Morgunblaðið - 18.11.1964, Síða 15
Miðvikudagur 18. nóv. 1964
MORGUNBIADIÐ
15
íslenzk stúlka í brúðkaupsferð
á skipi, sem sökk við Finnland
D A N S K A flutningaskipið
Brita Dan strandaði og sökk
laugiardagsnwrguninn 7. nóv.
sl. fyrir utan hafnarhorgida
Raumo, sem er í Finnlandi,
norðan Álandseyja. Á skipinu
var 81 manna áhöfn, þar af
tvær konur. Þrír danskir sjó-
menn druknuðu, en meðal
þeirra sem björguðust var
íslenzk stúlka, Anna Zeisel 19
ára gömul, sem var í brúð-
kaupsferð með manni sínum,
Walther Vogeley, 1. vélstjóra
á skipinu.
Brita Dan, sem er 3700 tonn
að staerð, byggt árið 1961 fyrir
útgerðarfélag J. Lauritzen,
var á leið til Rauno frá Nörre-
sundby til að sækja pappírs-
vörur. Þegar það var statt fyr-
ir utan borgina aðfaranótt
laugardagsins 7. nóvember var
hið versta veður, 9 vindstiga
snjóstormur og mikill kuldi.
Þarna er mikið skerjabelti og
um 6 leytið um morguninn
tók skipið skyndilega niðri á
skeri. Það var strandað.
Tuttugu mínútum síðar
stönzuðu vélarnar, Ijósin
slökknuðu, en neyðarljósum
var komið upp. Sjór streymdi
í ?lestar skipsins og síðar í
velarúmið. Rokið ýtti skipinu
af skerinu og inn á lón, um-
lukt skerjum. Þar voru akk-
erin látin falla. ókyrrð var
mikil á lóninu þar sem sjórinn
gekk yfir skerin.
Neyðarskeyti voru send út
og áhöfnin reyndi að dæla og
ausa sjó úr skipinu, en það var
til einskis. Til þess var lekinn
of mikill. Gat hafði ekki kom-
ið á þrjár fremstu lestarnar,
þar sem skipið var tómt, og
varð það til Iþess að skipið
hélzt á floti í nokkrar klukku
stundir.
A n n a r björgunarbáturinn
týndist við strandið og einn
björgunarflekinn slitnaði frá
skipinu og hvarf út í nátt-
myrkrið. Fjórum tímum eftir
strandið gaf skipstjórinn
mönnum skipun um að yfir-
gefa skipið og tókst nokkrum
að bjarga sér á fleka og gúm-
báti. Skip voru komin á stað-
inn og tókst þeim að ná mönn
um um borð.
Hallinn á Brita Dan jókst
stöðugt. Konurnar tvær kom-
ust ásamt nokkrum mönnum
í gúmbjörgunarbát og var
bjargað. Klukkan eitt um dag
inn, sjö tímum eftir strandið,
gaf skipstjórinn fyrirskipun til
hinna síðustu að fara frá
borði. Var Brita Dan þá alveg
komin að því að sökkva.
Mennirnir stukku í sjóinn og
reyndu að synda 1 burtu frá
skipinu, en mikil olía var á
sjónum umhverfis það og háði
það mönnunum mjög. Þrír
sjómannanna drukknuðu. —
Brita Dan hvarf í sjóinn.
Skipbrotsmennimir v o r u
fluttir til Raumo og fengu
inni á einu hótelinu þar, —
nægan heitan mat og fatnað.
Næsta dag var fólkið flutt
Brita Dan, sem sökk við Finnlandsstrendur.
28 manns í litlrnn bátl
— Þegar við fórum voru 10
menn eftir í Brita Dan, en rétt
á eftir hentu þeir sér í sjóinn.
Misstu eignir sinar í hafið
— Við hjónin misstum mest
af eignum okkar niður með
skipinu. Maðurinn minn
missti eignir fyrir 10 þúsund
danskar krónur og ég fyrir 5
þúsund danskar.
— Þetta var brúðkaupsferð-
in okkar. Við giftum okkur 12.
september sl. og fórum þann
24. september með Brita Dan,
en maðurinn minn er 1. vél-
stjóri á skipinu. Ég var skráð
sem þerna, en vann ekkert um
borð.
— Við tókum aðeins eina
brúðkaupsgjöf með okkur í
ferðina. Þar var strokjárn, sem
við fengum frá ömmu minni
og afa, Sigríði Jónsdóttur og
Lárusi Knudsen Sigmunds-
syni. Við misstum það í hafið
með Brita Dan.
flugleiðis til Kaupmannahafn-
ar.
„Hafið þið frétt nokkuð?“
Sem fyrr segir var íslenzk
stúlka um borð í Brita Dan,
Anna Zeisel. Morgunblaðið
átti í gær tai við móður henn-
ar, Hrefnu Lárusdóttur,' og
stjúpföður, Ólaf Halldórsson,
en þau búa að Tunguvegi 36 í
Reykjavfk.
Frú Hrefna sagði, að laugar-
daginn, sem skipið sökk, hefði
síminn hringt um klukkan
hálf átta um kvöldið og þá
hefði Anna talað við þau frá
Raumo í Finnlandi. Þegar þau
hjónin hefðu verið búin að
jafna sig eftir undrunina h.efði
Anna spurt: „Hafið þið frétt
nokkuð?“ Þegar þau hefðu
sagt nei, hefði hún sagt ósköp
stillilega: „Ja, skipið, sem við
vorum á, er sokkið.“
Þau hjónin sögðu, að Anna
hefði unnið hér heima í baka-
Var sofandi í rúmi sínu
Morgunblaðið fékk síma-
númer Önnu hjá þeim frú
Hrefnu og Ólafi, en hún býr
nú hjá tengdamóður sinni í
Kauipmannahöfn. Blaðið átti
svo í gærkvöldi stutt samtal
við Önnu og fer það hér á
eftir:
— Við vorum á leiðinni til
Finnlands og nóttina sem við
áttum að koma til Raumo var
ég sofandi í rúminu mínu.
Hrökk ég upp við það um sex
leytið um morguninn, að skip-
ið tók mikinn kipp. í fyrstu
áttaði ég mig ekki á þvi, sem
gerzt hafði og ætlaði að reyna
að sofna aftur, en skipið tók
þá að hendast til og varð það
alltaf verra og verra. Ég datt
út úr rúminu og átti ég erfitt
með að fóta mig á gólfinu og
datt aftur og aftur.
Alvara á ferðum
— Þá hringdu klukkurnar
Löng brúðkaupsferð
— Þetta var búin að vera
alllöng brúðkaupsferð, því að
við fórum fyrst til Finnlands,
svo Ítalíu, Spánar, Þýzkalands
og Svíþjóðar og vorum á leið
inni aftur til Finnlands, þegar
slysið varð.
— Eg hef aldrei lent í öðru
eins og þessu og ég geri ékki
ráð fyrir því að fara á sjóinn
aftur — ekki fyrst um sinn að
minnsta kosti.
— Við Walther ætlum að
koma heim til íslands í sum-
ar með fyrstu ferð Gullfoss
í júlí. Maðurinn minn hefur
aldrei komið til íslands og ég
hugsa að margt komi honurn
þar á óvart.
— Eg bið svo að heilsa öll
um heima.
Tveir af áhöfninni, annar stýrimaður og kokkurinn, við kom-
una til Kastrupflugvallar.
Walther og Anna Vogley eftir komuna til Hafn ar — óvæntur endir á brúðkaupsferðinni.
væri nein hætta á ferðum, en
öll áhöfnin varð að fara upp
strax. Fengum við björgunar-
belti í brúnni og þar stóð ég á
undirbuxunum og náttkjól.
Vorum við þar svoiítinn tíma,
en þegar ijóst var, að skipið
Aðeins sjö þeirra varð bjarg-
að. Þrír drukknuðu.
— Við vorum í björgunar-
bátnum í 4—5 mínútur, en var
svo bjargað í lítinn bát, sem
komið hafði á strandstaðinn.
Sá bátur var gefinn upp fyrir
að taka 10 manns, en hann
hafði bjargað svo mörgum, að
við vorum alls 28 um borð í
honum.
— Það tók bátinn um hálf-
an annan tíma að sigla með
okkur inn á höfnina í Raumo.
Þar var okkur komið fyrir á
hóteli og fengum við heitan
mat og föt.
rii G. Sandholts á Laugavegi,
en farið til Kaupmannahafnar
fyrir ári og unnið þar fyrst á
einkaheimili, en síðan á elli-
og hjúkrunarheimili í Gen-
tofte. Hefði Anna komið heim
hinn 23. maí í sumar og farið
aftur til Hafnar 8. ágúst.
um allt Skipið og vissi ég þá
að hér var alvara á ferðum.
Ég var dálítið hrædd, því ég
var þarna ein í myrkrinu.
Maðurinn minn var á vakt í
vélarúminu, en hann kom upp
til min strax og hann hafði
stöðvað vélar skipsins.
— Hann sagði mér að ekki
var ekki komið að því a@
sökkva, fór ég niður aftur til
að fara í föt.
— Eftir nokkurn tíma var
settur út gúmbátur og átti að
setja okkur konurnar í hann,
en við vorum tvær um borð.
Þurfti að stökkva út í bátinn
og þorðum við því ekki, en
vegna veðurofsans var ekki
hægt að koma okkur í bátinn
á annan hátt.
— Skipið hallaðist meira og
meira og fórum við konurnar,
maðurinn minn og fimm aðrir
karlmenn um borð í björg-
unarbát, sem tókst að setja út.
Á leiðinni niður slóst hann
mjög harkalega utan í skips-
hliðina og héldum við að hann
myndi brotna, en það bjarg-
aðist.