Ástarsaga, 1958. Steinar Sigurjónsson á sýni- lega í töluverðri innri baráttu. IJm það vitnar allt sem hann hefur samið. Það er misjafnt að gæðum, flest heidur ruglings- legt, stærsti kostur þess óróleik- inn: Það sem gefur vísbendingu um að nýr rithöfundur sé að vaxa úr grasi. Nú hefur Steinar Sigurjóns- son lokið við að skrifa stutta skáldsögu, og Iðunn hefur gefið hana út: Hamingjuskipti, undir- titill Hetjusaga. Og hverjar eru svo söguhetj- tir Steinars? Fyrstan skal fræg- an telja Andrés eða Drésa rot- ara, manngerð sem flest þorp landsins hafa að minnsta kosti eitt eintak af: manninn sem allt af er að reka öðrum kjaftshögg, og oftast af engu eða smávægi- legu tilefni. En Hamingjuskipti fjalla eink um um stúlkuna Kristínu frá Akranesi, sem hefur orðig fyrir því óláni að giftast rotaranum og byttunni, og síðan skilið við hann eftir að kappinn fékk sjálf- ur það ærlega á túlann, að hann þorði ekki að láta sjá sig fyrir hunda og manna augum. Kristín flýr á náðir Aðalbjarg- ar frænku í höfuðborginni. Þar kynnist hún Kormáki skáldi og fieiri „andans mönnum". Því miður er Kormákur búinn að kaupa sér farmiða til Rómar, en hann segist vona að Kristín veiði ólofuð þegar hann komi aftur. Kormákur fer til Rómar, Kristín upp á Skaga, þangað sem menningin er fótbolti, og sagan endurtekur sig. Drési rotari skríð ur úr fleti sínu og skundar beint í faðm fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hún getur ekki vísað ÓLAFLR NÍLSSOIM lögftiltur endurskoðandi Rræðraborsarstig; 9. — SimJ 21395 tilRGIK ISL GUNNARSSGJS Málflutningsski’ifstofa Lækjargötu 6 B. — II. hæð Málflutningssknístoía Sveinbjórn Dagfinss. hrk og Einar Viðar, ndi. Hafnarstræti 11 — Simi 19406 Benedikt Blöndal heraðsdomslöginaður 4usturstræti 3. — Sími 10223 honum á brott, því þótt hann sé ófélegur tilsýndar eftir barsmíð- arnar, getur hann fært henni það sem er draumur hennar: „Hví ekki að gefa! hví ekki að fórna!“, hugsar hún, „með brjóstin full af sól“. Ýmislegt fleira gerist í sögu Steinars, og er óþarfi að telja það upp hér. Steinar Sigurjónsson Steinar Sigurjónsson hefur til- einkað sér hraðan og hráan stíl: Þótt undarlegt megi virðast er það oft og tíðum andi eintalsins sem ræður ríkjum. Hann hrærir í hugsanapotti söguhetja sinna, og svífst einskis við að draga fram það sem þeim raunverulega býr í brjósti. Það væri varla hægt að hugsa sér sögu eftir Steinar Sigurjóns- son án þess að persónurnar tækju upp á því að fara að gera - hitt. Oftast nær er eitthvað ógeðfellt við lýsingar hans á samskiptum karls og konu, eitthvað frum- stætt. Þetta eru hálfgerðar subb- ur, dýr sem flýta sér að fá losta sínum fullnægt og hafa svo ekk- ert að gera við timann á eftir nema bíða þess að sami leikur- inn geti hafizt. Lífið er tilgangs- laust. Það er af því vond lykt, og umhverfið er óhreint, fráhrind andi, fjandsamlegt. Um Drésa segir að hann „átti ekkert sér- stakt til að lifa fyrir nema þetta eina — nautnina.“ Og Kristín sem hefur orðið „allt önnur mann eskja“ af því að umgangast „fínt fólk“ í Reykjavík, fellur undir eins fyrir skepnunni og ruddan- um. Þannig vill hún hafa það. Þetta er hennar eigið sjálfskap- arvíti. Saga Steinars Sigurjónssonar gæti í rrteginatriðum gerst hvar sem væri að ég held, en hann hefur valið henni þorpið Akra- nes að leiksviði. Og liklega er erfitt að skrifa sögu frá Akra- nesi án þess að minnast á fót- boltann. Ég verð aftur á móti að viðurkenna það, að mér finnst Steinari hafa orðið lítið úr þeim efnivið. Að vísu er Kristín það sem mestu máli skiptir í sögunni, en vegna þess að Steinar drep- ur á ýmislegt sem varðar knatt- spyrnu hefði hann átt að taka það til rækilegri meðferðar. Ég býst ekki við að lesendur verði nokkurs vísari um líf knatt spyrnumanna á Skaga. Drési rot- ari er tæplega sannur fulltrúi þeirra. Var ekki nóg að hann væri bara rotari, þurfti hann að vera fótboltamaður líka? Hugleiðingarnar um Njál son þeirra hjóna sem verður knatt- spyrnuhetja eru vægast sagt heldur máttlausar. Og það eru margir agnúar á þessari bók. Steinar er gjarn á að endurtaka sama hlutinn upp aftur og áft- ur. Þetta gegnir stundum ákveðnu og markvissu hlutverki hjá hon- um í byggingu sögunnar, en held- ur þykir mér kaflinn langdreg- inn um fund þéirra Drésa og sonarins: þegar Drési reynir að vveiða upp úr stráknum með hjálp sælgætis hvernig háttum Kristínar sé hagað. Hér er að vísu um ágæta hugmynd að ræða, en sólunda mörgum síðum bókarinnar í þetta atriði virðist mér ekki nauðsynlegt. Lesendur skilja strax hvað er um að vera. Þau þekkja Drésa rotara betur, fá dálitla samúð með honum, svo verða þeir leiðir á rausinu. Að lokum þetta: Þrátt fyrir allar aðfinnslur hefur Steinar Sigurjónsson skrifað læsilega bók. Einstakir hlutar bókarinn- ar eru mjög góðir. Allir þeir sem vil'ja fylgjast með innlendri skáldsagnagerð ættu þess vegna að lesa Hamingjuskipti. Ég hef grun um að sá stíll sem Steinar hefur ræktað, og sem er hans eiginn stíll að mestu (þótt fátítt sé um íslenzkan höf- und) eigi eftir að verða honum notadrjúgur í fleiri lífsreynslu- sögum. Ég óska þess ekki að hann taki fyrir önnur viðfangsefni en þorpsfólk sitt, en enn sem kom- ið er virðist Steinar óráðin gáta. Aður en ég las þessa bók var hann mun fölari í vitund minni. En ég trúi ekki öðru en mynd hans eigi eftir að skírast með árunum. Jóhann Hjálmarsson. Sigurður Sveinsson, kaupmaður — minning HANN hefði orðið 66 ára í dag, en dauðinn varð fyrri til, því að Sigurður andaðist í sumar eftir langvarandi vanheilsu. Sigurður Sveinsson er fæddur að Sveinsstöðum í Vestmanná- eyjum 18. nóv. 1898, en lézt 28. júní síðastl. Foreldrar Sigurðar voru hin kunnu sæmdar og merkishjón Guðrún Runólfsdóttir og Sveinn Jónsson trésmíðameistari og síð- ar kaupmaður í Reykjavík. Guðrún var komin af kjarn- miklum bændaættum í Skafta- fellssýslum. Afi hennar var Run- ólfur bóndi á Maríubakka í Fljótshverfi, bróðir Eiríks sýslu- manns Sverrissonar, en amma Guðrúnar var Guðrún Bjarna- dóttir, Jónssonar, af ætt hinna kunnu Skaftafellsbænda í Öræf- um, sem viðbrugðið var fyrir hag leik, listfengi og góðmennsku. Afi Sveins Jónssonar var Sveinn ísleifsson bóndi í Ytri- Skógum, sonarsonur Jóns ísleifs- sonar, lögréttumanns í Selkoti, en amma Sveins var dótturdótt- ir Ólafs Thorlaciusar prests í Stóradal undir Eyjafjöllum. Sigurður var yngstur af 5 syst- kinum. Systur voru tvær, en bræður þrír, en élztur þeirra bræðra var Sveinn forstjóri í Völundi, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Sigurður var snemma fyrir- vinna hjá móður sinni, en kvænt- ist 1927 dugnaðar- og myndar- konunni Sigríði Pétursdóttur, sem seinni árin hefir verið mjög heilsuveil, og á nú á bak að sjá ástkærum eiginmanni og hugul- sömum heimilisföður. Þau hjón eignuðust tvö mannvænleg börn, sem bæði eru uppkomin og bú- sett í Eyjum, þau Svein skipa- smið og Ástu húsfreyju og kaup- konu. Sigurður stundaði á yngri ár- um fiskvinnu, heyskap og fugla- veiði, eins og tíðkaðist í Vest- mannaeyjum. Hann var mikill ræktunarmaður, sléttaði stór tún og vat í hvívetna jákvæður fram fara- og framkvæmdamaður. Sigurður rak á tímabili eigin útgerð, en gerðist síðan birfeiða- stjóri og rak smurstöð í Eyjum, en síðustu 11—12 árin var hann kaupmaður og rak matvöruverzl- un. Sigurður var jafnan mikill á- hugamaður um hvers konar fé- lagsmál, en einkum lét hann íþróttamálin til sín taka, og var hann einn af stofnendum íþrótta- félagsins Þórs og lengi framan af ævi virkur félagi þar og ör- uggur keppnismaður í fótbolta- liðum félagsins heima og heim- an. Sigurður hafði - sérstaklega skemmtilega skapgerð, enda hvers manns hugljúfi, sem þekktu hann og hrókur alls fagn- aðar, kátur og fyndinn í hópi félaga. Hann vildi hvers manns vandræði leysa, og horfði þá ekki alltaf á eigin hag, þegar því var að skipta að hjálpa náunganum. Venzlamenn Sigurðar og vini setti hljóða við fráfall hans. En minningin um góðan dreng með hreinan skjöld og gersam- lega falslausa skapgerð, er hjart- fólgin eign eiginkonu, barna, frænda og vina. 18/11 1964 Vinur. Valdimar Johnson, Charge d’Affaires bandaríska sendiráðsins í fjarveru sendiherra afhendii Armanni Snævarr hásklilarek tor bókagjöfina, að viðstöddum prófessorum í háskólanum. Bókagiöf Johnsons til Háskóla íslands HINN 16. sept. 1963 kom þáver- andi varaforseti Bandaríkjanna herra Lyndon B. Johnson í opin bera heimsókn í Háskóla ís- lands. Varaforsetinn skýrði þá frá því, að hann myndi gefa Raunvísindastofnun Háskólans nokkur rit í raunvísindum, sem gætu orðið fyrsti visir að bóka- safni stofnunarinnar, en um val bóka færi eftir ósk forráða- manna hennar. Bókagjöf Jforsetans hefir nú verið afhent að mestu, og er þar um að ræða milli 60 og 70 rit í eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlis fræði og stærðfræði, öll gefin út í Bandarikjunum. Eru þetta höfuðrit hvert á sínu sviði, og er þessi bókagjöf mikilvæg fyrrr Raunvísindastofnunina. Metur Háskóli íslands mikils þessa ágætu bókagjöf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.