Morgunblaðið - 18.11.1964, Page 14
14
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. nóv. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavxk.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22430.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LEIFUR HEPPNI OG
KONRAD NORDAHL
¥jað vakti athygli á setning-
” arfundi XXIX. þings Al-
þýðusambands íslands, að
heiðursgestur þingsins, Kon-
rad Nordahl, forseti alþýðu-
sambandsins norska (LO), lét
svo ummælt í ávarpsorðum,
að Leifur heppni hefði verið
íslendingur. Sagði hann Norð
menn ekki mælast til neinna
helmingaskipta á Leifi milli
íslendinga og Norðmanna,
eins og Danir og Norðmenn
hefðu samið um „eignarrétt-
inn“ á Holberg. Allir, sem les-
ið hefðu íslendingasögur,
sagði Konrad Nordahl, hlytu
að vita, að Leifur heppni
hefði verið íslendingur.
Það er ekki nýtt í sögunni,
að þjóðir metist um „eignar-
rétt“ á mikilmennum fortíð-
arinnar. Enn bítast ítalir,
Spánverjar og Portúgalar um
annan mann, sem einnig fann
Ameríku, Kristófer Kólum-
bus. Nú síðast hafa ísraelsk-
ir sagniiræðingar haldið því
fram, að Kólumbus hafi verið
af gyðingaættum.
Slíkar deilur þjóða á með-
al eru óneitanlega oftast tals-
vert hjákátlegar í augum
þeirra, er utan við standa, en
ástæðulaust er með öllu að
fara rangt með sagnfræðileg-
ar staðreyndir, sem enginn
vafi getur leikið á um. Þótt
endalaust megi e.t.v. deila um
„réttinn" á Bertel Thorvald-
sen og Niels R. Finsen, er al-
veg óþarft að standa í stappi
við Norðmenn um Leif Eiríks-
son. Norskir fræðimenn vita,
að hann var íslendingur.
Samt er það svo, að vér höf-
um ekki fengið að „eiga“
hann í friði fyrir þessum
frændum vorum fyrir austan
haf, sem stundum hafa verið
býsna áleitnir og jafnvel eign-
að sér Snorra Sturluson, en
hann hafa þeir átt til að kalla
hinu hugðnæma nafni „vor-
es Snorre“.
Á síðari árum mun hafa
dregið úr þeirri tilhneigingu
Norðmanna að eigna sér ým-
islegt úr fornmenningu vorri.
Þó eimir talsvert eftir af
þessu enn, eins og tilstandið
í kringum Leif heppna og dag
hans í Bandaríkjunum sýndi
glögglega nú fyrir skömmu.
Þá kom í Ijós, að íslendingar
þurfa ávallt að vera vel á
verði gegn því, að frændur
þeirra steli ekki heiðrinum
af afreksverkum forfeðranna.
Yfirlýsing formanns norska
alþýðusambandsins er tíma-
bær í bezta lagi og má vera
íslendingum fagnaðarefni, því
að alþýðusamtökin í Noregi
eru* voldug og á rödd forseta
þeirra er hlustað þar í landi.
ENGINN VERÐUR
MEÐ ORÐUM
VEGINN
Tjað eru fleiri en Norðmenn,
sem hafa komið við þjóð-
erniskennd íslendinga um
þessar mundir. Ummæli fá-
.einna danskra manna um ís-
land og íslendinga í sam-
bandi við handritamálið hafa
ekki beinlínis verið kurteis-
lega orðuð, enda munu sum
þeirra ætluð til þess, að und-
an svíði,
Ástæðulaust er þó að láta
sér sárna gífuryrði, þar sem
lítið er gert úr íslenzkri menn
ingu með hæðilegum köpur-
yrðum. Víst er, að þeir fáu
Danir, sem svívirt hafa mál-
stað vorn með móðgandi orð-
um, gera það vísvitandi í á-
kveðnum tilgangi. Þeir finna,
að þeir fá lítinn hljómgrunn
meðal þjóðar sinnar, því að
það er mála sannast, að dönsk
yfirvöld og danskur almenn-
ingur hafa yfirleitt sýnt mál-
stað vorum skilning á síðari
árum. Því grípa þeir, sem
andvígir eru heimsendingu
handritanna, til örþrifaráða í
málflutningi sx'num. Þeir
vona, að þeim takist að reita
íslendinga til reiði, svo að
þeir segi ýmislegt á opinber-
um vettvangi, sem vekja
mundi óánægju í Danmörku.
En þeim skal ekki verða
kápan úr því klæðinu. Hið
gamla og landlæga Danahatur
hér verður ekki vakið upp,
nema eitthvað sérstakt komi
til. Ekkert hefur enn gerzt,
sem réttlæti slíkt.
Hið gamla, íslenzka Dana-
hatur má heita gersamlega
útdautt, sem betur fer. Það
átti sér að vissu leyti skiljan-
legar, sögulegar orsakir, sem
nú eru úr sögunni, — von-
andi fyrir fulit og allt.
Sambúð Dana og íslend-
inga hefur verið með ágæt-
um hin síðari ár, eftir að þeir
fóru að talast við eins og tveir
uppréttir menn. Vér íslending
ar megum ekkert gera, sem
gæti spillt henni, sízt nú, þeg-
ar heimsending handritanna
er fyrirhuguð. Danska þjóð-
þingið hefur éinu sinni sam-
þykkt heimsendinguna, og
enn er ekki annað fyrirsjáan-
legt en þingið geri það öðru
sinrd.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiimiiiiiimiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiii mmmmmmmmmiiimiiiiimmimmimimmiimmmimmimmmmmiii!miiiiii
jr
Atti að blessa frumút-
gáfu af Shakespeare
— en páfi misskildi vnálið,
og hélt boklna gjöf
ÞRÍR Shakespeare-leikar-
ar frá Bretlandi voru í síð-
ustu viku viðriðnir spaugi-
legt atvik í Páfagarði, er
þeir hugðust biðja Pál páfa
blessa frumútgáfu af verk-
um Shakespeares. Segja
leikararnir að páfi hafi mis
skilið tilganginn, er þeir
réttu honutn bókina og
haldið að þeir væru að gefa
sér hana. Leikararnir þrír
höfðu fyrr um kvöldið far-
ið með nokkra kafla úr
verkum Shakespeares í
Róm.
Dorothy Tutin, leikkona,
ein hinna þriggja brezku leik-
ara, skýrði við heimkomuna
til Bretlands frá atviki þessu.
Hún kvaðst hafa rétt páfa
.bókina til þess að hann bless-
S hana, eða öllu heldur að
H 1hafi haldið að búið væri
= aií sfegja páfa frá því, að leik-
H ararnir óskuðu þess að hann
= blessaði hana.
2 „En hann (páfinn) hélt að
ji bókin ætti að fara í bókasafn
= Vatikansins. Ég held að hann
S hafi látið orð falla eitthvað á
H þá leið, að bókin mundi verða
H í hávegum höfð sem dýrmæt
E minning um kvöld hans (í
S leikhúsinu)“, sagði Dorothy
E Tutin.
= Hún bætti því síðan við, að
því hún væri eign Stratford-
leikhússins.
„Mér leizt ekki á blikuna,
þegar ég gerði mér grein fyr-
ir því, að það átti að fara að
bera bókina inn í bókasafn
£
erkibiskupinn af Westminster,
dr. Heenan, sem viðstaddur
var atvikið, hafi útskýrt fyrir
páfa að með bókina hafi verið
komið til að hann gæti bless-
að hana. Biskupinn bætti því
við, að þrátt fyrir að leikar-
arnir vildu gjarnan gefa páfa
bókina, væri það ekki hægt,
X’áll páfi. — Misskildi tilganginn, =
Páfagarðs", segir Tutin. „En 3
mér var sagt á eftir, að í Páfa- =
garði hafi menn brosað að at- =
viki þessu“. ||
Er Heenan biskup hafði 3
leiðrétt misskilning páfa, 3
brosti hann, blessaði bókina 3
og afhenti leikurunum hana 3
aftur. =
iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiij|||iiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiijr
LÍKNARGJAFIR
EINSTAKLINGA
tTtvö klúbbfélög í Reykjavík
hafa nýverið fært Landa-
kotsspítala gjafir. Vinahjálp,
kvennaklúbbur sendiráða í
Reykjavík, gaf sjúkrahúsinu
súrefnistjald, og Lionsklúbb-
ur Reykjavíkur gaf því tvö
tæki, sem notuð eru til þess
að lífga menn við úr dauða-
dái.
Eins og kunnugt er, eru það
St. Jósefssystur, sem byggt
hafa og starfrækt þetta
sjúkrahús. Hið gamla sjúkra-
hús systranna hefur nú verið
rifið, en eftir standa á Landa
kotshæð tvö myndarleg og
nýtízkuleg sjúkrahús. Spítal-
inn er rekinn til þess að líkna
sjúkum, en ekki í hagnaðar-
skyni. Því er það vel til fund-
ið, þegar félagasamtök, sem
vinna að hvers konar hjálp-
arstarfsemi, einbeita kröftum
sínum að því að" gefa stofn-
unum á borð við Landakots-
spítala gagnlegar gjafir.
Hér á landi er sá ósiður
orðinn all-útbreiddur að leita
jafnan á náðir ríkisvaldsins
um hvaðeina. Þegar nauðsyn-
legan hlut vantar til einhverr
ar starfsemi, er oftast við-
kvæðið, að kría beri út ríkis-
styrk eða „opinbert fjárfram-
lag“, helzt náttúrulega „óaftur
kræft“. Það er því ánægju-
legt, þegar einstaklingar taka
höndum saman um að safna
fé til kaupa á ómissandi tækj-
um handa líknarstofnunum,
eins og hér hefur verið gert.
— Fréttabréf
Framhald af bls. 10
hús í smíðum í sveitum, þ.e. eitt
í hverri sveit, eru tvö af þeim
nýbýli. í kauptúninu eru aðeins
tvö hús í smíðum, en hefðu þurft
að vera helzt 20 ef vel hefði átt
að vera, því hér er mjög mikil
húsnæðisekla.
Fjórir bátar eru í þann veg-
inn að byrja róðra með línu og
væntanlega byrja þrír með troll
nú næstu daga. Einn bátur, Sig-
urfari, fiskaði í sig og fór sölu-
ferð til Þýzkalands. Var afli hans
24 tonn og salan 24 þús. mörk.
Einn bátur, Ólafur Tryggvason,
er ennþá á síldveiðum fyrir Aust-
urlandi.
Barnaskólinn á Höfn var sett-
ur 1. okt. 130 nemendur eru í
skólanum, þar af 35 í unglinga-
deild. Kennarar eru þrír, auk
skólastjóra og fjórir stundakenn-
arar. Bekkjardeildir eru 7.
Niðurjöfnun útsvara í Hafnar-
hreppi er lokið fyrir skömmu.
Alls var jafnað niður á 234 gjald-
endur og 12 félög, 2 millj. 130
þús. og í aðstöðugj. 460 þús. Nið-
urstöðutölur fjárhagsáætlunar
eru 3 millj. 755 þús. Helztu gjalda
liðir eru: lögboðin gjöld 770 þús.,
fræðslumál 415 þús., verklegar
framkvæmdir 655 þús. og til ýmis
konar félagsmála 600 þús. Hæstu
útsvör bera Guðmundur Jónsson
trésm. 61 þús. og Kjartan Árna-
son héraðslæknir 45.700,00.
Nýlokið er kennaranámskeiðl
á Höfn í Hornafirði. Sóttu það
kennarar allt frá Öræfum til
Breiðdals. Sigurður Gunnarsson,
fyrrv. skólastjóri, stjórnaði nám-
skeiðinu, sem þótti takast með
ágætum.
— Enn skotlb
Framhald af bls. 1
fundi öryggisráðs SÞ í gærkvöidl
og nýr fundur var ekki boðaður,
en U Thant, framkvæmdastjóri
samtakanna, skýrði frá því, að
Odd Bull, hershöfðingi, yfirmað-
ur vopnahlésnefndar SÞ í Pale-
stínu, hefði fengið fyrirmæli um
að rannsaka atburðina. Boðaður
yrði nýr fundur í öryggisráðinu.
er skýrsla vopnahlésnefndaripn-
ar hefði borizt.
Bæði ísraelsmenn og Sýrlend-
ingar hafa kært atburðina á
landamærunun* o,g sakar hvor
annan um að hafa átt upptökin
og bera ábyrgð á átökunum.