Morgunblaðið - 18.11.1964, Side 19
* Miðvikudagur 18. nóv. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
19
j
(
/
í
t
I
ii
Dr. Ben}amín Eiriksson:
Á Skerðingsfjalli
ÁÐUR en ég fór til útlanda
í byrjun september hitti ég
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóra, og sagði honum að ég
ætlaði að koma við í Noregi.
Hann sagði þá, að ég yrði að
fara og heilsa uppá Elías
Mork prófessor við skógrækt-
arstofnunina, sem staðsett er
að Ási, þar sem landbúnaðar-
háskóli Norðmanna er, og fá
hann til þess að sýna mér til-
raunasvæði fyrir fjallaskóg,
sem hann hefði við Skærings-
fjell uppi á Kili. Hann þurfti
ekki að hvetja mig lengi, því
að ég hefi áhuga á skógrækt.
Nálægt Atna, sem er jám-
brautarstöð í Austurdal, ligg-
ur háslétta \ með nokkrum
sveitabæjum, en aðal'lega selj-
um. Þar er allstórt vatn sem
heitir Hirsjön. Af hásléttu
þessari rís fjall sem heitir
Skæringsfjell, og mun áður
hafa heitið Skerðingsfjall.
Nafn sitt dregur fjallið af
stalli eða öxl sem er á fjall-
inu. Við fjallsræturnar stend-
ur hótel, sem heitir Skærings-
fjell Hotel. Þarna liggur til-
raunasvæði fyrir fjallaskóg,
og hafa starfsmennirnir til
umráða nokkur bjálkahús,
eigi langt frá hótelinu. Til-
raunirnar fara fram á all-
miklum svæðum í fjallshlíð-
inni, en auk þess eru þarna
veðurathugunarstöðvar. Þess-
ar stöðvar eru tvennskonar,
annars vegar fyrir allmennt
veðurfar og hins vegar fyrir
það sem ef til vill mætti
nefna hagaveður (micro-
klima). Forstöðumaðurinn
hefur í langan tíma verið pró-
fessor Elías Mork, einn afr
fremstu skógræktarmönnum
Noregs. Hann var nýlega á
ferð hér á íslandi í boði Skóg-
ræktar ríkisins, ásamt tveim-
ur öðrum norskum skógrækt-
armönnum. Prófessor Mork
tók mér með þeirri tegund
gestrisni og höfðingsskapar,
sem aldrei fyrnist. Hún ein-
kennist af nærfærnislegum
skilningi á manninum og þörf-
um hans. Slík gestrisni kostar
mikla fyrirhöfn.
Að morgni gengum við á
fjallið. Skógurinn þarna ein-
kennist fyrst 0(g fremst af því,
að furan er á undanhaldi fyrir
greninu. Búskapur og skepnu-
hald er í grendinni og því
nokkur beit. Landið er bezt
fal'lið til ræktar furu, en hún
nær sér ekki á strik, vegna
þess að grenið þolir betur
skuggann. Hins vegar ber
grenið ekki fræ nema saman
fari tvö heit sumur. En sum-
staðar æxlast það með því að
jarðlægar greinar skjóta rót-
um og mynda ný tré. Þarna
mátti sjá þyrpingar trjáa, sem
til voru komin á þennan
óvenjulega hátt. Með gróður-
setningu furu má fjórfalda
afköst landsins á þessu svæði.
í rúmlega 900 metra hæð
yfir sjávarmáli stóðu þarna
fallegustu þyrpingar af þin
(lasiocarpa) og þeirri viðar-
tegund sem við köllum þöll
(tsuga), hvorttveggja aðflutt-
ar tegundir gróðursettar í til-
raunaskyni. Með hundrað
metra hæðar bili gengum við
framá litlar veðurathugunar-
stöðvar, sem settar höfðu ver-
ið upp til þess að rannsaka
hagaveðrið.
Þeigar upp á öxlina kom var
þar tilraunareitur. Verið var
að rannsaka vindþol skógar-
ins. Öxlin á fjallinu er að
mestu leyti nakin. Það kom
mér á óvart að sjá, að sú teg-
undin, sem þolað hafði vind-
inn á þessum stað, var lerki.
Lerki þetta var komið frá öðr-
um stað í Noregi, sem ég man
nú ekki hver er, en þangað
frá Mið-Evrópu.
Ég segi að mér hafi komið
þetta á óvart, vegna þess að
hjá okkur sunnanlands vex
lerkið vel í nokkra hæð, en
eftir það hættir því að fara
fram Oig virðist líða illa af
einhverjum ástæðum. Eftir
þessu ætti vaniíðanin að stafa
af öðru en næðingnum. Ann-
ars er rétt að bæta því við, að
svæði með samfelldum lerki-
skógi (eða öðrum skógi) er
ekki til ennþá á Suðurlandi,
og því varlegt að draga álykt-
anir. Þarna hafði einnig ver-
ið gróðursett skógarfura,
broddgreni og rauðgreni. En
ekkert af þessu þreifst, aðeins
lerkið. Hins vegar sáust
merki þess, að blágrenið
(Engelmani) mundi vaxa vel
og vera tiltölulega harðgert.
Skógurinn og sauðféð
Á einum stað sá ég til-
raunareit sem var þannig að
samskonar skógarplöntur
höfðu verið gróðursettar inn-
an girðingar og utan. Þarna
gengur sauðfé og nautpening-
ur í skóginum að sumrinu frá
seljum í grenndinni. Mork
prófessor sagði, að af hverj-
um hundrað plöntum, sem
gróðursettar hefðu verið inn-
in girðingarinnar, hefðu 70
lifað og komizt upp, en fyrir
utan- aðeins 14, á hverju máli
lands (málið er einn tíundi
úr hektar). Auk þessu voru
trén utan girðingar miklu
ljótari en innan. Ég sagði
honum að skógræktarmenn á
fslandi litu yfirleitt á sauð-
kindina sem mikinn óvin og
sama hefði ég orðið áskynja í
Svíþjóð þegar ég hefði verið
þar sem stúdent. Sauðkindin
æti nýgræðinginn. Skógurinn
véx ekki upp fyrir henni.
Land sauðkindarinnar verður
því með tímanum skóglaust
og nakið. Mork sagði að sauð-
féð æti ekki greni eða furu,
ef það fengi nægilegt fóður
frameftir vorinu. Með því að
fóðra sauðféð lengur fram-
eftir verða lömbin stærri.
Bóndinn fær meiri arð eftir
féð og það lætur skóginn
nokkurn veginn í friði.
Reynslan í Noregi væri sú, að
auk þess fengju bændur miklu
betri beit í skópinum, heldur
en á landi þar sem skóginn
vantar. Á íslandi mynduð þið
fá betra veðurfar og betri
gróður, ef þið hefðuð skóg,
sagði hann.
Ef til vili er þetta fær leið
fyrir okkur á íslandi, að girða
meðan verið er að gróður-
setja, en flytja svo girðinguna
þegar skógurinn er kominn í
seilingarhæð, eða jafnvel fyr.
Hugsanlegt er einnig að gróð-
ursetja í opið land, ef bænd-
urnir fengjust-tibað fóðra féð
fram eftir að vorinu, þvi að
það er að vorinu sem barr-
skóginum er hættast. Mork
sagðist álíta að íslendingar
myndu fara að flytja út trjá-
við eftir 60-80 ár. Ég sagðist
álíta það fullmikla bjartsýni.
S'kógurinn yxi. Það væri ekki
vandinn. Þó værum við enn
að leita fyrir okkur í flestu
sem lyti að skógræktinni. En
menn væru ekki reiðubúnir
til neinna stórátaka enn sem
komið væri. Vandamál okkar
væri tvíþætt, fyrst og fremst
það að rækta nægilegan við
hana okkur sjálfum, en jafn-
framt því að fá bændurna til
þess að gera skóginn að þætti
í landbúnaðinum. Lega lands-
ins gerir landbúnaðinn erfið-
an, en aðstöðuna má bæta
stórleiga með skógrækt. Þá
sagði Mork að fyrir aldamótin
hefðu norskir skógræktar-
menn reynt að fá bændurna
til þess að skilja það, að þeir
ættu að gróðursetja skóg.
Það mundi margborga sig.
Þetta hefði algjörlega fallið
á dauf eyru, og kenningin
ekki mátt heyrast. En eftir að
félögin sénri áttu trjákvoðu-
verksmiðjurnar og sögumyll-
urnar fóru að gróðursetja í
land það, sem þau áttu, þá
fóru bændurnir smám saman
að taka þetta upp. En það tók
30 ár að fá þá til þess. Og
jafnvel enn í dag eru til
menn í Noregi sem vilja ekki
heyra að skógurinn sé gróður-
settur, heldur vilja að hann
sái sér sjálfur.
Ég sagði prófessornum að ég
áliti að bað yrði engin veruleg
framför í skógræktinni á ís-
landi sem þætti landbúnaðar-
ins, fyrr en bændurnir tækju
sjálfir að sér að sjá málunum
farborða. Vandinn væri að fá
bændur til þess að tala við
bændur um málið. Það myndu
þeir fyrst gera þegar þeir
stofnuðu sitt eigið skógræktar
félag, er gæti miðlað skiln-
ingi og þekkingu meðal
þeirra á þessu mikilvæga
máli. Þá minntist ég á aðra
leið, en hún væri sú, að stofna
skógræktardeild við bænda-
skólann á Hvanneyri. Það leið
meira en mannsaldur frá
því að íslendingum var frjálst
að verzla, þangað til að þeir
fóru að sýna það framtak að
verzla sjálfir. Það er hryggi-
legt að vita að hugsun og
framtak skuli ekki vera örara
nú en það var fyrir heilli öld.
Það er á þessu sviði eins og
svo mörgum öðrum, að sjón
er sögu ríkari. íslenzkir bænd
ur hafa yfirleitt aldrei séð
skóg. Flestir þeirra munu
einhverntíma hafa séð leifar
af birkikjarri, en það er líka
allt og sumt. Þeir, eins og
aðrir lands'menn, eru fáfróð-
ir um skóginn. Þá skortir alla
reynslu af skógi. Þá væri enn
ein fær leið, sýnikennsla, sem
væri í því fólgin að gera bú-
jörð úr garði þannig, að hún
sýndi hvernig styðjast má við
skóginn í búskapnum. Skóg-
urinn tekur tíma að vaxa. Ein-
hvern tíma verður að byrja.
Ríkið á nóg af jörðum, sem
haegt er að taka undir slíka
sýnikennslu. Fátt væri betur
hægt að gera við fjármagnið
en það, að leggja það í að
rækta upp og gera slíkar
jarðir þannig úr garði, að með
tímanum yrðu þær til fyrir-
myndar, bæði um jarðrækt og
skógrækt. Ef fé væri ekki
fáanlegt á annan hátt, mætti
nota fjármagn það, sem fjár-
festingarlánastofnanirnar ráða
yfir, í þessu skyni. Til að
byrja með mætti láta nægja
að taka eins og eina jörð í
hverjum landsfjórðungi,
rækta hana upp og gera hana
úr garði eins og jarðir ættu
að vera. Þá er einnig til nóg
af eyðijörðum, sem myndi
henta, sem þessar stofnanir
gætu fengið keyptar, ef ríkið
vill ekki hafa fongöngu.
Svona framkvæmd, ásamt
skógræktarfélagi bænda,
myndi geta komið hreyfingu
á málið. Hinir fáu þeirra, sem
hafa nægilegan skilning á
skógræktinni, myndu geta
orðið til þess að hrinda mál-
inu áfram, ef ekki í bráð þá
í lengd.
Gróðursetning
Þarna voru nokkrir reitir
fyrir gróðursetningartilraunir.
einkum íjarlægðartilraunir.
Hvað á að vera langt á milli
plantnanna? Ég sagði Mork
að ég áliti að enn sem komið
væri hefðum við allt of litla
örugga þekkingu á því hvern-
ig ætti að gróðursetja. Hann
sagði að skógurinn ætti ekki
að standa of þétt, vegna þess
að þá kæmist sólin ekki að
jarðveginum til að hita hann.
Ég sagði honum að á íslandi
yrðum við að gróðursetja all-
þétt til þess að fá nægilegt
Hann sagði að
þétta gróðursetningu þyrfti
ekki nema í jöðrunum.
Þá sagði hann að ekki
mætti gróðursetja djúpt þar
sem jarðvegur væri kaldur og
veðurfar kalt. Ég sagði hon-
um að eitt vandamál okkar
væri holklaki. Hann sliti ræt-
ur plantnanna á vorin. Slíkar
plöntur eru auðþekktar á því
að greinarnar verða barrlaus-
ar, en nýjar greinar með nýju
barri koma upp við stofninn
á trénu. Plantan er að mestu
laus í jarðveginum. Þegar
tekið er í hana kemur hún upp
viðstöðulaust.
Mork sýndi mér tvær
gróðursetningaraðferðir, sem
ég álít að geti haft mikla þýð-
ingu fyrir okkur íslendinga.
Hin fyrri er sú, að með haka
er rótuð grunn hola og lítil
um sig, naumst meira en
2-4 cm á dýpt, síðan er plant-
an sett ofan í moldina, greitt
úr rótunum til allra hliða og
síðan rótað yfir. Við gróður-
setningu í stöðinni sá ég að
notuð var gróðurmold, til að
setja ofan á plönturnar, enda
jarðvegur þarna næsta grýtt-
ur og rýr að áliti okkar ís-
lendinga, að ég held. Plantan
situr mjög grunnt, næstum
því ofan á jörðinni. Ég sagði
við Mork að ég mundi vera
hræddur um að plantan yrði
laus. Hjá okkur mundi storm-
urinn velta henni um koll.
Hann sagði að það væri ekki
hætta á því. Jurtirnar ættu að
festa sig sjálfar. Það sem
gerði þessi aðferð ákjósan-
lega væri sú staðreynd, að sól-
in hitar yfirborðið, og með
þessari aðferð fá ræturnar
meiri hita en annars. Sé rót-
unum stungið djúpt ofan i
kalda moldina, þá er plantan
lengi að ná sér.
Ég hefi rekið mig á það, að
plöntur sem settar hafa verið
grunnt, eða verið lausar ein-
hverra hluta vegna, vaxa
furðu vel, ef látinn er svolítill
jarðvegur ofan á þær, án
þess þó að ræturnar séu látn-
ar neðar í moldina. Mork
sannfærði mig því á stund-
inni.
Hina aðferðina á að nota
þar sem hætta er á holklaka.
Þá er stungin torfa, ekki mik-
il, t.d. 20 cm. á veg 4-5 cm.
þykk. Síðan er gert skarð í
eina hliðina inn í miðja torf-
una og henni snúið við. Plat-
an er síðan látin ofan á jörð-
ina (ekki í holuna sem hnaus-
inn var tekinn úr), heldur
ofan á grasio og breitt
úr rótunum. Torfan er síðan
.látin öfug utan um legginn á
jurtinni. Jurtin festir sig svo
fljótlega og grasið sem rotnar
á milli torfunnar og yfirborðs-
ins örvar vöxt hennar.
Ég álít að báðar þessar að-
ferðir geti haft hina mestu
þýð.ingu fyrir gróðursetningu
skógar á íslandi. Erfiðið, sem
fer í að gera miklar holur,
sparast, og skóginum fer bet-
ur fram.
Þá minntumst við á áburð.
Mork sagði að það ætti ekki
að setja tilbúinn áburð í holur
við gróðursetningu. Það á
yfirleitt ekki að nota áburð
við gróðursetningu. En á
fyrsta ári eftir gróðursetningu
á að dreifa áburði í kringum
jurtina, dálítið frá henni.
Hann minntist á að nú væri
í framleiðslu í Þrándheimi
sérstakt tæki til þess að dreifa
áburði í kringum plöntur.
Nefndi hann það Wibes-
Framhald á bls. 21.
SONDERBORG
GARN
Thulegarn, Camping, Gloria höfum við til í miklu
litavali. — Úrvals-handprjónagarn frá
SÖNDERBORG-verksmiðjununi.
Verzlunin HOF
Laugavegi.